Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LÍFEYRISMÁL A* UNDANFÖRNUM árum hefur Morgunblaðið ítrek- að lýst þeirri skoðun, að nauð- synlegt væri að gera grundvall- arbreytingar á lífeyrismálum landsmanna. í fyrsta lagi hefur blaðið barizt fyrir því, að laun- þegar gætu ráðið því sjálfir í hvaða lífeyrissjóði þeir vildu vera. Nú er launþegum skylt að vera í lífeyrissjóði og er blaðið sammála þeirri stefnu. Hins veg- ar eru launþegar bundnir af samningum á milli viðkomandi stéttarfélags og vinnuveitenda um það í hvaða lífeyrissjóði þeir eru. Morgunblaðið telur, að í þeim efnum eigi launþeginn að hafa frjálst val. Hér er um hans fjármuni að ræða. Hvort sem lit- ið er til þeirra fjögurra prósentu- stiga, sem launþeginn greiðir af launum sínum, eða sex prósentu- stiga, sem koma frá vinnuveit- endum, er í báðum tilvikum um að ræða hluta af heildarkjörum launþegans. Þetta eru hans fjár- munir og hann á að ráða því sjálfur í hvaða lífeyrissjóði hann ávaxtar það fé. Forsjárhyggja vinnuveitenda og verkalýðsfor- ystunnar á ekki lengur við. í öðru lagi hefur Morgunblað- ið lýst þeirri skoðun, að núver- andi skipan stjórna lífeyrissjóða sé úrelt og það eigi ekki lengur við að þær séu tilnefndar af vinnuveitendum annars vegar en verkalýðsforystu hins vegar. Þvert á móti er eðlilegt að stjórn- ir lífeyrissjóða séu kosnar af fé- lagsmönnum lífeyrissjóðanna sjálfum. Þeim er vel treystandi til að kjósa fulltrúa úr eigin röð- um til þess að hafa umsjón með málefnum sjóðanna. Á undanförnum árum hafa svonefndir séreignasjóðir rutt sér til rúms og verið byggðir upp á vegum verðbréfafyrirtækj- anna. Þessir séreignasjóðir, þar sem fjármunir félagsmanna eru geymdir á sérstökum reikning- um á þeirra nafni, hafa vaxið og dafnað og ljóst að fjölmargir launþegar auk sjálfstæðra at- vinnurekenda telja skynsamlegt að tryggja lífeyrishagsmuni sína þannig að þeir séu ekki með öll egg í sömu körfu. Ahugi á séreignasjóðum hefur aukizt mjög ekki sízt eftir að fólki var ljóst, að lífeyrisréttindi þau, sem tryggð eru með sam- eignarsjóðunum, eru takmörkuð og réttindi maka hreint út sagt afleit. A.m.k. tveir almennir líf- eyrissjóðir hafa sótt um leyfi til að setja upp séreignasjóði á sín- um vegum. Eins og að var vikið í forystugrein Morgunblaðsins fyrir tveimur vikum er eðlilegt að sameignarsjóðirnir fái heimild til að byggja upp séreignasjóði innan sinna vébanda og hafi þar með fijálsar hendur um að keppa við þá séreignasjóði, sem nú eru starfræktir. En auðvitað er for- sendan fyrir því sú, sem að ofan greinir, að valfrelsi ríki um aðild að sameignarsjóðum, þannig að launþeginn geti valið um í hvaða sameignarsjóði hann er og jafn- framt, að aðrir aðilar svo sem verðbréfafyrirtæki og bankar geti sett upp sameignarsjóði, ef þeim sýnist svo. Á þessu sviði sem öðrum verða samkeppnis- skilyrðin að vera jöfn. Sameign- arsjóðir mega ekki hafa einka- rétt á ákveðnum hópi launþega og keppa svo með séreignadeild- um við aðra séreignasjóði í skjóli þess einkaréttar. Ný viðhorf eru að ryðja sér til rúms í lífeyrismálum. Auk líf- eyrissjóðanna eru verðbréfafyr- irtækin búin að hasla sér völl á þessu sviði og sum þeirra eru tengd tryggingafélögum, sem jafnframt bjóða líftryggingar í tengslum við lífeyrissparnað. Loks er ljóst að bankarnir hugsa sér til hreyfings í lífeyrismálum. í ræðu Kjartans Gunnarssonar, formanns bankaráðs Lands- banka íslands, á ársfundi bank- ans í fyrradag sagði m.a.: „Það er nauðsynlegt að heildarendur- skoðun fari fram á allri löggjöf- inni um lífeyrissjóði og málefni þeirra með það fyrir augum, að nýjungum á því sviði verði veitt eðlilegt svigrúm og öllum þeim, sem hafa heimildir til að taka að sér ávöxtun fjármuna fyrir almenning verði gefinn jafn kostur á því að ávaxta þetta fé eins og annað fé.“ innar sem var eins- konar rannsóknarétt- ur þar vestra á dögum McCartys. Þangað var Arthur Mill- er stefnt á sínum tlma og þar var hann látinn standa fyrir máli sínu, ásakaður fyrir kommúnisma eða að minnstakosti samúð með höfuðóvin- inum, heimskommúnismanum. Mill- er fór fyrir réttinn og varði málstað sinn. En um það hefur Sigurður A. Magnússon íjallað í grein sem birt var í júní 1957, endurprentuð í ritgerðasafni hans, Nýju fötin keisarans. Þar segir Sigurður frá því þegar Miller óskaði eftir vega- bréfi til að komast með eiginkonu sinni, Marilyn Monroe, til Englands og var ákveðið „að Miller skyldi veitt vegabréf til sex mánaða ef hann gæti fært sönnur á, að hann hefði ekki „rekið and-bandarískan“ áróður í Evrópu. Miller brá skjótt við og rótaði í gömlum kössum hjá sér í von um að finna blaðaúrklipp- ur sem honum voru oft sendar frá Evrópu. Og viti menn, eftir langa leit dró hann fram stóra „úrklippu" á framandi máli. Það var viðtal sem íslenzkur blaðamaður, Matthías Jo- hannessen, hafði átt við hann og birzt hafði í Morgunblaðinu 7. októ- ber 1954. Þetta viðtal varð hann að fá þýtt á ensku í skyndingu, og þannig atvikaðist það að við hittumst og sátum saman parta úr tveimur dög- um við að snúa viðtalinu. Bar þá að sjálfsögðu margt á góma, og hann sagði mér m.a. að andi McCar- tys svifi enn yfir starfsmönnum utanríkisráðuneytisins, endaþótt hann hefði þá misst mikið af fyrra áhrifavaldi sínu. Miller kvaðst vera jafn dyggur þegn Bandaríkjanna og hver annar: það væri ást hans á þjóð sinni sem hefði knúið hann til að gagnrýna ýmis- legt það sem miður færi í fari hennar. í viðtalinu við blaðamann Morgun- blaðsins hafði Miller m.a. látið þau orð falla um leikrit sitt „í deiglunni", að hann hefði byijað að hugsa um efni þess árið 1938. Það væri því ekki skrifað gegn „mccarthyisma" fyrst og fremst, heldur gegn öllum öfga- stefnum hveiju nafni sem þær nefndust, stefnum sem reyndu að ná fótfestu með rannsóknardómum og allsheijar ógnaröld. Hann sagði að kommúnistum yfirsæist sú mikil- væga staðreynd, að leikritið væri „hrópandi mótmæli gegn því sem gerzt hefur og gerist í Rússlandi og annars staðar, þar sem kommún- istar hafa varpað andstæðingum sínum á „galdrabálið"." Skýrar varð varla að orði komizt um afstöðu Millers til kommúnis- mans. Hann var kallaður fyrir rann- sóknamefnd Bandaríkjaþings 21. júní í fyrra og lagði þá fram þýð- ingu á viðtalinu. Formaður nefndar- innar var Francis E. Walter, og notaði hann tækifærið til að spyija Milier spjörunum úr um allskonar málefni, svosem borgarastyijöldina á Spáni, ástandið í Kína, ljóðskáldið Ezra Pound, leikrit hans sjálfs og álit hans á störfum nefndarinnar. Svör Millers sýndu það berlega að hér var kominn sterkur og sjálf- stæður persónuleiki. Hann kvaðst hafa verið stuðningsmaður spænska lýðveldisins allt frá stúd- entsárum sínum og vera hreykinn af. Lögfræðilegur ráðunautur nefndarinnar reyndi með öllu móti að „veiða“ hann, spurði t.d. hvemig á því stæði að leikrit hans væm sýnd af kommúniskum samtökum. Miller kvaðst ekki geta borið ábyrgð á því hveijir léku verk sín fremur en General Motors bæri ábyrgð á því hveijir ækju Chevrolet-bifreið- um. Yfírheyrslan var á köflum ekki ósvipuð háfleygum rökræðum fræðimanna. Miller fór ekki leynt með þá sannfæringu sína, að hver hugsandi maður hefði rétt til að „prófa hugmyndir sínar I sambandi við marxismann", en hann kvaðst aldrei hafa verið undir kommúnisk- um flokksaga, enda væri kommún- isminn óheillastefna." Ég fann alls engan grundvöll fyrir samfélagið við kominúnista", sagði hann... “ Sigurður A. Magnússon segir að Miller hafí fengið vegabréfíð og farið til Englands með konu sinni „og vonandi hefur íslenzka viðtalið átt sinn þátt í þeim málalokum". Grein Sigurðar A. Magnússonar um Arhur Miller heitir Óseld samvizka. Kvikmyndin Múgsefjun sem byggð er á leikriti Arthurs Millers hefur fengið mjög góða dóma og ágætar viðtökur að mér skilst. Og nú er reynt að afla henni einhverra Óskarsverðlauna en sá kappleikur kemur efni verksins og list ekki við. * Þessi kommúniski æðigaldur er enn ríkjandi stjómarstefna í Kína, þrátt fyrir kapitalískan markaðsbú- skap. Zemin forseti kallaði þessa arfleifð Dengs í útfararræðu sinni yfir honum kínversku leiðina til kommúnisma. Hún er semsagt fólg- in í því að afnema mannréttindi og auka hagvöxt og þá væntanlega einnig velmegun almennings. Og svo bíður allur heimurinn með önd- ina í hálsinum einsog hálfhræddur íkomi eftir hnetunum í þessum við- sjárverða lófa kínverskra stjórn- valda - og þá ekkisíður við en aðrir - og mætti kalla þessa friðsamlegu sambúð eftirvæntingu hins afstæða hlutleysis! M. SAMTAL MITT VIÐ Arthur Miller átti eftir að koma við sögu óamerísku nefndar- HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 8. marz Eyjólfur konráð Jónsson, fyrram ritstjóri Morgunblaðsins og alþm., sem lézt að morgni sl. fimmtudags, skrifaði ásamt öðram Reykjavíkurbréf Morg- unblaðsins um árabil. Eins og fram kom í frétt um andlát hans hér í blaðinu hófst sú þróun, sem einkennt hefur Morgunblaðið æ síðan, í ritstjóratíð þeirra Valtýs Stefánssonar, Sigurðar Bjamasonar frá Vigur og Matthíasar Jo- hannessens. Eyjólfur Konráð lýsti viðhorfi þeirra til samskipta Morgunblaðsins og Sjálfstæðis- flokksins og framtíðarþróunar blaðsins I grein á 50 ára afmæli þess hinn 2. nóvem- ber 1963 og sagði þá m.a.: „í þjóðhátíðar- ræðu sinni í sumar vék Ólafur Thors, for- sætisráðherra, að hinum illvígu stjómmála- skrifum íslenzkra dagblaða og gat þess, að í nágrannalöndunum gæti varla heitið, að á því bæri í dagblöðunum, svo að til lýta væri, að kosningar væra fyrir dyrum, og þó væri þar mikil kosningaþátttaka. Orð þessara tveggja mikilhæfu stjórn- málaleiðtoga fara ekki óséð fram hjá fólki. (Áður hafði verið vitnað til Bjarna Bene- diktssonar. Innskot Mbl.) Og þegar þeir, sem sjálfir standa í fremstu víglínu stjórn- málabaráttunnar, vara við óhóflegum stjómmálaátökum, hlýtur slíkt fijálslyndi að hafa áhrif á málgagn þeirra. Sannleikur- inn er líka sá, að margir era þreyttir á því naggi og nuddi, sem fær of mikið rúm í stjómmáladálkum dagblaðanna, líka þeir, sem finnst þeir til neyddir að svara skæt- ingi í svipuðum dúr. En erlenda reynslan? Hún hefur víðast orðið sú, að hrein flokksblöð hafa lognazt út af. Fólkið hefur viljað kaupa blöð, sem reynt hafa að bijóta málin til mergjar óháð því, hvort það hentaði einum flokki eða öðram þá stundina. Þar með er þó ekki sagt, að þessi blöð séu stefnulaus. Þvert á móti taka þau yfírleitt skelegga afstöðu til mála í ritstjórnargreinum sínum, og áhrifamestu blöðin fylgja vel grandvallaðri meginstefnu, þótt þau séu óháð. En það, sem mest er um vert: Þau era opin fyrir rökræðum og mismunandi sjónarmiðum. Þau útiloka ekki allt nema hinn eina „sann- leika“. Hrein flokksblöð era ekki ginkeypt fyrir slíkum skrifum. Þeirra hlutverk er einfald- lega ekki að ljá þeim rúm. Það getur meira að segja orðið til að ragla menn í ríminu og þannig verið í beinni andstöðu við markmiðið - að fá sem flesta til að aðhyll- ast málstaðinn, til að trúa „hinum eina sannleika“. - Eða hví skyldu flokkarnir leggja á sig erfiði og útgjöld til þess að sérvitringar geti látið móðan mása? - Þessi hefur a.m.k. orðið raunin með þau blöð, sem íslenzku stjómmálaflokkarn- ir gefa út. En þá spyija menn: Er Morgun- blaðið mikið fijálslyndara? Gagnrýnir það nokkum tíma gerðir Sjálfstæðisflokksins? Leyfir það fijálsar umræður um hann, stefnu eða forastu hans? Ég leyfi mér að fullyrða, að Morgunblað- ið hafí lengst af verið mun fijálslyndara í þessu efni en andstöðublöðin og eigi vel- gengni sína meðfram því að þakka. Og fyrir tæpum þremur áram auglýsti það beinlínis eftir ádeilugreinum I greinaflokk, sem vera skyldi frjáls vettvangur umræðna um hin margháttuðu þjóðfélagsvandamál og hefur síðan birt fjölda slíkra greina, (of fáar þó, vegna þess að nógu margar góðar greinar hafa ekki borizt), bæði í þessum dálkum og síðar jafnframt í blaðinu sjálfu, því að skilningur hefur stöðugt farið vax- andi á réttmæti og nauðsyn slíkra um- ræðna. Allt bendir þetta til þess, að stjórnmála- skrif Morgunblaðsins muni halda áfram að þróast í átt til aukins fijálslyndis, þótt ekki sé auðvelt að spá neinu um það, hvort blaðið verður einhvem tíma alveg óháð, líkt og erlendu stórblöðin - né heldur hve- nær það þá yrði. Forusta Morgunblaðsins á þessu sviði mundi vafalaust hafa þau áhrif, að andstöðublöðin reyndu að feta í fótsporin, eins og þau hafa áður gert varð- andi fréttaþjónustu og fleira. En það eðli þeirra og uppbygging, sem áður er getið, mundi verða þeim fjötur um fót.“ SÍÐAN SAGÐI Eyjólfur Konráð í þessari afmælis- grein, sem rituð var fyrir rúmlega 33 árum:„Hugleiðing- ar sem þessar ritar eindreginn stuðn- ingsmaður Sjálfstæðisflokksins þó auðvitað ekki, án þess að leitast við að gera sér grein fyrir því, hvaða áhrif slík þróun mundi hafa á mátt flokksins og sigurlíkur stefnu hans. Og mér ernær að halda, að hvort tveggja mundi apkast. Skal reynt að rökstyðja það. Geri ég mér þó grein fyrir því, að ekki munu ajlir sammála þeirri röksemdafærslu, a.m.k.jekki ungi maður- inn, sem eitt sinn tók ser fyrir hendur að sanna, að Morgunblaðið yæri hálfkommún- ískt og sendi okkur söimunargögnin, sem voru fjöldi úrklippa úriblaðinu, þar sem rétt var skýrt frá orðum. Krúsjoffs og ann- arra kommúnistaleiðtoga. Þótti hinum unga manni óþarft að koma slíkum óhróðri á framfæri við auðtrúa ialmúgann. Þótt þróunin yrði í sömu átt og hugrenn- ingar mínar hér að framan, yrði Morgun- blaðið að sjálfsögðu ætíð málsvari Sjálf- stæðisstefnunnar, þeirrar meginhugsjónar, að frelsi til orðs og æðis geti eitt megnað að færa einstaklingunum, og þar með þjóð- inni í heild, farsæld óg hamingju. Það mundi áfram styðja einkaframtak samhliða þeim félagslegu umbótum, sem nægja til að hér megi ávallt ríkja réttlátt þjóðfélag. Þar að auki mundi það styðja og styrkja þá heilbrigðu utanríkismálastefnu, sem Is- lendingar hafa markað og fylgt. Af þessu leiðir að sjálfsögðu, að Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn yrðu sammála í grandvallaratriðum og í meginefnum sömu skoðunar um markmiðin. Hins vegar er ekki víst, að í einstökum atriðum þyrfti ritstjórnin að vera sammála þeim leiðum, sem forasta eða meirihluti áhrifamanna ákvæði að fara. Blaðið mundi gagnrýna sumar ákvarðanir flokksins og athafnir eða athafnaleysi einstakra for- ustumanna og kynni jafnvel að benda á, að stefna sú, sem einhver annar flokkur hefði í ákveðnu máli, væri heppilegri. Þann- ig mundu ekki einungis áhrif blaðsins á stefnu Sjálfstæðisflokksins aukast, heldur líka á stefnu annarra flokka og meðal fylgj- enda þeirra, sem eðlilega væra næmari fyrir skoðunum slíks blaðs en málgagns andstöðuflokks. En hvað er þá blaðið frá þessum sjónar- hóli séð? Það er ekki skoðun eins manns, meira að segja ekki skoðun allrar ritstjóm- arinnar. Blaðið væri opið fyrir heilbrigðar rökræður, enn opnara en það er í dag. Þar mundu forastumenn lýðræðislegra sam- taka setja fram sjónarmið sín, ýmist að eigin framkvæði eða vegna þess að til þeirra væri leitað. Þar mundu leiðtogar Sjálfstæðisflokksins leiða saman hesta sína fyrir opnum tjöldum, ef þá greindi á um einhver atriði. Þar væri almenningsálit ekki einungis myndað, heldur endurspegl- aðist það á síðum blaðsins. Einhveijir yrðu að vísu að skrifa leiðarana, kveða upp úr um það, hvar blaðið sjálft stæði, en einnig þeir yrðu að sæta gagnrýni, og einnig þeir yrðu fyrir áhrifum umræðnanna . . . . . . Víkjum að áhrifunum innan Sjálf- stæðisflokksins. Sumir kynnu að halda því fram, að samheldni mundi minnka, ef opin- berar umræður innan flokksins ykjust, og svo kynni jafnvel að fara, að erfitt yrði að tryggja einingu þeirra breytilegu hópa, sem mynda flokkinn. Ég held þvert á móti, að skilningur og samhugur um það, sem mestu varðar, mundi eflast við slíkar rökræður. Leiðtogar flokksins, ungir sem gamlir, yrðu að vísu að ganga í gegnum þann hreinsun- areld að kynna sjónarmið sín opinberlega og standa þar fyrir máli sínu. En ég hygg, að þeir mundu njóta þess meir en harma, jafnvel þótt öll sjónarmið þeirra næðu ekki fram að ganga, eins og verða vill í mannleg- Hver yrðu áhrifin á Sjálfstæðis- flokkinn? um samskiptum. Þeir mundu njóta þess að hafa ekki einungis siðferðislegan rétt til þess, heldur beinlínis skyldu, að túlka sérsjónarmið sín. En meginatriðið hlýtur að vera, að sér- hver sá, sem aðhyllist Sjálfstæðisstefnuna, byggir sigurvonir hennar á því, að hún virðir rétt einstaklingsins, þ.á m. rétt hans til að fá í hveiju máli að vita hið sanna. Sjálfstæðisflokkurinn á aldrei að þurfa að óttast sannleikann." Baráttan fyrir al- mennings- hlutafélög- um Á FYRSTU RIT- stjóraáram sínum skrifaði Eyjólfur Konráð Jónsson mikið um almenn- ingshlutafélög. í gær, föstudag, var löng biðröð fyrir utan Kaupþing áður en fyrirtækið var opnað, slikur var áhugi hins almenna borgara á að kaupa hluta- bréf I Fóðurblöndunni, sem þá var að hefj- ast sala á. Þegar Eyjólfur Konráð hóf bar- áttu sína fyrir almenningshlutafélögum var slíkur skilningur og áhugi ekki fyrir hendi. Árið 1968 gaf hann út bókina Alþýða og athafnalíf þar sem hann lýsti viðhorfi sínu til opinna almenningshlutafélaga og verð- bréfamarkaðar og birti ýmsar hagnýtar upplýsingar um starfsemi slíkra hlutafé- laga og markaðar. í inngangi að bókinni sagði höfundur m.a.: „Þegar ég fyrir tæpum áratug ritaði fyrstu grein mína um almenningshlutafélög í tímaritið Stefni, fannst mér einkaframtak hafa farið svo halloka hér á landi um langt skeið, að brýna nauðsyn bæri til að finna leið til að styrkja það og efla; í því efni væri varla um annað að ræða eins og málum er hér háttað en þátttöku alþýðu manna í íslenzkum atvinnurekstri. Síðan hef ég ritað margar greinar og haldið margar ræður og fyrirlestra um al- menningshlutafélög, þótt árangurinn hafi orðið heldur lítill. Ljóst er þó, að nú allra seinustu árin verða þeir æ fleiri, sem ljá vilja máli þessu lið, og fer áhugi manna ekki eftir því, hvar þeir skipa sér í stjóm- málaflokka, þótt enn sem komið er hafi aðeins einn stjómmálaflokkur gert málefni þetta að stefnuskráratriði. En ástæðan til þess, að ég hef ráðizt I að rita bók þessa um almenningshlutafé- lög, er sú, að uggvænlega horfir í íslenzk- um atvinnumálum af alkunnum ástæðum og að brýna nauðsyn ber til að efla mjög atvinnulífið til að forðast stóráföll og byggja upp þá framtíð, sem við, sem nú erum á bezta starfsaldri, ætlum eftirkom- endum okkar. Og sannfærður er ég um, að heilbrigt og traust athafnalíf verður aðeins tryggt með samstilltu átaki margra manna. Þar er ekki um aðra leið að ræða en stofnun og starfrækslu margra opinna hlutafélaga í eigu íslenzkrar alþýðu. Enginn má þó skilja orð mín svo, að ég vanmeti framtak einstakra manna, sem leggja út í atvinnurekstur, smáan og stór- an. Þvert á móti tel ég, að örva beri sem allra flesta til þess að gerast sjálfstæðir atvinnurekendur, hvort heldur þeir taka sér fyrir hendur að reka trillubát eða iðjuver. En mergurinn málsins er sá, að íslenzka þjóðin vill ekki, að örfáir auðmenn ráði yfir öllum hennar atvinnurekstri. Auðjöfn- un er hér meiri en annars staðar, og þess vegna geta ekki fáir menn komið á fót öflugustu atvinnufyrirtækjunum, en hins vegar er fjármagn til í höndum fjöldans. Ef það er virkjað með sameiginlegu átaki í atvinnurekstri, má lyfta Grettistaki." í FYRSTA KAFLA bókarinnar, sem ber heitið Auðstjórn al- mennings, segir Eyjólfur Konráð: „Eins og allir vita var meginuppistaða hinna gömlu kenninga Karls Marx sú, að í „auðvaldsþjóðfélögum" mundi öreigum stöðugt íjölga, en fáir auðmenn eignast öll atvinnutæki. Kenningar Marx urðu ekki Auðstjórn almennings að veraleika, m.a. vegna þess, að öflug félög í eigu fjölda manna risu upp til að hrinda í framkvæmd verkefnum á sviði atvinnulífsins. Þótt auðmagni væri safnað saman til að leysa slík verkefni, lenti eign- arrétturinn ekki hjá fáum mönnum, heldur vora eigendumir margir; hér var um að ræða stóra opnu hlutafélögin. Við hlið þeirra þróaðist samvinnurekstur, þar sem ekki var heldur um það að ræða, að eignar- ráð yfir miklu auðmagni söfnuðust á hend- ur eins eða fárra manna, og raunar er eðli samvinnurekstrar slíkt, að vafasamt er að tala um þátttakendur í samvinnufé- lögum sem raunveralega eigendur - þeirra eignarréttur er mjög takmarkaður. Margt fleira stuðlaði að þeirri ánægjulegu þróun, sem orðið hefur í lýðræðisríkjum á sviði efnahags- og fjármála, gagnstætt því sem Karl Marx hugði verða mundu. En út í þá sálma verður ekki farið hér, heldur reynt að gera nokkra grein fyrir aðstöðunni í dag og hvemig stuðla megi að sem heii- brigðastri þróun í framtíðinni. Væntanlega era menn sammála um, að nauðsynlegt sé að keppa að sem mestri auðsköpun, sem beztum framleiðsluháttum og öflugustu atvinnulífi. Þessu takmarki verður ekki náð nema starfrækt séu stór fyrirtæki við hlið hinna smærri, fyrirtæki, sem krefjast mikils fjármagns. Og þá vakn- ar sú spurning, hvaðan þetta fé eigi að koma. í því efni er varla um nema þijár leiðir að ræða: Ef til vill mætti hugsa sér, að einstakir auðmenn - eða nokkrir sameiginlega - legðu til atlögu við stórverkefni með eigin fé. En í því sambandi er þess að gæta, að hérlendis era fáir menn, sem hafa yfir að ráða mjög miklu fjármagni og engir, sem ráðið gætu við stærstu verkefnin. Og fé þeirra manna, sem efnaðastir era, er líka allt bundið í atvinnurekstri eða fasteignum. Auðvitað er æskilegt, að þeir einstakl- ingar, sem yfir veralegu íjármagni ráða, leggi sig fram um að hagnýta það til upp- byggingar traustra atvinnufyrirtækja, og ekkert er sjálfsagðara en að þeir, sem sýna óvenjulegan dugnað og útsjónarsemi á sviði atvinnulífs, hagnist veralega, þegar vel gengur. Sjálfstæði vinnuveitandinn verður veigamikil stoð íslenzku atvinnulífi. En fyrirtæki hans leysa ekki allan vanda í nútímaþjóðfélagi, sem krefst stöðugt öflugri og stærri fyrirtækja. Hið sama er raunar að segja um sameignarfélög og hlutafélög nokkurra einstaklinga. - En að fjölskyldufyrirtækjum og kunningjafélög- um verður nánar vikið síðar. - Þessi leið til að koma á fót hinum öflug- ustu fyrirtækjum er því ekki fyrir hendi, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. í öðra lagi kemur til álita, að erlendir fjármagnseigendur fái heimild til að byggja hér upp meiri háttar atvinnufyrirtæki, sem íslenzkir athafnamenn ráða ekki við af eig- in rammleik, og auk þess samstarf er- lendra og íslenzkra atvinnurekenda. Er þar annars vegar um að ræða þá leið, sem farin var, þegar samningar vora gerðir við svissneska fyrirtækið Alusuisse um bygg- ingu álbræðslu, og hins vegar svipað fyrir- komulag og áformað var við byggingu olíu- hreinsunarstöðvar, sem unnt var að hleypa af stokkunum fyrir nokkrum árum. Inn á þessa braut höfum við íslendingar því þegar farið, og allflestir munu nú telja sjálfsagt að athuga, hvort unnt muni reyn- ast að halda áfram á þessari braut, einkum þannig, að íslenzkir og erlendir aðilar hafí samstarf um atvinnurekstur. Þetta fyrir- komulag er æskilegt á frumstigi iðnvæð- ingar, bæði vegna fjárskorts innanlands og eins vegna þess, að áhætta íslendinga er miklu minni, þegar erlendum aðilum er heimilað að reisa fjárfrekustu fyrirtækin, heldur en vera mundi, ef þau væra reist fyrir íslenzkt fjármagn og veruleg erlend lán, sem greiða yrði, hvort sem fyrirtækið gengi betur eða ver. Væntanlega era þó allir sammála um, að takmörk séu fyrir því, hve langt megi ganga inn á þessa braut, og þess vegna er hún ekki einhlít við lausn þess vanda, sem við stöndum frammi fyrir: að þurfa á næstu áram að byggja upp öflug atvinnu- fyrirtæki, ef við eigum að tryggja þjóðinni þau lífskjör, sem bezt gerast í veröldinni. Næst er þess að gæta, að til era menn, sem telja, að öll stór fyrirtæki eigi að vera í eigu ríkisins. Er þar um að ræða hin gömlu sjónarmið sósíalista, sem hér var t.d. fallizt á við byggingu Sementsverk- smiðju ríkisins. Þessa leið þekkja menn og grípa gjarna til hennar sem auðveldustu lausnarinnar, eins og nú á sér stað, þegar ríkið eitt er að ná eignarráðum yfir Áburð- arverksmiðjunni. En hætt er við, að ýmsum brygði í brún, ef til langframa yrði ekki um aðra lausn að ræða við stofnun og starf- rækslu meiri háttar fyrirtækja, eins og að mun vikið hér á eftir. Loks er um það að ræða að koma á fót opnum hlutafélögum eða almenningshluta- félögum, þar sem miklu fjármagni er safn- að saman frá fjölda manna til að leysa ákveðin viðfangsefni. Þennan þátt hefur mjög skort í íslenzkt athafnalíf, þótt slík félög hafí verið burðarásinn í atvinnulífi flestra annarra lýðræðisþjóða. Almenningshlutafélög era ekki einungis mikilvæg af efnahagsástæðum, heldur era þau e.t.v. þýðingarmesti þátturinn í því þjóðfélagskerfi, sem nefna mætti auðstjóm almennings eða fjárstjóm fjöldans. Er þar átt við mikilvægi þess, að sem mestur hluti þjóðarauðsins dreifist meðal sem allra flestra borgara landsins, að auðlegð þjóðfé- lagsins safnist hvorki saman á hendur fárra einstaklinga né heldur ríkis og opinberra aðila. Þeir, sem þessa stefnu aðhyllast, telja þá þjóðfélagsþróun æskilegasta, að valdið, sem fylgir yfirráðum yfir fjár- magni, dreifist sem mest á meðal lands- manna allra. Þeir benda á hættuna, sem því er samfara, er fjármálavald flyzt í stöð- ugt ríkara mæli yfir á hendur þeirra, sem fyrir hafa pólitíska valdið; þá fyrst sé vera- leg hætta á misnotkun valdsins. Samkvæmt þeim kenningum, sem hér er fjallað um, byggist heilbrigð lýðræðisleg þróun á því, að sem allra flestir einstakling- ar séu fjárhagslega sjálfstæðir; þeir eigi hlutdeild í þjóðarauðnum, en séu ekki ein- ungis leiguliðar eða starfsmenn ríkisins. Þá muni sjálfstæði manna, öryggi, þroski, ábyrgðartilfinning og lífshamingja aukast, og þá muni framleiðsla og auðæfaöflun þjóðfélagsins einnig verða mest. Þessar kenningar hníga að því, að með dreifingu auðmagnsins séu skert áhrif vald- hafanna að því marki, sem bæði þeim og öðram sé heppilegast. Embættismenn og stjómmálamenn geti þá ekki seilzt lengra inn á umráðasvið einstaklingsins en góðu hófi gegnir. Til þess hafi þeir ekki þann styrk, sem umráðavald, jafnt yfir fjár- magni sem stjómkerfi landsins, mundi ella veita þeim. Þannig skapist það heilbrigða jafnvægi milli hinna ýmsu valdastofnana og fólksins í landinu, sem eitt sé þess megnugt að tryggja varanlegt lýðræði og trausta þjóðfélagsskipan. Segja má, að okkur íslendingum hafi að ýmsu leyti tekizt sæmilega að feta okk- ur áfram til skilnings á þeim sjónarmiðum, sem hér er um rætt. Þannig mun óvíða eða hvergi vera um að ræða almennari eign eigin íbúðarhúsnæðis, bændur eiga flestir bújarðir sínar, fy'öldi útgerðarmanna á báta- flotann, og fyrirtæki á sviði iðnaðar, verzl- unar og samgangna era í ríkum mæli í eigu einstakra manna eða hlutafélaga. Allt era þetta veigamiklir þættir í fjárstjóm fjöldans. En gallinn er sá, að erfiðlega hefur geng- ið að fá alþýðu manna til að veija fjármun- um sínum að nokkram hluta til beinnar þátttöku í atvinnurekstri, sem hún á þó mest undir. Fólkið hefur ekki skilið nauð- syn þess, að atvinnufyrirtækin högnuðust og skiluðu eigendunum arði, og meðan þannig er háttað, hefur það ekki heldur talið arðvænlegt að festa fé sitt í atvinnu- rekstri. Þegar á móti blæs, era atvinnufyrirtæk- in þess vegna aflvana að mæta vandanum - og nú er íslenzku atvinnulífi vissulega ógnað. Þess vegna er ekki seinna vænna, að menn geri sér glögga grein fyrir þýð- ingu þess, að öflug atvinnufyrirtæki rísi upp og önnur séu styrkt og efld.“ „Er þar átt við mikilvægi þess, að sem mestur hluti þjóðarauðsins dreifist meðal sem allra flestra borgara landsins, að auðlegð þjóð- félagsins safnist hvorki saman á hendur fárra ein- staklinga né held- ur ríkis og opin- berra að- ila . . . Sam- kvæmt þeim kenningum, sem hér er fjallað um, byggist heilbrigð lýðræðisleg þróun á því, að sem allra flestir einstakl- ingar séu fjár- hagslega sjálf- stæðir; þeir eigi hlutdeild í þjóðar- auðnum, en séu ekki einungis leiguliðar . . .“ (Eyjólfur Konráð Jónsson í bókinni Alþýða og at- hafnalíf 1968.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.