Morgunblaðið - 09.03.1997, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 09.03.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 35 + Fríða Jóhanns- dóttir var fædd í Stóra-Knarrar- nesi á Vatnsleysu- strönd 15. 'desem- ber 1906. Hún lést í Seljahlíð 11. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Bene- diktsson trésmiður og silfursmiður og kona hans Hólm- fríður Þórarins- dóttir. Eldri systk- ini hennar voru Haraldur og Ingi- björg en þau eru bæði látin. Friða ólst upp hjá hjónunum Kristjáni Jónssyni bónda í Knarrarnesi og Margréti Sím- onardóttur. Fóstursystur henn- ar voru Katrín og Guðbjörg en þær eru báðar látnar. Fríða giftist 2. júní 1932 Magnúsi V. Jóhannessyni, f. 8. júlí 1891. Foreldrar hans voru Jóhannes Guðjónsson sjómaður og Guðríður Þórðardóttir úr Reykjavík. Magnús var síðast yfirframfærslufulltrúi hjá Það er jú gangur lífsins að kyn- slóðir hverfi og aðrar komi í stað- inn. Það hafði verið öllum ljóst nú Reykjavíkurborg. Hann var um tima mjög virkur í fé- lagslífi í bænum, bæði á sviði stjórn- mála og bindindis- mála. Var m.a. for- maður Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar um tíma og stórgæslu- maður unglinga- starfs Góðtempl- ara. Magnús lést 12. desember 1958. Einkadóttir þeirra er Svala húsfreyja í Kópavogi. Eiginmaður hennar er Jóhann Agústsson aðstoðar- bankastjóri i Landsbankanum. Þau eiga þijú börn. Fyrstu hjúskaparárin sín bjuggu Fríða og Magnús á Ný- lendugötu 22, síðar byggðu þau sér hús í Miðtúni 2. Eftir lát Magnúsar flutti Fríða í Hátún 4, en síðustu 5 árin dvaldi hún á dvalarheimili aldraðra í Selja- hlið. Utför hennar fór fram í kyrr- þey 17. febrúar síðastliðinn. um nokkra hríð hvert stefndi og að ekki yrði til baka snúið. Komið var að endimörkum hins jarðneska lífs, elli kerling búin að taka völdin, og amma frelsinu fegin. Engu að síður hefur það djúp- stæðari áhrif á mann, þegar stund- in rennur upp, en maður átti von á. Minningarnar hrannast upp og söknuðurinn færist yfir mann. Hún amma var síðust í röðinni af ömmu og afa kynslóðinni minni, aldamótakynslóðinni, og hafði svo verið stærstan hluta ævi minnar. Mamma var eina barn hennar og skipaði amma því óvenju stóran sess í tilveru fjölskyldunnar. En við fráfall ömmu sér maður ekki ein- göngu á bak nánum ættingja og vini heldur rofna einnig ákveðin tengsl við fortíðina sem eru svo mikilvæg. Amma var vel lesin og fróð og það var gaman að heyra hana segja frá. Hún kunni ótal sögur og ljóð voru henni einkar hugleikin. Ætt- fróð var hún einnig og virtist hún þekkja deili á flestum Íslendingum sem komnir voru yfir miðjan aldur. Þótt ég hafi heyrt hana segja frá mörgu, sé ég eftir því nú að hafa stundum ekki hlustað betur. Amma var frekar dul kona og bar tilfinningar sínar ekki á torg. Hún gat verið hörð ef henni fannst að sér eða sínum vegið og varðist þá með kjafti og klóm. Fjölskyldu sinni unni hún heilum hug og lifði í raun fyrir hana. Ég held hún hefði gert hvað sem væri fyrir fjölskyld- una. Hún var líka stjórnsöm og þurfti stundum að skipta sér af því hvemig fjölskyldan var rekin. Því var auðvitað misvel tekið á sínum FRIÐA JÓHANNSDÓTTIR HELGA MAGNÚSDÓTTIR + Helga Magnús- dóttir var fædd á Akureyri 21. ág- úst 1903. Hún lést á Hrafnistu 1. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Magnúsar Jónsson- ar sjómanns og Halldóru Soffíu Árnadóttur. Voru þau hjón bæði Ey- firðingar að ætt. Foreldrar Helgu eignuðust níu börn og eru þau nú öll látin. Þau systkini Helgu er komust á legg voru Margrét, Sigurgeir, Olafur, Guðmundur og Agnar. Helga giftist Haraldi Ingvari Jóns- syni, húsgagnasmíðameistara á Akureyri, árið 1928. Haraldur var ættaður úr Skagafirði. Þau byggðu sér hús á Oddeyrargötu 19, Akureyri, og bjuggu þar til ársins 1937. Þá fluttust þau hjónin með tvo syni sína til Reykjavíkur og bjuggu þar til ársins 1943, en þá fóru þau aftur til Akureyrar og settust að í húsi sínu á Odd- eyrargötunni. Har- aldur lést í október 1969 og flutti Helga þá ásamt syni sínum Svavari til Reykja- víkur um páskana 1970. Helga bjó í íbúð sinni í Alfheim- um 54, í fyrstu með syni sínum en síðan ein, þar til að hún fluttist á Hrafnistu í Reykjavík í nóvember 1993 og bjó þar til dauða- dags. Synir Harald- ar og Helgu eru: 1) Jón J. Har- aldsson, kvæntur Eddu Dag- bjartsdóttur og eiga þau tvö böm og tvö barnabörn. 2) Ulfar Haraldsson, kvæntur Margréti Ríkarðsdóttur og eiga þau þijú böm og fjögur barnabörn. 3) Svavar Haraldsson, kvæntur Sigríði Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. Utför Helgu fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 10. mars og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er með söknuði að ég nú kveð tengdamóður mína. Henni var þó kærkomin hvíldin eftir langa ævi. Hún hélt reisn sinni til dauða- dags. Sjálfsagt hefur einstakt skap- ferli hennar ráðið miklu þar um, en hún var sérlega skapgóð, ljúf og róleg í lund. Jákvætt hugarfar hennar gerði það að verkum að gott var að vera nálægt henni. Þegar ég kynntist henni, var hún orðin ekkja og flutt til Reykjavíkur. Strax við fyrstu kynni skynjaði ég mannkosti hennar. Hún var þó ekki vön að flíka tilfinningum sínum og eflaust var hún ekki allra. Þegar ég eignaðist syni mína naut ég ein- stakrar ósérhlífni hennar og um- hyggju. Taldi hún ekki eftir sér að koma með strætisvagni á hveijum morgni upp_ í Arahóla þar sem við bjuggum. Ómetanleg var aðstoð hennar við að sinna litlu drengjun- um. Við unnum vel saman. Ég bað- aði og klæddi hvern af öðrum og hún tók við og mataði og veitti þeim alla ástúð sína. Ekki dugðu annað en snör handtök, þríburarnir urðu strax þurftamiklir einstakling- ar. Síðan settist hún niður með Ing- unni minni, þegar henni blöskraði öll athyglin og tíminn sem bræður hennar fengu. Gleymdist það fljótt þegar amma sagði sögur af Bú- kollu, Gilitrutt og söguna um nagla- súpuna sem aldrei var of oft sögð. Minnisstæðar eru líka sögur hennar frá æskuárunum á Akureyri í byij- un aldarinnar, t.d. frásagnir frá því þegar hún og frænkur hennar voru í jakahlaupi á Pollinum, gönguferð- ir í Vaglaskóg, þegar hún sá bíl í fyrsta sinn o.s.frv. Þegar við svo fluttum til Svíþjóð- ar, kom hún til okkar á hveiju sumri. Á vorin biðum við eftirvæn- ingarfull komu hennar. Hún fór Crfisdrukkjur ^..... .. IralcAPi-inn Sfmi 555-4477 með okkur í útilegur og ferðalög, m.a. margsinnis yfir Sundið til Kaupmannahafnar. Ekki var þó minnst um vert að hún tók þátt í daglegu lífi okkar og þeim störfum sem falla til á stóru heimili þar sem einnig var oft mikill gestagangur. Vinir okkar, bæði sænskir og ís- lenskir, kunnu vel að meta elsku- legt viðmót hennar og varð hún einnig nokkurskonar amma þeirra barna. Það var ekki laust við að sænsku börnin í nágrenninu öfund- uðu okkar börn af því að hafa heimavinnandi mömmu og líka ömmu, sem stjanaði við þau. Eftir að við fluttum aftur heim til íslands tók hún æ ríkari þátt í lífi okkar. Ævinlega kom hún fær- andi hendi, t.d. með nýbakaðar pönnukökur eða kleinur en dýrmæt- ast var, að hún færði okkur gleði og jafnframt þá ró sem er svo mik- ilsverð á tímum þegar hraði og spenna ráða ríkjum. Því miður er þannig komið að allir eru að flýta sér. Flestar mæður og ömmur eru útivinnandi og uppteknar á tölvu- námskeiðum, líkamsrækt o.s.frv. Nú þegar ég sjálf er orðin amma, sakna ég þess í annríki dagsins að geta ekki veitt bamabörnum mínum þann tíma og ummhyggju sem tengdamóðir mín veitti mínum börnum. Guð blessi minningu Helgu Magnúsdóttur. Sigríður Jónsdóttir. Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík - Sími 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - cinnig um hclgar. tíma eins og gengur, en nú saknar maður þess. Þegar foreldrarnir þurftu að bregða sér bæjarleið var amma jafnan fengin til að passa ungana. Hún kom þá heim og tók við rekstri búsins. Breyttist þá nokkuð stjóm- unarstíllinn. Það spurðist þá líka fljótt út í hverfinu hver væri komin til valda í ákveðnu húsi við Fífu- hvammsveginn. Ég er ekki frá því að við systkinin höfum fengið held- ur mildari meðferð í hverfinu meðan á valdatíma hennar stóð, meira að segja frá rólókonunum. Þegar ég var kominn undir tví- tugt starfaði ég á sumrin úti á landi. í þessu starfi flakkaði ég mikið um, og vissi ekki alltaf hvar næsti næt- urstaður yrði. Ef tilkynningaskyld- unni var ekki almennilega sinnt hafði amma einfaldlega upp á manni. Hvernig hún fór stundum að því er mér enn hulin ráðgáta. Ekki var laust við að ég færi stund- um hjá mér, staddur einhvers stað- ar inni í afdal innan um lið hörku- tóla, þegar kallað var yfir hópinn: „Maggi, amma þín er í símanum.“ Svona var hún. Það fékk ekkert stöðvað hana þegar sá gállinn var á henni. Amma var fædd og uppalin á Vatnsleysuströndinni. Þó að lífs- baráttan hafi eflaust verið hörð á þessum árum, hafði hún mjög sterkar taugar til æskustöðvanna. Að fara með ömmu í bíltúr var fastur liður, og oft var þá stefnan tekin á Vatnsleysuströndina. í hvert sinn lýsti hún öllu sem fyrir augu bar, sagði frá mönnum og málefnum og minntist atvika úr barnæsku sinni. í einni af síðustu ferðunum sem ég fór með hana á Ströndina sagði hún „þarna er Keilir, það er fjallið mitt“, eins og hún sagði alltaf. Síðan bætti hún við „mig hefur alltaf dreymt um að komast upp á topp á fjallinu mínu, en það verður víst ekki úr því úr þessu“. Hver veit? Hvfl í friði, amma mín. Magnús V. Jóhannsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS KRISTINSSONAR frá Hrísey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hornbrekku í Ólafsfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Alvilda Möller, Friðbjöm Björnsson, Sigurhanna Björgvinsdóttir, Jóna Bjömsdóttir, Nanna Björnsdóttir, Vilhelm Bjömsson, Sigurður Björnsson, Alma Bjömsson, Birna Birgisdóttir, Baldur Friðleifsson, Shona Björnsson, Þórunn Björg Arnórsdóttir, Ólafur Helgi Sigurðsson. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minn- ar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ÁSLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR, Langholtsvegi 60, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Steinþór Magnússon, Eygló Fjóla Guðmundsdóttir, Erla Sæunn Guðmundsdóttir, Gestur Óli Guðmundsson, Anna Maggý Guðmundsdóttir, Áslaug Gyða Guðmundsdóttir, Guðmundur Heiðar Guðmundss., Magnús Guðmundsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson, barnabörn og barnabamaböm. Eggert Guðjónsson, Guðmundur Þorkelsson, Lea Þórarinsdóttir, Kristján Guðleifsson, Gunnlaugur B. Óskarsson, Kristín L. Magnúsdóttir, Guðný Kristmundsdóttir, Uni Guðjón Björnsson, Sigurlín Alda Jóhannsdóttir, t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐNÝAR RÖGNU GUÐNADÓTTUR, Ásgarði 24A, sem lést 4. mars sl., fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. mars 1997 kl. 15.00. Guðni Guðmundsson, Ómar H. Egilsson, Sævar F. Egilsson, Þóra Egilsdóttir, Ragnar Þ. Egilsson Jónína Magnúsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Unnur Baldursdóttir, Gunnar Þ. Jóhannsson, og barnabörn. Sjúkraliðar og aðrir velunnarar Munið minningarkort Sjúkraliðafélags íslands. Kortín eru send um allt land frá skrifstofu félagsins á Grettísgötu 89 og í síma 561 9570. ..................................- . -.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.