Morgunblaðið - 22.03.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 22.03.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 19 ERLENT Vaxandi útlend- ingahatur NÆSTUM tveir af hveijum þremur Frökkum telja, að of mikið sé af aröbum í landinu jafnvel þótt þeir séu flestir andvígir kynþáttamismunun. Kemur þetta fram í skýrslu frá frönsku mannréttindanefnd- inni og segir hún, að hatur á útlendingum sé orðið hættu- lega mikið í Frakklandi. Bein- ist það ekki síst gegn aröbum eða múslimum og svertingjum. Þá telja um 80%, að framferði sumra innflytjendahópa rétt- læti aðgerðir gegn þeim. Vinstrisigur í Mexíkó HELSTI vinstriflokkurinn í Mexikó, Lýðræðisbyltingin, vann mikinn sigur í kosningum í ríkinu Morales sl. sunnudag. Náði hann völdum í 13 bæjum og borgum af 33 í ríkinu en stjórnarflokkurinn í Mexikó, Byltingarflokkurinn, réð áður öllum borgunum nema einni. Nú vann hann í 17. Þjóðar- flokkurinn, sem er hægrisinn- aður og hefur verið helsti and- stæðingur Byltingarflokksins, sigraði aðeins í einum litlum bæ. Kjarnorku- sprengja á Washington JAPANSKI sértrúarsöfnuður- inn Hinn æðsti sannleikur, sem stóð fýrir taugagasárás í neð- anjarðarlestakerfi Tókýóborg- ar 1995, ætlaði að gera sams konar árás í Bandaríkjunum. Kom það fram hjá einum fé- laga safnaðarins fyrir rétti í gær. Þá sagði hann, að leið- togi safnaðarins, Shoko Asa- hara, hefði rætt um leiðir til að komast yfir kjamorku- sprengju, sem varpa mætti á Washington. Bílsprengja í Moskvu EINN af starfsmönnum þing- flokks rússneska þjóðem- isöfgamannsins Vladímírs Zhírínovskís lét lífið í gær þeg- ar sprengja sprakk undir bíl hans. Gerðist það á einni mestu umferðargötu í Moskvu og hafði sprengjunni verið komið fyrir undir sæti ökumannsins. Annar maður í bílnum slasaðist mikið. Alls hafa fimm starfs- menn rússnesku stjómmála- flokkanna verið myrtir. Serbíusljórn söm við sig STJÓRNVÖLD í Serbíu hafa lokað fyrir útsendingar sjón- varpsstöðvarinnar BK TV til stórs hluta landsins. Er stöðin óháð og samkvæmt skoðana- könnunum bera landsmenn langmest traust til hennar og miklu meira en til ríkissjón- varpsins. Er það talið vera ástæðan fyrir ákvörðun stjórn- valda, sem óttast fréttaflutn- ing hennar og ekki síst vegna þess, að þingkosningar verða í Serbíu í haust. Eigandi stöðv- arinnar, Bogoljub Karic, var áður bandamaður Slobodans Milosevic, forseta Serbíu, en sneri við honum baki vegna kosningasvikanna sl. haust. Reuter Vorkoma áMars BANDARÍ SKA geimferða- stofnunin birti í fyrradag skýr- ustu myndir af Mars, sem tekn- ar hafa verið frá jörðu. Voru þær teknar með Hubble-sjón- aukanum þegar Rauða reiki- stjarnan var hvað næst jörðu eða aðeins í 100 milljón km fjarlægð. Myndirnar sýna vor- komuna á norðurhveli Mars þegar koltvísýringurinn, þurr- ísinn, er að gufa upp og þá kemur hinn eiginlegi ís á norð- urskautinu betur í ljós. Páskakassi í kassanum er: Páskaliljur silki 6 páskakerti 2 kertahringir og servíettur Páskaskreyting Kr. 495,- Norttóand 3 Páskaplöntur í hakka kr. 999,- I bakkanum er: L Begonía - pottakrýsi f ogpáskaliljupottur Arinkubbar Birkigreinar í búnti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.