Morgunblaðið - 11.04.1997, Síða 17

Morgunblaðið - 11.04.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 17 VIÐSKIPTI Bókin um íslensk fyrir- tæki 1997komin út NÝLEGA kom út bókin íslensk fyrir- tæki 1997. Bókin skiptist nú í tvær bækur í stað einnar áður, fyrirtækja- skrá og vöru- og þjónustuskrá. Hún kemur jafnframt út í hörðum kili. Algjör uppstokkun hefur orðið á bókinni. Við endurhönnun á henni var lögð áhersla á að gera allar upplýsingar ítarlegri en áður, fram- setningu þeirra skýrari, notkun auð- veldari og heildarsvipinn betri. Danska uppflettiritið Kraks var haft til hliðsjónar við endurskoðun á bók- inni en það er eitt fullkomnasta upp- Víðtækar breytingar í fjarmálum Astralíu Canberra. Reuter. ÁSTRALSKI fjármálaráð- herrann, Peter Costello, hefur skýrt frá umfangsmestu breytingum í fjármálum Ástr- alíu síðan 1983 og verður slakað á höftum á samruna banka og líftryggingafyrir- tækja og samruna erlendra aðila og innlendra banka. Costello leyfði þó ekki sam- runa fjögurra stærstu banka Ástralíu - National Australia Bank, Westpac Banking Corp., Australia & New Zea- land Banking Group og Commonwealth Bank of Australia. „Það mál verður skoðað þegar ríkisstjórnin hefur sannfært sig um að sam- keppni nýrra og ráðsettari aðila í fjármálalífinu hafi auk- izt nógu mikið til að hægt sé að taka slíkan samruna til greina," sagði Costello. Hann tók einnig fram að ef fjármálakerfi Ástralíu kæmist í hendur útlendinga mundi það bijóta í bága við þjóðarhagsmuni. Costello lét þessi orð falla í tilefni af því að nefnd, sem falið var að rannsaka fjár- málakerfi Ástralíu, skilaði skýrslu, þar sem stungið var upp á mestu breytingum í fjár- málalífi Ástralíu síðan 1983, þegar erlendum bönkum var leyft að starfa í Ástralíu. Ársgömul ríkisstjórn íhaldsmanna fyrirskipaði rannsóknina í júní í fyrra til að stuðla að aukinni sam- keppni. ABC fréttir á alnetinu Los Angeles. Reuter. WALT DISNEY-fyrirtækið vill hagnast á vinsældum al- netsins og hefur skýrt frá því að ABC-fréttadeildin muni hleypa af stokkunum beintengdri fréttaþjónustu allan sólarhringinn síðar í þessum mánuði í samvinnu við Ámerica Online, Netscape Communications og Starwave. Innbrot í AetiveX San Francisco. Reuter. SUN Microsystems hefur sýnt galla á öryggislæsingu ActiveX tækni Microsoft, sem getur gert tölvuþijótum kleift að bijótast inn í fjár- málakerfi tölvunotenda. flettirit af þessu tagi í heiminum, að því er segir í frétt. Fyrirtækjaskráin er mun ítarlegri en áður. Fjöldi fyrirtækja eykst og grunnupplýsingar eru meiri þannig að auk nafns, heimilisfangs, póst- númers, kennitölu og símanúmers, bætast við faxnúmer, starfsmanna- fjöldi, stofnár og tilvísun í vöru- og þjónustuskrá. Skráin var fyrst og fremst endur- hönnuð með þá í huga sem eru að leita að vöru- eða þjónustu. Vöru- og þjónustuflokkum var því fjölgað um rúmlega 100% og eru þeir nú liðlega 2.800. Til að mæta sívaxandi samskiptum íslenskra fyrirtækja við útlönd eru jafnframt allar helstu upplýsingar í vöru- og þjónustu- flokkunum þýddar yfir á dönsku, ensku og þýsku. Bókin er jafnframt til í tölvutæku formi. Þar er hægt að velja mark- hópa og vinna úr ýmsum öðrum upplýsingum varðandi fyrirtæki. Forritið er auk þess einkar hentugt fyrir útprentanir límmiða og nafna- lista. BERGHILDUR Erla Bernharðsdóttir og Unnur Hjartardóttir með eintök af bókinni íslensk fyrirtæki. Olís buðin er flutt í Ármúlann Olís búöin er flutt af Vagnhöfðanum og hefur opnað aftur í Ármúla 7 - ný og betri búð með mikið vöruúrval fyrir fyrirtæki og einstaklinga af öllum stærðum og gerðum. Super Ser gasofn Tilboð: 11.000 Verð áður: 16.700 Char-Broil 7000 gasgrill með hliðarbrennara Tilboð: 18.900 Verð áður: 25.900 Char-Broil 5000 gasgrili með hliðarbrennara Tilboð: I3.9OO Verð áður: 18.900 Char-Broil 5000 gasgrill Tilboð: 10.900 Verð áður: 14.900 Mikið úrval af vörum fýrir fyrírtæki, heimili og sumarbústaði. 10% afsláttur af öllum öðrum vörum. Þurrkupappír Þurrkupappír Mini-12 í pakka Midi-6 i pakka Tilboð: 1.398 Tilboð: I.89O Verð áður: 1.740 Verð áður: 2.723 niuiu OPIÐ föstud. 11. apríl: 9-19, laugard. 12. og sunnud. 13. apríl: 10-17. Ármúta 7 • Simi 588 3366 • Símbréf 588 3367 QOTT FÓLK / SlA -675

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.