Morgunblaðið - 04.07.1997, Side 26

Morgunblaðið - 04.07.1997, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ BRIDGET Woods sýnir vatnslitamyndir í Ráðhúsinu. Vatnslitamyndir í Ráðhúsinu BIRDGET Woods, ensk myndlista- kona og kennari, opnar myndlista- sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, laugardaginn 5. júlí, kl. 11. Sýningin verður opin daglega á opnunartíma Ráðhússins til 15. júlí og er í Tjarnarsal og veitinga- sal. A sýningunni eru ríflega 40 vatnslitamyndir og meðal verk- anna eru íslenskar landslagsmynd- ir frá dvöl listakonunnar hérlendis sl. sumar. Bridget Woods lagði stund á myndlistarnám í Bournemouth and Poole College of Art. Árið 1980 varði hún heilu ári í Aix-en Pro- vence í Frakklandi við að fullmóta landslags- og portrettstíl sinn, bæði í olíu og vatnslit. Hún hélt að því loknu sína fyrstu einkasýningu. Síð- an hefur hún sérhæft sig í vatnlista- málun sem mikil hefð er fyrir í Englandi og haldið 26 einkasýning- ar þar og í Frakklandi. Hún er myndlistarkennari í Eng- landi þar sem hún kennir einkum teikningu og vatnslitamálun, aðal- lega módel og portrett, við Chic- hester College í Suður-Englandi og stendur fyrir námskeiðum í Frakk- landi. í fyrrasumar kom hún fyrst til Islands eftir kynni af íslenskum nemendum sínum í Englandi og hélt þá vatnslitanámskeið í tengsl- um við Myndlistaskólann í Kópa- vogi. Nú í vikunni lauk síðan öðru námskeiði hennar hér á landi. I list sinni reynir Bridget að end- urspegla tilfinningar, andrúsmloft og þau áhrif sem hún verður fyrir af veðri, landslagi og fólki. List hennar felst ekki síst í því að nýta hina einstöku, gagnsæju eiginleika vatnslitanna segir m.a. í kynningu. „Stórbrotin byggingarlist“ ÞÝSKI myndlistarmaðurinn Oliver Kochta opnar sýninguna „I Like the Suburb" í Gallerí 20 m2 á morg- un, laugardaginn 5. júlí, klukkan 16. Á sýningunni verða ljósmyndir, skyggnur og teikningar, „sex dæmi um stórbrotna byggingarlist í Reykjavík“, svo sem segir í kynn- ingu, en auk þess safn teikninga eftir börn, „Börn teikna borgina sína“, og meira efni sem lýtur að byggingarlist og skipulagsmálum. Sýningin mun standa til 10. júlí. Kvöldopnun í Nýlistasafninu OPNAÐAR verða fimm sýningar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b í Reykjavík laugardaginn 5. júlí kl. 20. Magnús Pálsson hefur komið sér fyrir í GryQunni. Raddskúlptúrinn „Ævintýr" eftir Magnús verður frumfluttur á opnun kl. 20 og end- urfluttur á sama tíma laugardaginn 12. júlí. Fiytjendur eru: Elfar Logi Hannesson, Eyvindur Erlendsson, Lilja Þórisdóttir og Marta Nordal. I Forsal safnsins kynna sýningar- stjórar Gallerís Gúlp og Undir Pari, Særún Stefánsdóttir, Jóní Jónsdótt- ir, Hlín Gylfadóttir og Dóra ísleifs- dóttir, „Yngstu kynslóðina". Áslaug Thorlacius sýnir ljósmynd- ir og þrívíð verk í Bjarta og Svarta sal. Þetta er fyrsta einkasýning Ás- laugar en hún útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1991 og lauk BA-prófi við Háskóla Islands í rússnesku 1993. Á efstu hæð hússins eða í SUM- sal verður haldið upp á 20 ára af- mæli sýningarhússins Suðurgötu 7. í Suðurgötu 7 hófu ungir myndlist- armenn sýningarstarfsemi 1977, á þeim tíma sem endurmat á gildi gamalla húsa var að vakna hjá þjóð- inni. Listamennirnir lögðu sitt lóð á vogarskálina með því að sýna fram- úrstefnulist og standa fyrir marg- þættri menningarstarfsemi, t.a.m. útgáfu tímaritsins Svart á hvítu, í þessu látlausa timburhúsi. 1981 var starfsemin lögð niður, hústö flutt og er nú orðið safngripur í Árbæjar- safni. Verkin sem sýnd verða á af- mælissýningunni eru eftir 30 mynd- listarmenn. Umsjónarmenn sýning- arinnar eru Halldór Ásgeirsson og Steingrímur Eyjförð. Gestur safnsins í Setustofu Jón Reykdal er gestur safnsins úr röðum Félags íslenskra myndlist- armanna í setustofu. Áður auglýstur gestur, Veturliði Gunnarsson, situr hjá að sinni. Jón Reykdal sýnir nokk- ur ný málverk en hann á að baki margar einkasýningar og hefur tek- ið þátt í samsýningum hér og erlend- is. Jón hefur um árabil kennt í Mynd- lista- og handíðaskólanum og á síð- ustu misserum við Kennaraháskóla íslands. Sýningarnar eru opnar daglega nema á mánudögum frá kl. 14-18 og þeim lýkur 20. júlí. Opnað verður á óhefðbundnum tíma laugardaginn 5. júlí kl. 20. EDWIN Kaaber við eitt verka sinna. Málverkasýning í Þrastarlundi EDWIN Kaaber sýnir olíumálverk og vatnlistamyndir í Þrastalundi, veitingahúsinu við Sog. Þetta er 13. einkasýning Edwins og stendur hún til 20. júlí. Djasstónleikar DJASSTRÍÓ Sunnu Gunnlaugsdótt- ur er um þessar mundir á tónleika- ferð um ísland. Tríóið leikur á Hótel Selinu á Hvammstanga föstudaginn 4. júlí kl. 21, Kaffi Krók á Sauðár- króki laujgardaginn 5. júlí kl. 21 og á Hótel Isafirði sunnudaginn 6. júlí kl. 21. Afmælishátíð áHöfn GUÐRÚN Benedikta Elíasdóttir opnar málverkasýningu föstudaginn 4. júlí sem ber yfirskriftina „Nátt- úrulega" í Kaupmannshúsinu, Hafn- arbraut 2, Hornafjarðarbæ. Guðrún, sem er fædd og uppalin á Höfn, heldur þessa sýningu í tilefni af hundrað ára afmælishátíð byggðar á Höfn. Myndirnar eru allar unnar á ár- unum 1996 og 1997 og tengjast allar manninum, náttúrunni og áhrifum mannsins á umhverfi sitt. Flestar myndanna eru málaðar með vatnslitum en nokkrar með acryl á dúk. Þetta er önnur einkasýning Guð- LJLJA Björk Egilsdóttir opnar á morgun, laugardag, sýningu í gallerí Sýniboxi við Vatnsstíg. í gallerí Barmi sýnir Hulda Ágústsdóttir speglastál. Berendur gallerísins eru að þessu sinni Bruce Concle og Hildur Bjama- dóttir myndlistarmenn í New York. GUÐRÚN Benedikta . rúnar Benediktu en hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla ís- lands árið 1987. Guðrún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Verk eftir hana eru í eigu opinberra stofnana og fyrirtækja. Á síðasta ári var hún kjörin bæjarlistamaður Kópavogs. Sýningin mun standa yfir í viku. í símsvaragalleríinu Hlust (s. 551 4348) sýnir málarinn Kristbergur Ó. Pétursson nýtt hljóðverk, Peningur. í gallerí 20m2 opnar Oliver Kochta sýningu á laugardaginn kl. 16 og ber yfirskriftina „I Like Suburbs". Gall- erí 202 er opið kl. 15-18 miðviku- daga til sunnudaga. Galleríkeðjan Sýnirými VORGYÐJAN KEMUR TONLIST Seltjarnarncs- ki r k j a LJÓÐATÓNLEIKAR Lög eftir íslenzka og erlenda höf- unda. Sigrún Valgerður Gestsdótt- ir sópran, Jónína Gísladóttir, orgel og píanó. Seltjamameskirkju, mið- vikudaginn 2. júlí kl. 20:30. TRÚRÆKNTJ fólki kann sumu að þykja orðið jaðra við afhelgun hvað guðshús eru mik- ið notuð til tónlistariðkunar, og að hljómleikahald sé jafnvel far- ið að skyggja á helgihald. Um það eru sjálfsagt skiptar skoð- anir, þó að undirr. sé meðal þeirra er telja góða tónlist ekki síður mannbætandi en meðal- predikun. Engu að síður varð manni hugsað til þess hversu sjaldan orgel heyrist notað til undirleiks á ljóðasöngstónleik- um í kirkjum, þegar við kvað blíður ómur litla pósitífsins í Seltjarnarneskirkju í upphafi tónleika Sigrúnar V. Gestdóttur og Jónínu Gísladóttur á mið- vikudaginn var í lagi Hjálmars Ragnarssonar, Þú Guð sem skapar líf og ljós. Seinni helm- ingur tónleikanna hófst einnig á trúarsönglagi eftir Hjálmar við orgelundirleik, Kristur er ljósið heimsins (báðir textar eft- ir Kristján Val Ingólfsson), og gerðu lögin mikið til að setja svip innileika og hlýju á heildina. Dagskráin var fjölbreytt og bauð upp á bæði þekkt og minna þekkt sönglög. Fyrir hlé voru rótgrónir máttarstólpar söngva- arfsins eins og Draumalandið e. Sigfús Einarsson, Vorgyðjan kemur e. Árna Thorsteinsson, Viltu fá minn vin að sjá? og I fjarlægð e. Karl O. Runólfsson ásamt Svanasöngur á heiði og Ég lít í anda liðna tíð e. Kaldal- óns - við hliðina á sjaldséðari en ekki síðri söngperlum eins og þululögum Jórunnar Viðar, Stúlkurnar ganga og Hún rær og hún slær og tveim lögum Sigursveins D. Kristinssonar, Kveðið á Grænlandi (við þjóð- legar braghendur eftir Sigurð Breiðfjörð) og hið glitrandi litla impressjóníska meistarastykki Það sem enginn veit (t. Þórberg- ur Þórðafson). Eftir hlé voru Gruss og Auf dem Flúgeln des Gesanges e. Mendelssohn, Apres un Reve og hið undurfagra Clair de Lune e. Fauré og tveir negra- sálmar (úts. Burleighs), Nobody knows og Deep River. Sem aukalag var sungið Fylgd Sigursveins við almennan undir- söng í viðlagi. Lög á borð við Draumalandið Sigfúsar leiða enn sem oftar hugann að því hvort virkilega sé ógerningur að þýða textann sómasamlega og koma þeim á framfæri erlendis, því • löngu virðist kominn tími á það að kynna a.m.k. nágrannaþjóðun- um ijómann úr gullöld íslenzkr- ar söngvaarfleifðar, og mætti einnig vel fara að hugsa til hljómplötuútgerðar í þeim efn- um. Söngur Sigrúnar reis hér hvað hæst í fyrri hluta dag- skrár, og naut hann góðs af hnitmiðaðri raddbeitingu, jafnt á veikum nótum sem sterkum, auk þess sem textaframburður var, hér sem oftast nær, skýr pg mótaður af sterkri innlifun. I þululögum Jórunnar kom fram epísk frásagnargáfa og næm- leiki fyrir kímni, og hlýjar til- finningar streymdu um vöggu- lag Karls Runólfssonar, Lullu, lullu bía, í andstæðu við lag hans Viltu fá minn vin að sjá, þar sem dramatísku hliðar söng- konunnar fengu að njóta sín, líkt og í Vorgyðju Árna næst á undan. í lögunum eftir hlé voru manni einna minnisstæðust Ég lít í anda, Auf dem Flúgeln, Clair de Lune og Nobody knows. í heild einkenndist flutningur af yfirvegaðri ró og skemmti- lega breiðri beitingu á rúbató, sem stundum var meiri en vana- legt er, einkum í íslenzku lögun- um, en vel útfærð og sannfær- andi. Sigrún syngur af tilfinn- ingu en fágun og hefur afar hlýja og unglega ljóðasöng- rödd, sem án efa myndi njóta sín enn betur með aukinni iðk- un, væri atvinnugrundvöllur fyrir þeirri mjög svo vanmetnu tóngrein hér á landi, en sem kunnugt er mun ljóðasöngur jafnkröfuharður og hann gefur lítið í aðra hönd. Þó að einstöku sinni hafi vott- að fyrir skorti á atvinnu- mennskulegri síþjálfun, t.d. með smá yfirskoti i tónhæð í Svana- söngnum og Deep river, ásamt nokkrum fölleitum nótum á neðra sviði í Apres un reve, benti samt margt til þess að Sigrún eigi drjúga möguleika á að hasla sér stærri völl en verið hefur, ef vilji er fyrir hendi og tækifæri gefast. Meðleikur Jón- ínu Gísladóttur var án áberandi sviptinga, en mjúkur, tillitssam- ur og fylginn fram í fingurgóma. Ríkarður Ö. Pálsson EINVÍGISBYSSUR er heitið á þessu verki Helga sem sýnt er í Sjónarhóli. Helgi Hjalta- lín sýnir á Sjónarhóli SÝNING Helga Hjaltalíns Eyjólfs- sonar, Kjöraðstæður, verður opnuð á Sjónarhóli að Hverfsigötu 12 laugardaginn 5. júlí kl. 14. I kynningu segir m.a.: „Und- anfarin ár hefur hann fengist við að búa til banvæn listaverk m.a. snotrar ferðaöskjur í módernískum anda fyrir lífshættulegar sýrur. Á Sjónarhóli er hins vega að finna „leikföng" eins og einvígisbyssur, lásboga fyrir rétthenta og teygju- byssu fyrir örvhenta. Þessi verk eru unnin með hliðsjón af bandarískri leiðbeiningabók frá síðari heims- styijöld um smíði barnaglingurs en þar er til dæmis stungið upp á „vél- byssu" í jólapakka drengjanna. Sýningin virðist þó ekki bera með sér neinn siðferðilegan boðskap. Eða réttara væri ef til vill að segja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.