Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ BRIDGET Woods sýnir vatnslitamyndir í Ráðhúsinu. Vatnslitamyndir í Ráðhúsinu BIRDGET Woods, ensk myndlista- kona og kennari, opnar myndlista- sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, laugardaginn 5. júlí, kl. 11. Sýningin verður opin daglega á opnunartíma Ráðhússins til 15. júlí og er í Tjarnarsal og veitinga- sal. A sýningunni eru ríflega 40 vatnslitamyndir og meðal verk- anna eru íslenskar landslagsmynd- ir frá dvöl listakonunnar hérlendis sl. sumar. Bridget Woods lagði stund á myndlistarnám í Bournemouth and Poole College of Art. Árið 1980 varði hún heilu ári í Aix-en Pro- vence í Frakklandi við að fullmóta landslags- og portrettstíl sinn, bæði í olíu og vatnslit. Hún hélt að því loknu sína fyrstu einkasýningu. Síð- an hefur hún sérhæft sig í vatnlista- málun sem mikil hefð er fyrir í Englandi og haldið 26 einkasýning- ar þar og í Frakklandi. Hún er myndlistarkennari í Eng- landi þar sem hún kennir einkum teikningu og vatnslitamálun, aðal- lega módel og portrett, við Chic- hester College í Suður-Englandi og stendur fyrir námskeiðum í Frakk- landi. í fyrrasumar kom hún fyrst til Islands eftir kynni af íslenskum nemendum sínum í Englandi og hélt þá vatnslitanámskeið í tengsl- um við Myndlistaskólann í Kópa- vogi. Nú í vikunni lauk síðan öðru námskeiði hennar hér á landi. I list sinni reynir Bridget að end- urspegla tilfinningar, andrúsmloft og þau áhrif sem hún verður fyrir af veðri, landslagi og fólki. List hennar felst ekki síst í því að nýta hina einstöku, gagnsæju eiginleika vatnslitanna segir m.a. í kynningu. „Stórbrotin byggingarlist“ ÞÝSKI myndlistarmaðurinn Oliver Kochta opnar sýninguna „I Like the Suburb" í Gallerí 20 m2 á morg- un, laugardaginn 5. júlí, klukkan 16. Á sýningunni verða ljósmyndir, skyggnur og teikningar, „sex dæmi um stórbrotna byggingarlist í Reykjavík“, svo sem segir í kynn- ingu, en auk þess safn teikninga eftir börn, „Börn teikna borgina sína“, og meira efni sem lýtur að byggingarlist og skipulagsmálum. Sýningin mun standa til 10. júlí. Kvöldopnun í Nýlistasafninu OPNAÐAR verða fimm sýningar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b í Reykjavík laugardaginn 5. júlí kl. 20. Magnús Pálsson hefur komið sér fyrir í GryQunni. Raddskúlptúrinn „Ævintýr" eftir Magnús verður frumfluttur á opnun kl. 20 og end- urfluttur á sama tíma laugardaginn 12. júlí. Fiytjendur eru: Elfar Logi Hannesson, Eyvindur Erlendsson, Lilja Þórisdóttir og Marta Nordal. I Forsal safnsins kynna sýningar- stjórar Gallerís Gúlp og Undir Pari, Særún Stefánsdóttir, Jóní Jónsdótt- ir, Hlín Gylfadóttir og Dóra ísleifs- dóttir, „Yngstu kynslóðina". Áslaug Thorlacius sýnir ljósmynd- ir og þrívíð verk í Bjarta og Svarta sal. Þetta er fyrsta einkasýning Ás- laugar en hún útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1991 og lauk BA-prófi við Háskóla Islands í rússnesku 1993. Á efstu hæð hússins eða í SUM- sal verður haldið upp á 20 ára af- mæli sýningarhússins Suðurgötu 7. í Suðurgötu 7 hófu ungir myndlist- armenn sýningarstarfsemi 1977, á þeim tíma sem endurmat á gildi gamalla húsa var að vakna hjá þjóð- inni. Listamennirnir lögðu sitt lóð á vogarskálina með því að sýna fram- úrstefnulist og standa fyrir marg- þættri menningarstarfsemi, t.a.m. útgáfu tímaritsins Svart á hvítu, í þessu látlausa timburhúsi. 1981 var starfsemin lögð niður, hústö flutt og er nú orðið safngripur í Árbæjar- safni. Verkin sem sýnd verða á af- mælissýningunni eru eftir 30 mynd- listarmenn. Umsjónarmenn sýning- arinnar eru Halldór Ásgeirsson og Steingrímur Eyjförð. Gestur safnsins í Setustofu Jón Reykdal er gestur safnsins úr röðum Félags íslenskra myndlist- armanna í setustofu. Áður auglýstur gestur, Veturliði Gunnarsson, situr hjá að sinni. Jón Reykdal sýnir nokk- ur ný málverk en hann á að baki margar einkasýningar og hefur tek- ið þátt í samsýningum hér og erlend- is. Jón hefur um árabil kennt í Mynd- lista- og handíðaskólanum og á síð- ustu misserum við Kennaraháskóla íslands. Sýningarnar eru opnar daglega nema á mánudögum frá kl. 14-18 og þeim lýkur 20. júlí. Opnað verður á óhefðbundnum tíma laugardaginn 5. júlí kl. 20. EDWIN Kaaber við eitt verka sinna. Málverkasýning í Þrastarlundi EDWIN Kaaber sýnir olíumálverk og vatnlistamyndir í Þrastalundi, veitingahúsinu við Sog. Þetta er 13. einkasýning Edwins og stendur hún til 20. júlí. Djasstónleikar DJASSTRÍÓ Sunnu Gunnlaugsdótt- ur er um þessar mundir á tónleika- ferð um ísland. Tríóið leikur á Hótel Selinu á Hvammstanga föstudaginn 4. júlí kl. 21, Kaffi Krók á Sauðár- króki laujgardaginn 5. júlí kl. 21 og á Hótel Isafirði sunnudaginn 6. júlí kl. 21. Afmælishátíð áHöfn GUÐRÚN Benedikta Elíasdóttir opnar málverkasýningu föstudaginn 4. júlí sem ber yfirskriftina „Nátt- úrulega" í Kaupmannshúsinu, Hafn- arbraut 2, Hornafjarðarbæ. Guðrún, sem er fædd og uppalin á Höfn, heldur þessa sýningu í tilefni af hundrað ára afmælishátíð byggðar á Höfn. Myndirnar eru allar unnar á ár- unum 1996 og 1997 og tengjast allar manninum, náttúrunni og áhrifum mannsins á umhverfi sitt. Flestar myndanna eru málaðar með vatnslitum en nokkrar með acryl á dúk. Þetta er önnur einkasýning Guð- LJLJA Björk Egilsdóttir opnar á morgun, laugardag, sýningu í gallerí Sýniboxi við Vatnsstíg. í gallerí Barmi sýnir Hulda Ágústsdóttir speglastál. Berendur gallerísins eru að þessu sinni Bruce Concle og Hildur Bjama- dóttir myndlistarmenn í New York. GUÐRÚN Benedikta . rúnar Benediktu en hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla ís- lands árið 1987. Guðrún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Verk eftir hana eru í eigu opinberra stofnana og fyrirtækja. Á síðasta ári var hún kjörin bæjarlistamaður Kópavogs. Sýningin mun standa yfir í viku. í símsvaragalleríinu Hlust (s. 551 4348) sýnir málarinn Kristbergur Ó. Pétursson nýtt hljóðverk, Peningur. í gallerí 20m2 opnar Oliver Kochta sýningu á laugardaginn kl. 16 og ber yfirskriftina „I Like Suburbs". Gall- erí 202 er opið kl. 15-18 miðviku- daga til sunnudaga. Galleríkeðjan Sýnirými VORGYÐJAN KEMUR TONLIST Seltjarnarncs- ki r k j a LJÓÐATÓNLEIKAR Lög eftir íslenzka og erlenda höf- unda. Sigrún Valgerður Gestsdótt- ir sópran, Jónína Gísladóttir, orgel og píanó. Seltjamameskirkju, mið- vikudaginn 2. júlí kl. 20:30. TRÚRÆKNTJ fólki kann sumu að þykja orðið jaðra við afhelgun hvað guðshús eru mik- ið notuð til tónlistariðkunar, og að hljómleikahald sé jafnvel far- ið að skyggja á helgihald. Um það eru sjálfsagt skiptar skoð- anir, þó að undirr. sé meðal þeirra er telja góða tónlist ekki síður mannbætandi en meðal- predikun. Engu að síður varð manni hugsað til þess hversu sjaldan orgel heyrist notað til undirleiks á ljóðasöngstónleik- um í kirkjum, þegar við kvað blíður ómur litla pósitífsins í Seltjarnarneskirkju í upphafi tónleika Sigrúnar V. Gestdóttur og Jónínu Gísladóttur á mið- vikudaginn var í lagi Hjálmars Ragnarssonar, Þú Guð sem skapar líf og ljós. Seinni helm- ingur tónleikanna hófst einnig á trúarsönglagi eftir Hjálmar við orgelundirleik, Kristur er ljósið heimsins (báðir textar eft- ir Kristján Val Ingólfsson), og gerðu lögin mikið til að setja svip innileika og hlýju á heildina. Dagskráin var fjölbreytt og bauð upp á bæði þekkt og minna þekkt sönglög. Fyrir hlé voru rótgrónir máttarstólpar söngva- arfsins eins og Draumalandið e. Sigfús Einarsson, Vorgyðjan kemur e. Árna Thorsteinsson, Viltu fá minn vin að sjá? og I fjarlægð e. Karl O. Runólfsson ásamt Svanasöngur á heiði og Ég lít í anda liðna tíð e. Kaldal- óns - við hliðina á sjaldséðari en ekki síðri söngperlum eins og þululögum Jórunnar Viðar, Stúlkurnar ganga og Hún rær og hún slær og tveim lögum Sigursveins D. Kristinssonar, Kveðið á Grænlandi (við þjóð- legar braghendur eftir Sigurð Breiðfjörð) og hið glitrandi litla impressjóníska meistarastykki Það sem enginn veit (t. Þórberg- ur Þórðafson). Eftir hlé voru Gruss og Auf dem Flúgeln des Gesanges e. Mendelssohn, Apres un Reve og hið undurfagra Clair de Lune e. Fauré og tveir negra- sálmar (úts. Burleighs), Nobody knows og Deep River. Sem aukalag var sungið Fylgd Sigursveins við almennan undir- söng í viðlagi. Lög á borð við Draumalandið Sigfúsar leiða enn sem oftar hugann að því hvort virkilega sé ógerningur að þýða textann sómasamlega og koma þeim á framfæri erlendis, því • löngu virðist kominn tími á það að kynna a.m.k. nágrannaþjóðun- um ijómann úr gullöld íslenzkr- ar söngvaarfleifðar, og mætti einnig vel fara að hugsa til hljómplötuútgerðar í þeim efn- um. Söngur Sigrúnar reis hér hvað hæst í fyrri hluta dag- skrár, og naut hann góðs af hnitmiðaðri raddbeitingu, jafnt á veikum nótum sem sterkum, auk þess sem textaframburður var, hér sem oftast nær, skýr pg mótaður af sterkri innlifun. I þululögum Jórunnar kom fram epísk frásagnargáfa og næm- leiki fyrir kímni, og hlýjar til- finningar streymdu um vöggu- lag Karls Runólfssonar, Lullu, lullu bía, í andstæðu við lag hans Viltu fá minn vin að sjá, þar sem dramatísku hliðar söng- konunnar fengu að njóta sín, líkt og í Vorgyðju Árna næst á undan. í lögunum eftir hlé voru manni einna minnisstæðust Ég lít í anda, Auf dem Flúgeln, Clair de Lune og Nobody knows. í heild einkenndist flutningur af yfirvegaðri ró og skemmti- lega breiðri beitingu á rúbató, sem stundum var meiri en vana- legt er, einkum í íslenzku lögun- um, en vel útfærð og sannfær- andi. Sigrún syngur af tilfinn- ingu en fágun og hefur afar hlýja og unglega ljóðasöng- rödd, sem án efa myndi njóta sín enn betur með aukinni iðk- un, væri atvinnugrundvöllur fyrir þeirri mjög svo vanmetnu tóngrein hér á landi, en sem kunnugt er mun ljóðasöngur jafnkröfuharður og hann gefur lítið í aðra hönd. Þó að einstöku sinni hafi vott- að fyrir skorti á atvinnu- mennskulegri síþjálfun, t.d. með smá yfirskoti i tónhæð í Svana- söngnum og Deep river, ásamt nokkrum fölleitum nótum á neðra sviði í Apres un reve, benti samt margt til þess að Sigrún eigi drjúga möguleika á að hasla sér stærri völl en verið hefur, ef vilji er fyrir hendi og tækifæri gefast. Meðleikur Jón- ínu Gísladóttur var án áberandi sviptinga, en mjúkur, tillitssam- ur og fylginn fram í fingurgóma. Ríkarður Ö. Pálsson EINVÍGISBYSSUR er heitið á þessu verki Helga sem sýnt er í Sjónarhóli. Helgi Hjalta- lín sýnir á Sjónarhóli SÝNING Helga Hjaltalíns Eyjólfs- sonar, Kjöraðstæður, verður opnuð á Sjónarhóli að Hverfsigötu 12 laugardaginn 5. júlí kl. 14. I kynningu segir m.a.: „Und- anfarin ár hefur hann fengist við að búa til banvæn listaverk m.a. snotrar ferðaöskjur í módernískum anda fyrir lífshættulegar sýrur. Á Sjónarhóli er hins vega að finna „leikföng" eins og einvígisbyssur, lásboga fyrir rétthenta og teygju- byssu fyrir örvhenta. Þessi verk eru unnin með hliðsjón af bandarískri leiðbeiningabók frá síðari heims- styijöld um smíði barnaglingurs en þar er til dæmis stungið upp á „vél- byssu" í jólapakka drengjanna. Sýningin virðist þó ekki bera með sér neinn siðferðilegan boðskap. Eða réttara væri ef til vill að segja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.