Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tilraunarekstur símkerfis næsta haust hjá Pósti og síma hf. Nýtt GSM-kerfi undirbúið STJÓRN Pósts og síma hf. hefur ákveðið að he§a tilraunarekstur á DCS 1800 farsímakerfinu næsta haust en hér er um að ræða kerfi sem hefur hærra tíðnisvið en núverandi GSM-kerfi. Samgönguráðuneytið veitti í janúar 1996 Póst- og símamálastofnun, eins og hún hét þá, heim- ild til reksturs DCS 1800 kerfisins þegar það teldist tímabært og nú hefur stofnunin ákveðið að heija undirbúning. Halldór Blöndal samgönguráðherra segir að nýja kerfið sé einkar hentugt í þéttbýli og segir hann ástæðu fyrir tilkomu þess þá að GSM-kerf- ið sé víða farið að mettast, einkanlega erlendis. Því sé nauðsynlegt að innleiða nýtt kerfi og sé þegar byijað að reka það, m.a. í sumum Norður- landanna. Verðum að standa jafnfætis „Til þess að við getum áfram staðið jafnfætis nágrönnum okkar varðandi alhliða íjarskipta- þjónustu er nauðsynlegt að við tökum upp þetta kerfi líka,“ segir samgönguráðherra en í sumum tilvikum er mögulegt að nýta sama símann á báðum tíðnisviðunum. „Þetta svarar einfaldlega kröfum tímans og við verðum að geta veitt þessa þjónustu. GSM-kerfið er að mettast sums staðar erlendis og það er slæmt ef menn geta ekki nýtt kerfín. Ef íslenski síminn verður bara GSM- fyrirtæki verður hann undir í baráttunni." Frá 1. janúar næstkomandi fellur niður einka- réttur Pósts og síma hf. á fjarskiptaþjónustu og samkvæmt tilskipun frá EES 16. janúar 1996 er nýjum aðilum heimilt að hefja frá þeim tíma farsímaþjónustu nema tæknilegar hindranir standi í vegi fyrir því að uppfyllt verði skilyrði Póst- og fjarskiptastofnunar. Hins vegar féll niður einkaréttur Pósts og síma á rekstri GSM- farsímaþjónustu um síðustu mánaðamót. Samgönguráðherra segir að aðeins einn aðili hafí sótt um leyfí til reksturs á GSM-þjónustu en engin erindi hafa borist enn um að reka DCS 1800 kerfíð nema frá Pósti og síma hf. Hann benti á að erlendir aðilar gætu sem best óskað eftir að koma upp slíkum rekstri hér. „Við getum hugsað okkur danska símafélagið sem hefur þegar hafíð þennan rekstur. Það er ekki meira verk fyrir það að setja upp slíkan rekstur hér á landi heldur en til dæmis í Borgundarhólmi." Skipsljóri Ryggefjörd farinn úr landi Kærður fyrir að senda rang- artölur Selfossi. Morgunblaðið. SKIPSTJÓRI norska loðnuskipsins Kristian Ryggefjörd var ekki við- staddur þegar ákæra á hendur honum var tekin fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í gær, og mun hann vera farinn úr landi. Ákæran er í þremur liðum og er skipstjórinn í fyrsta lagi ákærð- ur fyrir að hafa sent skeyti sem innihélt rangar hnitatölur er varða staðsetningu skipsins, í öðru lagi fyrir að tilkynningar hans inn í ís- lenska lögsögu voru ófullnægjandi og í þriðja lagi er hann ákærður fyrir ófullnægjandi skeytasending- ar um lok veiða á Jan Mayen svæð- inu. Það var Georg K. Lárusson sem sótti málið fyrir hönd sýslumanns en veijandi norska skipstjórans var Friðrik Jón Aðalbjörnsson. Lög- mennirnir lögðu fram málsgögn og fluttu að því loknu málið fyrir sett- an dómara Kristján Eiríksson. Fram kom í máli veijanda að hann teldi að reglugerð um loðnu- veiðar í íslenskri fiskveiðilögsögu hefði ekki lagastoð og því krefðist hann sýknu. Dómur verður kveðinn upp innan þriggja vikna. Hraðamælingar í íbúðahverfum Morgunblaðið/Golii 1,4 milljón- ir til kosn- ingaeftir- lits í Bosníu RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að tillögu Halldórs Asgríms- sonar utanríkisráðherra, að leggja fram 20.000 Bandaríkjadali, um 1,4 milljónir íslenzkra króna, vegna kosningaeftirlits við bæjar- og sveitarstjómakosningar í Bosn- íu-Herzegóvínu 13. og 14. septem- ber næstkomandi. Á leiðtogafundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Lissabon í desember síðastliðnum skuldbundu aðildarríkin sig til að veita nauðsynlega fyrirgreiðslu, þar með talinn fjárstuðning, til þess að tryggja að kosningarnar gætu farið fram. Enn vantar 14 milljónir dala Áætlaður kostnaður við undir- búning kosninganna er 54 milljón- ir Bandaríkjadala. Enn skortir ÖSE hins vegar um 14 milljónir dala til að ná settum markmiðum sínum. Núverandi formennskuríki ÖSE, Danmörk, hefur ítrekað óskað eft- ir fjárframlögum aðildarríkjanna. Þá hefur yfirmaður sendinefndar ÖSE í Bosníu-Herzegóvínu skrifað utanríkisráðherrum aðildarríkj- anna og beðið um að það fé, sem lofað var, yrði reitt af hendi sem allra fyrst. Lýðræðisþróun tryggð „Það skiptir að sjálfsögðu afar miklu máli að kosningarnar fari fram með eðlilegum hætti svo tryggja megi lýðræðisþróun í land- inu,“ segir Halldór Asgrímsson í samtali við Morgunblaðið. „Við verðum ásamt öðrum að standa að því.“ BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ hafa keypt mælitæki sem mælir hraða ökutækja. Tækið er á fær- anlegum vagni og verða ökumenn á ólöglegum hraða stöðvaðir af bæjarstarfsmanni og þeim afhent- ur miði með ábendingum frá Umferðarráði. Að sögn Ingimund- ar Sigurpálssonar bæjarstjóra hafa bæjaryfirvöld ekki heimild til að sekta ökumenn. „Við höfum verið að knýja á um hraðamæling- ar í íbúðahverfum en lögreglan hefur ekki haft bolmagn til að sinna þvi. Þetta er okkar leið til að nálgast vandamálið á vingjarn- legan hátt og vekja athygli fólks á hættunni.“ Meiðyrðadómar í Héraðsdómi Reykjaness í málum Jóhanns G. Bergþórssonar Ummælin dæmd dauð Svar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra Kostnaður vegna úttekta og athugana 18,3 millj. og ómerk I SVARI borgarstjóra við fyrirspum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðis- flokks um kostnað vegna sérstakra athugana og úttekta á vegum borg- arinnar kemur fram að kostnaður- inn var miðað við verðlag árið 1996 rúmar 12,3 millj. árið 1994 og 13,3 miilj. árið 1995 en rúmar 18,3 millj. árið 1996. Þar af var kostnaður vegna könnunar á rekstrarfyrir- komulagi íbúðarhúsnæðis á vegum borgarinnar rúm 3,1 millj., sem skiptist á nokkra verktaka. Fimm kostnaðarliðir voru yfir milljón, þar á meðal könnun á rekstrarfyrirkomulagi íbúðarhús- næðis sem borgin á og sá Þórarinn Magnússon verkfræðingur, um verkið ásamt undirverktökum. I sundurliðuðu yfírliti kemur fram að Endurskoðun Sig. Stefánssonar, fékk rúmar 2,7 millj. í greiðslu vegna vinnu við þriggja ára áætlun og úttekt á virðisaukaskattsmálum. Útgjöld vegna námskeiða hjá Lead Consulting fyrir æðstu stjórnendur borgarinnar voru rúm 2,1 millj. og heildarkostnaður vegna verkefna sem Ráðgarður hf. sá um var rúm- ar 1,6 millj. en fyrirtækið gerði athugun á skipulagi og rekstri slökkviliðs Reykjavíkur, fór yfír fer- il málsmeðferða hjá borgarverk- fræðingi og skipulagsmál Heil- brigðiseftirlitsins. Sérfræðingahópur um sölu borg- areigna, þeir Sveinn Andri Sveins- son hdl., Skúli Bjarnarson hdl. og Sigurður K. Friðriksson viðskipta- fræðingur, fékk rúmar 1,4 millj. fyrir skoðun, mat og skýrslugerð vegna sölu eignanna og heildar- kostnaður vegna stjómunamám- skeiðs Péturs Guðjónssonar hjá embætti borgarverkfræðings var rúmar 1,2 millj. Kostnaðarliðir á bilinu 500 þús. til milljón vom vegna starfsmanna- ráðgjafar, ráðninga og auglýsinga eða rúmlega 942 þús. til Alprents ehf., Árvakurs hf., Fijálsrar fjöl- miðlunar hf., Hagvangs hf., Tilsjár ehf., Tímamóta ehf. og Vikublaðs- ins. Til VSÓ Rekstrarráðgjafar hf. vegna úttekta á Laugardalsvelli fyrir Iþrótta- og tómstundaráð og á skautasvelli vom greiddar rúmar 895 þús. krónur. Kostnaður Isgraf ehf., Markviss ehf., Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf., Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. o.fl. vegna orkusvæðisverkefnis var rúmar 747 þús. og kostnaður Há- skóla íslands vegna samanburðar- úttektar á launum karla og kvenna hjá Reykjavikurborg var tæpar 600 þús. Kostnaður Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf., vegna mats á vélum og tækjum malbikun- arstöðvarinnar var um 591 þús. Kostnaður vegna annarra liða var lægri en 500 þús. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur kveðið upp tvo dóma í meiðyrða- málum er Jóhann _ Bergþórsson höfðaði gegn Sverri Ólafssyni ann- ars vegar og gegn Magnúsi Haf- steinssyni hins vegar. I máli Jóhanns gegn Sverri Ól- afssyni var stefnt vegna sex um- mæla sem birtust í DV og Alþýðu- blaðinu í ágúst á síðasta ári. Ein þeirra dæmdust dauð og ómerk: „Manna, sem þó hafa gert það að lífsviðhorfi sínu að segja ósatt.. .“ Vegna þessara ummæla var Sverr- ir dæmdur til að greiða Jóhanni 30 þúsund krónur í miskabætur með dráttarvöxtum, 30 þús. krónur til að standa straum af kostnaði við birtingu dómsins, 20 þúsund króna sekt í ríkissjóð og 60 þúsund krónur í málskostnað auk virðis- aukaskatts. Magnúsi Hafsteinssyni var stefnt vegna sex ummæla sem birt- ust i Alþýðublaðinu 10. september á síðasta ári undir fyrirsögninni „Hagsjóður Hafnfirðinga“. Þijú þessara ummæla dæmdust dauð og ómerk. Þau eru eftirfarandi: „Þá hefur ekki verið spurt um kaup Hafnarfjarðarbæjar á lóð að Helluhrauni þar sem Jóhann labb- aði með 7,5 milljónir út af bæjar- kontómum. Lóð sem hann átti ekki en seldi Hafnarfjarðarbæ." „Þá eru ótaldar gjafir Sjálfstæð- isflokksins til Jóhanns Gunnars Bergþórssonar, fyrir hönd allra Hafnfirðinga, á togurum og fisk- veiðikvóta uppá marga millj- arða...“ „Þá er og ótalin barátta Jóhanns fyrir því að Hafnarfjarðarbær kaupi fyrrum aðalstöðvar Hagvirk- is að Skútahrauni, illseljanlega eign og sögunni fylgir að núver- andi eigendur Skútahrauns muni umbuna Jóhanni ríkulega, meðal annars með niðurfellingu skulda á hann persónulega, selji hann Skútahraunið." Vegna fyrstu og þriðju ummæl- anna var Magnús dæmdur til að greiða Jóhanni 50 þúsund krónur í miskabætur auk .dráttarvaxta, 50 þúsund krónur til að standa straum af kostnaði við birtingu dómsins, 20 þúsund króna sekt í ríkissjóðs og 70 þúsund krónúr í málskostnað auk virðisaukaskatts. Dómana kvað upp Finnur Torfi Hjörleifsson héraðsdómari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.