Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 9 Álftar- ungií öruggum höndum Vaðbrekku. Jökuldal. Morgunblaðið. FYRRI hluta sumars lifnar allt við í náttúrunni, ungar komast á legg og fuglar syngja sumrinu fagnaðaróð. Steinunn Sigurðar- dóttir fann þennan álftarunga við Topphól í Hrafnkelsdal, tók hann upp kjassaði hann svolítið og skilaði honum síðan aftur til móðuririnnar sem átti tvo aðra eins hnoðra á tjörn við hreiðrið sitt. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson íslendingabyggðir í Bandaríkjunum og Kanada Forsetahjón- ín í heímsókn FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir munu í lok júlí og bytjun ágúst heimsækja íslendinga- byggðir í Bandaríkjunum og Kanada og taka þátt í hátíðarhöld- um í Utah-ríki og íslendingadegin- um í Gimli. Fyrsta dag ferðarinnar, _mánu- daginn 12. júlí, mun forseti íslands flytja ræðu í National Press Club í Washington og svara fyrirspurnum í hádegisverði samtaka blaða- og fréttamanna. í Washington mun forseti einnig eiga viðræður um sýningu aidamótaárið og um um- hverfismál. Síðan verður haldið til Utah en þar verða forsetahjónin heiðurs- gestir á aðalhátíðarhöldum Utah- ríkis í Spanish Fork og leiða sér- staka hátíðarskrúðgöngu 24. júlí. Forsetahjónin munu heimsækja íslensk heimili í Utah og taka þátt íslenskri fjölskyldusamkomu. I ár er haldinn hátíðlegur hundraðasti íslendingadagurinn í Utah en um 150 ár eru síðan íslenskir landnem- ar komu til Utah. Forsetahjónin verða gestir borg- arstjórnar Salt Lake City, eiga fund með ríkisstjóra Utah-ríkis pg ríkisstjórum annarra ríkja sem ís- lendingar fóru um á leið sinni til Utah, heimsækja Brigham Young háskólann og fyrirtæki og ræða við forystumenn úr viðskiptalífinu. Þriðjudaginn 29. júlí verður sam- koma fyrir Islendinga og íslandsvini í San Francisco í Kaliforníu-ríki. Næsta dag munu forsetahjónin heimsækja aðalstöðvar hugbúnað- arfyrirtækis Oz í San Francisco og eiga viðræður við bandarísk fyrir- tæki sem áhuga hafa á að fjárfesta í íslenskum hugbúnaðariðnaði. Föstudaginn 1. ágúst munu for- setahjónin hitta íslendinga sem búsettir eru í Seattle-borg og ná- grenni í Washington-ríki. Frá Seattle verður haldið til Winnipeg í Kanada og þaðan á hátíðarhöldin í Gimli en mánudag- inn 4. ágúst er íslendingadagurinn í Kanada en hann er nú haldinn hátíðlegur í 108. sinn. Forsetahjónin verða síðan heið- ursgestir á íslendingadeginum í Gimli, leiða skrúðgöngu dagsins og forseti flytur hátíðarræðuna í Gimli. Áætlað er að um 30.000 manns af íslenskum ættum muni taka þátt í hátíðarhöldunum. Síðan munu forsetahjónin heim- sækja íslendingaslóðir, hitta full- trúa stjórnvalda Kanada í boði Johns Harvard þingmanns sem er af íslenskum ættum, eiga viðræður við forystumenn íslenska samfé- lagsins í Kanada og taka þátt í hátíðarkvöldverði íslendingafélags- ins. 1 Tannlæknastofan STUDIO TÖNN hefur haiið starfsemi að Vesturgötu 9 í Hahiarfirði (þar sem Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var áður til húsa). Sigurður Örn Eiríksson tannlœknir Sími 555 2050 ‘897 2050 í ferðalagið - Ferðatöskur - Handtöskur - Lítil seðlaveski - Töskuólar Laugavegi 58, sími 551 3311 - Bakpokar - Magaveski - Regnhlífar - Merkispjöld FRÉTTIR Islenskur prófessor settur við bandarískan háskóla HARALDUR Rúnar Karlsson var nýlega fastráðinn við jarðvísinda- deild Tækniháskóla Texas (Texas Tech University) í bænum Lubbock í Norðvestur-Texas. Haraldur lauk stúdentsprófi úr MR og síðan BS- prófi í jarðfræði við Háskóla ís- íands. Áð því loknu hélt hann til Bandaríkjanna í framhaldsnám við Chicago-háskóla og var leiðbein- andi hans próf. Robert N. Clayton. Haraldur lauk doktorsprófi frá Chicago með samsætujarðfræði sem sérsvið. Prófverkefni hans fjallaði um stöðugar súrefnis- og vetnissamsætur í geislasteinum. Meðan á námi stóð við Háskóla íslands og Chicago-háskóla vann Haraldur sumur sem áðstoðarmað- ur á Náttúrufræðistofnun íslands, Orkustofnun og á Norrænu eld- fjallastöðinni. Að doktorsnámi loknu hreppti Haraldur styrk frá Rannsóknarráði Bandaríkjanna til þess að vinna að rannsóknum á loftsteinum við Geimrannsóknar- stofnun Bandaríkjanna í Houston, Texas. Þar stundaði hann rann- sóknir á veðrun loftsteina frá Suð- urskautslandi og uppruna vatns í Mars-loftsteinum með dr. Evertt K. Gibson og fyrri félögum við Chicago-háskóla. Mars-loftstein- arnir hafa valdið miklu fjaðrafoki undanfarið vegna fullyrðinga fyrr- um vinnufélaga Har- alds við Geimrann- sóknarstofnunina um tilvist steingerðra gerla í einum þessara loftsteina. Frá Houston hélt Haraldur til Tæknihá- skóla Texas þar sem honum bauðst aðstoð- arprófessorsstaða. Við Tækniháskólann vann hann áfram við loft- steinarannsóknir þótt meiri áherzla væri lögð á jarðneskt grjót þar á meðal með mælingum á súrefnis- og kolefn- issamsætum í kalsít- ríku jarðvegsgijóti til þess að öðlast vitneskju um veðurfar og plöntu- gróður fyrri tíma. Haraldur kom upp stórri rannsóknarstofu sem inniheldur öll þau tól og tæki sem tilheyra mælingum stöðugra sam- sæta í steindum, bergi og vatni. Þar á meðal er fjöldi massagreina og sérsmíðuð kerfi sem notuð eru til þess að leysa og hreinsa súrefni úr grjótum og steindum. Súrefnis- aðferðin var upphaflega hönnuð af kennara Haralds við Chicago- háskóla. Dr. Irving Friedman við Bandarísku jarðfræðistofnunina í Denver, Colorado, gaf Haraldi stór- an hluta þess tækja- búnaðar sem hann hef- ur umsjón yfir. Þess má geta að Friedman setti upp fyrsta massa- greininn sem var not- aður hér á landi og ber enn mikinn hlýhug til íslendinga eftir þá vist eins • og gjafir hans sýna fram á. Nýverið hefur Haraldur mest fengist við rannsóknir við innskotaberg frá Norður-Noregi ásamt félögum við Tæknihá- skólann og norska samstarfsmenn. Frammistaða Haralds á kennslu- og rannsóknarsviðum leiddu til fastráðningar (tenure) og stöðuhækkunar úr „assistant" pró- fessor í „associate" prófessor. Haraldur er sonur Karls Guð- brandssonar húsasmíðameistara heitins og Guðrúnar Haraldsdóttur. Hann er kvæntur Abbie L. Kleppa, ljósmóður, dóttur Abbie Joy og Norðmannsins Ole J. Kleppa, fyrr- um efnafræðiprófessors við Chicago-háskóla. Haraldur og Abbie eru búsett í Lubbock, Texas, og eiga þijú börn; Karl Jakob og tvíburana Evu Kristínu og Eirík Svavar. Haraldur Rúnar Karlsson SNARSALA áhjámogrunnum EIJNfSTAKT TRJARÆKTAR- TILBOÐ Sumarlandeigendur og aðrir landeigendur, við bjóðum nú afslátt svo um munar á margskonar trjám. Nú er tækifæri til að gróðursetja svo um munar. Heiti Stærð/ár Rétt verð Tilboðsverð Afsláttur Alaskaösp 200 cm 3 stk. í pakka 4.800 1.800 62,5% Birki 175-200 cm 1.800 1.350 25% Limgerdisbirki 60-80 cm 270 200 26% Lodvíöir 2ja ára 120 72 40% Loövíðir 2ja ára í potti 160 96 40% Vídir í limgerði Viðja Brekkuvíðir Alaskavíðir Tröllavíðir 2ja ára 90 45 50% Birkikvistur 3ja ára í potti 590 413 30% Alaskayllir 3ja ára í potti 590 413 30% Páfarós 3ja ára í potti 620 434 30% Sitkagreni 100-200 cm 3-8.000 2-6.000 20-50% Blágreni 100-200 cm 3-8.000 2-6.000 20-50% Opnunartímar: • Virka daga kl. 9-21 •Umhelgarkl. 9-18 STJÖRNUGRÓF18, SÍMl 581 4288, FAX 581 2228 • Nýr ítarlegur píontulisti korainn • Glæsileg veggspjöld, um skrautrunna, lauftré og barrtré Sækið sumarið til okkar cd 'ÍÁ O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.