Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kjaradómur og dómarar deila um málsmeðferð vegna orlofs á yfirvinnu MÁL þetta er í raun komið nokkuð til ára sinna. í nóvember 1993 úrskurðaði Kjaradómur að dómar- ar skyldu fá greiðslur vegan yfir- vinnu til viðbótar föstum launum, þar sem breytingar hefðu orðið á starfi þeirra. Ágreiningur reis um fram- kvæmdina og sættust fjármála- ráðuneytið og dómarar á að vísa málinu til Félagsdóms, sem taldi dómara eiga rétt á að fá orlof vegna yfirvinnugreiðslnanna. Þetta var í október 1996, en þrem- ur vikum síðar tók Kjaradómur málið fyrir að nýju og felldi orlofs- greiðslurnar niður frá 1. desember síðastliðnum. Dómarar undu þessu ekki og kvörtuðu við umboðsmann. Þeir telja meðal annars að dómstólar eigi endanlegt vald um skýringu ákvarðana Kjaradóms og við þær ákvarðanir sé Kjaradómur bund- inn. Rök dómara voru tíunduð í grein í Morgunblaðinu í febrúar sl., en nú víkur málinu að afstöðu Kjaradóms. I svari sínu rekur Kjaradómur forsendur ákvörðunar sinnar í nóv- ember 1993. Þar kemur meðal annars fram, að veruleg afkasta- aukning hafði orðið hjá héraðs- dómurum, sem gat ekki stafað af öðru en auknu vinnuframlagi hér- aðsdómara. Málafjöldi hjá Hæsta- rétti hafði aukist gríðarlega og vinnuframlag dómara þar einnig aukist. I ljósi þessa taldi Kjara- dómur sér skylt að meta og ákvarða greiðslur fyrir lengri tíma en unninn var þegar grundvöllur að launum dómara hafði verið lagður í fyrri úrskurðum. Fastar greiðslur alla mánuði ársins Kjaradómur bendir á, að á þess- um tíma hafi tíðkast að dómarar fengu greidda unna yfirvinnu sam- kvæmt reikningum, en ekki fasta yfirvinnu. Þess vegna féll ekki til yfirvinna þann tíma sem dómarar voru í sumarleyfum eða öðrum leyfum og þar af leiðandi var greitt orlof á þessa yfirvinnutíma. Kjara- dómur taldi sig því standa frammi fyrir tveimur kostum; annars veg- ar óbreyttu fyrirkomulagi, en hins vegar að ákvarða fastar yfirvinnu- stundir alla mánuði ársins, þannig að orlof vegna yfírvinnunnar væri greitt með yfirvinnutímum þær vikur sem dómarar væru í sumar- leyfum. Kjaradómi virtist síðari kostur- inn þægilegri í framkvæmd og leit einnig svo á, að þetta væri betra fyrir dómarana þar sem tekj- ur þeirra yrðu þá jafnari. Niður- staðan var, að forseti Hæstaréttar fengi greitt fyrir 42 yfirvinnu- stundir á mánuði, en aðrir dómar- ar réttarins 37 stundir. Áður höfðu þeir fengið 48 stundir á mánuði í tíu mánuði á ári og orlof á þær greiðslur. Dóm- stjórar og héraðsdómar- ar sem störfuðu einir fengu nú 47 yfirvinnu- stundir á mánuði, en aðrir héraðsdómarar 32 stundir. Kjaradómur leggur áherslu í svari sínu til Stjórnsýsliinefncl, dómstóll eða gerðardómur? Kjaradómur hefur sent umboðsmanni Alþingis svar vegna kvörtun- ar Dómarafélags íslands um málsmeðferð fyrrverandi Kjaradóms. Málið snýst um orlofsgreiðslur á yfirvinnu dómara, en í því er ekki síður tekist á um stöðu Kjaradóms. Ragnhildur Sverrisdótt- ir kynnti sér svar Kjaradóms, sem gefur í skyn að það sé ekki á verksviði umboðsmanns að fjalla um málið. Lög um Kjara- dóm fremri reglum stjórn- sýslulaga á það umboðs- manns, að bæði fjármálaráðuneyti og forsvarsmenn Dómarafélags íslands hafi fengið skýringu á ákvörðun Kjaradóms og að ætlast væri til að ekki yrði greitt orlof, þar sem yfirvinnustundir voru greiddar alla mánuði ársins. Ritara Kjaradóms var falið að koma þess- um skýringum á framfæri bréf- lega. „Síðar var það túlkað svo, að ritari Kjaradóms hefði ekki haft til þess umboð. Kjaradómur var ekki um það spurður. Kjara- dómur hefur ekki vefengt umboð ritara síns til þeirra verka, sem honum eru eða voru gagngert fal- in,“ segir í svarinu og jafnframt, að ritarinn hafi skrifað undir flest- öll bréf og önnur erindi sem frá Kjaradómi hafa komið nema úr- skurði. „Hefur svo verið frá stofn- un Kjaradóms.“ Ekki breyting, heldur ítrekun Kjaradómur skýrir þá ákvörðun sína, að úrskurða á ný um yfir- vinnugreiðslur til dómara eftir að niðurstaða Félagsdóms lá fyrir, að dóminum hefði verið það skylt og hefði þurft að kveða á um það með ótvíræðum ________ hætti hvað fælist í úr- skurðinum frá nóvember 1993. Félagsdómur hafði einmitt gert þær athugasemdir, að í fyrri ákvörðun dómsins hefði þetta ekki verið svo skýrt sem skyldi. Þá segir Kjaradómur, að ekki hafi verið þörf á að kalla aðila til sérstaklega til að ræða þetta mál, en Dómarafélag íslands var ósátt við að það hefði ekki verið gert. Slíkt hefði verið ástæðulaust, enda hefði Kjaradómur ekki breytt kjör- um dómara, heldur einungis fært þau í það horf sem hann hafði áður ákveðið. Einn dómenda í Kjaradómi skil- aði sératkvæði og taldi að Kjara- dómur væri ekki dómstóll í venju- legum skilningi þess orðs, heldur stjórnsýslunefnd og því heimilt að leggja túlkun og lögmæti ákvarð- ana hans undir dómstóla. Þar kemur að atriði, sem Kjara- dómur fjallar ítarlega um í svari sínu til umboðsmanns. Hann rekur þær reglur sem um dóminn gilda og kemur fram, að starfsreglur hans hafi ekki verið ritaðar í eina samfellu, en nýskipaður Kjara- dómur hafi hug á að breyta því, auk þess sem hann ætli að setja ritara sínum skipunarbréf, svo ekki þurfi að draga heimildir hans og valdsvið í efa. Um þá máls- ástæðu Dómarafélagsins, að Kjaradómur hafi ekki fylgt máls- meðferðarreglum stjórnsýslurétt- arins við ákvörðun sína í nóvem- ber sl., segir Kjaradómur, að þar eigi dómarar að líkindum við greinar stjórnsýslulaga um and- mælarétt og tilkynningarskyldu um meðferð máls. „Svo sem rakið er hér að fram- an, þá taldi Kjaradómur ekki að hann væri að breyta kjörum dóm- aranna með ákvörðun sinni þann 8. nóvember 1996; hann væri ein- ungis að lagfæra orðalag í fyrri ákvörðun sem að áliti Dómarafé- lagsins hafði orkað tvímælis. Kjaradómur taldi, að hin sérstöku ákvæði 3. greinar laga nr. 120/1992, sem fela Kjaradómi af sjálfsdáðum að afla upplýsinga og taka ákvarðanir, gangi framar reglum stjórnsýslulaga. Lögin um Kjaradóm og sérreglur um máls- meðferð þar gangi framar almenn- um lögum skv. venjulegum lög- skýringarreglum.“ Eitt skal yfir alla ganga Kjaradómur vísar jafnframt á bug að hann hafi brotið jafnræðis- reglu á dómurum, því sama fyrir- komulag eigi að vera á orlofs- greiðslum til allra þeirra sem Kjaradómur ákvarði _____________ fasta yfirvinnu. Þá hafi ekki verið brotið gegn meðalhófsreglunni, því með ákvörðun sinni hafi meirihluti Kjaradóms einungis verið að ítreka “““ hvað í fyrri ákvörðuninni fólst. Um valdsvið Kjaradóms og valdmörk segir, að miðað við eldri lög hafi Kjaradómur verið lögskip- aður, varanlegur gerðardómur sem fjallaði um hagsmunaágrein- ing og störfum hans hafi ekki lok- ið eftir töku einstakrar kjara- ákvörðunar. Með nýjum lögum árið 1986 hafi orðið grundvallarbreyting á störfum Kjaradóms. Hlutverk hans hafi breyst úr því að vera lögbundinn gerðardómur sem væri til taks ef ríkið næði ekki samning- um við starfsmenn sína í það að honum væri ætlað að ákveða launakjör tiltekinna æðstu emb- ættismanna. í almennum athuga- semdum með lögunum hafi Kjara- dómur verið nefndur dómstóll og Hvorki brotið gegn jafnræð- is- né meðal- hófsreglu sagt að rétt væri að til væri slíkur dómstóll sem unnt væri að fela að skera úr um kjaradeilu með sérstökum lögum eða samkomu- lagi aðila að deilunni. Ákvarðanir sæta ekki úrlausn Félagsdóms Annað atriði leggur Kjaradómur áherslu á og það er að í þessum nýju lögum hafi ekki verið gert ráð fyrir að úrskurðir eða ákvarð- anir Kjaradóms sættu úrlausn Félagsdóms, eins og var í eldri lögunum. Félagsdómur átti hins vegar að dæma í málum sem rísa kynnu milli samningsaðila sam- kvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, þ.e. þeirra sem ekki féllu undir Kjaradóm. Þá rekur Kjaradómur einnig breytingar sem urðu árið 1992, með lögum um Kjaradóm og kjara- nefnd og bendir á mjög mismun- andi reglur laganna um málsmeð- ferð þessara aðila. Fyrirkomulagi á starfi kjaranefndar svipi til þeirra ákvæða sem gilt hafi um Kjaradóm fyrir 1986. Bent er á að Kjaradómur beri dómstólanafn- ið, hafi einkenni dómstóls og sé sjálfsagt dómstóll í mörgum sam- böndum. Þó verði hann trauðla skilgreindur sem dómstóll í venju- legri merkingu og það orki tvímæl- is að skilgreina Kjaradóm sem sjálfstæða stjórnsýslunefnd. „Kjaradómur er í eðli sínu vinnu- markaðsdómstóll sem fjallar um hagsmunaágreining. Hann fellur illa að hinni hefðbundnu túlkun um skilin milli dómstóla og fram- kvæmdavalds. Ef á annað borð er nauðsynlegt að flokka Kjaradóm í stjórnkerfinu þá verður hann lík- lega helst flokkaður sem lögbund- inn gerðardómur," segir í svari Kjaradóms til umboðsmanns. Sérlög ganga framar stjórnsýslulögum Þá segir, að vegna sérstöðu Kjaradóms sé ekki eðlilegt að mið- að sé við meðferð einkamála og reglur um samningsbundna gerð- ardóma eigi vart við. „Er því nær- tækast að um meðferð mála fyrir Kjaradómi gildi reglur stjórnsýslu- Iaga, eftir því sem við á. Frá þeim verður þó að gera veigamiklar undantekningar, þar sem sérlög um Kjaradóm ganga framar stjórnsýslulögum. Er þar einkum átt við þær reglur sem lög um Kjaradóm og kjaranefnd setja um forræði aðila á málum og gagna- öflun.“ I niðurlagi svars síns til umboðs- manns ítrekar Kjaradómur, að í athugasemdum við frumvarp til þeirra laga sem nú gildi sé beinlín- is talað um það að ákvarðanir Kjaradóms séu fullnaðarákvarðan- ir um starfskjör. Þá segi enn frem- ur, að Kjaradómur eigi sjálfur að -------- úrskurða um álitamál sem upp kunni að koma varðandi starfskjör þeirra, sem hann fjalli um. Þar sé ekki rætt um það, eins og í fyrri lög- um, að álitamál megi bera upp fyrir Félagsdómi. Loka- orð Kjaradóms eru, að umboðs- maður Alþingis verði nú að ákvarða hvort það sé á hans verk- sviði að fjalla um Kjaradóm með hliðsjón af því sem reifað hafi verið um sögu, valdsvið og vald- mörk Kjaradóms og með hliðsjón af lögum um hann. Kvörtunarmál Dómarafélagsins hjá umboðsmanni stendur nú svo, að aðilar eru að skila inn lokasvör- um sínum. Tryggvi Gunnarsson hæstaréttarlögmaður var skipaður í málið í stað Gauks Jörundsson- ar, sem taldi málið sér svo skylt að rétt væri að hann viki sæti. Ástæðan var sú að Kjaradómur ákvarðar kjör umboðsmanns. Tryggvi úrskurðar því á næstunni um málsmeðferð Kjaradóms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.