Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 13 Gengið frá sölu á 3,4% hlut Frosta hf. í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Sjö hluthafanna í SH nýttu sér forkaupsrétt sinn SJÖ hluthafar í Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hafa nýtt sér for- kaupsrétt sinn á 3,43% hlut Frosta hf. á Súðavík í SH. Bréfin eru að að nafnvirði 51,3 milljónir króna og voru seld miðað við gengið 5,012 eða fyrir 257,2 milljónir. Þar með er orðið ljóst að ekkert verður af sölu hlutabréfanna til fimm stofnanafjárfesta sem áður hafði verið samið við með fyrirvara um forkaupsréttinn. Þetta er í þriðja sinn sem hlut- hafar í Sölumiðstöðinni neyta for- kaupsréttar að bréfum sem stofn- anafjárfestar hugðust kaupa. Líf- eyrissjóður verslunarmanna samdi um kaup á 6,7% hlut Norðurtang- Ríkisbréf seld fyrir 103 millj- ónir króna ALLS bárust 17 gild tilboð að fjárhæð 501 milljón króna í rík- isbréf með gjalddaga 10. októ- ber 2000 í útboði Lánasýslu ríkisins á miðvikudag. Tekið var tilboðum í ríkisbréf að Ijár- hæð 103 milljónir að söluverði. Meðalávöxtun samþykktra tilboða var 8,56% og var það í samræmi við ávöxtunarkröfu á Verðbréfaþingi Islands. I út- boði þann 11. júní voru ríkis- bréf seid miðað við 9,01% ávöxtun. ESB býst við jákvæðu svari frá Boeing Briissel. Reuter. STJÓRN Efnahagssambands- ins kveðst vongóð um að Boeing muni gera nógu miklar breytingar á fyrirhuguðum 14 milljarða dollara samruna verk- smiðjanna og McDonnell Doug- las til þess að ESB geti vel við unað. Talsmaður Karel van Miert samkeppnisstjóra sagði að það væri í verkahring Boeing að benda á úrræði, en tók fram að framkvæmdastjórn ESB færi fram á „skipulagsbreyt- ingar.“ Samskip framlengja skipaleigu- samninga SAMSKIP hafa framlengt leigusamninga vegna gáma- skipanna Arnarfells og Heidi B. Jafnframt fær Heidi B nafn- ið Helgafell. í frétt kemur fram að Heidi B hóf siglingar á Evrópuleiðum Samskipa þann 8. apríl sl. á móti systurskipinu Arnarfelli. Skipin voru bæði tekin á tíma- leigu í Danmörku og eru stærstu gámaskipin sem Sam- skip hafa gert út frá upphafi en skipin voru bæði smíðuð árið 1994. ans í SH í byijun mars fyrir 475 milljónir, en aðrir eigendur SH neyttu forkaupsréttarins. Stofnanafj árfestar keyptu hlut Geflu í apríl var síðan samið um sölu á 10% hlut ísfélags Vestmannaeyja í SH til Lífeyrissjóðs verslunar- manna, íslenska fjársjóðsins, Þró- unarfélags íslands og íslenska hlutabréfasjóðsins. Tvö fyrirtæki innan SH, Kristján Guðmundsson ehf. á Rifi og Sigurður Ágústsson hf. í Stykkishólmi, keyptu stærstan hluta þeirra bréfa eða um 9% hlut, en afgangurinn skiptist á milli fjögurra annarra hluthafa. Sölu- LÍKLEGT er að langtímavextir muni lækka um 10 punkta á þriðja ársfjórðungi og að vextir ríkisvíxla lækki um 20 punkta á næstu mán- uðum, að mati Verðbréfamarkaðs íslandsbanka. í nýrri ársfjórðungsskýrslu fyrir þriðja ársíjórðung sem fyrirtækið kynnti í gær er bent á að horfur í þjóðarbúskapnum á íslandi séu jafnbjartar og annars staðar. Hag- vöxtur árið 1996 hafi orðið 5,7% og horfur séu á 4-5% vexti á þessu andvirði bréfanna nam samtals 740 milljónum. Fleiri viðskipti með bréf í SH hafa átt sér stað að undanförnu. Þannig seldi Gefla hf. á Kópaskeri nýlega sinn 0,5% hlut í SH til stofn- anafjárfesta, en í því tilviki rann forkaupsrétturinn út án þess að hluthafarnir nýttu sér hann. Þrír aðilar til viðbótar hafa sam- ið um sölu á samtals um 4% hlut í SH og stendur forkaupsréttar- tímabilið yfir til loka þessa mánað- ar. Þetta eru Grandi með um 2%, Fiskiðjan Skagfirðingur á Sauðár- króki og Jón Erlingsson í Sand- gerði. Það voru hlutabréfasjóðir á vegum Landsbréfa, íslenski fjár- ári. Halli á fjárlögum sé minni en áður og lántökur ríkisins valdi því síður þenslu á lánamarkaði en síð- ustu árin. Líklegt sé að lántökur opinberra aðila og fyrirtækja í útlöndum leiði til þess að langtímavextir lækki um 10 punkta á þriðja ársfjórð- ungi þrátt fyrir að almenn eftir- spurn á innlendum markaði sé ærin. Varðandi skammtímamarkaðinn bendir fyrirtækið á að vextir af sjóðurinn og íslenski hlutabréfa- sjóðurinn sem keyptu hlutabréf Granda. Samtals hefur verið gengið frá sölu á um íjórðungi hlutaijár í SH, en einungis er lítið brot þess komið í eigu utanaðkomandi aðila. Verð hlutabréfanna hefur hins vegar far- ið hækkandi í þessum viðskiptum. Eins og fyrr segir voru hlutabréf Frosta hf. seld miðað við gengið 5,012, en bréf Fiskiðjunnar voru seld á genginu 5,60 og bréf Geflu og Granda á genginu 5,75. Hluta- bréf SH eru að nafnvirði 1.496 milljónir og nemur markaðsvirði fyrirtækisins miðað við gengið 5,75 því samtals 8,6 milljörðum króna. óverðtryggðum ríkisbréfum hafi farið lækkandi lengst af á árinu og beri vott um bjartsýni manna um að verðbólgu gæti ekki að marki næstu misserin. Spá 6% hækkun hlutabréfa Þá er búist við að milliuppgjör fyrirtækja á markaði staðfesti trú íjárfesta á góða afkomu og hluta- bréfavísitalan hækki um 6% á þriðja ársíjórðungi 1997. Bankar styðja skuld- breytingu Eurotunnel París. Reuter. PATRICK Ponsolle, forstjóri Eurotunnel SA/Plc, ensk- franska félagsins sem rekur Ermarsundsgöngin, telur að lánardrottnar muni styðja fyr- irætlanir fyrirtækisins um skuldbreytingu. Skuldirnar nema 70 milljörðum franka eða 11,8 milljörðum punda. Hluthafar fyrirtækisins sam- þykktu skuldbreytinguna með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða á stormasömum fundi, þar sem fjárfestar gerðu hróp að Ponsolle af gremju vegna skulda fyrirtækisins og lækk- unar á hlutabréfaverði. Nú verða 174 lánardrottnar að samþykkja björgunaráætl- unina, þar sem gert er ráð fyr- ir að skipt verði á átta milljörð- um franka af skuldum og hlutabréfum í Eurotunnel, þannig að hlutur hluthafa í fyrirtækinu minnkar í 54,5 af hundraði. Ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands hafa sett það skil- yrði fyrir því að rekstrarleyfi Eurotunnels verði lengt um 34 ár í 99 að samþykki hluthafa og lánardrottna fáist. „Góð málamiðlun" Ponsolle sagði í viðtali að hann hefði hitt yfirmenn nokk- urra umræddra banka og sum- ir þeirra væru beiskir þar sem þeir teldu að hluthafar fengju of mikið samkvæmt áætlun- inni, en að hans sögn eru hlut- hafarnir jafnbeiskir þar sem þeir telja að bankarnir fái of mikið. Þetta kvað hann benda til þess að áætlunin væri „góð málamiðlun“. Helztu lánardrottnarnir, Lazards og Merrill Lynch, sem keyptu bankalán Eurotunnels, styðja áætlunina að sögn Pon- solle. Valujet kaup- ir AirWays og fær nýtt nafn Miami. Reuter. NAFN flugfélagsins ValuJet Airlines verður lagt niður þegar það kaupir annað flugfélag í Bandaríkjunum, AirWays Corp. Flugfélögin munu mynda eignarhaldsfélag, sem fær nafnið AirTran Holdings Inc. ValuJet hefur barizt í bökk- um síðan vél félagsins fórst skömmu eftir flugtak frá Miami 11. maí 1996 og 110 biðu bana. Mikilvæg nafnbreyting Forstjóri ValuJet, Joseph Corr, og stjórnarformaður AirWays, Robert Swenson sögðu á blaðamannafundi að félögin hefðu verið sameinuð þar sem það væri skynsamlegt. Corr viðurkenndi þó kosti þess að leggja niður nafn ValuJet. ValuJet hefur bækistöðvar í Atlanta í Georgíuríki en AirWays í Orlando á Florida. Fyrirtækið mun hafa aðsetur í Orlando fyrst í stað og ef til vill til frambúðar. Starfsmenn félagsins verða 2.742 og það mun halda uppi ferðum til 46 borga með 40 flugvélum. AirTran Aii-ways heldur uppi ferðum milli Orlando og 23 borga með Boeing 737 flug- vélum. Félagið fær 11. Boeing 737 vélina í lok júlí. ValuJet Airlines heldur uppi 200 daglegum ferðum til 24 borga með 30 flugvélum. Hlutafjárútboð Fjarhönnunar gengur vel Heildarfjárhæð útboðsins er 100 milljónir HLUTAFÉ seldist upp í fyrri hluta hlutafjárútboðs hugbún- aðarfyrirtækisins Fjarhönnunar hf. Alls var selt hlutafé fyrir um 60 milljónir króna að markaðsvirði til íslenskra fagfjárfesta. Seinni hluti útboðsins stendur nú yfir en það snýst aðallega um sölu hlutafjár til forkaupsréttaraðila. Heildarfjárhæð útboðsins er 100 milljónir króna. Fjarhönnun vinnur að þróun hugbúnaðar fyrir flugumferðarstjórn, við- haldskerfi og gagnabanka. Efnt var til útboðsins til að Ijármagna áframhaldandi þróun búnaðarins, styrkja eiginfjár- og lausaljárstöðu fyrirtækisins, standa straum af kostnaði við undirbúning hlutafjárútboðs erlendis á næsta ári og til að styrkja hluthafasamsetningu fé- lagsins með innkomu fag- íjárfesta. Fagfjárfestar í hluthafahópinn Heildarfjárhæð útboðsins er um 100 milljónir króna að markaðsvirði og skiptist hún í tvo hluta. Annars veg- ar var boðið út hlutafé til íslenskra fagfjárfesta fyrir um 60 milljónir króna og er sá hluti uppseldur, að sögn Magnúsar Inga Osk- arssonar, framkvæmda- stjóra Fjarhönnunar. „Þetta gekk mjög vel og við feng- um í lið með okkur breiðan hóp fagfjárfesta sem verða mikill styrkur fyrir félagið. Seinni hluti útboðsins stendur nú yfir en þar er um að ræða sölu á hlutafé fyrir um 40 milljónir króna til eigenda með forkaups- rétt og lánveitenda.“ Meðal þeirra fagfjárfesta sem bættust við í hluthafa- hóp Fjarhönnunar í um- ræddu útboði eru íslenski fjársjóðurinn, Eignarhalds- félagið Alþýðubankinn, Þró- unarfélag íslands, Vaxtar- sjóðurinn, Lífeyrissjóðurinn Hlíf, Eignarhaldsfélagið Stoðir og Iðnþróunarsjóður. Eftir sem áður eru Gunn- laugur Jósefsson og Björn Rúriksson stærstu hluthafar Fjarhönnunar með um 17% hlut hvor. Joe Camel fyrir björg TÓBAKSFYRIRTÆKIÐ RJ Reynolds hefur beygt sig fyrir þrýstingi yfirvalda og til- kynnt að það muni hætta notkun á umdeild- ir auglýsingafígúru, Joe Camel, sem sést hér á einni hlið byggingar í New York. Veggmyndin er á byggingu nærri Times Square og er yfir átta hæða há. Joe Camel hefur verið helsta markaðs- tákn fyrir Camel-vindlinga allt frá 1988. Clinton forseti og viðskiptaráðið bandaríska hafa lofað þessa ákvörðun t óbaksrisans. VÍB spáir áframhaldandi vaxtalækkun næstu mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.