Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 41 Markaðstorgið er opið allar helgar kl. 11-17 IDAG STJÖRNUSPÁ Hrútur (21. mars - 19. apríl) wA Þú erl almennt sterkur í mótlæti, og skalt hafa það í huga ef slíkt kemur upp hjá þér núna. Þolinmæðin þraut- ir vinnur allar. Naut (20. apríl - 20. maí) Ef þú ert ónógur sjálfum þér fyrri part dags, mun það fljótt breytast er þú færð góðar fréttir frá útlöndum. Það sem hafði verið draumur þinn, verður nú að veruleika. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú ert neikvæður og öfug- snúinn, svo fólk sneiðir hjá þér. Reyndu að sjá björtu hliðarnar á tilverunni, frem- ur en að velta þér upp úr vandamálum heimsins. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Þú átt erfitt með að einbeita þér að því sem þú þarft helst að klára í dag og skalt þiggja alla þá aðstoð sem þér býðst. í kvöld undrastu árangurinn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Vertu ekki gagnrýninn og fordómafullur gagnvart ákveðinni manneskju sem hefur fremur hjálpað þér, en verið þér til hindrunar. Líttu fremur í eigin barm. Meyja (23. ágúst - 22. september) Heimilið á hug þinn allan í dag og fjölskyldumeðlimur, sem telur sig hafa orðið út- undan, krefst athygli þinnar. Vog (23. sept. - 22. október) Fáirðu tilboð um að fara í ferðalag skaltu fresta því í bili, þar sem þetta er ekki rétti tíminn til að hlaupa frá skyldum sínum. Sporódreki (23. okt. -21. nóvember) Einhver sent þú þekkir reyn- ist þér afskaplega vel varð- andi sársaukafullt mál sem þú ert að glíma við núna. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) Þú kemur ekki miklu í verk í dag, þar sem þér hættir til að sökkva þér í dagdrauma. Reyndu að einbeita þér. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Þú hefur unnið þér það inn að mega vera svolítið duttl- ungafullur og ættir að kaupa þér ferð til útlanda. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh. Þú átt erfitt með að taka fjárhagslega ákvörðun, svo þú skalt líta á staðreyndir málsins, áður en þú tekur ákvörðun. Fiskar (19. febrúar - 20. niars) iSí Þú ert sannur orkubolti og lætur ekkert hindra þig í að framkvæma það sem þú ætl- ar þér. Það hefur hvetjandi áhrif á fólkið i kringum þig. Stjðrnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár aí þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FRÉTTIR KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú hefur mikla útgeislun, ert fæddur leikari og gætir orðið góður stjórn- málamaður. Gönguferð um Bakkann í TILEFNI 100 ára afmæli Eyrar- bakkahrepps og safnadeginum 13. júli býður Sjóminjasafnið á Eyrar- bakka upp á gönguferð um Eyrar- bakka. Gönguferðin um Bakkann hefst við Sjóminjasafnið á Eyrarbakka kl. 14 sunnudaginn 13. júlí. Leið- sögumaður verður Magnús Karel — Hilmarsson, oddviti. Gengið verður um þorpið, rakin saga byggðarinnar og einstakra húsa og sagt frá mönn- um og málefnum. Þátttaka í göngu- ferðinni er ókeypis. Aðgangur að söfnunum á Eyrarbakka verðui1 einnig ókeypis þennan dag. QfTÁRA afmæli. í dag, i/ tJ laugardaginn 12. júlí, er níutíu og fimm ára Anna Oddsdóttir, Furu- gerði 1, Reykjavík. Hún verður stödd að Silfurgötu 31 í Stykkishólmi, á af- mælisdaginn og er síminn þar 898-7104. (jkrkÁRA afmæli. í dag, í/V/ laugardaginn 12. júlí, er níræð Guðbjörg S. Pálsdóttir, Háaleitisbraut 50, Reykjavík. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. Q/\ÁRA afmæli. Átt- ö v/ ræður er í dag, laug- ardaginn 12. júlí Gisli Guð- mundsson, fyrrverandi lögreglumaður, Skúla- götu 40, Reykjavík. Hann er að heiman. BRIPS llmsjón Guðmundur l’áll Arnarson SÆNSKI spilarinn Magnus Eriksson hefur vafalítið átt erfitt með svefn nóttina eft- ir leikinn við Þýskaland á EM í Montecatini. Spilið sem hélt fyrir honum vöku leit þannig út: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ - V ÁKD103 ♦ Á1097 * KD76 Vestur Austur * ÁK10632 ♦ D98 V 62 III * 075 ♦ DG643 11 11,1 ♦ K852 + - ♦ G108 Suður ♦ G754 V 984 ♦ - * Á95432 Félagar hans, Fallenius og Nilsland, gerðu engar rósir í opna salnum. Þeir sátu NS og gáfu samning- inn eftir í fjórum spöðum: Vestur Norður Austur Suður Holowski Nilsland Gotard Fallenius 1 hjarta Pass 2 hjörtu •1 spaðar Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Ef norður rambar á tíg- ulútspil má taka fjóra spaða fjóra niður. En Nilsland spil- aði þrisvar hjarta og rauk svo upp með tígulás síðar þegar sagnhafi hafði af- trompað suður og spilaði smáum tígli að kóngnum. Vörnin fékk því aðeins þijá slagi: 590 til Þjóðveija. Sem er ekki gott í spili þar sem sjö lauf vinnast í NS: En lítum nú á hrakfarir Erikssons: Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Eriksson Rath Fredin Tomski 1 hjarta Pass 1 spaði 2 spaðar 4 spaðar! Pass Pass!! Dobl!!! 4 grönd Pass 5 lauf Pass 6 lauf Pass 1 lauíl Pass Pass Pass Stökk Erikssons í tvo spaða var eðlilegt og í því ljósi taldi norður sér óhætt að sýna eyðuna í spaða með stökki í fjóra! Suður misskildi makker og passaði, en þá kom Eriksson til bjargar með skelfilegu andvökudobli. Suður var lengi að taka við sér, en loksins kveikti hann á perunni og hækkaði sex lauf makkers í sjö: 1440 og 19 IMPar til Þjóðveija. Eriksson var svo brugðið að hann kallaði á keppnis- stjóra eftir spilið, en allt sem hann gat boðið honum var samúð og íbyggið bros. J HJÓNIN Þórður Jónsson og Hansína Elíasdóttir. Niðjamót á Hólum í Hjaltadal NIÐJAMÓT Þórðar Jónssonar Mótið verður sett laugar- og Hansínu Elíasdóttur verður daginn 19. júlí og verður boðið haldið á Hólum í Hjaltadal upp á hlaðborð þá um kvöldið 18.-20. júli. gegn vægu gjaldi. Q ff ÁRA_ afmæli og demantsbrúðkaup. Hjónin Þóra O t) og Ásgeir Sandholt taka á móti gestum föstudag- inn 18. júlí nk. í tilefni sextíu ára brúðkaupsafmælis þeirra og 85 ára afmælis Þóru að Gullhömrum, Iðnaðarmannahús- inu við Hallveigarstíg kl. 19. HOGNIHREKKVISI þettce Ssierist uppl þa& Ct2> Snyrbo. 6reð-' Q/\ÁRA afmæli. í dag, O U laugardaginn 12. júlí, er áttræður Halldór Guðnason, frá Þverdal í Aðalvík, Lindargötu 64, Reykjavik. Hann er að heiman. ffr\ÁRA afmæli. Á «JV/ morgun, sunnudag- inn 13. júlí, verður fimmtug Hólmfriður Þorvaldsdótt- ir, aðalbókari, Hring- braut 65, Reykjavík. Eig- inmaður hennar er Sigvaldi Friðgeirsson. Þau hjónin taka á móti gestum í Fram- heimilinu, Safamýri 28, Reykjavík, í dag, laugar- daginn 12. júlí milli kl. 17 og 19. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! Árnað heilla Kolaportið fékk kaupstaðarréttindi um síðustu helgi og þessa helgi verður stærsta skransala sem sést hefur hér ó landi Á götuhátíð um þessa helgi kynnum við íbúa við Aukagötu í hinu nýja bæjarfélagi. Tívolí bæjarins er líka komid á hafnarbakkann. Við kynnum %ai\saU Prútt-Prútt-Prútt-Prútt 100 kallinn í fullu gildi Elli og Bibbi hafa selt skranmuni í Kolaportinu hátt í áratug. Að komast í skransöluna þeirra er íjársjóðsleit og má fínna þar marga sérstaka hluti. Þeir eru með 200 fermetra til að gramsa á og trúbador kemur í heimsókn á sunnudeginum. Plötur, geisladiskar, fatnaður, leirtau, lampar, húsgögn, myndir, bækur, skrautmuni og rafmagnstæki. Þetta er aðeins sýnishorn af pví Ótrúlega úrvali sem boðið er upp á. Skransoldana í Aukagötu Ný sending af Dr. Martensskóm á hlægilegu verði Einnig ótrúlegt úrval af öðrum skófatnaði á verði frá kr. 200,- SRtfJTSALAN ll\€ILAIP€CTINHJ Pantnnir á sölubásum eru í síma 562 5030 alla virka daga kl. 10-16 ..í Matarponi .heldur áfram um helglna iyAI A DAfíTin IvvlL/iKv/K I KJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.