Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 17 Talið að 100 manns hafi farist í hótelbruna í Tælandi Reuter SLÖKKVILIÐ berst við eldinn í 16 hæða hótelinu. Eldurinn kom upp á jarðhæð en barst upp á þá 12. og lokuðust margir inni á milli brennandi hæða. Allir neyðar- útgangar læstir Pattaya. Reuter. SJÖTÍU og fjórir menn að minnsta kosti létu lífið í mesta hótelbruna, sem orðið hefur í Tælandi, og ótt- ast var, að tala látinna færi yfir 100. Kom eldurinn upp í Royal Jomtien-hótelinu, sem er 16 hæða, í strandbænum Pattaya en hann er 200 km suðaustur af höfuðborg- inni, Bangkok. Búið var að bera kennsl á lík 43 manna, flestra Tælendinga, en vitað er, að fimm Vesturlandabúar eru meðal hinna látnu. Einn maður lést þegar hann stökk út um glugga á 11. hæð og 65 manns slösuðust meira eða minna. Kom upp á jarðhæð Þyrlur voru notaðar til að þjarga fólki af þaki hússins og út um glugga á efstu hæðunum en emb- ættismenn segja, að þetta mikla manntjón megi meðal annars rekja til ófullkomins eldvarnarkerfis auk þess sem neyðardyr hafi verið læst- ar. Eldurinn kom upp í kaffistofu á jarðhæð hótelsins klukkan hálf níu í gærmorgun að staðartíma og fyrr en varði teygði hann sig alla leið upp á 12. hæðina. Eftir fimm klukkustunda baráttu við eldinn höfðu slökkviliðsmenn náð tökum á honum og þeir fundu látið fólk í næstum öllum herbergjum, sem þeir fóru inn í. „Þetta er mesta slys í sögu Pattaya," sagði bæjarstjórinn. „Það var ekkert slökkvi- eða vatnsúðunarkerfi í hótelinu.“ Sanoh Thienthong, innanríkisráð- herra Tælands, sagði í gær, að komið hefði í Ijós, að allir neyðar- útgangar í hótelinu hefðu verið læstir. Hefði það verið gert til að koma í veg fyrir, að gestir gætu laumast út án þess að greiða reikn- inginn. Innilokaðir milli brennandi hæða Bæjarstjórinn í Pattaya sagði, að eldurinn hefði breiðst jafn hratt út og raun bar vitni vegna spreng- inga, sem urðu í gaskútum í kaffi- stofunni. Um 300 gestir voru á hótelinu, aðallega Tælendingar á ráðstefnu, og þegar eldurinn kom upp, hlupu þeir ofan af fimmtu og sjöttu hæð til að komast út en lokuðust inni á milli brennandi hæða. Neanderthalsmenn ekki forfeður nútímamannsins London. Reuter. ALÞJÓÐLEGUR hópur vísinda- manna tilkynnti í fyrradag að útilok- að væri að Neandeithalsmenn hafi verið forfeður nútímamannsins. Sérfræðingum frá Þýskalandi og Bandaríkjunum tókst að einangra DNA kjarnsýru úr beinum Neand- erthalsmanns sem lifði fyrir meira en 30 þúsund árum. Við rannsókn kom í ljós að genauppbygging hans var of ólík genum manna til að um tengsl geti verið að ræða. Þeir telja að forfaðir Neanderthalsmannsins hafi skilist frá ættartré manna fyr- ir 600 þúsund árum. Chris Stringer, sérfræðingur í frummönnum hjá Náttúrusögu- safninu í London, segir að uppgötv- unin renni stoðum undir þá kenn- ingu að nútímamaðurinn hafi þró- ast í Afríku og dreifst þaðan um jörðina fyrir um'100 þúsund árum. Margir hafa hingað til talið að for- faðir bæði nútímamanna og Neand- erthalsmanna, Homo Erectus, hafi hafið ferðina frá Afríku og menn hafi þróast frá honum samtímis um allan heim. Að sögn Stringers er ástæða til að ætla að Cro-Magnonmenn, forf- eður nútímamanna, hafi átt sam- skipti við Neanderthalsmenn, sem dóu út fyrir um 30 þúsund árum. Forn verkfæri og skartgripir bendi til að þeir gætu hafa stundað versl- un sín á milli. ÚTSALf) Silfurbúöin Kringlunni, simi 568 9066 STEINAR WAAGE Tegund: 2061 Verð áðurJÍMÍ95>- Verð nú: 3.495,- Tegund: 2060 Verð áður Verð nú: 3.995," Ath: Margar tegundir til PÓSTSENDUM SAMDÆGURS STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN SÍMI 551 8519 ^ OpiS 10-14 V |oppskórinn • Vsltusundi vlö Ingólfstorg • Síml 652 1212. OpiS 10-14 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN SÍMI 568 9212 Opið 10-16 . . Brúðhjón Allur boröbiinaður Glæsilcg gjdfdvara Briíðaihjóna listar (/\0<U7Í VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. Lítil sæla í sumarleyfinu London. Reuler. ÞJÓFNAÐUR, veikindi og rifrildi milli hjóna valda því meðal annars, að Bretum finnst sumarleyfisferð til út- landa miklu erfiðari en að vera bara heima. Kemur þetta fram í könnun, sem birt var á mánudag. Yfirleitt tekst sæmilega til í sumarleyfisferðinni en margir hafa þó af því áhyggjur allan tímann, að eitthvað fari úrskeiðis. Það kom líka fram í könnuninni, sem Barclaycard gekkst fyr- ir, að 40% hlökkuðu til að komast heim. Algengt áhyggjuefni með- al sumarferðalanga eru fjár- málin eða veikindi. Kvaðst fjórðungur svarenda hafa fengið einhverja slæmsku og þriðjungurinn óttaðist að verða uppiskroppa með fé. Reynir á hjónabandið Oft getur gengið illa hjá hjónum, sem vinna hörðum höndum og stökkva síðan beint út úr stressinu til að slappa ærlega af. Nærri helmingurinn viðurkenndi, að til rifrildis og leiðinda hefði komið milli þeirra. „Sumarfríin geta verið mikið álag á hjónabandið og fjármál heimilisins. Þau geta kallað fram það versta í fólki og einkum ef ferðin er ekki jafn skemmtileg og búist hafði verið við,“ segir sál- fræðingurinn Trevor Jellis. Þrátt fyrir alls konar tryggingar hefur fólk áhyggjur af veikindum og slysum, magakveisu, mata- reitrun og alvarlegri veik- indum, enda hefur þessum tilfellum fjölgað með aukn- um ferðalögum til sumra ríkja í Asíu, Suður-Ameriku og Afríku. Eyjarnar í Karíbahafi eru mjög vinsæl- ar meðal Breta en nú hefur bæst við nýtt áhyggjuefni, sem er húðkrabbamein af völdum sólarinnar. 3000 m2 sýningarsalur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.