Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 21 NEYTENPUR Safnkort, Fríkort, Vildarkort Reglur um tryggðarkort væntanlegar sér um, áreynslulausri áreynslu þar sem Finnbogi Gunnlaugsson er leið- beinandi. Síðar í mánuðinum verður nokkurra daga námskeið sem ber heitið Lífsins auður og fjallai' um drauma og goðsagnir. Pað námskeið er ætlað konum sem vilja vaxa og verða skoðaðar ýmsar goðsagnir, auk eigin drauma og litið verður á leiðir til að vinna með þessar auð- lindir. Leiðbeinandi er Valgerður H. Bjarnadóttir, kvennaráðgjafi og dreymandi. Og í ágúst verður hug- leiðsla og slökun á líkama og huga, helgina 8.-11. sem Helga Sigurðar- dóttir leiðir og námskeið í mataræði, jurtum og heilbrigði sem Kolbrún Björnsdóttir grasalækn- ir sér um. Um það leyti sem ég hef lokið við að kynna mér starfsemina, eru dætur mínar komnar í sund og búnar að bóka okkur á herbergi á heimavistinni. Maður drattast upp á vist til að bera farangurinn inn, býst ekki við neinu og ákveður að fara síðan að kaupa silung. En svo einhvem veginn er allt svo fallegt þama. Ekki bara úti, heldur líka inni. Veggteppi og myndir, blómaskreytingar og púðar. Allt svo vistlegt. Hægt að gista í svefnpoka- plássi í skólastofum, eða í kojum á heimavistinni. Allt tandurhreint. Og fastir liðir í starfseminni em nudd, jóga, hugleiðsla, líkamsrækt, dans og svitahof. Skapandi hreyfíng sem er í senn hugleiðsla, líkamsrækt og heil- un. Pað er Katrín Hafsteinsdóttir sem sér um líkamsræktarþáttinn. Ása sér um nuddið, jóga og dans. „Ég dvaldi í Bandaríkjunum í nokkur ár,“ segir hún. „Ég fór fyrst út til að stunda nuddnám í Boulder School of Massage Therapy í Kólórðadó. Þar sótti ég líka kúrsa í Naroba Institute í júngískum draumum. Síðan var ég hjá einka- kennurum í líkamssálarfræði, en að- al lærdómurinn var þeg- ar ég bjó ein úti í skógi.“ Asa vann við nudd í Boulder, síðan flutti hún til Nýju Mexíkó, þar sem hún seldi kaffí á flóa- markaði og tók fólk í einkameðferð, sem nuddari. „Það kann að hljóma undarlega að seija kaffi á flóamarkaði, en það var dásamlega skemmtilegt," segir Ása. „Ég kynntist svo margvís- legu fólki, með ólík viðhorf og menn- ingarbakgrunn.“ Eftir eina helgi í Lundi, hef ég engan áhuga á að fara aftur tO mannabyggða. Ekki dæturnar held- ur. Það er einhver geðjafnaðarorka þarna. Búnar að fara í gönguferðir í Ásbyrgi og Hljóðakletta. Skoða ör- smáar jurtirnar, lifandi grjótið - fleygað og stuðlað, baða andlitið upp úr tærri lind og anda og anda og anda. Ein helgi hefur ekki dugað okkur. Við ætlum að koma aftur í sumar. Eigum eftir Jökulsárgljúfrin og aðra ferð í Hljóðakletta. Svo eru það sandamir .... Það ku vera þarna bóndi sem ræktar kartöflur og gul- rætur í söndunum. Þeir eru heitir. En við fengum sOungssúpuna okkar. Smágómsæt uppskrift - ein af slumpu-uppskriftunum mínum: Sjóða silungshausa, sporða og bein. Bæta út í einum bolla af borð- ediki, fjórum matsk. sykri, tveimur matsk. hunangi. Bæta út í handfylli af rúsínum og bolla af sveskjum. Láta malla í klukkutíma. Bæta við kryddi sem manni finnst gott. T.d. blóðbergi, birkOaufum, basil, chillipipar, seasoned pepper. Malla við vægan hita í 1-2 tíma. Þá má sigta súpuna og borða hana með sO- ungi út í, eða meðfram. Það getur líka verið gott að sigta hausana og beinin úr, áður en maður bætir rús- ínum og sveskjum út í - og láta þær svo bara fljóta með. Mér finnst súp- an best daginn eftir. Því meira sem maður notar af rúsínum og sveskj- um, þarf maður minna af sykri. Svo getur maður haft hana eins súra, eða sæta og maður vOl. Og eins sterka og maður vill. Maður bara slumpar. Ása, sem býr í Bandaríkjunum yf- ir vetrartímann, segist ætla að markaðssetja starfsemina erlendis. „Þessi túrismi, sem byggir á bak- pokafólki og fullum rútum sem keyra á milli hótela, er að verða bú- inn,“ segir hún. „Erlendis viO fólk gjarnan koma hingað í orkuna af sól- inni sem skín alla nóttina og eldsins í jörðinni. Það vOl nota orkuna til að ryðja úr vegi gömlum stíflum, næra sig á kraftinum í þessu landi sem er svona ómengað. Við erum með skipulagðar gönguferðir í nátt- úruperlurnar hérna í kring, bjóðum upp á sólarlags- og fuglaskoðunar- ferðir út á Melrakkasléttu. Þegar við keyrum til baka er Tjör- nesið ekki lengur kalt, hrjóstrugt og ljótt. Það er bara enn ein hliðin á fjölbreyttu landslagi. FYRIRTÆKI mega ekki lengur halda skrá um einstakar vörur sem neytendur kaupa þegar tryggðar- kort er notað heldur aðeins skrá áunna punkta eða upphæðir. Þessar hertu reglur Tölvunefndar koma fram í bréfi til Neytendasamtak- anna sem höfðu fyrir nokkru bent nefndinni á að slíkar reglur væru í gildi í Noregi. „Hafi forsvarsmenn tryggðar- korta fijálsar hendur með þær upp- lýsingar sem þeir skrá er í auknum mæli hægt að haga markaðssetn- ingu gagnvart einstaklingum. Slík dæmi hafa komið upp á yfirborðið í Bandaríkjunum með því að auglýs- ingar eru sendar til einstaklinga um vöru sem vitað er að þeir noti reglulega. Það er eðlilegt að komið sé í veg fyrir að fylgst sé þetta náið með neyslumynstri fólks sem er einkamál hvers og eins“, segir Jóhannes Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna. ÞEGAR nýju reglurnar taka gildi koma þær til með að gjör- breyta fyrirkomulagi tryggðar- korta hér á landi. Sé farið eftir reglunum verður hægt að skipta punktaávinningi í peninga hve- nær sem er og fyrning punkta verður úr sögunni. Þá segir Jóhannes að samtökin hafi spuit hvernig viðtakendum korta sé gerð grein fyrir hvaða upplýsingar fari á skrá og hvernig þeir geti fengið upplýsingar afmáð- ar úr þeirri skrá. „Tölvunefnd hefur lagt fyrir að korthafar geti skriflega sagt upp korti og fengið sig afmáða úr skrám félags." Enginn umboðsmaður neytenda á íslandi Jóhannes segir að umboðsmenn neytenda á Norðurlöndum hafi gef- ið út leiðbeinandi reglur um tryggð- arkort. „Þetta eru leiðbeinandi regl- ur um tryggðarkort og þær má draga saman í nokkra liði. Þátttaka verður að vera að frumkvæði neyt- andans, skilmálar skriflegir og ákvæði skýr. Þá eiga upplýsingar að uppfylla kröfur um eðlilega við- skiptahætti og gott siðferði, ávinn- ingur á að vera hlutfallslega sá sami fyrir hvaða uppliæð sem keypt er og það á að vera hægt að breyta honum í peninga hvenær sein er. Ekki má hafa í regliun ákvæði um fyrningu og tímamörk. „ísland á ekki aðild að þessum leiðbeiningum. Ástæðan er einfald- lega sú að hér á landi er ekki starf- andi umboðsmaður neytenda þó stjórnvöld haldi því fram að Sam- keppnisstofnun gegni _því hlut- verki", segir Jóhannes. „ísland hef- ur ekki tekið þátt í einstökum sam- vinnuverkefnum sem umboðsmenn neytenda á Norðurlöndum taka þátt í. Á hinum Norðurlöndunum er formlegt embætti umboðsmanns neytenda auk opinberra neytenda- stofnana og fijálsra neytendasam- taka. Neytendasamtökin hafa ítrek- að farið fram á að stofnað verði slíkt embætti hér á landi en stjórn- völd hafa hafnað því og talið eðli- legt í sparnaðarskyni að hafa sam- keppnismál og neytendavernd undir sama hatti.“ Islenskar reglur væntanlegar Á vegum Norrænu embættis- mannanefndarinnar um neytenda- mál er verið að leggja lokahönd á skýrslu um tryggðarkort. Anna Birna Halldórsdóttir starfsmaður Samkeppnisstofnunar átti _ sæti í nefndinni fyrir hönd Islands. „Skýrslan kemur út í haust og við komum til með að gefa út íslensk- ar reglur með þessa skýrslu til hlið- sjónar. Meðal þeirra kerfa sem þar er íjallað um eru Safnkort Esso og Vildarklúbbur Flugleiða en frí- kortin voru ekki til þegar vinnan átti sér stað.“ - Gilda engar reglur núna um tryggðarkort hérlendis? - Nei engar sérstakar regl- ur. Við erum enn að safna upplýsingum og í haust verður fundur hér á landi hjá samkeppnisyfirvöldum á Norðurlöndum og þar verður m.a. fjallað um tryggðarkerfi útfrá samkeppnissjónarmiðum. Við munum senda reglur frá okkur í framhaldi af þessum fundi.“ Anna Birna bendir á að um leiðbeinandi reglur sé að ræða en ekki lög sem verður að fara eftir. Reglurnar gjörbreyta fyrirkomulagi kortanna „Það er ljóst að þessar reglur koma til með að gjörbreyta fyrir- komulagi hjá þeim tryggðarkerfum sem þegar eru starfandi hér á landi“, segir Anna Birna. Þá verður hægt að breyta ávinningi í peninga hvenær sem er og ekki má liafa í ákvæði skilmála um fyrningu." Páll Þór Ármann framkvæmda- stjóri Fríkorta ehf. segir að punktar fríkortanna fyrnist á fjórum árum eða á fjóru og hálfu ári allt eftir því hvenær ársins punktarnir áunn- ust. Enn hefur ekki verið fjallað um sérstaklega að hægt verði að skipta punktaávinningi beint í pen- inga. Hann segir á hinn bóginn að fyi'irkomulagið sé sífellt í endur- skoðun og ef reglur verði settar um fyrirkomulag tryggðarkorta muni þeir skoða þær þegar þar að kem- ur. Engin tilmæli um breyingar hafa borist Fríkorti frá Samkeppn- isstofnun.“ Þessa dagana er Fríkort ehf. að senda 55.000 korthöfum vfirlit og rúmlega 5.000 korthafar hafa áunnið sér rétt til að nýta punkta sína. (uppköst og niðurgangur), það óð aur og leðju fram og til baka, allt var grátt og ömurlegt. Ég hafði tek- ið að mér að hlúa að hvítvoðungum og hafði vafið þá hvítu líni til að halda á þeim hita og var búin að fela þá út um allt til að passa þá og halda í þeim lífí, því það væri eina framtíð- in í henni veröld. Ég óð leðjuna fram og aftur til þess að næra þá á mjólk, hlú að þeim og fela þá í skóg- inum (stór og mikill skógur með há- um trjám sem ekki eru til hér), ég vissi að sum af börnunum voru mun- aðarleysingjar og ég þyrfti að fínna lausn á þeim vanda. Ég vonaði að foreldrar hinna barnanna væru reiðubúnir að taka þau aftur. Ég var orðin svo þreytt að ég grét af þreytu en vissi að ég mætti ekki sofna, né gefast upp því líf og afkoma bai'n- anna var undir mér einni komið.“ Rááning Draumar hafa borist gegnum tíð- ina sem ég hef ráðið, lesið um og heyrt er boði mikla atburði snemma á næstu öld. Þeir eru áþekkir að formi óg innihaldi og fjalla allir um einhverskonar upp- gjör. Þessi draumur er í þeim dúr en hefur þó í sér falið tvíeðli, þar eð hann spáir bæði um framtíð okkar og þína. Hann talar um lok þeirra gilda sem nú eru við lýði og upphaf nýrra tíma (bömin) sem þú virðist eiga stóran þátt (mjólk- in) í með gerðum þínum. Þessi breyting sýnist af draumnum vera stórfelld hugarfarsbreyting (fólkið var veikt með uppköst og niður- gang) með tilheyrandi sinnaskipt- um (það óð aur og leðju). Munað- arleysingjarnir sýnist mér vera nýjar hugmyndir er nái ekki fót- festu fyrr en tíminn er kominn. Þar sem þú átt þátt í þessari framtíð virðist mér draumurinn vera að segja þér að hefja nú þeg- ar andlegan undirbúning (skógur- inn) og ekki láta bugast þótt gang- an verði ströng. Þcir lesendur sem viljn fá druuma sfna birtu og riíðna sendi þn mcð fullu nnfni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingnr til: Draumstafir Morgunblaðið Krínglunni 1 103 Reykjavfk Fyrir sjö árum fór mig að dreyma um að stafna heilsu- paradís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.