Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Guðmundur Gunnar Pálsson fæddist á Eyrar- bakka 3. nóvember 1919. Hann lést á Vífilsstöðum 4. júlí siðastliðinn. For- eldrar hans voru Páll Guðmundsson, f. 26.9. 1895, d. 5.4. 1927, og kona hans Guðbjörg Elín Þórðardóttir, f. A 4.12. 1896, d. 25.11. 1983. Systkini hans eru: Þórður, f. 1921; Ingileif, f. 1923, d. 1924; Guðjón, f. 1924; Sigurður, f. 1925, d. 1981; Erl- ingur, f. 1926, d. 1973; Pálína, f. 1927. Hinn 1. nóvember 1947 kvæntist Guðmundur Margréti Jónsdóttur, f. 11.5. 1916 í Vest- mannaeyjum, d. 24.6. 1985. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja __ vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Elsku afi. Þá er komið að kveðjustund. Þó að dauðinn sé alltaf jafn sorglegur getur hann líka verið líkn fyrir veikan líkama og nú ert þú laus allra þján- inga og líður vel. Margs er að minn- ast hjá okkur systkinunum þegar við rifjum upp stundirnar með afa. Fyretu minningarnar eru frá Sætúni þar sem við bjuggum á efri hæðinni hjá ömmu og afa. Þá var gott að - 'fgeta trítlað niður á sunnudagsmorgn- um og fengið heitt kakó og súkkulaði- köku sem var alltaf fastur liður og var mikið látið með okkur krakkana. Afi keyrði olíubíl hjá Skeljungi í Vest- mannaeyjum fyrir gos. Afí og amma fluttu ekki aftur eftir gos og bjuggu þau í Reykjavík þar sem afi vann hjá Skeljungi þar til hann lét af störf- um vegna aldurs. Það var alltaf gam- an að kom í helgarferðir til ömmu og afa, þá var oft tekinn einn rúntur austur á Eyrarbakka og æskustöðvar afa skoðaðar. Þaðan átti hann góðar minningar frá æskuárum sínum sem hann miðlaði til okkar af mikilli gleði. Aldrei var staldrað lengi við á hveij- um stað heldur brunað áfram til að j sjá sem mest, þannig var afi. Ekki má gleyma ferðunum í lakkrísgerðina þar sem við fengum fulla poka af lakkrís til að hafa með heim. Sorgin knúði dyra hjá ömmu og afa er amma fékk heilablóðfall árið 1982 og náði hún sér aldrei eftir það og lést árið 1985. Afi fylgdist alltaf mjög vel með öllu sem gerðist hjá okkur syst- kinunum og setti sig inn í það sem við vorum að gera og einnig fylgdist hann vel með börnunum okkar sem hann hugsaði alltaf hlýtt tii. Á síðustu árum átti afi góða vin- konu, Þorbjörgu Bjarnadóttur, sem reyndist afa mjög vel. Að lokum viljum við þakka afa allt það sem hann var okkur. Minn- ingin um hann mun fylgja okkur alla ævi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir íiðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Börn þeirra: dreng- ur, f. andvana 19.3. 1948; Adda, f. 23.1. 1949, d. 24. sama mánaðar. Fóstur- börn: bróðursonur Guðmundar: Guð- mundur G. Erlings- son, f. 7.2. 1957. Kona hans er Sigur- rós Sigurhansdótt- ir, f. 15.3. 1958. Börn þeirra eru, Sigurhans, Helga Hrund, og Andri. Systurdóttir Mar- grétar: Fríða Ein- arsdóttir, f. 12.6. 1941. Maki Sigurður Georgsson, f. 1.3. 1941. Börn þeirra Jón Ingi, Sig- urbára, Adda Jóhanna, Vigdís og Lilja. Utför Guðmundar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Við kveðjum þig, elsku afi, og þökkum fyrir allar góðu stundirnar. Jón Ingi, Bára, Adda, Vigdís og Lilja. Nú þegar afi hefur kvatt okkur í hinsta sinn, viljum við afabörnin, minnnast hans í örfáum orðum. Það er sárt að kveðja afa sinn og kom strax upp tómleiki hjá okkur, að nú tæki hann ekki lengur á móti okkur þegar við heimsæktum hann. En nú vitum við að honum líður vel og erum við fegin að hann þurfti ekki lengur að kljást við hinn illvíga sjúkdóm sem alltof fáir ráða við. Afi hafði rólegt yfirbragð og var fastur á sínum skoðunum. Þegar við hugsum til baka koma margar ljúfar minningar upp í hug- ann, sérstaklega þegar hann sagði okkur sögur úr bernsku sinni. Og var það oft góð áminning fyrir okk- ur. Og segir það okkur hvað við höfum það gott í dag. Við geymum minninguna um góð- an og hlýjan afa. Guð blessi minn- ingu hans. Sigurhans, Helga Hrund og Andri. Elsku afi, þá er komið að síðustu kveðjustund okkar. Þær hafa nú verið margar frá því að ég fór í skóla í Reykjavík og flutti inn til þín, en þessi mun verða sú erfiðasta. Það verður skrýtið að koma suður í haust og hafa þig ekki til að taka á móti mér og vera með mér yfir veturinn. Þessi tvö ár sem við bjuggum saman verða mér mjög minnisstæð og þakka ég guði fyrir að fá að kynnast þér svona vel. Ég naut þess- ara tveggja ára og vona ég að þú hafir notið þeirra jafn mikið og ég, þó að ég viti nú að þú hafir ekkert verið of ánægður þegar ég var búin að plata ofan í þig poppkorn og þú gast varla talað því fölsku tennurnar voru eiginlega ekki hannaðar fyrir poppkorn. En það var oft sem aldurs- munurinn sýndi sig, t.d. þegar ég eldaði pizzu og þú sauðst þverskorna ýsu, þá litum við oft hvort á annað með hryllingssvip og sögðum hvort við annað: Hvernig geturðu borðað þetta? Eða þegar ég fékk þig til að keyra mig á sjálfskipta bílnum mínum en þá hafðir þú aðeins keyrt beinskiptan í 60 ár. Þá hélt ég nú að þetta yrði okkar síðasta. Elsku afi, ég veit að þér líður mun betur núna, laus við allar þjáningar og kominn á vit nýrra heima hress og glaður. Elsku Bogga, Rósa, Mummi, mamma og pabbi, ég bið góðan guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Vigdís. Með nokkrum orðum vil ég minn- ast míns góða frænda Guðmundar Pálssonar sem kvaddur verður frá Eyrarbakkakirkju í dag. Þegar hugurinn leitar til baka á kveðjustundum sem þessum eru minningarnar svo margar og góðar að manni fallast hendur. Hvað af þessu öllu er mikilvægast og hvað lýsir honum best? Hann gaf okkur systkinunum fyrstu rafmagnsjóla- ljósin (jólaseríuna) á jólatréð, stór- kostlegar litríkar stjörnur, sem skreyttu jólatréð öll árin sem ég var í foreldrahúsum, og í mörg ár eftir að ég fór að heiman. Þegar ég minn- ist jólanna minnist ég einnig til- hlökkunarinnar við að opna pakkana frá Mumma frænda og Möggu, þeir komu alltaf á óvart. En það eru ekki aðeins minningarnar um verald- legar gjafir sem fylla hugann heldur enn frekar þær sem ryð og mölur fá ei grandað. Minningar um hlý bros, glettni í augum og væntum- þykjuna sem streymdi til manns frá honum. Mummi frændi var einstak- lega barnelskur og ég þakka forsjón- inni fyrir það að börnin mín og nú síðast barnabörnin hafa fengið að njóta þess að vera í návist hans, kynnast þétta handtakinu hans og létta hlýja klappinu á kollinn. Ég var svo lánsöm að fá að fara til Mumma og Möggu í Vestmanna- eyjum, þegar ég var unglingur og dvelja hjá þeim part úr sumri, það var góður tími. Heimili þeirra þar er í minningunni yndislega fallegt hvítt hús með sérstaklega fallega grænu grasi í kring og ajls staðar sólskin, bæði úti og inni. I gosinu 1973 fór þetta fallega hús undir hraun og Mummi og Magga fluttust upp á land. En hugurinn var löngum úti í eyjum og mér er minnisstæður til- hlökkunarglampinn í augum Mumma í vor, þegar hann sat hjá okkur uppi í sumarbústað og sagðist vera að fara til Eyja, því nú væri „lundinn að setjast upp“. En nú er hann farinn í lengri ferð svo stuttu eftir þessa og eftir sitjum við frænd- fólk hans og vinir svolítið ráðvillt og tóm, en rík af því að hafa fengið að eiga samleið með svo góðum manni og frænda. Reinhold, ég og börnin okkar sendum aðstandendum öllum inni- legustu samúðarkveðjur. Elín Þórðardóttir. Ég kynntist Guðmundi Pálssyni fyrir um það bil 15 árum, en hann var góður vinur móður minnar síð- ari ár, Guðmundur kom oft í heimsókn á heimili mitt og kom þá glöggt í ljós góðmennska hans og hversu barngóður hann var, þegar yngstu meðlimir fjölskyldunnar hlupu til hans, buðu koss og settust í kjöltu hans. Stundum dvaldist hann hjá okkur á aðfangadagskvöld, var þá glatt á hjalla og hafði hann gaman af spenningi barnanna sem jafnan er á því kvöldi. Guðmundur var góður bílstjóri og var alltaf boðinn og búinn að skjót- ast bæjarleið með móður minni, og dáðist ég að dugnaði hans, því túr- inn gat verið allt frá því að skjótast niður í sundhöll upp í að renna norð- ur á Krók og allt þar á milli. Er ég ekki í neinum vafa um að þessar ferðir gátu krafist jafnaðargeðs og biðlundar hans. Guðmundur var ekki sú mann- gerð, sem barði sér á bijóst og hreykti sér af eigin ágæti né bar á torg vandamál sín, það kom glöggt í ljós í hans erfiðu veikindum, þegar hann var oft sárþjáður. Hann var vandaður maður og mátti ekki vamm sitt vita, skilvís og vildi hafa allt sitt á hreinu, enda sjálfsagt af þeirri kynslóð, sem alin var upp við að afla áður en eytt var. Hann sagði mér eitt sinn frá kröppum kjörum sínum í uppvextin- um og hafa þau án efa mótað hann á lífsleiðinni. Ég þakka Guðmundi fyrir sam- fylgdina og vináttu við móður mína og okkur í fjölskyldu hennar. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína. Hvíl í friði. Marinó Björnsson. Hinn 5. apríl 1927 reru allir bátar frá Eyrarbakka og Stokkseyri í sæmilegu veðri, en ekki var farið á sjó í Þorlákshöfn þennan dag. Um morguninn hafði verið austan strekkingur og útlit heldur vindlegt. Þegar á daginn leið fór hann að hvessa og gerði allskarpa austan kviku, „hornriða" eins og menn köll- uðu þegar áttin var slík og aðeins farið að brima. Margir fylgdust nú með því þegar bátarnir fóru að tínast inn um sund- ið, og sjá þegar sæfarinn leggur á það og þegar ólagið nær honum og hvolfir sér yfir þessa litlu tíu tonna fleytu sem hverfur í svarrandi brim- ið með átta menn innanborðs, alla á besta aldri. Þann dag var þungt yfir Eyrar- bakka er nærri tuttugu börn urðu föðurlaus og konur sáu eftir mönn- um sínum í djúpið kalda. Guðmundur var þá aðeins átta ára gamall er faðir hans drukknaði þarna, og þá elstur af fimm systkin- um sínum, en móðir hans ófrísk að því sjötta. Þetta var atburður er greypti sig í hug drengsins og gleymdist aldrei. Elín móðir hans sat nú uppi með sex föðurlaus börn og engar bætur né tryggingar voru til staðar á þess- um árum, sem fólk átti rétt á. Þá var atvinna heldur ekki mikil, og ég er enn í dag að furða mig á því hvernig fólk fór bara að því að draga fram lífið við þessar aðstæður og koma upp börnum sínum. Húsnæði var oft lítið og lélegt, en samhjálp fólksins var og er víst alltaf til staðar þegar mest á reynir og fólk hleypur undir bagga eftir því sem hægt er, og öll komust þessi systkin vel til manns hvert á sínu sviði. Tvö barna sinna varð hún samt að láta frá sér, Erling til bróður síns Tómasar er bjó í Reykjavík, og Sig- urð til vina og frændfólks síns Guð- rúnar og Einars í Eyfakoti á Eyrar- bakka. Strax og Guðmundur hafði getu og kraft til fór hann að vinna og hjálpa móður sinni, og eins og flest- ir ungir menn á Bakkanum sá hann þrátt fyrir allt ekkert nema sjó- mennskuna, enda úr fáu öðru að velja. Hann byrjaði sína sjómennsku með Jóni Helgasyni á mb. Frey á Eyrarbakka og fljótlega tók hann mótoristapróf, og vann við það mest- an partinn meðan hann stundaði sjó. Hann reri í Sangerði og Kefiavík á mb. Ægi er þeir lentu á honum í miklum hrakningum í byijun stríðs- ins, og þeir urðu að ausa með línu- stömpum upp úr lestinni til þess að halda bátnum á floti. En fyrir „tilvilj- un“ (eða hvað?) þá festist þang í rifunni sem hafði komið á bátinn og bjargaði þeim frá drukknun því þeir voru alveg að þrotum komnir er tog- arinn Óli Garða fann þá og bjargaði þeim. Guðmundur var harðduglegur og góður sjómaður, óvílinn á hveiju sem gekk, hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og lét þær í ljós er honum þótti við þurfa, annars hægur og fáskiptinn um annarra hagi, og hafði engan áhuga á að troða sér fram. Hann var hér í Eyjum bæði á vertíð og síldveiðum, og eitt haustið er komið var af síldinni greindist hann með berklasmit í lungum og varð að leggjast inn á Vífilsstaða- hælið og var þar í tæpt ár, fékk góðan bata og náði sér að fullu. Hér í Eyjum hefur hann svo fasta búsetu er hann giftir sig 1949 Margréti Jónsdóttur Hjálmarssonar og Fríðar Ingimundardóttur í Sætúni. Þau byija að búa með Fríði, sem þá var orðin ekkja og ólu svo upp Fríðu Einarsdóttur sem var systur- dóttir Margrétar, en móðir Fríðu Árna Jóhanna hafði dáið frá henni ungri á Vífilsstöðum. Fríða launaði þeim báðum uppeldi sitt með sér- stakri prýði og umönnun sem besta dóttir og var honum sérlega góð og nærgætin alla tíð. Þá ólu þau líka upp bróðurson Guðmundar og nafna Erlingsson, sem einnig reyndist þeim sem besti sonur. Þá urðu þau fyrir þeirri þungu sorg að missa tvö börn sín við fæð- ingu en annað náði aðeins skemmri skírn. Þetta var þeim báðum mjög þungt áfall því þau voru bæði mjög barngóð. Við Guðmundur vorum nú kunn- ugir utan frá Eyrarbakka og jókst nú kunningsskapur okkar og vinátta eftir að við vorum báðir búnir að stofna hér heimili, og konur okkar urðu vinir, og það var komið saman á hátíðum og öðrum tyllidögum. Stundum var gripið í glas og þá kannski farið að kíkja á hvernig kartöflurnar væru nú sprottnar í garðinum vestur í Hrauni. Þeir dagar voru langir og bjartir! Guðmundur fór nú að vinna hjá Tómasi Guðjónssyni í Höfn, sem sá um Shell, og fór að keyra olíubíl og það var oft ansi erfitt og kalsamt að koma olíu í bátana, og ekki síður í húsin þegar snjór og gaddur var, en þá voru nærri öll hús hér í Eyjum kynt með olíu. Útköll á nóttu sem degi, og hann hlífði sér hvergi í því fremur en öðru er hann þurfti að gera. Þarna vann hann fram að gosi með örstuttu hléi eins og þegar hann vann hjá okkur í bakaíinu í hálft ár. En hann fann sig ekki í því starfi og byijaði strax í olíunni aftur. Eft- ir að þau fluttu suður fór hann að vinna á bensínstöð hjá Shell og þar vann hann þar til hann var kominn á aldur og vel það. Þau voru nýbúin að kaupa sér fallega íbúð við Gautland í Fossvogi er Margrét missti heilsuna og lá hér á spítalanum um árabil og lést hinn 24. júní 1985. Seinna eignaðist Guð- mundur góða vinkonu, Þorbjörgu Bjarnadóttur, er reyndist honum sérlega vel alveg þar til yfir lauk. Guðmundur var einstaklega rækt- arsamur, kom oft til Eyja og kom þá við hjá mörgum gömlum vinum og kunningjum. Við héldum alltaf góðu sambandi hvor við annan, og föstudaginn viku áður en hann lést hringdi ég til hans upp á Vífilsstaði og þá var hann orðinn ansi slappur, en sagði samt að best væri að ná í hann milii 11 og 12 á hádegi. En það var seinasta samtal okkar. Það var sérlega mikill Eyrbekk- ingur í honum alla tíð og vildi hann veg Bakkans ætíð sem mestan, heimsótti hann oft og fylgdi þar mörgum vinum og kunningjum til grafar. Nú verður hann sjálfur lagð- ur þar til hinstu hvíldar eins og hann hafði sjálfur lagt fyrir áður en hann dó. Vertu sæll, kæri vinur. Við hjónin sendum vinum og vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Sigmundur Andrésson. Okkur langar að minnast gamals félaga og samstarfsmanns, . Guð- mundar Pálssonar. Hann vann í 20 ár hjá Skeljungi í Vestmannaeyjum, fyrst hjá Tómasi i Höfn og síðan hjá Martin syni hans. Eftir gos flutt- ist Guðmundur til Reykjavíkur og vann fyrst í fjögur ár hjá Trésmiðj- unni Víði, en hóf svo störf á Shell- stöðinni, Skógarhlíð 16. Þar vann hann í rúman áratug. Guðmundur var vel liðinn af sam- starfsmönnum, mætti manna fyrstur og vann vel. Hann sá m.a. um þvottaplanið við stöðina og var eftir því tekið hve snyrtilegt það var. Guðmundur var afar lipur við við- skiptavinina og lét sig ekki muna um að gera meira en ætlast var til, enda létu þeir ánægju sína og þakk- læti iðulega í ljós. Eftir að Gumundur lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1990 hélt hann tryggð við vinnustaðinn, kom og verslaði og hjálpaði til, en lét sér nægja kaffisopa að launum. Við þökkum Gumundi fyrir sam- starfið og sendum öllum ættingjum hans og aðstandendum innilegar samúðarkvejur. Blessuð sé minning hans. Samstarfsfólk Shell-stöðinni, Skógarhlíð 16. t Ástkær móðir mín, SIGRÍÐUR AXELSDÓTTIR fyrrv. bankamaður, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 14. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Sigurðsson. GUÐMUNDUR GUNNAR PÁLSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.