Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 19
LAUGAEDAGUR 11. JÚLÍ 1997 19 1_ Morgunblaðið/Sigfús LANDSLIÐSÞJÁLFARINN fylgist með leiknum einbeittur á svip. ■ vh KR-INGAR fagna þjálfara sínum Guðjóni Þórðarsyni eftir fyrsta bikarsigur félagsins í 27 ár árið 1994. GUÐJÓN á Hásteinsvelli í Eyjum: „Hef sjaldan komið hingað í betra veðri Llndir smásjánni Það eru tuttugu mínútur í leik og við röltum af stað upp á Hásteins- völl, þar sem leikur IBV og Breiða- bliks í bikarkeppninni er að hefjast. Fólk streymir á völlinn og margir vegfarendur koma til landsliðsþjálf- arans og óska honum til hamingju með nýja starfið. A „Hólnum" eru hörðustu stuðningsmenn ÍBV, kjaftforir menn, sem þekktir eru fyrir að láta ýmislegt fjúka í hita leiksins og vanda þá oft ekki and- stæðingunum kveðjurnar. Guðjón, eins og aðrir þjálfarar aðkomuliða, hefur oft orðið fyrir barðinu á hnit- miðuðum skotum „Hólaranna", en nú bregður svo við að þeir heilsa honum með virktum, óska honum til hamingju og segjast munu sakna hans úr deildarleikjunum. Þetta var þá bara í kjaftinum á þeim þegar allt kemur til alls og greinilegt að Guðjóni þykir vænt um umskiptin og hlý orð í sinn garð. Við komum okkur fyrir í blaða- mannaskýlinu, fyrir miðjum vellin- um, við hlið Guðmundar Þ.B. Ólafs- sonar, sem situr þar með heyrnar- tæki og hljóðnema, klár í útvarps- lýsinguna. Hann óskar landsliðs- þjálfaranum til hamingju og vill fá að vita hver það sé úr liði ÍBV sem hann sé nú með undir smásjánni. Guðjón lætur ekkert uppi um það en dregur upp úr pússi sínu spjald- skrá, sem hann hefur útbúið til að skrá hjá sér frammistöðu leik- manna. Þar er til að mynda dálkur með yfírskriftinni sendingar til snmherjn og annar fyrir sendingar sem rata ekki rétta leið. Það er greinilegt að hér fer skipulagður maður, sem veit hvað hann er að gera. í dálkinn fyrir nöfn leikmanna skráir landsliðsþjálfarinn fjórar skamstafanir: HH, SS, SÓ og TG. Blaðamaður lætur á engu bera og spyr sakleysislega hvort þjálfarinn sé kominn til að fylgjast með frammistöðu ákveðinna leikmanna eða hvort liðsheildin sé öll undir smásjánni. Guðjón gefur loðin svör en á honum má þó skilja að hann sé vitaskuld að skoða menn í ákveðnar stöður í landsliðinu. - Hvaða kostir eru ómissandi hjá leikmanni til að hann sé gjaldgeng- ur í landslið? „Tækni og hraði eru auðvitað góðir kostir, en hann þarf fyrst og fremst að hafa vilja, vilja til að vinna. Hann þarf að hafa „karakter" til að þola bæði mótlæti og vel- gengni og má ekki verða kærulaus þótt mótspyrnan sé lítil. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að skoða leik- menn í leikjum gegn svokölluðum „veikari" liðum því það er oft í slík- um leikjum sem hinn rétti „karakt- er“ kemur í ljós. Leikmaður sem verður kærulaus, jafnvel þótt sigur sé í höfn, á ekkert erindi í landslið- ið.“ Góður ÍEÍkþáttur Leikurinn er hafinn og þótt blaðamaður hafi gefið sér það fyrir- fram að Breiðablik sé „veikara" lið- ið er það ekki að sjá á upphafsmín- Kærulaus leikmaður á ekkert erindi landsliðið útum leiksins. Blikamir taka hressi- lega á og Eyjamenn verða að hafa sig alla við til að halda þeim í skefj- um. En svo fá Eyjamenn auka- spyrnu á hættulegum stað rétt utan vítateigs. Þeir gefa sér góðan tíma til að taka spyrnuna og bogra lengi þrír saman yfir knettinum þar til Guðmundur Maríasson, dómari, að- varar þá. Þá skyndilega er spyrnan tekin stutt og boltinn flýgur með glæsilegu skoti í mark Blikanna. „Þetta var góður leik- þáttur,“ segir landsliðs- þjálfarinn og virðist hrifinn. „Þetta var greinilega æft og undir- búið. Þú sást að þeir voru að hangsa þama yfir boltanum og svo gengur Ingi (Sigurðsson) til hliðar og virð- ist hættur við, en svo taka þeir þetta stutt, Ingi fær boltann og hamrar honum í netið,“ segir Guð- jón og lyftist örlítið í sæti sínu. Áhorfendur kætast líka, enda flestir á bandi Eyjamanna. Eftir þetta virðast leikmenn ÍBV hafa leikinn í hendi sér. Land.sliðs- þjálfarinn fylgist með og skráir hjá sér frammistöðu leikmannanna fjögurra, sem eru undir smásjánni að þessu sinni. Það er líka fróðlegt að hlusta á athugasemdir hans um einstaka leikmenn og leikinn í heild. Það er eins og hann kortleggi þetta allt saman jafnóðum, eins og hann gerði til dæmis í lýsingum í Suður- Ameríku-keppninni á Sýn hér á dögunum, en lýsingar hans þar fengu marga, sem jafnvel höfðu engan áhuga á knattspyrnu, til að staldra við og leggja við hlustir. - Hvaðan kemur öll þessi þekk- ing á knattspyrnu ? „Ég hef lengi haft áhuga á íþrótt- inni og viðað að mér upplýsingum og þekkingu úr öllum áttum. Þessi árátta nær allar götur aftur til þess tíma sem Kirby var að þjálfa Skaga- menn á árunum eftir 1970. Þá fékk hann mig stundum til að aðstoða sig við þjálfunina og ég lærði mikið af því. Eins hef ég á seinni árum sótt öll þau þjálfaranámskeið sem í boði hafa verið og farið utan á hverju ári í því skyni að afla mér meiri þekk- ingar á íþróttinni. Menn hafa stund- um verið að núa mér því um nasir að þessar utanlandsferðir stafi af „ferðagleði" einni saman, en allt hefur þetta hjálpað mér í því að ná ár- angri.“ - Asamt óskapleg- um metnaði ? „Já, ég neita því ekki að ég hef mikinn metn- að, enda held ég að án hans sé til lítils að standa i þessu. Hins vegar hef ég alltaf sagt, svo ég bregði aftur fyrir mig „frasanum", að árangur næst ekki nema með „massífri vinnu“.“ í þeim orðum töluðum skora Eyjamenn þriðja mark sitt og skömmu síðar er blásið til leikhlés og við röltum upp í félagsheimili til að fá okkur kaffisopa. Að lifa mecl___________________ umtalinu_______________________ I seinni hálfleik vill Guðjón horfa á leikinn úr brekkunni fyrir ofan og aftan mark Blikanna. „Ég geri þetta oft þegar ég er erlendis að horfa á leikinn frá þessu sjónarhorni, en margir eiga erfitt með að skilja það því flestir vilja horfa á leikinn frá hlið,“ segir hann til skýringar þessu uppátæki. „Frá þessum sjónarhóli sér maður leikinn eins og á töflu og það er auðveldara að kortleggja hann héðan,“ segir þjálfarinn og hefur lög að mæla. Þegar Eyjamenn sækja má glöggt sjá leikskipulagið og hvernig sóknarmennirnir sækja fram í breiðfylkingu, með þríhyrn- ingsspili og öllu tilheyrandi. Guðjón heldur áfram að gera athugasemdir um frammistöðu einstaki’a leik- manna, en er hættur að skrá hjá sér punkta. Eyjamenn eru líka komnir í fimm núll og hann segist vera búinn að sjá það sem hann hafi ætlað sér. I Ég mun kappkasta að vinna með fólki eins vel og mér framast er unnt Ferðin til Eyja hafi styrkt þá skoð- un sem hann hafði áður myndað sér um þessa ákveðnu leikmenn, sem voru undir smásjánni. Auk þess hafi nokkrir aðrir leikmenn vakið athygli hans, sem ef til vill nýtist síðar. Það er greinilegt að landsliðs- þjálfarinn vekur óskipta athygli á áhorfendapöllunum og margir gefa sig á tal við hann. Hann er vanur at- hyglinni og umtalinu, hvort heldur það hefur verið neikvætt eða já- kvætt. Aðspurður um hvernig það sé að vera orðinn eins konar „þjóð- sagnapersóna" og sífellt á milli tanna fólks segir hann að það sé nokkuð sem menn í hans aðstöðu verði að læra að lifa með. „Það sem mér hefur þótt verst í þessu sambandi er þegar fjölskylda mín og böm hafa orðið fyrir áreitni, og oft mjög óvæginni áreitni, vegna minna mála. Mér hefur vissulega orðið á í messunni, en það er sár- grætilegt að vita til þess að börnin mín hafa verið grætt opinberlega með framferði manna sem virðast hafa það eitt að leiðarljósi að vera fyndnir á annarra kostnað. Þegar skemmtilegheitin eru komin á þetta stig hættir þetta að vera sniðugt og lýsir engu öðru en illkvittni og ill- gimi og segir í rauninni meira um þá menn, sem þannig hegða sér, en um þann sem er skotspónn þeirra. Öfund og illgirni em því miður hvat- ir sem em ríkjandi í of mörgum og ég hef vissulega orðið var við slíkar raddir illgimi og öfundar í minn garð.“ - Nú komstu fram í sjónvarpi fyrr á þessu ári og viðurkenndir hreinskilnislega að þú hefðir farið halloka í baráttunni við Bakkus kon- ung, og hefðir tekið á því máli og leitað þér hjálpar. Hefur þú fundið fyrir einhverjum viðhorfsbreyting- um íþinn garðíkjölfarþess? „Já, ég hef vissulega fundið fyrir jákvæðum viðhorfum í kjölfarið, en eftir sem áður em ákveðnir menn sem enn finna sig knúna til að djöfl- ast á þessum málum, sennilega í þeirri von að mér mistakist svo að þeir geti haldið áfram að velta sér upp úr þessu. Hins vegar hef ég að undanfömu fundið fyrir miklum velviija víða í þjóðfélaginu og al- mennt miklum stuðn- ingi við það að ég skuli vera að taka við þessu krefjandi starfi sem landsliðsþjálfari. Ég hef fundið fyrir mikilli hvatningu, nánast hvar sem ég kem. Bláó- kunnugt fólk kemur til mín á bensínstöðvum og tekur i höndina á mér og óskar mér til hamingju og á götum úti kemur fólk sem óskar mér velfamaðar í starfi. Jú, ég hef fundið fyrir miklum vel- vilja og það er mér mjög mikils virði.“ Rétt í þessu skora Eyjamenn sitt sjöunda mark og Guðjón gerir hlé á máli sínu meðan fagnaðaraldan gengur yfir, en bætir síðan við: „Ég hef stundað fundi hjá AA- samtökunum síðan um áramót og þar hef ég fengið mikinn stuðning. Þar er fólk ekki að bulla einhverja vitleysu við mann heldur talar um hluti sem skipta máli og gott er að heyra og er virkilega hvetjandi. En það sem að mér snýr núna er að horfa til framtíðar í stað þess að velta mér of mikið upp úr fortíðinni þótt málshátturinn segi að vísu: „Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja". Ég mun kappkosta að vinna með fólki eins vel og mér framast er unnt, því ég þarf á því að halda í þessu starfi. Eflaust eiga einhverjir eftir að draga í efa að ég geti unnið með þessum eða hinum í ljósi einhverra atburða sem gerðust í fortíðinni. En það sem var er liðið og það sem skiptir máli nú er fram- tíðin. Og hún skiptir ekki aðeins mestu máli fyrir mig persónulega heldur einnig fyrir velgengni og framgang íslenska landsliðsins.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.