Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Aukið sætaframboð í flugi milli Þýskalands og Islands Dæmi um yfir 40% lækk- un á flugfargj öldum Útsölubið ÚTSÖLUTÍMINN er kominn og þær fyrstu hófust nú í vikunni. Margt var um manninn í verslun- um borgarinnar en ekki höfðu allir jafnmikinn áhuga á varn- ingnum sem í boði er. Þessi ungi maður lét útsöluæðið ekki gripa sig og kaus að bíða fyrir utan eina verslunina í ró og næði. Berlín, Morgunblaðiö VERÐSTRÍÐ ríkir nú milli þeirra sjö flugfélaga sem bjóða í sumar upp á flug milli Þýskalands og íslands og hafa fargjöld sumra félaga verið lækkuð um rúm 40%. Mun meira sætaframboð er milli landanna en fyrir fáum árum. Talið er einnig að Þjóðveijar ferðist almennt minna í ár en oft áður vegna efnahags- ástandsins heima fyrir. Flest flugfélaganna sjö halda uppi flugi frá júníbyijun og fram í sept- ember. Þjóðveijar hafa í auknum mæli ferðast til Norðurlandanna á síðari árum og íslands þar á meðal. Árin 1992-1995 var mikil eftirspurn eftir flugi til íslands og komust færri að en vildu og vélar Flugleiða voru fullbókaðar. Fleiri félög en nokkru sinni Nú fljúga fieiri félög en nokkru sinni milli íslands og Þýskalands, auk Flugleiða, flugfélagið Atlanta og þýska félagið LTU og fleiri leigu- félög. Verð á flugmiðum milli stærstu borga Þýskalands, svo sem Frankfurt, Hamborgar, Berlínar, Diisseldorf og Munchen hefur lækk- að um hátt í helming frá því í byij- un júní. Þýska flugfélagið LTU lækkaði fargjald sitt úr rúmum 31 þúsund krónum í tæpar 18 þúsundir króna og fargjöld Atlanta milli Ber- línar og Keflavíkur hafa lækkað úr 34.000 í 19.800. Þá hefur söluaðilum fjölgað. Steinn Logi Björnsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs Flugleiða, segir að almenn ládeyða hafi verið á mörkuðunum í Þýskalandi og Frakklandi hvað varðar íslandsferð- ir. Flugleiðir hefðu í ákveðnum til- vikum boðið sértilboð ákveðna daga þegar sæti væru laus, kringum 30-40% lækkun sem væri minni af- sláttur en aðrir hefðu orðið að bjóða. Sagði hann lægsta verðið rúmar 20 þúsund krónur á sértilboðunum. Arngrímur Jóhannsson, forstjóri Atlanta, segist ekki hafa orðið var við fækkun þýskra ferðamanna. „Markaðurinn hjá okkur hefur aldrei byijað á fullu fyrr en seinni Morgunblaðið/Arnaldur Utför Klemensar Tryggvasonar ÚTFÖR Klemensar Tryggvason- ar, fyrrverandi hagstofustjóra, fór fram frá Dómkirkjunni í gær. Sr. Hjalti Guðmundsson dóm- kirkjuprestur jarðsöng. Kistuna báru Olafur Daviðsson ráðuneyt- isstjóri, Hjalti Kristgeirsson hag- fræðingur, Hallgrímur Snorrason hagstofusljóri, Tryggvi Agnars- son lögfræðingur, Broddi Brodda- son útvarpsmaður, Bjarni Guðna- son prófessor, Steingrímur Ell- ingsen forstjóri og Jón Stein- grimsson verkfræðingur. Knihult, þriggja sæta sófi 47.900 / Gefur 2500 fríkortspunkta íí 111111 “ in____ líknstV Dæmi urn ótrúlega góð kiiup á rýmingarsölu IKEA Afgreiðslutími Mán.-föstud. 10:00-18:30 Laugardag: 10:00-17:00 Sunnudag: 13:00-17:00 [EMfeW mEii fyrir nlln xnjatla hluta júlímánaðar. Við erum með upp undir 300 farþega í ferð í Trist- ar þotu okkar en áður tókum við mest 128 farþega í Boeing 737 vél- um,“ segir Arngrímur. Atlanta flýgur frá fjórum borgum í Þýskalandi, Köln og Berlín saman og Frankfurt og Munchen saman. „Þessi samdráttur hefur því ekki komið niður á okkur. Núna eru hins vegar Aero Lloyd og LTU að fljúga frá Þýskalandi auk okkar og Flug- leiða. Okkar sneið af kökunni er mjög svipuð og hún hefur verið,“ segir Arngrímur. I samtali við Ritu Duppler, eig- anda Island-Reisen í Berlín, kvaðst hún ekki búast við heildarfækkun þýskra ferðamanna til íslands en sagði ljóst að þýski markaðurinn væri of lítill fyrir þetta mikla sæta- framboð. Þjóðveijar ferðast minna Færri þýskir ferðamenn hafa komið til Islands yfir sumarmánuð- ina og Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða-Landsýnar, segir að þýskum ferðamönnum hafí fækkað víðast hvar í heiminum meðal ann- ars vegna efnahagsástandsins heima fyrir. Hann sagði að viðbrögð ferða- heildsala, þeirra sem skipulegðu ís- landsferðir, væru þessi að lækka verð og bjóða ýmis sértilboð og pak- kaferðir. Hefðu þeir strax snemma í sumar séð hvert stefndi og því reynt að blása lífí í söluna þar sem undir- tektir við íslandsferðir hefðu verið svo litlar. Þá sagði Helgi Jóhannsson að þróun þýska marksins hefði kom- ið mönnum á óvart, það hefði farið stöðugt lækkandi og því hefðu menn ekki átt að venjast þegar það væri annars vegar. Morgunblaðið/Golli Hinir grunuðu gáfu sig fram TVEIR menn um þrítugt, sem kærðir hafa verið fyrir hlutdeild sína í ráni á fjármunum af starfs- manni 10-11 verslana í apríl sl., gáfu sig fram við lögreglu í gær, eftir að mikil leit hafði verið gerð að þeim víða um land. Mennirnir höfðu setið í gæslu- varðhaldi frá því þeir voru hand- teknir í kjölfar ránsins ásamt þriðja manninum sem því tengdist, en var sleppt eftir að héraðsdómur hafnaði beiðni lögreglu um framlengingu gæsluvarðhalds, fyrir utan þriðja manninn sem hafði byijað afplánun vegna annarra brota. Hæstiréttur úrskurðaði hins vegar 3. júlí sl. að forsendur framlengingar gæslu- varðhalds væru fyrir hendi, og hófst þá eftirgrennslan eftir mönnunum sem fóru huldu höfði. Róður hertur seinustu daga „Við svipuðumst aðeins um í fýrstu en seinustu daga hertum við EKIÐ var á níu ára stúlku á reið- hjóli á Akureyri um sexleytið í gær. Stúlkan hjólaði yfír á rauðu gangbrautarljósi á Hörgárbraut, skammt sunnan við gatnamót Stór- holts. Ökutæki, sem ekið var til norð- urs eftir Hörgárbraut, lenti á stúlk- unni. Hún var flutt með sjúkrabif- róðurinn, gáfum út handtöku- skipanir og settum meira kraft í leitina. Mennirnir vissu að þeirra var leitað, það fór ekki milli mála, en gáfu sig ekki fram fyrr en eftir að umfjöllun um leitina hófst í fjöl- miðlum," segir Guðmundur Guð- jónsson, yfírlögregluþjónn í rann- sóknardeild. Hann segir engar grunsemdir hafa verið uppi um að mennirnir myndu reyna að komast úr landi eða að þeim hefði tekist slíkt. Annar maðurinn, fæddur 1969, gaf sig fram við lögreglu í Reykja- vík um hádegisbil í gær og var leit haldið áfram að hinum þangað til hann, maður fæddur 1964, gaf sig fram nokkrum stundum síðar í Hegningarhúsinu, eða um klukkan fjögur. Samkvæmt úrskurði Hæsta- réttar eiga þeir ekki að sæta gæslu- varðhaldi lengur en til 8. ágúst næstkomandi, en mál þeirra verður tekið fyrir í héraðsdómi um næstu mánaðamót. reið á slysadeild og er talið að um minni háttar meiðsl hafí verið að ræða. Á höfðinu var stúlkan með ör- yggishjálm sem kastaðist af henni við áreksturinn. Leikur grunur á að hann hafí verið laus eða ekki nægilega vel spenntur á höfuð stúlkunnar. Virðisauk- inn á GSM í athugun HJÁ Pósti og síma er nú til athugunar hvort og hvemig er hægt að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af GSM-sím- tölum erlendis í þeim tilvikum þar sem um tvöfaldan skatt gæti verið að ræða. Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra kvaðst hafa rætt málið lauslega við Guðmund Björnsson, forstjóra Pósts og síma hf., og málið væri í at- hugun með endurskoðanda fyrirtækisins. Hrekkja- lómar á þaki LÖGREGLUNNI í Reykjavík barst tilkynning um það í fyrrakvöld að tveir menn væru að bijótast inn um þak- glugga á versluninni ísafold í Austurstræti og fór umsvifa- laust á vettvang. Þegar átti að hirða inn- brotsþjófana kom í ljós að um svonefnda hrekkjalóma var að ræða og höfðu þeir ekki glæpsamlegt athæfí í hyggju. Var mönnunum gert að fara niður af þakinu án frekari tafar. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu er ekki að fullu ljóst í hveiju eðli hrekks- ins var fólgið, fyrir utaln þak- klifur. Ekið á 9 ára stúlku á reiðhjóli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.