Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 MORGUN BLAÐIÐ FRÉTTIR Mál veitingamanns á Patreksfirði Sýslumaður hefði átt að víkja sæti Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur fellt úr gildi tvær áminningar sem sýslumaðurinn á Patreksfirði veitti veitingamanni þar í bæ, ann- ars vegar fyrir að hafa farið út fyr- ir þær heimildir, sem veitingaleyfi veitti og hins vegar fyrir að hafa brotið skilyrði sem honum voru sett í leyfisbréfi til áfengisveitinga. Ráðuneytið telur að sýslumaður hafí átt að víkja sæti í málinu, þar sem hann er forsvarsmaður eins eigenda félagsheimilisins, sem veit- ingamaðurinn hefur á leigu. Veitingamaðurinn leigir félags- heimili Patreksfjarðar, en á þessu ári deildu hann og eigendafélag félagsheimilisins. Krafðist eigenda- félagið þess að hann yrði borinn út, en héraðsdómur Vestfjarða hafnaði þeirri kröfu í febrúar sl. Þann 14. mars áminnti sýslumaður veitingamanninn, sem taldi sýslu- mann vanhæfan til meðferðar málsins þar sem hann væri for- svarsmaður Lionsklúbbs Patreks- fjarðar, eins af eigendum félags- heimilisins. Tilefni til að meta aðstæður í úrskurði sínum vísar ráðuneyt- ið til 6. tl. 3. gr. stjórnsýslulaga. Þar segir, að starfsmaður teljist vanhæfur til meðferðar máls ef fyrir hendi séu aðstæður sem séu til þess fallnar að draga óhlut- drægni hans í efa. Ráðuneytið tel- ur, að ekki verði séð að eigendafé- lagið hafi augljósa verulega hags- muni af úrlausn í málinu og gildi hið sama um forsvarsmann Lions- klúbbsins. Hins vegar sé til þess að líta, að sá ágreiningur sem uppi var hafi gefið sýslumanni fullt til- efni til að meta það sérstaklega hvort aðstæður væru þess eðlis, að umrædd tengsl væru til þess fallin að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu. Ráðuneytið bendir einnig á, að veitingamaðurinn hafi krafist þess sérstaklega í bréfi til sýslumanns- ins, daginn áður en áminningarnar voru veittar, að hann viki í málinu, en sýslumaður hefði ekki svarað þeirri kröfu með öðrum hætti en þeim, að veita veitingamanninum áminningamar. -----♦ » ♦ Endurbætur á Dynjandisheiði Tilboð 84% af áætlun TVÖ tilboð bárust í endurbætur Vestfjarðavegar á Dynjandisheiði, en tiiboð í verkið voru opnuð á mánu- dag. Stakkafell ehf., Patreksfirði, bauðst til að vinna verkið fyrir um 19,2 milljónir króna sem er um 84% af kostnaðaráætlun. Borgar Þóris- son, Patreksfirði bauðst til að vinna verkið fyrir um 33,9 milljónir króna, sem er um 48% yfír kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, en hún hljóðar upp á um 22,9 milljónir króna. Kristján Kristjánsson hönnunar- verkfræðingur hjá Vegagerðinni á ísafirði segir að reglan sé sú að lægsta tilboði sé tekið, svo framar- lega sem verktakar uppfylli allar þær kröfur sem venjulega séu gerðar. Hann gerir á hinn bóginn ekki ráð fyrir því að fá tilboðsgögnin í hend- ur fyrr en um helgina og því muni Vegagerðin á Isafírði ekki taka af- stöðu til þeirra fyrr en eftir viku til tíu daga. Reiknað er með því að fram- kvæmdum á Dynjandisheiði ljúki eigi síðar en 25. september á þessu ári. ÞEGAR ljóst var að Tauga- deild Landspítalans yrði lokað í nokkrar vikur í sumar, sóttu þær Kristín Thorberg og Ingibjörg Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingar og starfsmenn deildarinnar, um fjárveitingu til að reka hvíldaraðstöðu fyrir aldraða þennan tíma. Þær bera sjálfar ábyrgð á rekstrinum svo hér er um nokkra nýjung að ræða. „Okkur fannst upplagt að nota húsnæði deilda sem stendur annars autt vegna sumarlokana á spítalan- um,“ sagði Kristín í samtali við Morgunblaðið. V erktakastarfsemi Hvíldaraðstaða sem þessi hefur verið reynd áður bæði á Landakots- spítala og Landspítalanum. Þegar NOKKRIR vistmenn á hvíldarinnlagnadeildinni. Morgunblaðið/Þorkell Nýstárleg þjónusta rekin af hj úkrunarfræðingrtm Er verktakastarfsemi hiukrunarfræðinga eða annarra heilbrigðisstétta ný leið til hag- ræðingar í heilbrigðiskerfinu? Tveir hjúkrun- arfræðingar reka nú hvíldardeild fyrir aldr- aða í húsnæði Landspítalans. Salvör Nor- dal kynnti sér starfsemina og ræddi við Kristínu Thorberg, hjúkrunarfræðing. INGIBJÖRG Einarsdóttir og Kristín Thorberg, hjúkrunarfræðingar. Landakotsspítala var breytt í öldrun- arspítala fyrir nokkrum árum, sóttu þrír hjúkrunarfræðingar um fjárveit- ingu til heilbrigðisráðuneytisins að reka hvíldaraðstöðu í nokkrar vikur á meðan deildir spítalans voru lokað- ar. Sú starfsemi þótti gefa góða raun og því er þetta reynt aftur í sumar. „Við gerðum Landspítalanum til- boð um rekstur deildar með 20 sjúkl- ingum í 3 vikur í senn og við verðum með tvo slíka hópa. Tilboð okkar hljóðaði uppá 5 þúsund krónur á sólarhring fyrir hvern sjúkling." sagði Kristín. Hvíldardeildin fylltist um leið fyrsta daginn og þar eru nú vistaðir 5 sjúklinga frá Landspítalanum og 15 á vegum Félagsmálastofnunar. „Það er dálítið kaidhæðnislegt að nokkrir sjúklinganna hjá okkur voru á taugadeildinni áður. Þetta fólk var sent heim eða á bráðadeildir Land- spítalans, þegar deildinni var lokað, en er einfaldlega of veikt til að vera heima.“ Hún segir þetta sýna í hnotskurn hve misráðið það sé að loka deildum á sumrin. „Það hefur líka margsinn- is verið sýnt fram á að krónurnar sem sparast eru sárafáar þegar upp er staðið.“ Mikið lagt á fjölskyldur Þörfín fýrir hvíldarinnlagnir fyrir sjúklinga sem eru með langvinna sjúkdóma eins og aldraða og geðfatl- aða hefur aukist mjög undanfarin ár. Markmið hvíldarinnlagnadeilda er að gefa sjúklingum og aðstandend- um þeirra möguleika á hvíld og til- breytingu. „Þessi aðstaða er hugsuð fyrir sjúklinga sem að öllu jöfnu eru heima. Þetta fyrirkomulag gefur ættingjum færi á að komast í frí og hinum aldraða einstaklingi kost á tilbreytingu frá umhverfi sínu. Þá má ekki gleyma að oft þarf fólk frí til þess að geta endurmetið stöðuna og þá eru hvíldarinnlagnir kærkomn- ar. Það hefur komið okkur á óvart hve margir af þeim einstaklingum, sem eru hjá okkur og hafa verið heima, eru miklir sjúklingar. Það er ljóst að mjög mikið er lagt á fjöl- skyldur þessara einstaklinga og of margir eru heima án þess að geta það.“ Að mati Kristínar er mikilvægt að heilbrigðiskerfíð styðji mun meira við Ijölskylduna. „Hvíldaraðstaðan er einn liður í því að gera fólki kleift að vera heima. Við verðum hins veg- ar að gæta þess að ekki sé of mikið lagt á fjölskylduna hvort sem álagið lendir á maka eða öðrum. Álagið getur orðið svo mikið að fólk brotn- ar undan því og lendir sjálft á sjúkra- húsi vegna ofþreytu eða annarra kvilla.“ Starfsfólkið fær umbun ef vel gengur En hveijir eru kostir verktaka- starfseminnar? „Við erum miklu nær rekstrinum en venjulega. Heilbrigð- iskerfið er orðið svo mikið bákn að fólkið sem þar vinnur hefur litla til- finningu fyrir rekstrinum. Það eru líka meiri líkur á að starfsfólkið fái umbun ef vel tekst til. Þegar spara á í heilbrigðisgeiran- um hefur það venjulega í för með sér aukið álag á starfsfólk sjúkra- húsanna. Það má oft ekki kalla út aukavaktir vegna sparnaðar. Á stóru sjúkrahúsunum fær starfsfólkið hins vegar ekki umbun fyrir sparnaðinn sem næst með því að það leggur meira á sig.“ Heldur þú að margir myndu vilja bjóða í svona rekstur? „Ég held að margir hefðu áhuga á að spreyta sig. Við höfum auðvitað orðið varar við nokkurn ríg milli starfsstétta. Okkar starfsemi hér byggist fyrst og fremst á hjúkrun og við berum því enga læknisfræðilega ábyrgð. Mér finnst þetta mjög spennandi og held að það séu mjög miklir möguleikar í þessum efnum. Raunar held ég að þetta sé framtíðin þegar langlegusjúklingar eiga í hlut. Við höfum hins vegar orðið varar við nokkra tregðu í kerfinu og það virð- ist skorta áræði og frumkvæði." Skaðabótakrafa vegna hlaðmanns íslandsflugs sem lést Félagið o g flugstjóri sýknuð HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær íslandsflug hf. og einn fiugstjóra félagsins af skaðabóta- kröfu sambýliskonu manns, sem lést er hann var í starfí sem hlaðmaður hjá félaginu. í nóvember 1993 varð maðurinn fyrir blöðum loftskrúfu flugvélar og lést samstundis. I dómsniðurstöðum segir að flug- stjórinn hafí hiotið að geta treyst því að maðurinn færi ekki of nærri skrúfu flugvélarinnar eftir að hreyfl- ar hennar höfðu verið gangsettir, enda sé slíkt grundvallaratriði við hefðbundin störf hlaðmanns. Þá seg- ir að engar traustar vísbendingar hafí komið fram í málinu um að maðurinn hafí ekki vitað að báðir hreyflarnir hafi verið gangsettir þeg- ar hann gekk meðfram flugvélinni og því hafi hann ekki gætt sín sem skyldi. Dómurinn telur að dynur frá hreyflum, gustur frá skrúfublöðum og steinolíubræla hafí gefíð mannin- um fullt tilefni til aðgæslu þegar hann fór fram fyrir flugvélina. Þá var ekki fallist á þá málsástæðu stefnanda að maðurinn hafi ekki hlotið næga starfsþjálfun til starfa sem hlaðmaður. Það er álit dómsins að meginorsök slyssins hafi verið sú að maðurinn hafí gengið eða hlaupið ógætilega nálægt skrúfunni þegar hann varð fyrir henni. Dómurinn fellst ekki á að í gildi hafí verið sú ófrávíkjanlega regla þegar slysið varð að ekki mætti gangsetja hreyfla flugvélarinnar fyrr en hlaðmaður stæði fyrir framan hana. Fram hafi komið við skýrslu- tökur að í einstaka tilfellum hafí aðstæður verið þær að hlaðmaður hafí ekki verið tiltækur þegar flugvél var gangsett. Ekki var heldur fallist á að brotið hafí verið gegn reglum eða fyrirmælum Flugmálastjómar, að reglur hafí skort eða verkstjóm og leiðsögn ófullnægjandi. Málskostnaður var látinn niður falla. Dóminn kváðu upp Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari og með- dómsmennimir Jóhannes Fossdal flugstjóri og Sigurður Líndal laga- prófessor. Skjálfta- hrina JARÐSKJÁLFTAHRINA varð sunnan Skálafells málægt Þrengslavegi og Raufarhóls- helli um klukkan níu í fyrra- kvöld. Stærsti skjálftinn mæld- ist um 2,8 á Richterkvarða og varð skjálftanna vart bæði í Þorlákshöfn og í Ölfusi. í fyrrakvöld mældust um 120 skjálftar en hrinan hélt áfram um nóttina á þessum slóðum og leitaði svo yfir á Hengilssvæðið. Nokkrir skjálft- ar mældust um 2,5 á Richter en flestir skjálftanna voru und- ir tveimur á Richterkvarða. Uppgangur hefur verið á skjálftunum síðustu vikurnar og er þetta eitt merki um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.