Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 3 FRÉTTIR Áhöfn olíuskipsins North Wind fékk greidd laun sem hún átti innihjá útgerðinni Menn ganga frá borði með fullar hendur fjár KOMIÐ hefur verið til móts við kröfur áhafnar olíuskipsins North Wind, sem lagði niður störf við komuna.til Reykjavíkur í fyrra- kvöld. Áhöfnin gerði kröfur um að hún fengi greitt samkvæmt kjarasamn- ingum sem undirritaðir höfðu verið 31. mars sl. og nutu fulltingis ITF, þ.e. Alþjóða flutningaverkamanna- sambandsins. 115 þúsund dollarar um borð Að sögn Borgþórs Kjærnested, fulltrúa ITF á íslandi, gerði áhöfn- in kröfu um að fá greitt fyrir apríl, maí og júní, samkvæmt fyrrnefnd- um kjarasamningum. Einnig átti eftir að greiða áhöfninni fyrir hluta af febrúar og mars. Hafði Samskip hf., umboðsaðili North Wind á íslandi, milligöngu um að koma laununum áleiðis. „Komið var um borð með 115 þús- und dollara og er verið að greiða þá út,“ sagði Borgþór í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eitthvað var líka til i kassa- skápnum í skipinu þannig að menn ganga frá borði með fullar hendur §ár. Hæsta útborgunin var 15 þúsund dollarar. Menn voru að fá allt niður í 4 til 5 þúsund dollara." Á sjónum síðan í september Deilan snerist ekki aðeins um launagreiðslur heldur einnig leyfi fyrir skipverja. Eftir er að ganga frá því að nokkrir skipverja komist heim til sín. Þeir hafa sumir unnið samfleytt um borð frá því í septem- ber síðastliðið haust, að sögn Borg- þórs. Hann segir að nýir menn séu væntanlegir til landsins á morgun, sem eigi að leysa þá af. Skipið losar olíu í Hvalfirði í dag og er hugsanlegt að það sigli utan á morgun, að sögn Guðjóns Guð- mundssonar, starfsmanns Siglu, dótturfyrirtækis Samskipa, sem sér um umboðsþjónustu fyrir er- lend skip. Ríkisstjórnin styður verkefni WHO í Norður-Kóreu Milljón til lyfjakaupa og rann- sókna ÁKVEÐIÐ var á fundi ríkisstjórnar- innar í gærmorgun að leggja Norð- ur-Kóreumönnum til eina milljón króna til að kosta rannsókn og greiningu smitsjúkdóma og til lyfja- kaupa. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu barst beiðni þessa efn- is frá Álþjóða heilbrigðismálastofn- uninni (WHO) í gegnum fastanefnd íslands hjá Genf. Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra upplýsti Morgunblaðið í gær um að WHO sinnti baráttu við alvarlega smit- sjúkdóma sem hafa látið á sér kræla í kjölfar hruns heilbrigðisþjón- ustunnar í Norður-Kóreu. Sagði hún að í bréfi frá WHO væri ann- ars vegar vakin sérstök athygli á þörf dreifingu lyfja og hins vegar á rannsóknum á smitsjúkdómum. Ríkisstjórnin samþykkti að leggja fram eina milljón króna til þessara verkefna og sagði heil- brigðisráðherra hugsanlegt að um frekari framlög yrði að ræða síðar. Handtekinn með ólög- mæt efni MAÐUR var handtekinn eftir að bifreið hans var stöðvuð í Póshússtræti um klukkan tvö í fyrrinótt, eftir að ólögmæt efni fundust í fórum hans. Við leit á manninum fund- ust meðal annars sterar, lyf og fleiri fíkniefni. Hann var fluttur í fangageymslur lög- reglu og vistaður þar þangað til í gærdag, að hægt var að yfirheyra hann. Unglingar veittust að stúlku HÓPUR unglinga veittist að stúlku í Hafnarstræti við Lækjargötu í fyrrakvöld, með þeim afleiðingum að flytja þurfti hana á slysadeild. Lögreglan handtók nokkur ung- menni á vettvangi og færði þau á lögreglustöð, en samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu liggur ástæða árásarinnar ekki fyrir. Stúlkan hlaut minniháttar áverka. •f j Allt fylgir með: *Álfelgur og samlitir stuðarar með þokuljósum. *Útvarp og segulband og flott innrétting með fjórum höfuðpúðum. *100 hestöfl úr 1600cc. 16 ventla, Ecotec vélinni. *Þú getur bœtt aðeins við og fengið þér einn sjálfskiptan. L. -« , jafnvel þótt hann sé hlaðinn aukahlutum. Verðlistaverð á sama bíl eru kr. 1.455.000.- Opel Astra 1600,4ra dyra kostar nú aðeins kr. 1.379.000.- jafnvel þótt hann sé hlaðinn aukahlutum. Verðlistaverð á sama bíl eru kr. 1.519.000.- -Þýskt eðalmerki e Bílheimar ehf. Sœvarhöfba 2a Sími:525 9000 Sérsending frá Opel O O GD ö 0 ö teD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.