Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 25 AÐSENDAR GREINAR í MORGUNBLAÐ- INU 3. júlí er viðtal við ungan mann um kosti þess að vera laus við reykingar. Maðurinn benti á aðferðir til þess að menn gætu hætt að vera „þrælar sígarett- unnar“. Þetta er lofs- vert framtak, og hér skal einnig sagt frá aðferð, sem maður nokkur beitti til þess að hætta að reykja. Maður þessi hafði reykt allmikið frá því um tvítugt, samfellt í um 16 ár. Hann hafði alloft áður reynt að hætta en án árangurs. Nú greip hann til annarrar aðferðar. Maður- inn gerði samning við sjálfan sig. Hann var ákveðinn í því að hætta að reykja og hét því að blekkja sig ekki. Hann skyldi alls ekki fikta við tóbak, þ.e. að prófa að reykja dálít- ið. Hann gæti byrjað á ný hvenær sem væri, en þá til þess eins að hefja gömlu stórreyk- ingarnar á ný. - Mað- urinn ákvað einnig að festa sér vel í minni ástæður þess að hann vildi hætta að reykja, en þær voru þessar: 1) Reykingar eru stórhættulegar heilsu fólks. Þær auka mjög líkur á áföllum og ótímabærum dauða og flýta mjög komu ellinn- ar. 2) Reykingar eitra andrúmsloft fyrir öðr- um, m.a. börnum og ungmennum. 3) Reykingar valda mæði, þreytu, höfuðverk, ertingu í hálsi o.fl. 4) Reykingar leiða til þess, að erfitt er að vakna á morgnana. 5) Reykingar skapa eldhættu. Menn sem reykja hafa oft valdið miklu eignatjóni og orðið sjálfum sér og öðrum að fjörtjóni í hryllileg- um eldsvoðum. 6) Reykingar eru niðurlægjandi. Margir reykingamenn eru nánast þrælar tóbaksins. Það er afar auð- mýkjandi og dregur mjög úr sjálfs- trausti að vera á valdi slíkrar nautnar. 7) Reykingar eru mjög dýrar. Maður, sem hættir að reykja, spar- ar sér stórfé og hefur því mun rýmri fjárráð en ella. Þetta er sambæri- legt við það að fá verulega launa- hækkun og það skattfrjálsa. Eitt hið versta sem fylgir þessum draug er sjálfsblekkingin. Sumir segja, að þeir hafi reynt að hætta reykingum, en þá hafi þeir orðið svo pirraðir og leiðinlegir við vini og vandamenn sína, að þeir hafi byijað aftur, - af tómri tillitssemi og náungakærleik! - Aðrir segja, að þeir hafi fengið svo góða matar- lyst, er þeir reyndu að hætta, að þeir hafi neyðst til þess að byija aftur, heilsunnar vegna! - Enn aðrir telja sér trú um að reykingar séu hluti af sínum persónuleika. Þetta gerði einnig títtnefndur mað- ur á sínum tíma. Hvílík sjálfsblekk- ing! Allir viðurkenna að tóbakið sé ömurlegur skaðvaldur, einnig tób- aksframleiðendurnir sjálfir. Maðurinn, sem hér hefur verið greint frá, telur það að hætta end- anlega reykingum eitt hið farsæl- asta, sem hann hefur gert. Honum eru minnisstæðar breytingar, sem urðu fljótlega eftir þetta: Þrek jókst mjög og erting í hálsi og höfuð- þyngsli hurfu. Miklu auðveldara varð að vakna á morgnana. Ýmsar kvefpestir og kvillar komu nú miklu sjaldnar og voru auðveldari við- fangs. Hann fór brátt að skynja Allir viðurkenna að tóbakið er ömurlegur skaðvaldur, segur Olaf- ur Oddsson, einnig tóbaksframleiðendurnir sjálfir. bragð og finna blómaangan, og sjálfstraust jókst mjög og einnig styrkur til þess að fást við ýmis erfið verkefni. Það var og góð til- finning að hætta að eitra andrúms- loftið hjá ungum börnum sínum, sem hann bar ábyrgð á. Það að hætta endanlega reyking- um varð miklu auðveldara en mað- urinn hélt. En aðferðin sjálf skiptir ekki höfuðmáli, heldur það að árangur náist. Þetta hefur mörgum tekist, og þetta geta allir gert. Hafi menn í alvöru áhuga á að hætta að reykja, er ástæðulaust að fresta því. Sumarið er t.d. mjög góður tími til þess. Höfundur þessarar hugleiðingar er maður sá sem hér hefur verið greint frá. Hann vill einnig láta þess getið að hann er höfundur að allmörgum greinum um tóbaksböl- ið, sem birtust fyrir nokkrum árum hjá Velvakanda undir dulnefnunum „Kennari í Reykjavík“ og „Fyrrv. reyk-víkingur“. Margt er valt og ótryggt í veröld- inni. Því kynnast flestir menn á lífs- leið sinni. Við getum þó hvert og eitt reynt að efla eigið heilbrigði og farsæld og aukið þannig líkurnar í lífshappdrætti okkar. Um leið leggj- um við okkar af mörkum til að efla sameiginlega hagsmuni, þ.e. heil- brigði þjóðarinnar í heild. Ef menn hætta að reykja er það mjög mikil- vægt fyrir þá sjálfa og einnig samfé- lagið allt. Og eitt að lokum: Mjög brýnt er að koma í veg fyrir að ungmenni ánetjist þessari ömurlegu og niður- lægjandi fíkn. Forráðamenn barna og ungmenna, kennarar, æskulýðs- foringjar og aðrir, sem áhrif hafa á almenningsálit, eru hvattir til þess að leggja sitt af mörkum í þessum efnum, því að hér eru miklir hags- munir í húfí, lífshagsmunir í bók- staflegum skilningi. Höfundur er menntaskólakennari. Gott er að vera laus við reykingabölið Ólafur Oddsson leyfðu sér að endurtaka þessa órök- studdu fullyrðingu athugasemda- laust. Hafði nokkur lesið 600 bls. Hæstaréttardóminn? Ósennilegt er, að neinn að- spurðra hafí lesið hinar 600 prent- uðu blaðsíður Hæstaréttardómsins í sakamálinu. Það dregur enn meira úr gildi könnunarinnar. Hæstiréttur átaldi játað harðræði í rannsókn málsins. Sakbomingarnir höfðu með röngum áburði orðið til þess, að fjórir saklausir menn vom látnir sæta gæsluvarðhaldi í marga mán- uði. Þrátt fyrir að fjórmenningamir urðu á vissan hátt líka fyrir harð- ræði, játuðu þeir aldrei sök á sig. Aftur á móti játuðu sakborningarn- ir á sig sakirnar. Þegar allt þetta er skoðað verður ljóst hvílíksefjunaráhrif fjölmiðlar geta haft. í andstöðu við markleysi könnunarinnar leyfir „Mannlíf" sér að fullyrða að „almenningur hafí sýknað sakborningana". Þó að „dómstóll götunnar“ hafi, án allra gagna og þess að hafa kynnt sér málið, nema út frá inn- rætingu fjölmiðla, svarað eins og hann gerði, er slík fullyrðing ótæk. Það var fullkomlega ástæðulaust að sú fjarstæða birtist í öðrum fjöl- miðlum, en „Mannlífi". Skoðanakönnun þessi er lær- dómsrík vegna þess, að hún sannar að í okkar litla þjóðfélagi virðist harla auðvelt að kalla fram með skoðanakönnun hvaða niðurstöðu, sem vera skal, aðeins ef innræting ijölmiðla er nógu öflug. Setja þyrfti nánari ákvæði í lög varðandi skoðanakannanir til þess að vernda stofnanir og fólk frá því, að fá á sig einhvern óþverra- stimpil í skoðanakönnun til hreinnar ærumeiðingar. Islenska dómarastéttin hefur að ósekju verið fordæmd á ósæmileg- asta hátt á grundvelli eins dóms- máls og er það hlutaðeigandi fjöl- miðlum til skammar og „Gallup" til lítils heiðurs. Á hitt ber að líta, að meðferð þessara mála er allt önnur í dag en þegar umrætt mál var rekið. Núverandi dómsmálaráðherra á heiður skilið fyrir snarræði við að staðsetja Dómshús Hæstaréttar og hraða byggingu þess. Betri aðstaða Hæstaréttar gefur betri dóma. Það er einn mikilvæg- asti þáttur lýðræðis. Vladímir Kramnik, Anand og Júdit Polgar berjast skák I) o r 1 ni u n (I, 4 . — 1 3 . j ú I í STÓRMÓT TÍU KEPPENDA Vladíniir Kramnik hefur hefur ömgga forystu með fimm vinninga af sex mögulegum. Anand er næst- ur með fjóra vinninga og Júdit er þriðja með þijá og hálfan. ANATÓLÍ Karpov, FIDE heimsmeistari, er aðeins í miðj- um hópi keppenda með þijá vinninga. Þar sem hann hefur þegar tapað fyrir Kramnik, er svo til útilokað að hann nái að blanda sér í baráttuna um efsta sætið. Júdit Polgar var ekki í neinum vandræðum gegn Karpov með svörtu í fimmtu umferðinni. Hann varð að þrá- leika eftir aðeins þrettán leiki til að fá jafntefli: Hvítt: Anatólí Karpov Svart: Júdit Polgar Drottningarbragð 1. d4 - d5 2. c4 - e6 3. Rf3 - Rf6 4. Rc3 - dxe4 5. Da4+ - Rbd7 6. e4 - a6 7. Bf4 - b5! 8. Rxb5 I á.m*± i 14 llá A 14 m m i&ái A A A A A I s 8. — axb5! 9. Dxa8 — Bb4+ 10. Bd2 - Rb6 11. Dc6+ Eftir 11. Da7 — Bxd2+ 12. Rxd2 - Dxd4 13. Dxc7 - 0-0 hefur svartur hættuleg færi fyr- ir skiptamuninn. DORTMUND 1997 Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Rðð: 1 Anand Indland 2.765 '/2 1 '/2 '/2 '/2 1 4 2. 2 Kramnik Rússland 2,770 ’/s 1 '/2 1 1 1 5 1. 3 Jusupov Þýskaland 2.640 0 V.1 1/2 0 1/2 r/2 10. 4 Hilbner Þýskaland 2.580 'A 1/2 '/2 1/2 0 '/2 2/2 6.-9. 5 Polgar Ungverjal. 2.670 ’/* 0 '/2 1 1 '/2 31/2 3. 6 Gelfand Hvíta-Rús. 2.695 'A '/2 1/2 '/2 '/2 0 21/2 6.-9. 7 Topalov Búlgaría 2.745 '/2 0 'A' '/2 '/2 1/2 2% 6.-9. 8 Short England 2.660 '/2 1 0 '/2 1/2 0 2/2 6.-9. 9 Karpov Rússland 2.745 0 1 '/2 1/2 '/2 1/2 3 4.-5. 10 ivantsjúk Úkraína 2.725 0 0 'A 1 '/2 1 3 4.-5. 11. - Bd7 12. Db7 - Bc8 13. Dc6+ — Bd7. Jafntefli. Júditi gekk ekki eins vel í sjöttu umferð, þá laut hún í lægra haldi fyrir Kramnik. World Open Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við Boris Gulko í síðustu umferðinni á World Open skákmótinu í Fíladelfíu. Jóhann endaði því í 9,—18. sæti á mótinu. Alexander Shabalov sigraði á mótinu með átta vinninga af níu mögulegum. Hann vann Serper, frá Úsbekistan með svörtu í síðustu umferð í mikilli baráttuskák. Shabalov flutti fyrir nokkrum árum frá Lettlandi til Bandaríkjanna. Fyrir sigurinn fær hann eina milljón íslenskra króna. Röð efstu manna: 1. Shabalov 8 v. 2. Kudrin, Banda- ríkjunum 7 72 v. 3. -8. Kaidanov, Alexander Ivanov og Yermolin- sky, Bandaríkjunum, Wojki- ewicz, Póllandi, Goldin og Epis- ín, Rússlandi 7 v. 9.—19. Jóhann Hjartarson, Srnirin, ísrael, Serper og Ziatd- inov, Úsbekistan, Blatny, Tékk- landi, Sevillano, Filippseyjum, Gulko, deFirmian, Dableo og Vigorito, Bandaríkjunum 6 72 v. Jóhann fer nú til Winnipeg í Kanada þar sem hann teflir ásamt Hannesi Hlífari Stefáns- syni á opna kanadíska meistara- mótinu. Politiken Cup Helgi Áss ‘ Grétarsson stöðv- aði sigurgöngu Danans Erlings Mortensen á Politiken Cup skák- mótinu í Kaupmannahöfn. Þeir gerðu jafntefli í sjöttu umferð. Jón Viktor Gunn- arsson og Þröstur Þórhallsson tefldu saman og gerðu jafntefli. Danirnir Mortensen og Carsten Hoi eru efstir með fimm og hálfan vinning, en Helgi Áss er í 3.-5. sæti með fimm vinninga ásamt Henrik Danielsen, Dan- mörku og Michael Bezold, Þýska- landi. Þeir Þröstur Þórhallsson og Jón Viktor Gunn- arsson eru í 14.—29. sæti með 4 v. Bragi Þorfinnsson, Matthías Kormáksson og Bergsteinn Ein- arsson eru í 30.—48. sæti með 3 72 v. Stefán Kristjánsscm er í 49.-68. sæti með 3 v. Ólafur Júdit Polgar ísberg Hannesson og Hrannar Arnarsson hafa 2 vinninga, Ól- afur Kjartansson hefur 172 vinning og Sveinn Þór Wilhelms- son hálfan vinning. Atkvöld Hellis Taflfélagið Hellir hélt atkvöld 7. júlí s.l. Mótið var fámennt og mættu aðeins 10 keppendur til leiks, enda hefur júlí ekki þótt góður skákmánuður hingað til. Mótið fór þannig fram að fyrst tefldu keppendur 3 hraðskákir og svo 3 atskákir. Röð efstu manna: 1. Björn Þorfinnsson 5 72 v. af 6 2. Ingvar Ásmundsson 5 v. 3. -4. Einar Hjalti Jensson og Sæberg Sigurðsson 4 v. 5. Adolf Petersen 3 72 v. 6. Hjörtur Þór Daðason 3 v. o.s.frv. Skákstjóri var Þorfinnur Björnsson. Leiðréttingar Undirritaðir hafa uppgötvað eftirfarandi villur í nýlegum skák- þáttum: Áskell Örn Kárason er kominn með 2.305 stig og er í hópi 25 stigahæstu skákmanna landsins. í skákþætti um nýju júlí-stigin var ekki tekið tillit til nýjustu hækkana Áskels. Þá var Miguel heitinn Najdorf, sem lést á Spáni fyrir viku, 87 ára aldri, sagður hafa unnið fimm heimsmeistara, þá Botvinnik, Smyslov, Tal, Petrosjan og Fisc- her. Þar gleymdist að geta þess að hann vann einnig þá Max Euwe og Boris Spassky. Álls vann Najdorf því sjö heimsmeistara. Það er þó ekki met. Eistlending- urinn Paul Keres vann níu heims- meistara! Hann sigraði þá sömu og Najdorf, en náði Aljekín og Capablanca í safnið að auki. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson. Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.