Morgunblaðið - 12.07.1997, Page 5

Morgunblaðið - 12.07.1997, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ LAU GARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 5 FRETTIR Óvissa víða á vinnustöðum vegna nýrra reglna um vinnutíma og lágmarkshvíld T IÖLUVERÐ óvissa virðist ríkjandi meðal starfs- manna og stjórnenda víða í atvinnulífinu um framkvæmd á nýjum vinnutíma- rfeglum skv. kjarasamningum og vinnutímatilskipun Evrópusam- bandsins, sem öðlaðist gildi hér á landi 1. apríl sl. Skv. upplýsingum Ara Skúlasonar, framkvæmda- stjóra ASÍ, hafa launþegasamtök- um borist margar fyrirspurnir um hvernig beri að framkvæma regl- urnar við hinar mismunandi að- stæður. Að sögn Hrafnhildar Stef- ánsdóttur, lögfræðings VSÍ, hafa íjölmörg snúin vafatilvik komið til kasta samtakanna en hún bendir þó á að meginreglurnar séu í tilvik- um flestra starfsmanna tiltölulega skýrar. Hafa komið upp ýmis álitaefni varðandi hvíldartímareglurnar, m.a. í tengslum við bakvaktir og útköll, og eins virðast margir eiga erfitt með að sætta sig við að fá ekki sérstaklega borgað ef lág- markshvíldartími þeirra er skertur, eins og tíðkaðist fyrir gildistöku hinna nýju reglna, heldur þurfi að bæta það upp með hvíld eða í fríi síðar. í undirbúningi eru kynning- arbæklingar og leiðbeiningar af hálfu bæði heildarsamtaka vinnu- veitenda og launþega og er stefnt að fræðsluherferð að afloknum sumarleyfum og í haust. Ekki hefur komið fram neinn ágreiningur milli aðila almenna vinnumarakaðarins um túlkun og framkvæmd regln- anna fram að þessu. Aðilar vinnumarkaðarins undir- rituðu í vetur samning um útfærslu á ákveðnum þáttum þessara reglna til að hrinda tilskipun ESB í fram- kvæmd og í kjarasamningum sem gerðir hafa verið á vinnumarkaðin- um í vetur og vor er að finna ný ákvæði vegna breytinga sem nauð- synlegt var að gera vegna þessara nýju reglna. Er þar fyrst og fremst um að ræða strangari ákvæði um lágmarkshvíldartíma og frítíma en áður hafa gilt hér á landi. Meginreglan er 11 stunda lágmarkshvíld í samningum og tilskipun ESB er annars vegar að finna grundvall- arákvæðið um 48 stunda hámarks- vinnutíma á viku að meðaltali. Þessu vinnustundahámarki má þó jafna út á ákveðnu viðmiðunar- tímabili þ.e.a.s. yfir sex mánaða tímabil skv. samningi aðila vinnu- markaðarins. Vinnuveitanda er þannig óheimilt að láta starfsmann vinna meira en 48 virkar vinnu- stundir að meðaltali á viku (jafnað út yfir 6 mánaða viðmiðunartíma- bil), og starfsmanni er með sama hætti' óheimilt að vinna umfram þetta hámark hjá sama vinnuveit- anda. Hin meginreglan sem samið var um og tekin var upp og útfærð í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum, er um lág- markshvíld starfsmanna. Ber að skipuleggja vinnu þannig að vinnu- tími hvers starfsmanns verði aldrei meiri en 13 stundir á sólarhring og að starfsmenn fái þannig að lágmarki 11 klst. samfellda hvíld á hveijum sólarhring. Starfsmenn geta safnað upp frítökurétti Daglegur hvíldartími íslenskra launþega hefur því lengst úr 10 í 11 klst. við þessar breytingar og eru miklar skorður settar við skerð- ingu á 11 klst. lágmarkshvíldinni. Engu að síður eru heimilaðar ákveðnar undantekningar þar frá sem heimila að stytta lágmarks- hvíld í 8 stundir undir ----------------- ákveðnum kringum- Veita skal lág- stæðum en þá því aðeins markshvíld á að viðkomandi fái sam- undan frídegi Frítökuréttur safn- ast upp ef hvíldar- tími er skertur Komið hefur í ljós að óvissa virðist vera á mörgum vinnustöðum um framkvæmd nýrra reglna um skipulag vinnutíma og 11 klst. lágmarkshvíld, að því er fram kemur í samantekt Omars ___Friðrikssonar, Reglumar hafa verið teknar upp í kjara- samningum en eru byggðar á vinnutímatilskipun ESB. tftfffffftítlítítítítffít Vinnutímahámark skv. vinnutín 11111 usr íiasamningi ASÍ og VSÍ Vinnustundahámörk að meðaltali hoK á ári Hámark Þar a' • ■ • a vinnu- Dagvinnu- Yfirvinnu- Hámarks- Hámarks- stunda stundir stundir vinnutími yfirvinna Fyrri árshelmingur 121 9,6 Síðari árshelmingur 129 9,6 1.238 897 341 Ádag 121 2,6 1.267 957 310 Áviku 129 13,0 Samtals allt árið 250 2.506 1.854 651 Ámánuði 250 54,3 Dæmi svarandi hvíld Aftur á móti síðar. a moti er nu óheimilt að semja um að launa- greiðsla komi í staðinn fyrir hinn skerta hvíldartíma. Þess í stað hef- ur verið tekinn upp svokallaður frítökuréttur. Undir engum kringumstæðum er heimilt að -------- skerða 8 klst. hvíldar- tíma starfsmanns nema í neyðartilvikum. Þetta þýðir m.ö.o. að hámarks _________ vinnutími hvers starfs- manns á vinnumarkaðin- um skal að öllu jöfnu vera 13 klst. og samfelld vinnulota starfsmanns má aldrei standa lengur en í 16 klst. Undantekningarnar frá 11 EFTIRFARANDI dæmi eru feng- in úr skýringum ASÍ og VSÍ á hvíldartímareglunum. Samfelld 11 stunda hvíld Starfsmaður vinnur til kl. 23 á virkum degi. Hann skal að þeirri vinnu lokinni fá 11 klst. samfellda hvíld. Starfsmaðurinn mætir því aftur til vinnu næsta virkan vinnudag kl. 10 og heldur óskert- um dagvinnrlaunum þann dag. Hvíldaruppbót má greiða út Starfsmaður vinnur til kl. 23 á mánudegi. Hann er beðinn um að mæta til vinnu á þriðjudegi á reglubundnum vinnutíma kl. 8. Vegna þessa skal starfsmaðurinn fá þann tíma sem vantar upp á 11 klst. hvíld síðar í reglubundn- um vinnutíma án skerðingar á launum. Frítökurétturinn er 1 '/• klst. fyrir hverja klst. sem vantar upp á 11 klst. hvildina, þ.e. 1 'A x 2 klst = 3 klst. Einnig er heim- ilt, ef starfsmaður óskar að greiða hvíldaruppbótina út í pen- ingum ('/> klst. fyrir hverja stund sem vantar upp á lágmarks- hvíld). Lágmarkshvíld á að veita á undan frídegi Veita skal 11 stunda samfellda hvíld á undan frídegi, þ.e. miðað við venjubundið upphaf vinnu- dags. Starfsmaður sem hefur venjulega vinnu kl. 8 vinnur til kl. 23 á föstudagskvöldi og á frí á laugardegi. Hann skal fá upp- bót vegna þess tíma sem vantaði upp á 11. klst. sainfellda hvíld á stunda lágmarkshvíld eru einkum tvenns konar. Annars vegar er heimilt að stytta hvíldartíma starfs- manns í átta klst. við vaktaskipti eða við sérstakar aðstæður þegar bjarga þarf verðmætum. Hins veg- aru eru frávik leyfð ef truflun verð- ur á starfsemi vegna ytri að- stæðna, s.s. vegna veðurs eða ann- arra náttúruafla, slysa, orkuskorts, bilana í vélum, tækjum eða öðrum búnaði eða annarra tilsvarandi sólarhringnum miðað við venju- bundið upphaf vinnudagsins. I þessu dæmi hefur starfsmaður safnað upp 4 Vi klst. frítöku- rétti. (3 klst. margfaldaðar með 1 Vi klst.). Útkall á virkum degi Sé lágmarkshvíldartími rofinn með útkalli fæst frítökuréttur. Venjulegur vinnutími starfs- manns hefst kl. 8 á virkum dög- um. Starfsmaðurinn er kallaður út kl. 21 á mánudegi og útkallið stendur til kl. 24. Þá getur tvennt komið til: a) Starfsmaður skal að vinnu lokinni fá 11 klst. sam- fellda hvíld og mætir því kl. 11 á þriðjudegi en heldur óskertum dagvinnulaunum þann dag, b) starfsmaður er beðinn um að mæta kl. 8 á þriðjudegi en vegna þessa fráviks frá 11 klst. hvíld skal hann fá þann tíma sem vant- ar upp á með hvíld síðar á reglu- bundnum vinnutíma, þ.e. 3 klst margfaldað með 1,5 eða 4 Vi klst., sem er uppsafnaður fritökurétt- ur starfsmanns. Af þessum frí- tökurétti getur starfsmaður ósk- að þess að fá 1 Vi klst. hvíldar- álagið greitt út i peningum. Útkall á frídegi Venjulegur vinnutími starfs- manns er frá kl. 8 til 17 virka daga. Hann er kallaður út kl. 17 á laugardegi og vinnur til kl. 24. Hann fékk 9 klst. hlé fyrir útkall- ið miðað við venjulegan byrjun- artíma og 8 klst. eftir útkallið. Lengsta hlé hans er því 9 klst. og myndast því þriggja stunda frítökuréttur. ófyrirséðra atburða. í öllum tilvik- um ber þó starfsmanni að fá sam- svarandi hvíld í staðinn. ---------- í nýjasta fréttabréfi VSÍ er að finna nokkrar skýringar á þessum ákvæðum og þar er bent á að starfsmenn geti framvegis ekki fengið greiðslur vegna skerðingar á lágmarkshvíld því greiðsla geti engan veginn tal- ist samsvarandi hvíld. „Greiðslu- reglurnar voru því felldar út úr kjarasamningunum og frítökurétt- ur tekinn upp í staðinn, 1 klst. fyr- ir hveija stund sem hvíldin skerðist um. Heimilt er að greiða starf- mönnum álagið, klst. á dagvinnu- kaupi í stað hluta frítökuréttarins. Sérstaklega er tekið fram að þessi 1 klst. sé dagvinnuklukkustund sem þýðir að sama regla gildir hvenær sem er á sólarhringnum eða vikunni og ekki skiptir máli hve mikið hvíldin skerðist," segir í fréttabréfinu. Halda dagvinnulaunum þótt hvíld sé veitt í vinnutíma Ef hvíldartíma er frestað er meginreglan sú að veita skal 11 klst. hvíld strax í beinu framhaldi af vinnulotu, sem má þó aldrei standa lenguren í 16 klst. „í slíkum tilfellum skal starfsmaður halda rétti til fastra daglauna þótt hvíld- in sé veitt í vinnutíma," segir í skýringum sem Alþýðusamband Islands hefur látið frá sér fara. Ef daglegur hvíldartími er stytt- ur af einhveijum ástæðum myndast frítökuréttur, eins og áður segir, sem er ein og hálf klukkustund fyrir hveija stund sem hvíldin skerðist um. Þessi hálfa klukku- stund sem bætist við hveija stund í skertri hvíld, er ýmist kölluð álag eða hvíldaruppbót og er heimilt að greiða starfsmanni álagið, óski hann þess. Uppsafnaður frítöku- réttur er m.ö.o. sá fjöldi stunda sem vantar upp á 11 klst. lágmarks- hvíld margfaldaður með 1,5 og fæst þá frítökurétturinn. Eigi starfsmaður uppsafnaðan ónýttan frítökurétt við starfslok skal hann gerður upp og greiddur út. Veita uppsafnaðan frítökurétt á hálfum eða heilum dögum Annað nýmæli er að starfsmenn eiga rétt á 11 stunda hvíld á undan frídögum eða hátíðisdögum, miðað við venjubundið upphaf dagvinnu, þótt starfsmaður sé ekki kallaður til vinnu á þeim dögum. Myndast þá einnig frítökuréttur. Ef starfs- maður mætir að öllu jöfnu til vinnu kl. 9, vinnui' til kl. 24 á föstudags- kvöldi og á frí á laugardegi vantar hann tvær klst. upp á fulla lág- markshvíld. Á hann þá að fá upp- bót þ.e. 2 x 1,5 klst. eða samtals 3 klst. frítökurétt. „Þótt kjara- samningarnir kveði ekki á um það þá er eðlilegt að gefa starfsmönn- um kost á að mæta seinna til vinnu í upphafi næsta reglulega vinnu- dags eftir að hvíldartími hefur ver- ið skertur á undan frídegi um sem nemur þeim stundafjölda sem hvíld skerðist með sama hætti og 11 stunda hvíld er veitt á virkum dög- um eftir mikla yfii'vinnu daginn áður,“ segir í fréttabréfi VSÍ. I kjarasamningum aðila vinnu- markaðarins segir að veita skuli uppsafnaðan frítökurétt í hálfum og heilum dögum utan annatíma í starfsemi fyrirtækis í samráði við starfsmenn enda sé hann a.m.k. 4 tímar. Atvinnurekendum ber að halda frítökurétti starfsmanns saman, birta á launaseðli og veita frí í samráði við starfsmanninn en utan annatíma í rekstri fyrirtækis. í umfjöllun VSÍ um hina nýgerðu kjarasamninga segir um þetta at- riði: „Þetta er mun dýrara en var skv. eldri reglum og því mikilvægt að stjórnendur bregðist þegar við í samræmi við það, s.s. með setn- ingu almennrar reglu um að mönn- um sé óheimilt að mæta til vinnu fyrr en 11 tima hvíld er náð, nema alveg sérstakar aðstæður knýi á um annað.“ ---------- Ekki er sérstaklega Q'allað um það í samn- ingi aðila vinnumarkað- arins hvaða reglur gildi ef þau tilvik koma upp að 8 klst. hvíld starfs- manns næst ekki. Aðilar virðast þó vera sammála um að í slíkum tilvikum beri að beita sömu reglum um frítökurétt. Frítökuréttur komi fram á launaseðli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.