Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐW, KKINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.1S, / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR12. JÚLÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hlutur Frosta hf. í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna seldur Flugfélagið Atlanta íhugar að færa út kvíarnar með auknu frelsi í flugi Áætlunarflug til London og Kaupmannahafnar næsta ár? FLUGFÉLAGIÐ Atlanta mun nú, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, kanna hvort það telji grundvöll fyrir að hefja áætlunarflug til a.m.k. tveggja borga í Evrópu á næsta ári. Samkvæmt sömu heimildum munu borgimar sem um ræðir vera Kaupmannahöfn og London. Þegar Morgun- blaðið hafði samband við Arngrím Jóhannsson, forstjóra Atlanta, í gær og spurði hann hvort félagið hygðist hefja áætlunarflug til þessara tveggja borga, sagði hann: „Ég vil hvorki neita þessu né játa. í svona flugrek&tri er maður alltaf að skoða með hvaða hætti hægt er að færa út kvíarnar og með auknu frelsi í flugi er ýmislegt til skoðunar hjá okkur.“ Arngrímur sagði það ljóst að það gæti verið mjög erfitt að komast í áætlunarflugi til og frá landinu og því væri það bara eðlilegur hlutur að ýmsir kostir væru til skoðunar hjá Atlanta, að því er varðaði breytingar á rekstri í náinni framtíð. Yfir 40% lækkun fjargjalda frá Þýskalandi til íslands Mikið sætaframboð og fækkun ferðamanna frá Þýskalandi til íslands í sumar hefur leitt til yfir 40% verðlækkunar á flugfargjöldum. Lækkunin er mismikil hjá þeim sjö félögum sem fljúga í sumar milli íslands og nokkurra stærstu borga Þýskalands. Sem dæmi um lækkun má nefna að þýska flugfélagið LTU býður nú fargjald á rúmar 18 þúsund krónur sem áður var á rúmar 31 þús- und kr. og fargjöld Atlanta milli Keflavíkur og Berlínar hafa lækkað úr 34.000 í 19.800 kr. Þá hafa Flugleiðir einnig iækkað fargjöld í þau sæti sem seinast er bókað í í ákveðnar ferðir ákveðna daga. Er þar um að ræða 30-40% lækkun. Sjö flugfélög í sumar Sjö flugfélög bjóða í sumar ferðir milli Islands og Þýskalands og er sætaframboð því mun meira en verið hefur og hefur þetta aukna framboð leitt til minni sætanýtingar flugfélaganna. Þá bjóða mun fleiri ferðaskrifstofur íslandsferðir og jpví eru margs konar sértilboð og pakkaferðir í boði. Þjóð- veijar eru taldir ferðast almennt minna í ár en oft áður. Er það m.a. rakið til efnahagsástands í landinu. ■ Dæmi um/4 Morgunblaðið/Amaldur Bílskúr brann BÍLSKÚR við sumarhús í Laugar- ási, neðst í Hvítársíðu, brann til kaldra kola í gærkvöldi. Kviknaði eldurinn um leið og kveikt var á gasgrilli og hljóp í skúrinn sem fuðr- aði upp á skammri stundu. Fjölskyldan var að grilla í gætt- inni á opnum bílskúr, að sögn lög- reglu, þegar eldur komst í gaskútinn og logi stóð út úr honum. Komst eldurinn í ýmiskonar eldsmat í bíl- skúrnum vegna þess að hann hafði staðið opinn. Fjölskyldan náði að veija sumar- húsið, sem stendur aðeins tvo metra frá bílskúrnum, fyrir eldinum þar til slökkviliðið kom á staðinn. í bílskúrnum voru ýmis tæki og fleira og varð því talsvert tjón í elds- voðanum, að sögn lögreglu. Morgunblaðið/Golli Veðurguðir fá það óþvegið EKKI kunnu allir jafn vel að meta rigninguna í höfuðborginni í gær og lét þessi litla stúlka veðurguðina hafa það óþvegið. Vætusamt var á sunnanverðu landinu, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Mældist úr- koma í Reykjavík 19 millímetrar frá níu um morguninn til klukk- an 18. Sama magn mældist á Eyrarbakka, en mun minna ann- ars staðar. Hlýjast var hins vegar á Mán- árbakka Tjörnesi, þar sem hiti komst í 23 stig, og var einnig úrkomulaust. Hitinn fór nokkuð víða yfir 20 stig á Norðvestur- landi. Ný sjávarútvegssýn- ing 1 undirbúningi TVÆR sjávarútvegssýningar verða haldnar hér i landi á næstu tveimur árum. Auk íslensku sjávarútvegs- sýningarinnar, sem haldin hefur ver- ið þriðja hvert ár frá árinu 1984, verður sett á laggirnar ný sýning árið 1999, Fish Tech, og er hún skipulögð af íslenskum aðilum Islenska sjávarútvegssýningin var haldin hér á síðasta ári en nú hafa skipuleggjendur sýningarinnar, Nexus Media Ltd. í Englandi, ákveð- ið að flýta sýningunni um eitt ár vegna velgengni síðustu sýninga. Nýtt íslenskt sýningarfyrirtæki Stofnað hefur verið íslenskt vöru- sýningarfyrirtæki, Sýningar ehf., og eru eigendur þess Samtök iðnaðarins og Kynning og markaður ehf. Fyrir- tækið hyggst halda sjávarútvegssýn- ingu hér á landi í maí 1999 sem ætlað er að ná til sýnenda og kaup- enda um allan heim, einkum við Norður-Atlantshafið. Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri Kynningar og markaðar hf., segir að með sýningunni flytjist til lands- ins störf sem hingað til hafi verið í höndum breskra aðila og auki þar með virðisaukann af sýningu sem þessari. Hann segir jafnframt að sýningin sé liður í þeirri þróun sem hafi átt sér stað á síðustu árum sem miðist að því að gera ísland að mið- stöð sjávarútvegs í Norður-Atlants- hafi. ■ Ný íslensk/14 Hluthafar í SH nýttu sér forkaupsréttinn SJÖ hluthafar í Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hafa nýtt sér for- kaupsrétt sinn á 3,43% hlut Frosta hf. í Súðavík í SH. Bréfin eru að nafnvirði 51,3 milljónir króna og voru seld miðað við gengið 5,012 eða fyrir 257,2 milljónir. Þar með er orðið ljóst að ekkert verður af sölu hlutabréfanna til fimm stofn- anafjárfesta sem áður hafði verið samið við með fyrirvara um for- kaupsréttinn. Þetta er í þriðja sinn sem hluthaf- ar í Sölumiðstöðinni neyta for- kaupsréttar að bréfum sem stofn- anafjárfestar hugðust kaupa. Líf- eyrissjóður verslunarmanna samdi um kaup á 6,7% hlut Norðurtang- ans í SH í byijun mars fyrir 475 milljónir, en bréfin voru seld til hlut- hafa SH. í apríl var síðan samið um sölu á 10% hlut ísfélags Vest- mannaeyja í SH fyrir 740 milljónir til stofnanafjárfesta. Tvö fyrirtæki innan SH, Kristján Guðmundsson ehf. á Rifi og Sigurður Ágústsson hf. í Stykkishólmi, keyptu stærstan hluta þeirra bréfa eða um 9% hlut. ■ Gengiðfrá/13 Alftirnar kvaka ÁLFTAFJÖLSKYLDA á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi virtist alsæl með sig þrátt fyrir rigninguna í gær. Fjölskyldan hefur tjörnina út af fyrir sig því varpparið hrekur aðrar álftir í burtu á varptímanum. Þetta er þriðja árið sem álft verpir þar, að sögn dr. Ólafs Einarssonar fuglafræðings. Settust álftir þar fyrst að eftir að hólmi var gerður í tjörninni. Ef íslaust er á veturna hafast 20 til 30 álftir við á Bakkatjörn enda hefur fólk tekið þeim vel og gefið þeim. Útgerð Sig- urðar rukk- uð um hafn- argjöld í Bodo HAFNARYFIRVÖLD í Bodo í Noregi hafa sent útgerð Sig- urðar VE, sem norska strandgæzlan færði til hafnar í bænum í síðasta mánuði, reikning vegna hafnargjalda. Að sögn Sigurðar Einars- sonar, útgerðarmanns Sigurð- ar, barst íslenzka sendiráðinu í Ósló reikningurinn og var hann sendur áfram til útgerð- arinnar, ísfélags Vestmanna- eyja hf. ísfélaginu er gert að greiða 1.080 norskar krónur i hafnar- gjöld, eða rúmlega 10.000 ís- lenzkar krónur. Sigurður segist ekki hafa ákveðið hvort hann greiði reikninginn. „Mér finnst þetta hálfhallærislegt," segir hann. Broslegt Eiður Guðnason, sendiherra íslands í Noregi, segir að sér þyki fremur broslegt að útgerð skips, sem dregið sé nauðugt til hafnar, sé gert að greiða hafnargjöld. „Þetta er hálf- gerð hótfyndni," segir Eiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.