Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Samkeppni um sjávarútvegssýningar á íslandi Ný íslensk sýning haldin 1 maí 1999 STOFNAÐ hefur verið íslenskt vörusýningarfyrirtæki, Sýningar ehf., en fyrsta verkefni þess er að standa að alþjóðlegri tækni- og sjávarútvegssýningu í Reykjavík i maí 1999. Sýningunni er ætlað að ná til sýnenda og kaupenda um allan þeim og er einn liður í að gera ísland að miðstöð sjávarút- vegs og fiskveiðitækni við Norður- Atlantshafið. íslensku sjávarút- vegssýningunni, sem haidin hefur verið hér á landi á þriggja ára fresti frá árinu 1984, hefur verið flýtt um eitt ár vegna góðs árangurs fyrri sýninga. Eigendur hins nýja sýningarfyr- irtækis eru Samtök iðnaðarins og Kynning og markaður hf. Jón Hákon Magnússon, framkvæmda- stjóri KOM hf. og stjórnarmaður í Sýningum hf., segir að að baki sýningunni liggi löng þróun. ís- lenskur iðnaður hafi ekki haft að- gang að íslensku sýningarfyrirtæki en vill íslenska sýningu. Hann seg- ir ástæðu þess að farið var út í samstarf af þessu tagi, þá að KOM hf. búi yfir mikilli þekkingu á flóknum skipulagsmálum. Sýningin ber yfirskriftina Fish Tech ’99 - North-Atlantic Techno- logy and Fisheries Exposition og verður á henni lögð áhersla á að sýna íslenskan tölvu- og hátækni- búnað fyrir útgerð og fiskvinnslu og aðrar innlendar iðnaðar- og framleiðsluvörur sem ætlaðar eru í sjávarútvegi, fiskeldi ogmatvæla- framleiðslu. Áætlað er að halda sýninguna annað hvert ár. Fyrst og fremst íslensk sýning „Að undirbúningnum hefur komið fjöldi aðila sem vill hafa áhrif á að efla sýninguna og skapa stærri vettvang fyrir íslensku iðn- fyrirtækin sem framleiða vöru fyr- ir sjávarútveg um allan heim. Sjáv- arútvegssýningin sem verið hefur hér á landi er skipulögð og fram- kvæmd af breskum aðilum. Þessi störf koma til með að flytjast öll hingað heim, þannig að virðisauk- inn verður hér. Við erum vissulega komnir í samkeppni við sýninguna sem verið hefur hér fyrir en ég skal ekki segja til um hvort grund- völlur er fyrir tvær sýningar hér á landi, það verður að koma í ljós,“ segir Jón Hákon. Samhliða ráðstefnunni munu Sýningar ehf. standa fyrir röð ráð- stefna og málþinga um ýmis hags- munamál sem snerta veiðar, vinnslu, markaðsmál og fiskistofna Norður-Atlantshafsins. Auk þess verður fjallað um tölvur, hugbúnað og flutningsmáta framtíðarinnar í þessum heimshluta. Segir Jón Há- kon að þannig muni gestahópurinn sem komi til landsins stækka tölu- vert. Jón Hákon segir að sýningunni sé sérstaklega ætlað að ná til sýn- íslensku sjávarút- vegssýningunni hefur verið flýtt um eitt ár enda og kaupenda við Norður-Atl- antshafið, allt frá Kanada í vestri og til Rússlands í austri, auk ann- arra helstu fiskveiðiþjóða Evrópu. Sýningin sé þannig einn liður í að gera Island að sjávarútvegsmið- stöð Norður-Atlantshafsins. „Segja má að sýningin sé liður í þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár. íslendingar hafa boðist til að hýsa aðalstöðvar Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NE- AFC), sem og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. Eimskipafé- lag íslands lítur á Norður-Atlants- haf sem sinn bakgarð, auk þess sem Flugleiðir hafa opnað leiðir til Kanada. íslensku fiskvinnslufyrir- tækin eru einnig að hasla sér völl á þessu svæði. Þróunin virðist því sú að unnið sé bæði skipulega og óskipulega að því að Island verði miðstöð sjávarútvegs við Norður- Atlantshaf. Þess vegna kom upp sú hugmynd að setja upp íslenska sýningu. Það er ljóst að markaður fyrir íslenskt hugvit og framleiðslu er að stækka. Við búum yfir mik- illi þekkingu og erum að öðlast meira sjálfstraust. Það sýnir sig í því að íslensk fyrirtæki eru í sókn út um allan heim, svo sem í Suður- Ameríku.“ Tveggja ára undirbúningur Jón Hákon segir að einnig sé búist við mikilli þátttöku fyrir- tækja og sýningargesta frá öðrum heimshlutum en skipulega hafi verið unnið að því að fá sem flesta erlenda gesti og sýnendur. Sam- tals er reiknað með að um 15.000 gestir sæki sýninguna. „Það hefur verið unnið geysilega mikið að undirbúningi sýningarinnar og hann tekið vel á annað ár. Rætt hefur verið við aðila í öllum löndum við Norður-Atlantshaf, í Banda- ríkjunum og Evrópu og okkur hef- ur undantekningalaust verið tekið vel. Við munum samt sem áður leggja höfuðkapp á að sýningin verði íslensk en sniðin að þörfum íslenskra jafnt sem erlendra sýn- enda og gesta,“ segir Jón Hákon. Styrkir stöðu íslands Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, segist fagna nýrri sýningu. Hún sé þarft framtak og telur hann að hún muni efla sjávar- útveginn í landinu og ekki síst iðn- aðinn sem sé nátengdur sjávarút- veginum. „Eg tel engan vafa á því að þetta styrkir stöðu íslands sem sjávarútvegsþjóðar mitt á milli Evrópu og Ameríku. Sýningar af þessu tagi eru að verða vaxandi þáttur í viðskiptum. Við höfum orð á okkur fyrir að vera framarlega í fiskveiðistjórnun og tækniþróun í sjávarútvegi. Framleiðni í ís- lenskri útgerð er meiri en annars- staðar, þannig að menn horfa gjarnan hingað þegar finna þarf hagkvæmar lausnir og ég er sann- færður að það er grundvöllur fyrir tveimur sýningum hér á landi," segir Þorsteinn. Flýtt um eitt ár vegna velgengni Islensku sjávarútvegssýning- unni, sem haldin hefur verið hér á landi á þriggja ára fresti allt frá árinu 1984, hefur verið flýtt uin eitt ár og verður hún því haldin dagana 30. september til 3. októ- ber á næsta ári. Skipuleggjendur sýningarinnar, breska útgáfu- og sýningarfyrirtækið Nexus Media Ltd., segja ástæðuna einkum þá miklu velgengni sem íslenska sjáv- arútvegssýningin hefur átt að fagna og þá alþjóðlegu athygli sem hún hefur hlotið. Jón Hákon segir að búist hafi verið við þessum mótleik af hálfu Nexus Media og hann hafi ekki áhrif á undirbúning hinnar nýju sýningar. Ellen Ingvadóttir, blaðafulltrúi íslensku sjávarútvegssýningarinn- ar, segir að sýningunni hafi ekki verið flýtt til að mæta þeirri sam- keppni sem nú standi fyrir dyrum. „Ákvörðunin um að halda sýning- una ári fyrr var tekin fyrir um þremur mánuðum síðan, meðal annars til þess að hún stangaðist ekki á við aðra sýningu á vegum Nexus Media Ltd. árið 1999. Ástæðan er þó fyrst og fremst að íslenska sjávarútvegssýningin er orðin ein af stóru • sýningunum í þessum geira í heiminum. Sýningin í fyrra lukkaðist geysilega vel og álitið heillavænlegt að halda sýn- inguna aftur árið 1998 og halda áfram á öldu velgengninnar," seg- ir Ellen. Undirbúningur þegar hafinn Í fréttatilkynningu frá Nexus Media Ltd. segir John Legate, framkvæmdastjóri íslensku sjávar- útvegssýningarinnar að mjög verði vandað til sýningarinnar á næsta ári. Mikil vinna hafi verið lögð í að kynna hana erlendis og besti vitnisburðurinn um árangurinn sé sú staðreynd að innlendum og er- lendum sýnendum hafi fjölgað ört á hverri einustu sýningu frá árinu 1984. „Gildi vel skipulagðra sýn- inga fyrir útflutningsfyrirtæki verður aldrei ofmetið og sú stað- reynd að íslendingar búa yfir mik- illi og sérhæfðri þekkingu á öllu er lýtur að sjávarútvegs- og fisk- vinnslutækni er mikilvægur þáttur í því hve vel hefur tekist til með Islensku sjávarútvegssýninguna frá upphafi," segir John Legate. Loðnuveiðin glæðist á ný ÞOKKALEG veiði er nú á loðnu- miðunum en skipin hafa undan- farna daga verið deifð við leit. Nokkur skip fengu afla um 120 mílur norður úr Melrakkasléttu í fyrrakvöld, nálægt „nýju“ land- helgislínunni, eins og einn skip- stjórnarmaður orðaði það í samtali við Morgunblaðið. Frést hafði af góðum loðnuafla danskra skipa á þeim slóðum og stefndu flest ís- lensku skipin á svæðið í gær. Segja skipstjórar loðnuna þá koma á hefðbundnar slóðir en veiði var góð á þessu svæði á síðustu vertíð. Norðmenn að klára kvótann Loðnuskipum er nú haldið í lönd- unarhöfnum eftir löndum til að stýra sókn á miðin, enda flestar verksmiðjur yfirfullar. Afli ís- lensku loðnuskipanna er nú orðin um 110.000 þúsund tonn á vertíð- inni en samtals hafa borist um 120.000 tonn til verksmiðja hér á landi. Norsku loðnuskipin eru nú langt með kvóta sinn hér við land, hafa samtals fengið um 60.000 tonn á vertíðinni en heildarkvóti þeirra er um 80.000 tonn. Routcr Mið-Evrópa á kafi FLÓÐIN í Tékklandi og Póllandi hafa kostað 55 manns lífið og ótt- ast er, að þau eigi eftir að aukast enn. Sólin gægðist að vísu fram úr skýjaþykkninu í gær en vatnið í ám og fljótum hækkar enn og verður því hærra sem neðar dreg- ur. í Tékklandi nær flóðahættan yfir þriðjung alls landsins og þar og í Póllandi er atvinnustarfsemi lömuð vegna ástandsins. Hvutti var á sundi í bænum Uherske Hradiste í Tékklandi í gær og reyndi að komast á þurrt. I Aust- urríki eru flóðin þau mestu á öld- inni og austar eða í Azerbaidjan er óttast, að farsóttir komi upp í kjölfar mikilla flóða. Hafa stjórn- völd þar farið fram á aðstoð Sam- einuðu þjóðanna. Þing lútherska heimssambandsins í Hong Kong Sambandið stend- ur á tímamótum ÞING lútherska heimssambandsins hófst í Hong Kong á þriðjudags- kvöld. Þetta er í fyrsta skiptið sem þingið er haldið í Asíu. Lútherska heimssambandið stendur á tímamót- um því á þessu ári eru 50 ár liðin frá stofnun þess og framundan eru ný viðfangsefni í ljósi breyttra að- stæðna lútherskra kirkna víða um heim. Aðstæður hafa svo sannarlega breyst hér í Hong Kong. Breska nýlendan hefur verið afhent Kína eftir 156 ára yfirráð Breta. Kínversk áhrif og menning eru þó allsráð- andi. Þó svo að breskur og vestrænn bragur sé á ýmsu þá fer það ekki á milli mála, að þetta er kínverskur staður. Við upphaf þingsins ávarpaði Tung, nýskipaður yfirmaður sjálf- stjórnarsvæðisins Hong Kong, fund- armenn og var honum ákaflega vel tekið. Tung sagði að sjálfstæði Hong Kong yrði tryggt um langa framtíð undir kjörorðinu ,Eitt ríki, tvö kerfi". Þá hét hann því að mannréttindamál yrðu virt sem og trúfrelsi og starf- semi trúfélaga. Dr. Gottfried Brakemeier, forseti heimssambandsins, sagði í setning- arræðu sinni, að meginverkefni Þúsund fulltrúar lúthersku kirkjunnar funda nú í Hong Kong. Meðal þeirra er Þor- björn Hlynur Arna- son, sem segir hér frá opnun þingsins. lútherskra manna væri, að standa vörð um manngildi í heimi þar sem samskipti fólks einkenndust æ meir af gróðahyggju og neikvæðri sam- keppni, meira að segja á hinum trú- arlega vettvangi. Brakemeier, sem er frá Brasilíu, sagði brýnt fyrir lútherskar kirkjur að snúast gegn framrás mannfyrir- litningar og auðhyggju með því að bera vitni um frelsi fagnaðarerind- isins og efna til samvinnu með öllu góðviljuðu fólki til að vinna að rétt- læti og jöfnuði. Þetta níunda þing lútherska heimssambandsins sitja yfir þúsund manns, fulltrúar 122 kirkna. 14 ára fangelsi fyr- ir að valda alnæmi Hclsinki. Morgunblaðið. STEVEN Thomas, 36 ára banda- rískur karlmaður sem slarfað hefur í Helsinki undanfarin ár, var dæmd- ur í 14 ára fangelsi í fyrradag fyrir að hafa hugsanlega smitað a.m.k. 17 konur af alnæmi. Er þetta einn þyngsti dómur sem felldur hefur verið í Finnlandi. Thomas starfaði m.a. sem dyra- vörður á veitingahúsum í Helsinki. Sagði í niðurstöðum réttarins, að hann hafi gert sig sekan um mann- drápstilraunir með því að stunda kynlíf án getnaðarvarna þó svo hann vissi að hann væri smitaður af al- næmi. Hafi hann samrekkt stórum hópi kvenna á fjögurra ára tímabili. í dag hafa fimm þeirra greinst með alnæmi. Sérfræðingar í réttarfarsfræðum sögðu í gær, að dómurinn væri óvenjustrangur og myndi hafa for- dæmisgildi. Áður hefur fallið dómur þar sem hommi var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að vera valdur að manndrápi með því að smita rekkju- naut sinn af alnæmi. Þyngsta hegningarlagabrot í Finnlandi er lífstíðarfangelsi fyrir morð en með sérstakri forsetanáðun er hægt að fá dóm af því tagi mildað- an í 12 ára vist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.