Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 15 Samningur við bandarísk tóbaksfyrirtæki Vill endurskoð- un grunnþátta BANDARÍKJASTJÓRN vill ekki ganga að einum af grundvallar- þáttum nýgerðs samkomulags við tóbaksfyrirtæki, sem m.a. felur í sér að fyrirtækin greiði sem svarar 26 þúsund milljörðum ísl. króna. Er ástæða höfnunar stjórnarinnar sú, að þessi tiltekni þáttur sam- komulagsins myndi setja víðtækar hömlur á vald alríkisyfirvalda yfir því hversu mikið nikótínmagn má vera í sígarettum. Washington Post greindi frá þessu fyrr í vik- unni. Greint var frá því um miðjan síð- asta mánuð að tóbaksfyrirtæki hefðu fallist á að inna þessar greiðslur af hendi, m.a. til að standa straum af kostnaði við læknisþjón- ustu við fólk, sem hefði beðið heilsu- tjón vegna reykinga. Gegn þessu ábyrgðust yfírvöld að ekki verði sótt mál á hendur tóbaksfyrirtækj- um. Kemur ekki á óvart Ráðgjafar Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, ætla að endur- skoða samkomulagsdrögin sjálfir, eftir að þeir komust að þein-i niður- stöðu að eins og þau eru nú séu of mikil höft sett á völd Matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA). Slíkt myndi hamla viðieitni yfirvalda til að setja lög um tóbak. Fréttaskýrendur segja þetta ekki koma á óvart í ljósi þeirra efasemda sem forsetinn hafi látið í ljósi, síðan samkomulagsdrögin voru gerð heyrinkunn í síðasta mánuði, um þau takmörk sem FDA væru sett. Hins vegar bendi þetta til þess að forsetinn telji sig hafa pólitískan meðbyr í þessu máli og því sé vogandi að endurskoða samninginn, sem var lengi í smíð- um og er að mörgu leyti viðkvæmt plagg. Forsetinn sé þess fullviss að tóbaksfyrirtækin hafi lítið svig- rúm til viðbragða. Myndi frekar hafna samningnum algerlega Ráðgjafar Clintons fullyrða að forsetinn myndi fremur hafna samningsdrögunum algerlega en að samþykkja þau án breytinga. Það tók fulltrúa stærstu tóbaks- fyrirtækjanna í Bandaríkjunum og hóp dómsmálaráðherra 40 ein- stakra ríkja, auk lögfræðinga, marga mánuði að komast að niður- stöðu um samkomulagið. Það verð- ur ekki að lögum fyrr en bæði for- setinn og þingið hefur samþykkt það. ETA-samtökin á Spáni taka bæjarfulltrúa PP í gíslingu Hóta að myrða unga mann- inn síðdegis Malaga. Morgunblaðið. MIKIL reiði ríkir á Spáni eftir að sú tilkynning barst frá basknesku hryðjuverkasamtökunum ETA síð- degis á fimmtudag að þau hefðu tekið ungan mann í gíslingu og hygðust myrða hann yrði félögum í hreyfingunni ekki sleppt úr fang- elsi á Norður-Spáni innan 48 klukkustunda. í liðinni viku fengu tveir gíslar samtakanna frelsið á ný og hafa sjónvarpsmyndir af ein- angrunarklefa þeim, sem annar þeirra var geymdur í í rúma 500 daga, vakið reiði og almennan við- bjóð á Spáni. Tilkynningin frá ETA-sam- tökunum, sem beijast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Baska á Norður- Spáni, barst um kl. 17.30 að stað- artíma á fimmtudag. Óþekktur maður hringdi þá í baskneska dag- blaðið Egin og skýrði frá því að hinn 29 ára gamli Miguel Angel Blanco Garrido hefði verið tekinn í gíslingu. Yrði hann myrtur ef dæmdum ETA-liðum yrði ekki sleppt úr fangelsum innan 48 stunda. Þessi frestur mun renna út í dag kl. tvö að íslenskum tíma. Virkur innau PP Blanco Garrido er hagfræðingur að mennt og býr í bæ er nefnist Ermua, í Vizcaya-héraði í Baska- landi. Hann hefur um nokkurt skeið verið virkur innan Þjóðar- flokksins (PP) sem er í stjórn á Spáni og er bæjarfulltrúi í Ermua. Hann starfar hins vegar fyrir ráð- gjafarfyrirtæki í einum nágranna- bænunt. Hann er ókvæntur og býr með foreldrum sínum. Svo virðist sem honum hafi verið rænt er hann var á leið til vinnu. ETA-samtökin hafa tvívegis tekið menn í gíslingu og hótað að myrða þá yrði félögum í hreyfing- unni ekki sleppt. Í bæði skiptin hafa illvirkjarnir staðið við hótanir sínar. Lemoniz Jose Maria Ryan var tekin af lífi 6. febrúar 1981 og Aerto Martin Barrios í október- mánuði 1983. Fordæmingar og mótmæli Bylgja reiði og fordæminga hef- ur riðið yfir Spán. Stjórnmála- flokkar hafa fordæmt þennan verknað og hvatt þjóðina til að sýna samstöðu með ijölskyldu Blanco Garrido. Fjöldafundir voru haldnir í gær í Bilbao og víðar á Spáni þar sem ETA-hreyfingin var fordæmd með öllu og þess krafist að unga manninum yrði sleppt. Á þriðjudag í liðinni viku frels- uðu þjóðvarðliðar mann einn sem ETA-samtökin höfðu haft í gísl- ingu í 532 daga. Maðurinn var geymdur í örlitlum einangrunar- klefa undir kjallara verkstæðis eins á Norður-Spáni og hafa myndir sem teknai1 voru í klefanum vakið almennan hrylling á Spáni. Sama dag slepptu ETA-samtökin öðrum manni, sem þau höfðu haft á valdi sínu í rúmlega 230 daga eftir að fjölskylda hans hafði greitt um 500 milljónir króna í lausnargjald. NASA Arekstur áMars MYND tekin með myndavél Carl Sagan-stöðvarinnar á Mars sýnir jeppann Ferðalang- kominn í hann all krappan. Jeppinn, sem fjarstýrt er frá miðstöð Ieiðangursins í Pasad- ena í Kaliforníu, fór öllu hraðar en ráð var fyrir gert þegar liann nálgaðist steinhnullung, sem vísindamenn hafa nefnt Jóga, og til stóð að rannsaka með efnagreiningartæki jepp- ans. Lagði jeppinn af stað upp eftir hnullungnum með einu af sex hjólum sínum, en sjálfvirk stýring í jeppanum stöðvaði hann samstundis og ók honum frá steininum, rétt eins og for- rit sjálfstýringarinnar kvað á um. Ekki urðu skemmdir á tækjum. í gær var vika liðin frá því Ratvís, eða Pathfinder, lenti á Mars og segja vísindamenn að leiðangurinn gangi að ósk- ASTMA- OG 0FNÆMI5- UPPLÝSINGALÍNA GLAXO WELLCOME Upplýsingabæklingar liggja frammi i öllum Apótekum og á heilsugæslustöðvum. -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.