Morgunblaðið - 12.07.1997, Page 33

Morgunblaðið - 12.07.1997, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR12.JÚLÍ 1997 33 m. MINIMINGAR VIGNIR JÓHANNESSON + Vignir Jóhann- esson fæddist á Búðum í Fáskrúðs- firði hinn 27. júní 1935. Hann lést á Landspítalanum 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Michelsen, formað- ur mótorbáts á Búð- um, f. 1891, d. 1969, og kona hans Guð- finna Árnadóttir, f. 1899 á Eyrarstekk á Fáskrúðsfirði, d. 1971. Systkini Vign- is eru: Þórunn Jó- hannesdóttir Michelsen, f. 1915, d. 1989; Guðrún Jóhannesdóttir Michelsen, húsmóðir i Reykja- vík, f. 1922; Ingibjörg, f. 1923, d. 1924; Jóna Sigurbjörg, hús- móðir í Reykjavík, f. 1924; Jakob Jóhannesson Michelsen, f. 1926, d. 1985; Friðrik Jóhannesson, f. 1927, d. 1981; Árni Jóhannesson Michelsen, f. 1929, d. sama ár; Sverrir Jóhannesson, f. 1930, sjómaður, Fáskrúðsfirði; Ása Jóhannesdóttir Michelsen, f. 1933, d. 1979; Erlendur Jóhann- esson, f. 1937, sjómaður Fá- skrúðsfirði; Jóhannes Jóhannes- son, f. 1944, sjómaður á Fá- skrúðsfirði. á Vignir giftist árið 1958, Sigurveigu Ní- elsdóttur, f. 25. júlí 1936. Foreldrar hennar voru Níels Kristinn Lúðvíksson og kona hans Petra Jóhanna Þórðardótt- ir frá Kleifarstekk í Breiðdal. Þau Sigur- veig eignuðust fjög- ur böm: Kristinn Pálmar, f. 1957, verkamaður á Fá- skrúðsfirði, sambýl- iskona hans er María Snarska; Jóhannes Guðmar, f. 1961, sjó- Fáskrúðsfirði, kona Elsa Guðjónsdóttir; maður hans er Petra Jóhanna, leikskólakennari, býr á Eskifirði, hennar maður er Árni Bergþór Kjartansson; Halldóra Særún, f. 1969, starfs- maður á leikskóla, býr í Kópa- vogi, hennar maður er Heimir Hauksson. Fyrir átti Vignir Sig- urbjörn Berg, býr á Fáskrúðs- firði, f. 1955. Barnabörnin eru orðin níu. Vignir starfaði til sjós og lands, en sl. 18 ár vann hann hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga. Úför Vignis fer fram frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.30. Mig tekur það svo óendanlega sárt að setjast niður og skrifa þessar línur á blað, til minningar um þig. Að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur af þessari jörðu, að fá ekki lengur að njóta samvista við þig, heyra rödd þína og faðma þig að sér, þú sem varst mér svo afar kær, yndislegri föður hefði ég ekki getað hugsað mér. Það var alltaf svo gott að leita til þín með aila skapaða hluti. Alltaf sást þú björtu hliðarnar á öllu. Svartsýni var eitthvað sem þú þekktir ekki og kom það svo bersýnilega í ljós í þínu veikinda- stríði. Þú varst alltaf svo bjartsýnn á að þú myndir sigrast á þessum hræðilega illkynja sjúkdómi sem krabbameinið er, enda hafði allt gengið svo vel lengi framan af eða I u.þ.b. eitt og hálft ár. En í október sl. fór heilsu þinni að hraka en þú hélst I vonina og kvartaðir aldrei. Fórst í stranga og erfiða lyfjameðferð sem við héldum að hefði tekist vel en því miður gerð- ist það ekki og allt fór á verri veg. Þegar ég sótti þig á sjúkrahúsið í Neskaupstað nú í júní, varstu búinn að fá heldur daprar fréttir, að ekk- ert væri hægt að gera, en þú hafðir von. Sagðir við mig að þú ætlaðir ekki að fara strax í ferðina löngu. Nokkrum dögum síðar fórstu á Landspítalann þá orðinn mjög veikur og þaðan áttir þú ekki afturkvæmt heim I fjörðinn þinn fallega, til allra ástvina þinna - þvílíkur harmur. Elsku pabbi, oft hef ég leitt hug- ann að því hvernig gat staðið á því að þú veiktist af krabbameini, þú sem lifðir svo rólegu og heilbrigðu lífi, varst duglegur að stunda útiveru að vinnudegi loknum. Fórst ýmist í gönguferðir, hjólaðir eða kíktir í fjallið eða fjöruna, og þá fylgdu gjarnan afabörnin með I för. Margar ferðirnar varstu búinn að taka elsku Sigui-vin þinn með þér, enda prýða herbergi hans margir steinar sem þið tínduð, en þú hafðir svo mikið dálæti á fallegum íslenskum stein- um. Honum bregður nú við að elsku afi hans sem hann dáði svo mikið skuli nú vera horfínn. En vegir Guðs eru órannsakanleg- ir og ég trúi því að það sé tilgangur með fráfaili þínu og nú er einum englinum fleira á himnum elsku pabbi minn. Guð hefur ætlað þér annað og meira, enda varst þú mörgum mann- kostum gæddur, heiðarleiki, stundvísi og hjartahlýja einkenndu líf þitt. Svo var alltaf stutt í stríðnina og spaug- ið. Aldrei heyrði ég þig segja mein- yrði um nokkurn mann. Elsku mamma, þú hefur misst mest. Þið voruð svo samrýnd og dugleg að fara og gera eitthvað sam- an. Mikið á ég og fjölskylda mín eftir að sakna allra heimsóknanna. Alltaf ríkti eftirvænting á heimilinu þegar von var á afa og ömmu, og oft fannst Sigurvin biðin löng, og ekki spillti fyrir að afi kom aldrei tómhentur. Elsku mamma, þú hefur staðið eins og klettur við hlið pabba í veikindum hans og verið okkur börnunum þínum mikill styrkur. Við stöndum með þér og biðjum algóðan Guð að gera það líka. Starfsfólki á deild 11E á Landspít- alanum vil ég færa kærar þakkir fyrir frábæra umönnun og sérstakar þakkir fær Guðmundur Benedikts- son læknir fyrir hans umhyggju. Einnig vil ég þakka Birni Gunn- laugssyni lækni og fjölskylduvini okkar fyrir ómælda aðstoð. Ef þín hefði ekki notið við, Bjössi minn, hefði stríðið orðið erfiðara. Einnig fá aðstandendur og vinir kærar þakkir fyrir alla aðstoð og hlýju. Elsku hjartans pabbi minn, nú kveð ég þig í bili, þú ert og verður alltaf hetjan mín og biðjum við, ég, Árni og Sigurvin Ingi, Guð að vera með þér og okkur öllum. Þín dóttir Petra Jóhanna Vignisdóttir. Elsku pabbi og afi. Hinn 6. júlí síðastliðinn kvöddum við þig eftir langan og erfiðan sjúk- dóm. Þú sem varst svo duglegur og bjartsýnn að hafa yfirhöndina við krabbameinið. Þú varst alltaf svo glaður og góður, fullur af lífskrafti. Nú verður engin berjaferð í fjailið hjá þér og Eydísi, og allir dagarnir sem þið sátuð og púsluðuð og spiluð- uð þegar þú komst hingað suður til okkar verða víst ekki fleiri. Elsku mamma, þú hefur verið svo dugleg, þennan erfíða tíma, megi sá styrkur fylgja þér áfram. Elsku pabbi, þín er sárt saknað og stórt skarð komið I fjölskylduna. Þú munt lifa áfram í hjörtum okkar allra. Sofðu rótt. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild 11E á Landspít- alanum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Særún og fjölskylda. Viggi minn, við sem héldum að þú hefðir unnið síðustu orustuna, eins og þær mörgu sem þú hefur háð síðustu tvö árin sem þú barðist við þenna illvíga sjúkdóm, en þá kom bakslagið og ekki varð við neitt ráð- ið. Viggi minn, með aðdáun horfðum við á það hugrekki, þann vilja og kjark sem þú sýndir í baráttunni við þinn sjúkdóm. Aldrei heyrðum við þig kvarta, þó svo að við vissum að það tæki á taugarnar að geta ekki gert þá hluti sem áður reyndust auðveldir. Vignir var fæddur hér á Búðum og ól allan sinn aldur hér. Viggi, eins og hann var kailaður, stundaði ýmsa vinnu við sjávarsíðuna. Hann reri margar sumarvertíðar á Gamminum með tengdaföður sínum ásamt mági, honum Svavari sem lést fyrir þremur árum úr sama sjúkdómi. Viggi var sérlega fljótur að beita og eftirsóttur í slíkt eins og reyndar alla aðra vinnu, hann fór á vertíðir suður á land eins og títt var á hans yngri árum. Síð- ustu árin vann Vignir I kaupfélaginu og sá þar um bygginga- og fóður- vörudeild ásamt því að vera með út- keyrslubílinn. Vignir var duglegur og samviskusamur og vel látinn af sínum samstarfsmönnum og vinnuveitend- um. Vignir var glettinn og stríðinn og þótti gaman að skreyta sögur með græskulausu gamni. Á jóladag 1957 gengu Vignir og Sigurveig systir í hjónaband, var það þeirra gæfuspor. Eg sem litla systir Veigu naut margs frá þér, kæri mágur, þú varst ætíð til taks ef ég þurfti einhverja hjálp, lagfæra eða komast eitthvað. Þær voru ófáar ferð- irnar sem ókst mér og seinna mínum áður en við eignuðumst bíl. Eitt máltæki átti sérlega vel við þig „þér þótti sælla að gefa en þiggja" og þá fylgdi því yfírleitt glettnislega og hlýja brosið þitt. Vignir og Veiga bjuggu allan sinn búskap í Ástúni í Búðakauptúni, þar komu þau sér vel fyrir og þótt húsnæðið væri ekki stórt var alltaf nóg pláss og gott að koma inn í hlýtt húsið bæði í andlegum og líkamlegum skilningi, enda er heimili þeirra sérlega fallegt sem þau þreytt- ust aldrei á að fegra og bæta. Þau komu sér upp dágóðu steinasafni og fóru ófáar frístundirnar í að koma gijótinu til byggða og hafði Vignir mjög gaman af því enda var hann mikill útivistarmaður og hreyfði sig mikið bæði hjólandi og gangandi, og ekki má gleyma öllum beijaferðunum á haustin. Vignir og Veiga eignuðust fjögur börn en fyrir átti Vignir einn son, barnabörnin eru orðin átta. Það er ekki ofsögum sagt að Vignir hafí verið barnagæla og nutu barnabörnin þess ríkulega ásamt okkar börnum og fleirum og er Vigga afa sárt sakn- að af þeim. Viggi minn, við þökkum þér fyrir samfylgdina, greiðasemina, góðvild- ina og alla þá hlýju sem þú ávallt sýndir okkur og börnunum okkar. Veiga mín, þér og börnum, barna- börnum og tengdabörnum ykkar vottum við okkar dýpstu samúð um leið og við vitum að minningarnar um góðan eiginmann, föður og afa mun hlýja ykkur og sefa sárasta söknuðinn. Guð geymi ykkur öll. Guðrún og Eiríkur. t Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls sonar, föður og bróðurs, HÁKONAR ARNARS HÁKONARSONAR flugmanns. Foreldrar, dætur, systur og aðrir aðstandendur. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HLÖÐVER JOHNSEN, Saltabergi, Vestmannaeyjum, andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtu- daginn 10. júlí. Ágústa Guðmundsdóttir, Margrét Johnsen, Sigríður Johnsen, Anna Svala Johnsen, Haraldur Geir Hlöðversson, Svava Björk Johnsen, Guðnl Pálsson, Hrafn Steindórsson, Garðar Jónsson, Guðjón Jónsson, Hjördís Kristinsdóttir, Eggert Garðarsson barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir, fósturmóðir, amma og langamma, ELÍN ÞORLÁKSDÓTTIR, Langholtsvegi 76, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtu- daginn 10. júlí. Halla Sigurjóns, Sigurgeir Kjartansson, Olgeir Skúli Sverrisson, Sigurrós Hermannsdóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Steinunn Gelrsdóttir, Eifn Sigurgeirsdóttir, Kristján Hallvarðsson og barnabörn. t Okkar ástkæra og yndislega dóttir, systir og barnabarn, LILJA ÓSK HILMARSDÓTTIR, Háteigi 14F, Keflavik, andaðist á vökudeild Barnaspltala Hringsins þriðjudaginn 8. júlí síðastliðinn. Útförin auglýst slðar. Hilmar Th. Björgvinsson, Guðný S. Magnúsdóttir, Hanna Björk Hilmarsdóttir, Björgvin Th. Hilmarsson, Jóhanna S. Pálsdóttir, Magnús Guðmundsson, Stella Björk Baldvinsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, GUÐRÚN HELGADÓTTIR, Smárahlíð 12, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 14. júli kl. 13.30. Guðmundur Hjálmarsson, Maria Bergþórsdóttir, Helgi Bergþórsson, Kristfn Bergþórsdóttir, Ingibjörg H. Bergþórsdóttir, Guðmundur Ö Bergþórsson Rúnar Þór Bergþórsson, Ingibjörg H. Tómasdóttir, Þórunn Ósk Helgadóttir, Jóhannes Helgason og barnabörn. Pétur Þ. Lárusson, Guðmundur Kr. Ragnarsson, Aðalheiður Gísladóttir t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓAKIM HJARTARSON skipstjóri frá Hnffsdal, Hæðargarði 29, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju, mánu- daginn 14. júlf kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið, Ólaffa G. Alfonsdóttir, Gréta Jóakimsdóttir, Helga S. Jóakimsdóttir, J. Gunnar Jóakimsson, Kristján G. Jóakimsson, Aðalbjörg Jóakimsdóttir Odd T. Marvel, Sigurður B. Þórðarson, Sólveig Þórhallsdóttir, Sigrún Sigvaldadóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.