Morgunblaðið - 12.07.1997, Page 36

Morgunblaðið - 12.07.1997, Page 36
36 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Bjarghildur Margrét Ein- arsdóttir fæddist á Egilsstöðum 22. júní 1963. Hún lést á heimili sínu á Seyðisfirði hinn 6. júli síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Gerður Ara- dóttir og Einar Halldórsson. Bjarghildur gift- ist 25. mars 1989 Sigurði Ormari Sigurðssyni, og eignuðust þau tvö börn, Davíð Þór, f. 20. sept. 1983, og Önnu Kristínu, f. 6. janúar 1985. Að loknu skyldunámi lá leið Elsku Bjarghildur systir mín er dáin. Þú sem varst alltaf stóra, sterka systir mín, sem alltaf var hægt að treysta. Alltaf varstu tilbúin að bjarga og hjálpa ef þú hafðir grun um að eitthvað væri að, þá varst þú fyrst til að reyna að lagfæra það. Oft fannst mér það vera af- skiptasemi en þú varst svo heil í væntumþykju þinni til okkar syst- kina þinna og foreldra okkar, að þú fékkst oft bágt fyrir góðar hugsanir. Alltaf hafðir þú Brynjar Frey, son minn, efstan í huga, þegar þú skrappst suður, aldrei kom frænka tómhent úr Reykjavík eða útlönd- um. Ef Brynjar Freyr vissi að von væri á þér, sagði hann með eftir- væntingu og gleðibjarma í augum að Bjarghildur frænka væri að koma og kannski væri hún með eitthvað handa sér. Aldrei brást það. Ef hann var spurður hver væri best, þá var svarið alltaf: Bjarghildur frænka á Séyðisfirði. Innilega er ég sammála syni mínum um það. Elsku systir, ég sakna þín. Þó við værum oft ekki sammála voru samt sterkar tilfinningar á milli okkar. Ég var svo rík að eiga svona sérstaka og góða systur. Þegar bróðir okkar hringdi í mig og sagði að þú værir dáin, dó partur af mér. Ég man þegar ég var að læra að segja nafnið þitt sem er ekki þjált í munni lítilla barna, kom ýmislegt skoplegt út úr því. Þú varst alltaf svo ábyrg og traust. Ég man þegar foreldrar okkar skruppu suður og skildu okkur eft- ir með litla bróður okkar, þau ætl- uðu að koma heim daginn eftir, en það var ófært, þá tókst þú alla stjórn í þínar hendur og varst hús- móðirin og allt var í lagi. Svona varst þú. Alltaf til taks og tilbúin að bjarga öllu við. Elsku Siggi, Davíð Þór og Arna Kristín. Mikill er harmur ykkar og sökn- uður, sem enginn skilur nema sá einn sem þekkir af eigin raun. Mamma, pabbi, afi, ömmur, Örv- ar, Anna Dís og við öll sem syrgjum. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta, á grænum gi'undum lætur hann mig hvílast leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum; Þú smyrð höfuð mitt með olíu; bikar minn er barmafultur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Elsku Bjarghildur, þakka þér lyrir að vera þú sjálf, eins og þú varst og verður alltaf í dýrmætri minningu um bestu systur í heimi. Bjarghildar í Verslunarskóla fs- lands, og þaðan í Menntaskólann á Egilsstöðum þaðan sem hún útskrifað- ist vorið 1983. Bjarghildur var virk í bæjarmálum Seyðisfjarðar, í nefndum og ráðum fyrir Framsókn- arflokkinn. Bjarg- hildur sá um og annaðist um árabil bókhald fyrir ýmis fyrirtæki á Seyðisfirði. Útför Bjarghildar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mér þótti svo undurvænt um þig. Þín systir, Erla Sigrún. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir. Þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgr.) Hún Bjarghildur systir, mágkona og frænka okkar, er dáin. Stórt skarð er komið í fjölskyld- una á Túngötunni. Það er svo stutt síðan við fórum niður á Seyðisfjörð og var boðið í mat heim til Bjarghild- ar. Þessari síðustu samverustund okkar munum við aldrei gleyma. Bjarghildur var svo góð og yndisleg manneskja. Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún einstaklega vel. Það er erfitt að hugsa til þess að samverustundirnar með henni verði ekki fleiri. Við erum þakklát fyrir allt það sem hún gerði fyrir okkur. Hún var sannur vinur vina sinna. Betri mann- eskju en Bjarghildi er erfitt að finna. Élsku Siggi, Davíð og Arna, minn- ingin um góða og skemmtilega konu mun lifa áfram með okkur. Við stöndum við hlið ykkar í sorginni. Örvar, Anna Dís og Antoníus Bjarki. Bjarghildur frænka okkar er látin langt um aldur fram. Hún fæddist á Egilsstöðum fyrir þrjátíu og fjór- um, árum elst systkinabarna okkar, og fyrstu mánuði ævi sinnar bjuggu foreldrar hennar með hana heima hjá okkur. Eftir stöndum við hnípin og skiljum ekki hvers vegna ung kona í blóma lífsins er ekki lengur á meðal okkar. Síðustu helgina í júní hélt Egils- staðabær upp á 50 ára afmæli sveit- arfélagsins. Heimamenn og brott- fluttir komu saman í mýrinni á bak við æskuheimili okkar og rifjuðu upp gamlar minningar. Það viðraði ekki vel þennan dag en í minningunni var alltaf sól og gott veður í æsku. Eins eru minningar okkar um Bjarghildi tengdar birtu og yl. Hún fæddist i júní þegar sól er hæst á lofti, „sum- arbarn“, snaggaraleg rauðhærð stelpa, fljót til svara, eftirtektarsöm og hún hafði ætíð nóg fyrir stafni. Við munum hana litla að leik með Erlu Sigrúnu systur sinni að smíða með foreldrum sínum þegar þau voru að byggja húsið sitt við Arskóg- ana. Hamarshöggin dundu svo að nágrannarnir héldu að margir smið- ir væru þar við vinnu. Árin liðu og við stofnuðum okkar heimili. Á unglingsárum Bjarghildur var hún mikill aufúsugestur heima hjá okkur. Hún var ætíð tilbúin að rétta hjálparhönd og leggja eitthvað gott til málanna og ekki spillti það fyrir að oft fylgdu skemmtilegar sögur af ættingjum með. Af sömu eljuseminni og hún vann við húsbyggingu foreldra sinna í æsku endurbyggðu þau Sigurður með hjálp foreldra hennar hús við Túngötu á Seyðisfirði, þar sem heim- ili þeirra stóð. Heimili sem bar þeim fagurt vitni. Elsku Sigurður, Arna Kristín, Davíð Þór, Gerður, Einar, Örvar og Erla Sigrún, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Minningar um góða konu mun lifa í hjarta okk- ar ailra. Bergljót og Ingibjörg Aradætur. Enn einu sinni hefur maðurinn með ljáinn vitjað okkar, og enn einu sinni kemur það okkur í opna skjöldu, eins og oft áður finnst okkur heim- sókn hans algjörlega ótímabær. Mánudagurinn 7. júlí hófst eins og aðrir sumardagar, ég vitjaði veð- urs, athugaði skýjafarið, og sólin skein, skyldi sólin fá að skína daginn á enda? Yrði ég þeirrar ánægju að- njótandi að skokka í lok vinnudags í þessu fallega veðri? Þetta voru hugrenningar mínar á þessum ann- ars fallega sumarmorgni. Ekki óraði mig fyrir því, þegar mamma hringdi í mig snemma þenn- an morgun, að hún færði mér þær sorgarfréttir að systurdóttir mín Bjarghildur Margrét hefði orðið bráðkvödd daginn áður. Það dró fyrir sólu í hjarta mínu. Tómleikinn tók við. Ég spurði: Af hveiju er ung móðir hrifin svo fyrir- varalaust í burtu í blóma lífs síns frá eiginmanni og börnum? Hver er tilgangurinn? Ekki á ég svarið. Ég var tíu ára þegar Bjarghildur fæddist, fyrsta barnabarn foreldra minna. Ég var talsvert spennt, það var að fæðast lítið barn, en jafn- framt dálítið kvíðin, ég var jú yngst okkar systkina og hafði alltaf verið örverpið. Þegar ég sá hana fyrst fannst mér hún svo agnarsmá með sitt rauða hár, og gullfalleg. Það kom fljótt í ljós að þarna fór sterkur og ákveðinn persónuleiki. Hún var hreinskiptin og lá ekki á skoðunum sínum, var hún mjög svo hnyttin í tilsvörum og hafði góðan húmor. Hún átti það til að stjórna okkur frænkum sínum og ekki vorum við nú alltaf eins og hún vildi hafa okk- ur. Hún var ekki há í loftinu þegar hún hafði skoðun á því hyeija við völdum sem Iífsförunauta. Á þessum árum var henni alls ekkert óviðkom- andi. Ég var nýorðin móðir og fannst henni pilsið mitt vera heldur stutt, þar sem ég væri nú orðin kona. Lít- il áhrif höfðu þessar umvandanir hennar, þar sern pilsin mín hafa lítið síkkað síðan. Ýmsir gullmolar liggja eftir Bjarghildi sem ekki verða rifj- aðir upp hér, heldur munum við geyma þá í minningunni um hana. Ég vil að endingu gera orð Kahl- ils Gibran að mínum orðum: Þá sagði kona ein: Talaðu við okkur um gleði og sorg. Og hann svaraði: Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Elsku Gerður, Einar, Siggi, Davíð Þór og Arna Kristín, innilegar sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Guðný Aradóttir. Það er ávallt erfitt að skilja þegar góður vinur er svo skyndilega kallað- ur á brott frá okkur, eins og var nú þegar okkur barst fregnin um að Bjarghildur væri öll. Eftir sitja spurningarnar og sorgin sem við verðum að yfirvinna með tímanum. Bjarghildur var ein merkilegasta manneskja sem ég hef kynnst. Vilja- styrkur og ákveðni voru lýsandi skapgerðareinkenni hennar. Hún háði hetjulega baráttu við sjúkdóm sinn án þess að æðrast, þó að oft mætti hún skilningsleysi og fordóm- um hjá samborgurum sínum. En hún átti líka góða að. Fjölskyldan var bakhjarl hennar og stoð alla tíð. Siggi, Davíð og Arna voru allt henn- ar líf og hún gaf þeim líka mikið. Hún bjó þeim gott og fallegt heimili og undirbjó þau undir lífið af sinni miklu trúfesti og heilbrigða metn- aði. Davíð og Arna eru vel upp alin og falleg börn og voru augasteinar móður sinnar. Bjarghildur var mér ávallt góð vinkona. Þegar við störfuðum saman í Fiskiðjunni Dvergasteini kynntist ég því hversu ótrúlega góður starfs- maður hún var. Hún hafði alla þá kosti sem einn starfsmann mega prýða. Þegar hún byijaði í fyrirtæk- inu var það af hjálpsemi við mig sem hún kom til starfa á álagspunktum við bókhald. Smám saman var hún orðin algjörlega ómissandi og bætti sífellt á sig störfum, enda þótt hún hefði ærin verkefni önnur og gengi alltof nærri sér. Hún var mikil ná- kvæmnismanneskja og vildi hafa alla hluti eins rétta og fullkomna og nokkur kostur var. Hún lagði alúð og metnað í stór verk sem smá. Trúmennska hennar var ein- stök gagnvart starfi sínu og trúnað- ur hennar við þá sem hún starfaði með og fyrir. Hún starfaði á mörgum stöðum í einu, en hélt ævinlega full- an trúnað við hvert og eitt fyrir- tæki. Við störfuðum mjög náið sam- an og áttum trúnað hvor annarrar. En aldrei svo mikið sem hvíslaði hún einhveiju um önnur fyrirtæki sem hún vann hjá. Þrátt fyrir nákvæmn- ina var hún hamhleypa til verka og afkastaði meiru á sinni stuttu ævi, heldur en hægt er að ætlast til að venjulegt fólk afkasti á heilli starfs- ævi. Ávallt var hún hress og kát og lagði jákvætt til málanna. Illt umtal um annað fólk leyfði hún sér ekki og gat ekki þolað öðrum. Hún var hrein og bein og ef henni mislíkaði eitthvað var hægt að treysta því að hún segði það við mann sjálfan, en léti kyrrt liggja að öðrum kosti. Ef maður stóð í stórræðum heima fyrir og fannst allt ganga á afturfótunum, þá var líklegast að Bjarghildur finndi það á sér og mætti með góðar kök- ur til gleðja og hressa upp á mann- skapinn. Ef maður var stressaður og átti mikið fyrirliggjandi í vinn- unni þá skrapp Bjarghildur og náði í eitthvert góðgæti og sagði: „Svona slappaðu nú af og dragðu djúpt and- ann, við klárum þetta allt.“ Ég bað dóttur mína að segja mér hvað væri það fyrsta sem henni dytti í hug þegar minnst væri á Bjarghildi og það stóð ekki á svarinu: „Alltaf hress og tilbúin að hjálpa öðrum, alveg sama hvernig stendur á hjá henni sjálfri." Og það eru orð að sönnu. Þetta var hennar einkennismerki. Við lok samleiðar okkar eru góðar minningar það sem dýrmætast er af öllu og svo mikið er víst að um Bjarghildi á ég góðar minningar og margt hefur hún kennt mér. Missir Sigga, Davíðs og Örnu er mikill og sár. Þau munu eiga minningar um góða móður og veganestið sem mun leiða þau í gegnum lífið. Því minn- ingarnar eru mesti fjársjóðurinn við leiðarlok. Megi guð styrkja fjölskyld- una í sorginni. Arnbjörg Sveinsdóttir. Sæl Bjarghildur. Það er orðið of langt síðan ég ætlaði að koma mér að því að senda þér nokkrar línur og þakka þér fyr- ir stuðninginn og allt gamalt og gott. Þetta eru upphafsorð bréfs sem var loksins klárað og tilbúið þegar Gulli hringdi í mig sl. sunnudag og færði mér þær sorgarfréttir að Bjarghildur væri dáin. Kynni okkar Bjarghildar hófust á áliðnu hausti 1993. Þá kom hún til starfa við afleysingar á skrifstofu Fiskiðjunnar Dvergasteins hf. Síðar var hún ráðin þar sem fastur starfs- maður og starfaði þar allt fram á síðasta dag. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um störf Bjarghildar, þau einkenndust af dugnaði, samvisku- semi og umfram allt ósérhlífni. Það geta margir betur en ég borið að Bjarghildi féll sjaldan verk úr hendi. Ásamt störfum sínum hjá Dverga- steini hf. starfaði hún í hlutastörf- um, oft hjá tveim og stundum þrem vinnuveitendum og þegar heim var komið var því sinnt sem þurfti að sinna. Einhvern tíma og í ljósi þeirra aðstæðna sem Bjarghildur bjó við, spurði ég hana að því hvernig hún færi að þessu og yfir höfuð hvort hún gæti þetta eða mætti það. „Jú, sjáðu. Þetta er allt skipulagt, þegar ég er búin að klára það sem liggur fyrir hér, fer ég til Adda og klára þar, síðan koll og kolli.“ Þannig var BJARGHILD UR MAR- GRÉT EINARSDÓTTIR vikan skiuplögð. Að lokum sagði hún: „Það er allt í lagi með mig.“ Þessi mál voru ekki rædd frekar í það sinn. í ljósi þeirra veikinda sem Bjarg- hildur átti við að stríða, þá um- hyggju sem hún sýndi sínum, þeirri ástundun og ögun sem hún ávallt sýndi, var ekki erfítt að sjá að hér fór sterk persóna og fyrirmynd í flestu því sem hún tók sér fyrir hendur. Mig langar í þessum fáu kveðjuorðum að minnast á einn eig- inleika sem mér fannst Bjarghildur vera afar rík af. Þessi eiginleiki fólst í því að hún var ávallt tilbúin að hjálpa til. Hvort sem það var til þess að gleðja einhvern eða hjálpa þar sem hjálpar var þörf. í svo stóru fyrirtæki sem Dvergasteinn hf. er, kom það fyrir að hún leitaði álits hjá mér um það hvort ekki ætti að gera þetta og/eða hjálpa þar. Við vorum kannski ekki alltaf sammála, en hún hafði oftar en ekki sitt fram. Óafvitandi nutu margir þessa góða eiginleika Bjarghildar. Á hinn bóg- inn fór það ekki hátt, að Bjarghild- ur þurfti sinn stuðning. Ekki efast ég um að þegar henni leið ekki eins vel og hún vildi vera láta, að þá stóðu Siggi og krakkarnir, hennar nánustu og að ég held fáu góðu vinir fast við hlið hennar. Ég vil að lokum þakka þér, Bjarg- hildur, fyrir samvinnuna hjá Dvergasteini hf. Fyrir þann ómet- anlega stuðning og hlýjug sem þú sýndir mér, Bergrúnu og Gísla, þeg- ar þér fannst vera þörf á því síðast- liðið sumar. Þó að það komi vafalaust fram annars staðar þá ætla ég að færa þakkir og hlýhug frá öllum þeim starfsmönnum Dvergasteins hf. sem störfuðu með þér þann tíma sem okkar samstarf stóð. Ykkur, Siggi, Ama og Davíð, biðj- um við góðan Guð að styrkja á þess- um erfíða tíma og leiða ykkur til þeirrar framtíðar sem við eigum öll. Finnur H. Sigurgeirsson. í dag kveðjum við með söknuði vinkonu okkar Bjarghildi Einars- dóttur. Frá fyrstu kynnum okkar skapaðist traust og vinátta sem við vorum svo lánsamar að njóta til þess síðasta þrátt fyrir að búsetu- skipti yrðu til þess að þó nokkrar fjarlægðir í kílómetrum talið að- skildu okkur síðustu árin. { fari Bjarghildar nutum við þess er ein- kenndi hana mest, sem var trygg- lyndi, nærgætni og umhyggjusemi. Bjarghildur bar sig ávallt með reisn og kvartaði ekki þótt hún ætti við erfíð veikindi að stríða. Starfsorka hennar var með eindæmum og var hún eftirsóttur starfskraftur. Hún var góður bókari, þar sem skipu- lagshæfileikar hennar, nákvæmni og samviskusemi nutu sín vel enda gegndi hún að jafnaði nokkrum störfum samtímis, lét hún ekki bíða til morguns það sem hún gat gert í dag. Þrátt fyrir mikla vinnu höfðu börnin og heimilið þó alltaf forgang og báru umhyggju hennar og natni glöggt vitni Börnunum okkar reynd- ist Bjarghildur góður vinur sem þau munu minnast með hlýju. Hún naut þess að gleðja unga vini sína á allan hátt, gaf sér ávallt tíma fyrir þau, var minnug á afmælisdaga og fylgd- ist með atburðum í lífi þeirra. Það er sárt að börnin hennar, Arna og Davíð, fái ekki að njóta lengur þeirr- ar takmarkalausu umhyggju sem hún bar fyrir þeim, en sú umhyggja og alúð sem hún lagði við uppeldi þeirra frá fyrstu tíð verður þeim nú það besta veganesti sem nokkur móðir getur gefið börnum sínum. Siggi og Bjarghildur studdu hvort annað alla tíð og er missir hans mikill. Kveðjustundin er sár en fal- leg minning um góða stúlku lifir í hjarta okkar allra. Við minnumst okkar góðu vinkonu með virðingu og biðjum Guð að styrkja fjölskyldu hennar. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesú, í þína hönd, sfðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Kristín og Kristjana Bergsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.