Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 11 íslenski safna- dagurinn á morgun Ljósmynda- sýning á Minja- safninu ÍSLENSKI safnadagurinn er á morgun, sunnudag, og er meiningin að söfn í landinu noti daginn til að vekja athygli á starfsemi sinni. Á Minjasafninu á Akureyri verður safnadagurinn tileinkaður ljós- myndum. Sýndar verða 800 þjóðlífsmyndir frá ljósmyndastofu Jóns og Vigfús- ar á Akureyri en myndirnar eru flestar frá tímabilinu 1930-1950 og hafa fæstar verið til sýnis áður. Hörður Geirsson, umsjónarmaður ljósmyndadeildar safnsins, verður á staðnum frá kl. 11-13 og svarar spurningum gesta og gefur upplýs- ingar um ljósmyndaskráningu safnsins. Undanfarin ár hefur verið unnið að tölvuskráningu ljósmynda og er nú búið að skrá um 70.000 ljós- myndir. Á safnadaginn gefst því kjörið tækifæri að koma á Minja- safnið og leita að myndum af vinum og ættingjum sem gætu verið til í ljósmyndadeild safnsins. Minjasafnið er opið alla daga frá kl. 11-17. í júlí og ágúst er einnig opið þriðjudags- og fimmtudags- kvöld frá kl. 20-23. Aðgangseyrir er 250 krónur fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir 16 ára og yngri og eldri borgara. EINSTAKT TÆKIFÆRI Til sölu eru lóðirnar Ráðhústorg 9 og Strandgata 4 við Ráðhús- torg á Akureyri ásamt öllum mannvirkjum. Við Strandgötu 4 er 168 m2 baklóð auk innkeyrslu. Eignirnar seljast annað hvort saman eða hvor í sínu lagi. Hús Nýja Bíós skemmdist í eldi og þarfnast endurbóta. Vátryggingabætur fylgja eigninni. Símar 462 1744 og 462 1820. / tfi \ Jón Kr. Sólnes hrl. FASTEI G.\ASA L A.\ Sölumenn: BYGGD Ágústa Ólafsdóttir BllGKKUUðTU 4 Björn Guðmundsson Tómas I. Olrich alþingismaður verður með viðtalstíma á eftirtöldum stöðum • Kelduhverfi, mánudag 14. júlí n.k. kl. 10.00 til 13.00 í Skúlagarði; • Húsavík, mánudag 14. júlí kl. 15.00 til 18.00 í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofu; • Mývatnssveit, þriðjudag 15. júlí kl. 10.00 til 13.00 í Hótel Reynihlíð; • Eyjafjarðarsveit, þriðjudag 15. júlí kl. 15.00 til 18.00 á skrifstofu sveitastjórnar að Syðra-Laugalandi. Iðnaðarmenn farnir að leita suður í vinnu íbúðir við Snæg-il afhentar HÚSNÆÐISNEFND Akureyrar af- hendir fyrstu 20 íbúðirnar í 1. áfanga við Snægil næstkomandi þriðjudag. íbúðirnar eru í fimm fjölbýlishúsum við Snægil 10-18. Húsin eru öll á tveimur hæðum og hafa allar íbúðirn- ar sérinngang. Húsnæðisnefnd óskaði eftir hug- myndum frá arkitektum að skipulagi byggingasvæðis við Snægil 2-36 og valdi dómnefnd tillögu frá Arkitekta- og verkfrfeðistofu Hauks á Akur- eyri. Skipulagi og hönnum lauk í apríl á síðasta ári og þar var boðin út bygging 36 íbúða sem fyrirhugað er að byggja á næstu þremur árum. Jafnframt var ákveðið að taka til- boð Hymu hf. í byggingu íbúðanna. Danskur leiklistarfrömuður á ferð Ræðir um framtíð mannsins á jörðinni JYTTE Abildström heldur fyrirlest- ur í Aksjón café í dag, laugardag- inn 12. júlí kl. 16. Jytte er vel þekkt fyrir leiklistarstarfsemi sína og ekki síður fyrir að hafa ákveðnar skoðanir á ýmsum málum sem lúta að framtíð mannsins á jörðinni. Fyrirlesturinn fjallar einmitt um þessi málefni og hún kryddar hann með leikrænum tilburðum af ýmsu tagi. Aðgangur er ókeypis. Jytte fæddist í Kaupmannahöfn 1934 og byijaði snemma að starfa með stúdentaleikhúsinu þar. Eftir nokkrun tíma færði hún út kvíarn- ar og varð þátttakandi í uppfærsl- um á revíum og gamanleikritum hjá stóru leikhúsunum. Jytte fór í námsferð til Englands 1962 og lærði að búa til brúðuleik- hús sem hún hefur þróað og unnið með síðan. Hún rekur sitt eigið leikhús í Riddarasalnum á Fred- riksberg og hefur ferðast með brúðuleikhúsið víða um lönd og auk þess flutt fjölda fyrirlestra um umhverfismál. Hún undirbýr nú byggingu um- hverfisvæns leikhúss í tengslum við Riddarasalinn. Húsið verður kynnt með sólarorku en þar verður gróð- urhús og leikhúsverkstæði. Morgunblaðið/Hólmfríður Haraldsdóttir * Ovenjulegur varpstaður Grímsey. Morgunblaðið. SILFURMAVSPAR hreiðraði um sig á nokkuð óvenjulegum stað hér í Grímsey. Venjan er sú að mávarnir eins og aðrir bjargfugl- ar verpi í bjarginu en þetta par gerði sér hreiður um eitt hund- rað metra frá bjargi, reyndar undir steini. Þegar fréttaritara bar að var einn ungi skriðinn úr eggi og var ennþá blautur. Foreldrarnir voru órólegir yfir þessari óvæntu heimsókn og létu á sér skiljast að þeir vildu fá að gæta afkvæma sinna i friði fyrir mannfólkinu. Sækja í hærra kaup og meiri vinnu SMIÐIR á Akureyri og jafnvel fleiri iðnaðarmenn eru farnir að fara suður yfir heiðar til vinnu. Guð- mundur Ómar Guðmundsson, for- maður Félags byggingamanna í Eyjafirði, segir að það sé mikill hugur í mönnum að sækja sér hærra kaup og jafnvel meiri vinnu. „Það er skortur á smiðurn fyrir sunnan og ég veit að menn eru farnir að líta vel í kringum sig.“ „Við höfum dregist afturúr í launum í þessu kreppuástandi, bæði miðað við byggingamenn í Reykja- vík og aðra iðnaðarmenn. Það er helst að málmiðnaðurinn hafi rétt hraðar úr sér hér á svæðinu en byggingaiðnaðurinn," segir Guð- mundur Ómar. Atvinnuástand nokkuð gott Atvinnuástand hjá bygginga- mönnum hefur verið nokkuð gott í rúmt ár en á árunum frá 1992 og fram á útmánuði 1996 var atvinnu- ástandið slæmt á Akureyri. „Það hefur samt ekki skilað sér í leiðrétt- ingu á launum og þeir bygginga- menn sem eru lausir horfa örugg- lega til Reykjavíkursvæðisins. Og menn þurfa ekki að fara alla leið þangað og það getur verið nóg að fara niður á Grundartanga. Það er ekki flókið að búa á Akureyri og vinna t.d. á Grundartanga en þang- að er ekki nema fjögurra tíma ferðalag." Guðmundur Ómar segir að þrátt fyrir launin á Akureyri séu lægri en fyrir sunnan, sé nýtt íbúðarhús- næði ekki ódýrara á Akureyri en í Reykjavík. „Eg átta mig ekki alveg á því í hvað sá mismunur fer.“ Þörf á mótvægi í atvinnuuppbyggingu Framkvæmdir á virkjanasvæðum eru að fara í gang og verða í gangi næstu árin. Guðmundur Ómar segir því nauðsynlegt að menn í Eyjafirði finni mótvægi í atvinnuuppbygg- ingu á svæðinu. „Ég veit ekki hvort stóriðja er sá kostur sem menn eiga endilega að horfa á en það þarf einhveija vítamínsprautu í atvinnu- lífið svo hægt verði að fjölga störf- um.“ Fyrstu laxarnir Morgunblaðið/Björn Gíslason A sléttum Pollinum VEÐRIÐ hefur leikið við Norð- lendinga síðustu daga og útlitið framundan er nokkuð bjart. Á Akureyri fór hitastigið yfir 20 gráður í gær. Þessi ung- menni í Siglingaklúbbnum Nökkva voru á fleytum sínum á sléttum Polllinum í góðviðr- inu í gær og skemmtu sér hið besta. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason STANGAVEIÐIMENN hafa margir hverjir ekki haft erindi sem erfiði í veiðiferðum sínum á þessu sumri. Til að mynda hefur laxveiðin verið mjög dræm í lax- veiðiám á Norðurlandi, eins og fram kemur í Morgunblaðinu í gær. Benedikt Kristjánsson, 11 ára snáði frá Akureyri, fór aðra leið og reyndi fyrir sér í tjörn við Ystu-Vík með góðum ár- angri. Hann kom heim með tvo væna eldislaxa, 5 og 7 pund. Benedikt var að vonum ánægður með feng sinn, enda eru þetta fyrstu laxarnir sem hann dregur á land. Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta sunnudaginn 13. júlí kl 11.00, séra Birgir Snæ- björnsson. Flytjendur á Sum- artónleikum taka þátt í at- höfninni. Sumartónleikar kl. 17.00. Ferðamenn og heima- fólk er boðið velkomið til messu og á tónleikana. GLERARKIRKJA: Kvöld- guðsþjónusta sunnudaginn 13. júlí kl. 21.00. Athugið breyttan messutíma. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa laugardaginn 12. júlí kl. 18.00 og sunnudaginn 13. júlí kl. 11.00 á Eyrarlandsvegi 26. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Almenn samkoma sunnudag- inn 13. júlí kl. 20.00. Indriði A. Kristjánsson predikar. Miðvikudagur 16. júlí kl. 20.30, bænastund og biblíu- kennsla, Natalie Breneman. Föstudagur 18. júli kl. 20.30, Unglingasamkoma, Natalie Breneman predikar. Bæna- stundir á mánudags-, mið- vikudags- og föstudags- morgnum kl. 6-7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.