Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ____________ ERLEIMT_________ Chretien gagnrýndur fyr- ir uminæli um Bandaríkin Ottawa, París. Reuter. LEIÐTOGI stjórnarandstöðunnar í Kanada hef- ur gagnrýnt Jean Chretien, forsætisráðherra landsins, harkalega fyrir að skaða samskipti Kanada við Bandaríkin með ummælum á leið- togafundi Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Madríd. Chretien lét þau orð falla í samtali við Jean- Luc Dehaene, forsætisráðherra Belgíu, að hann væri óánægður með að Bill Cinton, forseti Bandaríkjanna, hefði viijað að þremur ríkjum yrði boðin innganga í NATO, en ekki fimm eins og Kanadamenn og fleiri vildu. „Astæðan er ekki öryggismál," sagði Chreti- en við Dehaene. „Þetta er allt gert vegna pólití- skra skammtímaástæðna til að vinna kosning- ar.“ Forsætisráðherrarnir voru að tala saman á frönsku og áttu ekki von á því að til þeirra heyrðist. Svo vildi hins vegar til að kveikt var á hljóðnema skammt frá þeim og var samtalið tekið upp. Var mikið íjallað um málið í kana- dískum fjölmiðlum á fimmtudag. „I þínu landi eða mínu landi væru stjórnmála- mennirnir allir í fangelsi vegna þess að [Banda- ríkjamenn] selja atkvæði sín,“ sagði Chretien. Preston Manning, leiðtogi kanadíska Um- bótaflokksins, sagði að Chretien hefði með ummælum sínum tekist að móðga Bandaríkja- menn og gætu orð hans skaðað samskipti ríkj- anna. Milli Bandaríkjanna og Kanada eru meiri viðskipti en nokkurra annarra tveggja ríkja á jörðu. Giscard d’Estaing segir uppskeruna rýra Valery Giscard d’Estaing, fyrrverandi Frakk- landsforseti, gagnrýndi frammistöðu Frakka á þremur mikilvægum alþjóðlegum fundum undanfarið og sagði að uppskeran frá þeim væri rýr. „Niðurstaðan í Amsterdam var neikvæð, gagnslaus í Denver og úrslitin í Madrid voru vonbrigði fyrir Frakka," sagði hann í viðtali við dagblaðið Le Monde, sem birtist í gær. Giscard d’Estaing sagði að lítill árangur hefði náðst á Evrópusambandsfundinum í Amsterd- am og engin niðurstaða hefði orðið á fundi sjö helstu iðnríkja heims og Rússlands í Denver. A leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Madrid í þessari viku hefði Frökkum síðan mistekist að tryggja skjólstæðingum sínum, Rúmenum og Slóvenum, aðild og ekki náð fram markmiði sínu um endurbætur innan bandalagsins með þeim afleiðingum að Frakkar myndu ekki taka þátt að nýju í hernaðarstarfi NATO. Giscard d’Estaing, sem var forseti Frakk- lands frá 1974 til 1982 og stofnaði hægri-mið- flokkinn UDF, virtist kenna bæði nýju vinstri stjórninni og Jacques Chirac forseta, sem er gaullisti, um hvernig komið væri. Barist í Kambódíu Phnom Penh. Reuter. BARDAGAR blossuðu upp milli her- sveita forsætisráðherranna Huns Sens og Ranariddhs prins við bæinn Siem Reap í Kambódíu í gær. Liðsforingi í her Huns Sens, sem fer með völdin í landinu, sagði að stjórnvöld hefðu sent liðsauka á svæðið til að hindra að hermenn hliðhollir hinum brottræka forsætis- ráðherra, Ranariddh prinsi, næðu Siem Reap á sitt vald. Barist er í námunda við Angkor Wat, frægt hof frá 12. öld. Samtök Suðaustur-Asíuríkja hafa skipað sendinefnd til að ræða við Sihanouk konung og forsætisráð- herrana tvo, með það fyrir augum að koma á friðarviðræðum. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Þýskalands tilkynntu á þriðjudag að allri þróunaraðstoð til Kambódíu yrði hætt vegna valdaráns Huns Sens. Um helmingur af ríkisútgjöld- um Kambódíu er greiddur með fjár- framlögum frá öðrum ríkjum. Reuter Leit að fólki í húsarústum BJÖRGUNARSVEITIR Ieituðu í gær að fólki sem talið er grafið í rústir bygginga, sem hrundu í 6,9 richterstiga jarðskjálfta í austurhluta Venesúela í fyrradag. í gær var vitað um a.m.k. 68 manns sem biðu bana. Björgunarmenn dældu lofti niður í húsarústir til að hjálpa fólki sem hugsanlega var talið á lífi í rústunum. Á mynd- inni má sjá leitarflokk ofan á leifum sex hæða skrifstofubyggingar í bænum Cumana á Karíba- hafsströnd Venesúela. B andaríkj aforseti aufúsugestur í Danmörku Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „CLINTON kemur“ stendur á skiltum í búðargluggum og stjörnur og rendur skreyta Kaup- mannahöfn. Þessi fyrsta heim- sókn ríkjandi Bandaríkjaforseta til Danmerkur berst um athyg- lina við Tour de France-hjólreiða- keppnina og vart verður séð hver hefur betur, Bill eða hjólreiða- kappinn Bjarne Riis. Það vekur reiði danskra fjöl- miðla að þó mörgum leiki forvitni á að heyra athugasemdir forset- ans einmitt þessa sólarhringana í kjölfar leiðtogafundar ríkja Atl- antshafsbandalagsins er ekki gert ráð fyrir að blaðamenn fái að spyrja hann eins né neins. Clin- ton mun hins vegar ávarpa borg- arbúa á Nýjatorgi rétt við Strik- ið. Danskir fjölmiðlar eru sam- mála um að Danir eigi heimsókn- ina vel skilið fyrir dugandi fram- göngu á leiðtogafundinum og stuðningi við Eystrasaltslöndin. Jafnvel í sænska útvarpinu var því haldið fram í tilefni heim- sóknarinnar að Danir hefðu nú ótvírætt tekið forystuna á nor- ræna svæðinu við Eystrasaltið, en til þeirrar stöðu hafa Svíar gert tilka.ll til. Forsetinn lenti um kl. 22 í gærkvöldi á Kastrup, þar sem Friðrik krónprins tók á móti hon- um ásamt ríkisstjórninni og emb- ættismönnum. Þaðan var honum flogið í bandaríkskri þyrlu til sumardvalastaðar Danadrottn- ingar úti í Fredensborg, þar sem drottningin tók á móti með hon- um við viðhöfn. Þar bauð drottn- ingin forsetanum og föruneyti hans til náttverðar, áður en for- setinn gekk til hvílu í Fredens- borg. I dag byrjar dagskráin ekki fyrr en síðla morguns með opin- berum árbít og siðan leggur for- setinn blómsveig í Minningar- lundinn um andspyrnuhreyfing- una áður en hann heldur í Kristj- ánsborgarhöll á fund Poul Nyrup Rasmussens forsætisráðherra. A eftir er það svo borgarafundur- inn áNýjatorgi, þar sem svart- klæddir menn hafa skoðað bæði hús og íbúa þeirra undanfarnar vikur og þaðan liggur leiðin út á flugvöll og forsetinn kveður Dan- mörku. Það tíðkast ekki að velta fyrir sér hvað það kosti að fá gesti í heimsókn, en óneitanlega velta margir Danir því fyrir sér þessa dagana hvað það kosti að snúa Kaupmannahöfn á hvolf til að hafa Bill Clinton Bandaríkjafor- seta í tæplega sólarhrings heim- sókn. ESB hyggur á aðildarviðræður við fimm Austur-Evrópuríki Reynt að hughreysta þá sem urðu útundan MIKIL vonbrigði einkenna viðbrögð stjórnvalda í þeim ríkjum Austur-Evr- ópu, sem ekki eru á meðal hinna útvöldu, sem NATO og Evrópu- sambandið hyggjast hefja aðildar- viðræður við á næstunni. Fram- kvæmdastjórn ESB ákvað í fyrra- kvöld að mæla með aðildarviðræð- um við sömu þrjú ríkin og NATO hyggst ræða við, þ.e. Tékkland, Pólland og Ungverjaland, auk Slóveníu, Eistlands og Kýpur. Hins vegar verður reynt að hughreysta þau ríki, sem hafa sótt um aðild en þykja enn ekki uppfylla aðildar- skilyrðin, og halda þeim við efnið í lýðræðis- og efnahagsumbótum. Mismunandi sjónarmið aðildarríkja Á leiðtogafundi Austur- og Mið- Evrópuríkja í Salzburg í Austurríki vöktu fréttirnar af ákvörðun fram- kvæmdastjórnarinnar mjög mis- munandi viðbrögð. „Við erum gífurlega ánægðir með þetta. Væntingar okkar eru að verða að veruleika,” sagði Mart Siiman, for- sætisráðherra Eistlands, í samtali við Reuters-fréttastofuna. Forseti Slóvakíu, Michal Kovac, sagði hins vegar: „Ég vona að aðildarríki Evrópusambandsins ... muni ekki snúa bakinu við Slóvakíu." Rúm- enskur starfsbróðir hans, Emil Constantinescu, sagðist telja að framkvæmdastjórnin hefði verið of fljót á sér. „Eg tel að þetta ... endurspegli ekki sjónarmið leið- toga aðildarríkjanna," sagði hann. *★★★* EVRÓPA^. Þar gæti Constantinescu hitt naglann á höfuðið, því að skiptar skoðanir um stækkun ESB eru í hópi aðildarríkjanna. Frakkland leggur til dæmis áherzlu á að hafn- ar verði viðræður við öll ríkin tíu í Austur-Evrópu, sem sótt hafa um aðild að sambandinu. Smærri ríki ESB vilja hins vegar ekki stækka sambandið jafnmikið til að missa ekki spón úr sínum aski. Á þessu er þó sú undantekning að norrænu aðildarríkin vilja að hafnar verði viðræður við Eystrasaltsríkin þijú sem fyrst. Fordæmi er fyrir að ráðherraráð ESB, sem skipað er fulltrúum að- ildarríkjanna, gangi gegn tillögum framkvæmdastjórnarinnar um að- ildarviðræður við nýtt ríki. Á sínum tíma taldi framkvæmdastjórnin Grikkland ekki uppfylla skilyrði fyrir aðild að Evrópubandalaginu en ráðherraráðið tók pólitíska ákvörðun um að hefja viðræður við grísk stjórnvöld. Hlý biðstofa, ekki kæligeymsla Reuter hefur eftir embættis- mönnum framkvæmdastjórnarinn- ar að Lettland, Litháen, Slóvakía, Rúmenía og Búlgaría verði ekki sett út í kuldann og muni fá aðild að sambandinu þótt síðar verði. Efnt verði til fastaráðstefnu ESB og þessara ríkja, þar sem aðildarumsóknir þeirra verði rædd- ar og yfirfamar árlega, frammi- staða í efnahagslegum og pólitísk- um umbótum metin og áætlanir um aðlögun ríkjanna að kröfum ESB undirbúnar. „Umsóknunum verður haldið heitum. Þetta verður hlý biðstofa, fremur en kæligeymsla," segir einn af embættismönnum ESB. i i í l > l í r: 1 \ L í I I ( c u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.