Morgunblaðið - 12.07.1997, Page 30

Morgunblaðið - 12.07.1997, Page 30
30 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þorgerður Pét- ursdóttir fædd- ist í Vallanesi á Völlum 2. ágúst árið 1913. Hún lést á Landspítalanum 3. júlí siðastliðinn. Hún var fyrstu sjö ár ævinnar á Hér- aði en flutti þá til Neskaupstaðar. Foreldrar hennar voru Pétur Péturs- son, f. 1874, d. 1937, vinnumaður og póstur á Héraði, síðar múrari og verkamaður í Neskaupstað, og kona hans Una Stefanía Stef- ánsdóttir, f. 1882, d. 1950. Systkini Þorgerðar eru: Sigur- björg, f. 1902, látin, Jón f. 1903, látinn, Ragnheiður, f. 1904, Sig- urður, f. 1905, látinn, Sigríður, f. 1907, látin, Eva, f. 1908, drengur sem dó í fæðingu 1910, Margrét, f. 1911, Sveinbjörg, f. 1912, Stefán f. 1915, látinn, Guðný, f. 1917, Ragna, f. 1919, dó á fyrsta ári, drengur sem dó í fæðingu 1921, María, f. 1923. Hinn 28. júlí 1934 giftist Þor- gerður Halldóri Björgvini Ivarssyni sjómanni og neta- gerðarmanni, f. 18. desember 1904, d. 7. desember 1988. For- eldrar hans voru hjónin ívar Halldórsson beykir og Anna Margrét Jónasdóttir á Bjargi á Djúpavogi. Þorgerður og Björgvin bjuggu alla tíð á Djúpavogi og áttu 13 börn: 1) Una Stefanía Stefánsdóttir, f. 1931, d. 1995. Hennar maður Gunnar Arnason, f. 1928, og eiga þau Kjartan, f. 1951, Þor- gerði, f. 1955, og Onnu Maríu, f. 1962. 2) Anna Margrét, f. 1934, d. 1951. 3. Haukur, f. 1935. Hans kona er Guðrún Sigvaldadóttir, f. 1927, og eiga þau Sigvalda Steinar, f. 1965, og Björgvin Þorgeir, f. 1966. 4) Fjóla, f. 1937. Hennar maður er Jóhannes Jóhannesson, f. 1924, og eiga þau Jóhannes, f. 1955, Onnu Rós, f. 1957, og Hugrúnu f. 1959. 5) Ragna, f. 1938. Hennar maður er Svein- björn Arnason, f. 1933, og þau Mig langar til að minnast móður minnar, þeirrar mætu konu, Þor- gerðar Pétursdóttur. Þessarar konu sem ól mig í þennan heim fjórum dögum eftir andlát Önnu Margrétar, elstu dóttur hennar og föður míns, Björgvins ívarssonar. Anna Margrét varð aðeins 17 ára gömul. Ég hlaut sama nafn, það lá beint við. Ef til vill bundumst við sterkari böndum vegna þessara atburða, ásamt því að ég var yngst. Ég minnist þess þegar ég var barn hve óendanlegri eljusemi hún bjó yfir. Hún fór alltaf seinust í rúm- ið á kvöldin, oftar en ekki langt lið- ið á nótt, og samt komin upp eld- snemma á morgnana. Pabbi þá iöngu farinn til vinnu. Alltaf næg verkefni við að afla í matar- og þarfakistu heimilisins. Mömmu féll aldrei verk úr hendi, allt var saumað heima, prjónað og útbúið. Þvottur þveginn við erfiðar aðstæður. Börnin böðuð í bala á eldhúsgólfinu. Jafnvel sápan sem notuð var til þvotta, eða á líkam- ánn, var heimatilbúin. Matur var saltaður, súrsaður, reyktur og niður- soðinn og útbúinn á þeirri stærstu heimiliseldavél sem ég hef séð. Mik- ið bakað og eldað. Aldrei neinn svangur, skítugur, rifinn eða tættur. Hún kenndi okkur að biðja bænir, vera kurteis, heiðarleg og sönn. Við áttum líka að vera ábyggileg, stund- vís og dugleg. Að sitja með auðar hendur í skauti og góna út í loftið sýndi ekki þá hlið sem hún inn- rætti. Eftir hádegi á sunnudögum veitti pabbi sér oftast einn munað, hann lagði sig, og þá skyldi vera þögn í húsinu. Mamma sussaði á lið- ið, og þó fermetrarnir væru ekki eiga Björgvin, f. 1958, Árna,^ f. 1960, Stefaníu Osk og Sveinbjörn, f. 1964, Hallfríði, f. 1969, og Guðrúnu Björk f. 1975. 6) Bertaf. 1939. Hennar maður er Guðni Jónsson, f. 1936, og eiga þau Kristínu Sigríði, f. 1958, Jón Björgvin, f. 1959, ívar Pétur, f. 1960, og Þorbjörgu Margréti, f. 1965. 7) ívar Björgvinsson, f. 1941. Hans kona er Emma Ásgeirsdóttir, f. 1948, og eiga þau Ásgeir, f. 1972, Halldór Björgvin, f. 1973, og Margréti, f. 1974. 8) Björk, f. 1942. Hennar maður er Albert Ólafsson, f. 1936. Hún á Guðnýju, f. 1959, Borghildi Maríu, f. 1962, og Þorgerði, f. 1966. 9) Pétur, f. 1944. Hans kona er Margrét Harðardóttir, f. 1955, og þeirra börn eru Þorgerður, f. 1976, og Birgir Ivar, f. 1981. Hans börn eru Theodóra Sif, f. 1967, og Oddný, f. 1968. Fósturdóttir hans er Anna Guðrún Andrés- dóttir, f. 1972. 10) Óskirð stúlka, f. og d. 1945. 11) Hrafn- hildur, f. 1947. Hennar maður er Gísli Ágústsson, f. 1946. Hennar börn eru Þórarinn, f. 1967, Jóhann Viðar, f. 1971, Grétar, f. 1974, og Guðmundur, f. 1981. 12) Pálmar, f. 1949. Hans kona er Sigrún Guðný Guðmundsdóttir, f. 1942, og eiga þau Pálmar Ægi, f. 1972, Sigrúnu Huld, f. 1975, og Hörpu Lind, f. 1979. Fóstursyn- ir hans eru Jón, f. 1960, og Ingvar Oddgeir, f. 1963, Magn- ússynir. 13) Anna Margrét, f. 1951. Hennar maður er Róbert Guðmundur Eyjólfsson, f. 1952. Þau eiga Kolbrúnu, f. 1971, Hróbjart, f. 1974, Helenu Rós, f. 1981, Anton Ivar, f. 1985. Afkomendur Þorgerðar og Björgvins eru 105 að undan- skildum stjúpbörnum og fóstur- börnum. Útför Þorgerðar fer fram frá Djúpavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. margir innandyra, þá tókst þetta, á meðan var setið við hannyrðir, farið til messu eða litið í bók. Það var nánast litið á það sem heilaga stund að heimilisfaðirinn legði sig, - en þessir tveir tímar voru stundum lengi að iíða. Mín uppvaxtarár voru eflaust sem dagar víns og rósa miðað við erfið- leika þeirra og strit á tímum meiri kreppu, þegar elstu systkini mín voru börn. Mamma söng alltaf mik- ið. Það dró reyndar úr því hin síðari ár. En í gamla daga var hún sísyngj- andi, hún söng yfir matargerð, upp- vaski og bakstri, stundum var það Ingi T., stundum sálmar, stundum dægurlög. Hún kunni þessu góð skil. Á Djúpavogi er landslag einstak- lega fallegt, og hún unni því. Tæki- færi til að ferðast voru ekki mörg, en hún gerði það í huga sínum og ég hygg að þannig hafi hún víða farið og hún þekkti myndir og lýs- ingar frá ótrúlegustu stöðum, þótt hún hefði þar aldrei komið. Hún var vel að sér um land og þjóð og fylgd- ist alla tíð vel með þjóðmálum okkar. Eftir að barnauppeldi lauk, og hún komin vel yfir fimmtugt, fór hún út á vinnumarkað. Það fannst henni alveg frábært, og var það góð til- breyting frá umönnunarhlutverkinu. í nokkur ár vann hún hjá Búlands- tindi og sýndi þar sína dyggu og vinnusömu hlið, sem og annars stað- ar. Fáir fara áfallalaust í gegnum líf- ið, það er okkar skóli. Hún mamma fór ekki varhluta af því, en enginn er látinn bera þyngri byrðar en hann þolir, og hún var ótrúlega sterk. Oft var heilsan slæm og ýmislegt kom upp á þannig að hún þyrfti að leita sér lækninga til Reykjavíkur, og allt- af sigraði hún. Fyrir 10 árum fékk hún krabba- mein, og eftir það fór gangan að þyngjast, þá var pabbi líka orðinn lúinn af lífsins göngu, en hún tók ekki annað í mál en að hugsa um hann svo vel sem hún gat, og miklu meira en það. Tæpum tveim árum síðar dó hann, hinn 7. desember 1988. Þau áttu samleið í 55 ár. 6. desember 1995 lést Stefanía systir mín, sú góða kona og mikli vinur. Það var mömmu erfitt, þær höfðu alltaf verið svo nánar. Henni fannst óréttlátt að hún skyldi sjáif lifa áfram, en Stebba deyja úr sama sjúkdómi, samt svo miklu yngri. En nú er hún farin, blessunin, og laus undan þjáningum sínum og hefur hitt horfna ástvini á ný. Elskulega mamma mín, þakka þér fyrir samfylgdina, leiðsögn þína og kennslu, mér og mínum til handa. Anna Margrét. Ég vil minnast tengdamóður minnar, Þorgerðar Pétursdóttur. Ég hitti hana fyrst fyrir næstum íjöru- tíu árum, nokkru eftir að ég og dótt- ir hennar Berta höfðum heitbundist. Kynni mín við væntanlega tengda- móður voru strax góð og innileg. Og í hvert skipti er ég síðar hitti þessa indælu og góðu konu sem átti svo mörg börn og svo stórt hjarta fannst mér ég eiga meira í henni. Af henni stafaði ávallt ákveðni, en jafnframt ljúfmennska og góðsemi. Henni féll aldrei verk úr hendi og Miðhús, Djúpavogi, fallega húsið hennar og Björgvins Ivarssonar, tengdaföður míns, var að vísu ekki stórt að utan- máli, en inni var alltaf pláss fyrir einn í viðbót. Þar var aldrei þröngt um manninn en oft þétt setið. Ein af mínum indælustu minning- um er frá þeim tíma þegar ég fyrst kom í Miðhús, ásamt eiginkonu minn. Að morgni, er ég enn svaf, bakaði Þorgerður tengdamóðir mín vöfflur og annað góðgæti og bað eiginkonu mína að færa mér í rúmið ásamt heitu súkkulaði. Þetta endur- tók sig á hverjum morgni í þessari fyrstu heimsókn minni til hennar og einnig í síðari heimsóknum á þetta indæla heimili. í eldhúsi Þorgerðar í Miðhúsum var á þessum árum stór eldavél er kynt var með gljákolum. Það var einstaklega gott að doka við í eldhús- inu, í skotinu við eldavélina, og njóta hlýjunnar frá eldavélinni ásamt þeirri hjartahlýju er ávallt stafaði frá Gerðu. Þar áttu margar umræður sér stað enda oft margt um mann- inn, bæði meðlimir þessarar stóru fjölskyldu sem og aðrir gestir og gangandi er áttu leið um Miðhús og stöldruðu þar við um Iengri eða skemmri tíma. Hjá tengdaforeldrum mínum í Miðhúsum lærði ég að meta margar þær tegundir af íslenskum mat er ég ekki hafði áður kynnst, eða sem unglingur ekki reynt eða haft áhuga á. Þar má telja hnísukjöt, ýmiss konar fuglakjöt, selshreifa, siginn fisk, kjötsúpu, ábrystir og fleira. Þar komst ég, rúmlega tvitugt kaupstað- arbarnið fyrst að því að kýr verður að eiga kálf áður en hún byijar að mjólka. Þarna á Djúpavogi kynntist ég hinum ýmsu grundvallaratriðum er íslensk lífsbarátta byggðist á í íslensku sjávarþorpi á þessum árum og hef ég oft notið þeirra kynna síð- ar í lífi mínu. Gerða í Miðhúsum var kóngur í ríki sínu. Ekki var þó svo að Björg- vin bóndi hennar hefði ekki sín áhrif og völd þar á bæ. Hann var oft lengstan hluta dags fjarri heimili sínu, fyrstu árin á sjó, síðar við neta- gerð að aðalstarfi. Einnig stundaði hann ýmsar veiðar á sjó sem landi til að afla matar handa hinni stóru fjölskyldu er heimili átti í Miðhúsum. En Gerða leiddi verk þau er fram- kvæmd voru á heimilinu. Hún skip- aði engum fyrir en orð hennar og tilmæli voru sem lög er framfylgt var, með ánægju og virðingu, án frekari umræðu. Á seinni árum er börn Þorgerðar og Björgvins uxu úr grasi var þar oft fjölmennt, sérstaklega á sumrin. Þá komu börn, tengdabörn, barna- börn og aðrir vinir í heimsókn og nutu þar samvista við afa og ömmu í Miðhúsum. Minningarnar frá Mið- húsum munu lengi verma hug þeirra. Þorgerður fylgdist mjög vel með hinni stóru fjölskyldu sinni. Hún vakti yfir velferð fjölskyldunnar, hvar sem meðlimir hennar voru staddir, hérlendis sem erlendis. Öll- um þótti vænt um að fá hringingar frá Gerðu. Og margir leituðu ráða hjá henni. Þorgerður tókst jQórum sinnum á við hinn skæða vágest krabbamein- ið. Fyrst mun það hafa verið á fimm- tugsaldri. Hún gekk í gegnum þessi átök, sem önnur viðfangsefni á iífs- ieið sinni, möglunarlaust, með já- kvæðu hugarfari og án þess að taka möguleikann á ósigri með í reikning- inn. í flórða sinn náði sjúkdómurinn loks undirtökum. Þorgerður lést á krabbameinsdeild Landspítalans að kvöldi fimmtudagsins 3. júlí. Þar hafði hún verið umvafin sams konar umhyggju og hlýju og hún hafði sýnt öðrum fyrr á ævi sinni, bæði af hinu frábæra starfsliði deildarinn- ar sem dætrum sínum er vöktu við dánarbeð hennar. Blessuð sé minning Þorgerðar Pétursdóttur. Guðni Jónsson. Ég verð að fara, feijan þokast nær og framorðið á stundaglasi mínu. Sumarið, með geislagliti sínu hjá garði farið, svalur fjallablær af heiðum ofan, hrynja lauf frá greinum, og horfinn dagur gefur byr frá landi. (Davíð Stef.) Hún amma mín, Þorgerður Pét- ursdóttir, er dáin. Það var vitað að svo mundi fara innan tíðar, en var þó svo óvænt og sárt þegar það gerðist. Á uppvaxtarárunum var það ekki oft sem ég hitti afa og ömmu, þar sem þau bjuggu austur á Djúpavogi en fjölskylda mín á Ólafsfirði. Því var það svo að þegar von var á þeim, biðum við þess öll með eftirvæntingu og tilhlökkun og vonuðum að þau mundu dvelja lengi, lengi. Sú vinátta og hlýja sem amma sýndi þá, varðveittist á milli okkar og hún var börnunum mínum jafn góð og hún var mér. Síðari ár, eftir að amma varð ekkja, hittumst við oftar. Fórum saman á kaffihús, í búðir, eða vorum heima hjá mér. Og alltaf gat amma sagt hvað hún vildi eða hvað hún vildi ekki. Hún hafði ákveðnar skoð- anir, hún kunni að segja „nei“ og það gerði samvistirnar meira krefj- andi og miklu skemmtilegri. Hún gat notið augnabliksins og sagt það. Ég er ömmu þakklát fyrir samver- una, gleðistundirnar, einlægnina og vináttuna. Og þó hún sé farin þá skilur hún eftir minningar sem gleðja og vekja til umhugsunar, eins og hún sjálf gerði þegar hún lifði. Blessuð sé minning Þorgerðar Pétursdóttur. Vertu sæl, elsku amma mín. Anna Rós. Æðruleysi, tíguleiki og reisn munu alla tíð einkenna minningu Gerðu ömmu. Hún var af kynslóð- inni sem stritaði til þess að börnin og barnabörnin gætu búið við vel- sæld og val en bar sjálf skarðan hlut frá borði. Amma átti fárra kosta völ í uppvextinum - aldrei eignaðist hún bíl, aldrei eignaðist hún mynd- bandstæki og aldrei fór hún til Flórída. Hún var samt ríkari en margur annar; hún átti góðan mann og góð börn. Amma vann alla ævi hörðum höndum við að koma börnum sínum til manns. Gleðin og sorgin knúðu dyra hjá henni í mörgum myndum en aldrei heyrðist amma barma sér. Alltaf hugsaði hún um velferð ann- arra og aldrei um sína eigin. Aðrir þurftu að vaka yfir velferð hennar og það var engin kvöð, heldur ljúf skylda sem börn og tengdabörn tóku á sig með glöðu geði. Margir báðu um meira af slíku en fengu ekki. Enginn getur státað af veglegra ævistarfi en hún amma. 102 afkom- endur sem eru lífs og 3 sem eru liðn- ir bera þess glöggt vitni og sjá til ÞORGERÐUR PÉTURSDÓTTIR þess að Þorgerður Pétursdóttir verð- ur alltaf á meðal okkar. Við erum öll rík með hana hjá okkur. Ég óska henni velfarnaðar á þeirri leið sem hún gengur nú. Himnaríki er hennar. ívar Pétur Guðnason. Þegar nákominn ættíngi fellur frá er ekki óeðlilegt þótt upp hrannist í hugann minningar tengdar viðkom- andi. Þannig er okkur farið núna þegar við kveðjum Gerðu ömmu. í hugann koma minningarbrot sem okkur eru kær þótt öðrum virðist þau ósköp léttvæg frá því er við vorum lítil og dvöldum með mömmu um lengri eða skemmri hríð hjá ömmu og afa á sumrin. Við rifjum upp þegar amma sendi okkur með kaffið handa afa. Kaffi með- mjólk og sykri var helt á glerflösku sem sett var ofan í ullarsokk og litlum sendlum trúað fyrir sendingunni. Að launum leyfði afi okkur að spranga í köðlum á netaverkstæð- inu. Og amma tók því með jafnaðar- geði þegar við vorum að reyna að smala hænunum saman og hún beitti lagni við að búa til búðarmjólk svo að þéttbýlisbörn þyrftu ekki að láta beljumjólk inn fyrir varir sínar. Þegar aldurinn færðist yfir varð amma æ tíðari gestur á heimili for- eldra okkar því oft þurfti hún að koma suður til lækninga. Amma hafði þá frá mörgu skemmtilegu að segja. Hún uppfræddi okkur um æsku sína og uppeldi á alþýðuheim- ili í Neskaupstað og uppi á Héraði. Hún sagði okkur frá lífskjörunum á Djúpavogi þegar hún og afi voru að koma upp sínum stóra barnahóp. Þótt aðstæður hafi oft verið erfiðar var hvorki beiskja né eftirsjá hjá ömmu. Hún var þakklát fyrir það sem lífið hafði gefið henni; góðan eiginmann og mannvænleg börn og tengdabörn. Þökkum við ömmu fyrir þessa fróðleiksmola. Eftir að við vorum sjálf komin með fjölskyldur var það ómissandi hluti af tilverunni að koma við hjá ömmu á Djúpavogi. Alltaf tóku hún og afi á meðan hans naut á móti okkur eins og þar færu þjóðhöfðingj- ar. Kunnum við, makar okkar og börn, ömmu bestu þakkir fyrir mót- tökurnar. Síðustu mánuðirnir hafa verið ömmu erfiðir. Krabbinn var kominn um hana alla og var hún með stöð- ugar kvalir. Þegar svo er komið er dauðinn líkn. Við þökkum Guði fyrir að hún skyldi ekki þurfa að kveljast lengur og erum þess fullviss að vel hefur verið tekið á móti henni þang- að sem för hennar hefur verið heit- ið. Pabbi og Anna María systir geta ekki fylgt ömmu til grafar. Þau þakka ömmu allt gamalt og gott. Elsku amma. Hafðu það sem allra best í nýjum heimkynnum. Kjartan og Þorgerður. Mig langar til að minnast elsku- legrar ömmu minnar, Þorgerðar Pétursdóttur. Hún lést á Landspít- alanum 3. júlí sl. „Amma á Djúpó," eins og við systkinin vorum vön að kalla hana, var skörungur mikill. Þær voru ófáar legur hennar á sjúkrahúsum um ævina en hún efldist við hveija raun og komst jafnan á fætur aftur. Ég minnist ömmu minnar fyrst þegar ég var tíu ára gömul. Ég, ásamt tveimur systkinum mínum, fór með mömmu austur og var það í fyrsta skipti sem við hittum ömmu. í þá daga var enginn fjölskyldubíll til á heimilinu og bændafólkið átti sjaldnast heimangengt. Amma var heldur ekki mikið gefin fyrir ferða- lög, svona að nauðsynjalausu. Þá var amma að vinna í frystihúsinu og minnist ég hennar í hvíta sloppnum með skuplu á höfði, hálfhlaupandi upp brekkuna í Miðhúsum. Snyrtilegt heimilið bar vott um myndarskap ömmu, þar átti hver hlutur sinn ákveðna stað. Ég dáðist að ömmu hversu vel hún gekk um og þrátt fyrir að aldurinn færðist yfir var alltaf jafnsnyrtilegl hjá henni. Þegar ég kenndi á Djúpavogi kynntist ég ömmu minni vel. Það varð að skemmtilegri venju að koma í Miðhús, eftir kennslu á daginn, og fá kaffi. Þá var oft gaman hjá okk-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.