Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 31 ur og mikið hlegið. Þær stundir eru mér ógleymanlegar og dýrmætar. Ég hygg að við höfum báðar saknað þeirra og fundist heitthvað vanta, þá sjaldan að ég kom ekki. Amma kenndi mér margt. Hún var vel að sér um flesta hluti og kom maður sjaldan að tómum kof- unum hjá henni, hvort sem um var að ræða iandafræði, bókmenntir eða heimsmálin almennt. Við ræddum margt þessar stundir m.a. ætt- fræði, eldamennsku og jafnvel póli- tík. Hún amma hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var þá ekki að skafa utan af hlutunum en aldrei var langt í húm- orinn. Svo fluttumst við frá Djúpavogi og aftur varð lengra á milli okkar. En sambandið hélst. Seinna þegar ég hafði eignast eldri dóttur mína, varð þeim vel til vina. Amma kall- aði hana Buddu sína og sagði henni jafnframt að það fengi enginn annar að kalla hana því nafni. Það er skrítið að eiga eftir að koma á Djúpavog og geta ekki far- ið í Miðhús til ömmu. Dóttir mín talaði oft við langömmu sína í síma. Ósjaldan sagði hún upp úr þurru að við skyldum hringja í langömmu á Djúpó, það væri svo langt síðan við hefðum heyrt í henni. Svo bætti hún gjarnan við að hún saknaði hennar svo. Já, við söknum hennar öll. Stefanía Ósk (Stebba). Þegar ég hugsa um ömmu er margs að minnast. Hún pijónaði, bakaði kökur og bjó til mat. Já, hún var sannkölluð húsmóðir. Alltaf fékk maður hlýjar móttökur hjá henni ömmu. Það er skrýtið að hugsa til þess að amma er ekki lengur í þess- um heimi. Ég mun sakna þess að geta ekki heimsótt hana í Miðhús. Ég hugsa oft til þess tíma sem við áttum saman þar, en vildi óska að þær stundir hefðu verið fleiri. Maður heldur alltaf að maður hafi nógan tíma. Þrátt fyrir veikindi og sjúkra- húslegur lumaði hún á brosi og gat alltaf sagt okkur hvað var að ger- ast í heiminum. Hún hafði sínar skoðanir á þeim málum. Elsku amma, ég mun sakna þín en ég veit að í minningunni verður þú alltaf hjá okkur. Takk fyrir þann tíma sem við áttum saman. Guðrún Björk. Okkur langar að minnast hennar ömmu okkar, Þorgerðar Pétursdótt- ur, eða ömmu á Djúpó eins og við vorum vön að kalla hana. Er við vorum yngri var lítið um ferðalög. Mörg ár liðu áður og á milli þess að við sáum ömmu. En hún var alltaf til. Er við uxum úr grasi urðu heimsóknir okkar austur á Djúpavog tíðari. Það er sagt að fólk eigi bara heima á einum stað. En það að heimsækja ömmu í Mið- hús var eins og að koma heim. Amma var yndisleg kona. Hún var hlý, dugleg og gestrisin í anda þess tíma sem er liðinn. Því fylgdi alltaf tilhlökkun að fara í heimsókn til hennar eða þegar hún kom til okkar. Það var gaman að tala við ömmu. Hvort heldur rætt var um fjölskylduna eða þjóðmálin kom maður aldrei að tómum kofunum hjá henni. Hún gat rætt um allt, var ákveðin og hafði sínar skoðanir á hlutunum. Alltaf vissi hún hvernig okkur krökkunum gekk, hvað við vorum að gera og hvar við vorum stödd í náminu. Hin seinni ár var amma oft veik en þó heyrðum við hana sjaldan kvarta. Maður kemur í manns stað, en skarð það sem hún amma skilur eftir sig verður ekki fyllt. Á stundum sem þessari er svo margs að minn- ast. Manni fannst að ekkert myndi breytast, hún amma yrði alltaf hjá okkur, þó við vissum betur. Elsku amma, við erum lánsöm að hafa þekkt þig. Guð blessi minningu ömmu okkar og langömmu, Þorgerðar Péturs- dóttur. F.h. fjölskyldnanna, Systkinin á Kálfsá. ÓLÖF ELIMUNDARDÓTTIR + Ólöf Elimundar- dóttir var fædd á Stakkabergi i Klofningshreppi í Dalasýslu 11. júlí 1905 og var því nærri 92 ára er hún lést í Reykjavík 7. júií síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elimundur Þorvarðarson, f. 28. des. 1877, d. 4. febr. 1959, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 30. des. 1872, d. 25. nóv. 1947. Systkini hennar voru: 1) Elin, f. 25. nóv. 1898, d. 27. des. 1987. Maður hennar var Jóhannes Jónsson frá Purkey og bjuggu þau i Langeyjarnesi og áttu þau tvö börn. 2) Ingveldur, f. 4. mars 1900, d. 28. júní 1988. Hún var lengi í Búðardal og síðar í Reykjavík, ógift og barnlaus. 3) Björnfríður Ingibjörg, f. 10. sept. 1902, d. júlí 1979. Sambýl- ismaður hennar frá 1936 var Bjarni Gestsson á Björnóifsstöð- um í Langadal og voru þau barnlaus. 4) Ólöf Guðmunda, f. 11. júlí 1905, d. 7. júlí 1997, lengst af á Stakkabergi, ógift og barnlaus. 5) Sig- fríður, f. 24. ágúst d. 22. júní 1995, lengst af á Stakkabergi, ógift og barnlaus. 6) Guð- björg Helga, f. 1. nóv. 1909, d. 24. ágúst 1966. Guð- björg var lærð ljós- móðir, gift Runólfi Einarssyni skóla- stjóra á Stöðvar- firði. Þau eignuðust þrjú börn. 7) Ingimundur, f. 13. júií 1912. Bóndi á Stakkabergi frá 1939-56, en hefur verið búsettur í Reykjavík frá 1961. Eignaðist eina dóttur með Sigurbjörgu Sigurðardóttur. 8) Guðlaug, f. 13. apríl 1915, gift Ólafi Kristjánssyni, bjuggu þau á Melum í Klofningshreppi til 1960 og síðan í Reykjavík. Þau eignuðust eitt barn. Útför Ólafar fer fram frá Staðarfellskirkju á Fellsströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Við kveðjum nú í dag hjartkæra vinkonu Ólöfu Elimundardóttur frá Stakkabergi. Þegar sá sem þessar línur ritar opnaði fyrst augun í þessu lífi og grenjaði í fyrsta sinni, mun það hafa verið í örmum Lóu, en svo var hún alltaf kölluð. Faðir minn sem bæði var Ijósmóðirin og læknirinn við þessa fæðingu, rétti henni mig og bað hana að reyna að hugga strák- inn sem grenjaði víst hraustlega og í kaldri baðstofunni virtist hún hafa næg ráð til að hlýja mér og hugga og ég mun víst strax hafa gert mér grein fyrir þeirri ást og umhyggju sem henni var svo lagið að veita og miðla til annarra, bæði þá og alltaf gegnum lífið. Lóa fæddist á Stakkabergi sem þá var í Klofningshreppi og ólst upp í stórum og glöðum systkinahóp við fátækt eins og flestir á þeim árum, en mikla nærgætni og notalegheit. Hún átti sérlega nærgætna móður, sem hlúði bæði að mönnum og dýr- um af einstakri nákvæmni og mátti segja að Ingibjörg hefði læknishend- ur svo ráðagóð og nærgætin var hún. Lóa erfði þetta frá móður sinni og hún hlúði að öllu bæði mönnum og dýrum af einstakri nákvæmni, nutu þess margir í sveitinni þar sem samgöngur voru á þeim árum Iéleg- ar og læknir ekki sóttur til manna né dýra nema mikil alvara væri á ferðum. Lóa fór til Reykjavíkur og var þar um nokkurra ára skeið en kom al- komin heim að Stakkabergi um 1939 og bjó þar til ársins 1982, er hún ásamt Sigfríði systur sinni flutti suður, Sigfríður á ellideild Akra- nesspítala en Lóa til Reykjavíkur, eftir að hafa dvalið um skeið á Akra- nesi með systur sinni á meðan hún var að venjast öllu þar. Já, Lóa kom alkomin heim í sveit- ina sína til að hlynna að systur sinni, sem var svo mikið fötluð, og svo foreldrum sínum sem voru þá orðin fullorðin og þurftu aðhlynningar við. Það má segja að Lóa hafi fórnað sér mikið til að gjöra öðrum gott. Það var alltaf tiihlökkun hjá okk- ur börnunum að koma að Stakka- bergi því þar var tekið svo notalega á móti manni, og að koma til Lóu var heilt upplifelsi, því hún átti allt- af svo fínar kökur og bar þetta fram af svo einstakri nærgætni og hlýju. Hún tók einstöku ástfóstri við börn- in sem ólust upp á næstu bæjum við Stakkaberg og fylgdist með hvernig þeim gekk í lífinu og þegar þessum vinum hennar gekk vel gladdi það Lóu mikið. Á Stakkabergi voru mörg börn í sveit á sumrin og ég held að þau hafi öll elskað og virt Lóu og sýnt henni þakklæti sitt í verki á svo margan hátt. Og víst er um það að Lóa átti það skilið því hún sýndi þeim svo mikla nærgætni og móður- lega umhyggju. Það var Lóu mikið áhyggjuefni að sjá hvern bæinn í litlu sveitinni okkar fara í eyði og allt grotna nið- ur sem vinnufúsar hendur höfðu byggt upp og engan órað fyrir að yrðu eyðingunni að bráð, man ég hvað Lóa gladdist yfír því þegar ég fékk lóð undir sumarhúsið okkar og hún sá það rísa á gamla bæjarhóln- um og sjá þó ljós þar, sem tákn um líf og að ennþá eigi e.t.v. eftir að blómgast gott mannlíf á okkar grös- ugu og fallegu Klofningsbæjum. Lóa átti því láni að fagna er heilsu hennar hrakaði svo, að hún gat ekki verið í íbúðinni sinni, að dvelja á Skjóli, þar sem hún naut allrar þeirr- ar bestu aðhlynningar sem hægt er að fá. Vil ég leyfa mér, fyrir Lóu hönd og okkar allra sem þótti vænt um þessa góðu konu, að þakka öllu því góða fólki af alhug, sem hlynnti að henni þar, svo að til fyrirmyndar var. Já, nú er hún Lóa að fara heim að Stakkabergi þar sem hún verður lögð til hinstu hvílu í heimagrafreitn- um við hlið foreldra, systkina og vandamanna. Við systkinin frá Sveinsstöðum og makar og aðrir úr fjölskyldunni send- um systkinum Lóu og aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur um leið og við biðjum Lóu allrar blessunar og þökkum af alhug liðna tíð. Kristinn Sveinsson. „Sæll og blessaður, velkominn til kerlinganna, við hokrum hérna tvær kerlingar með nokkrar kýr, það er nú allt og sumt og ekki eru húsin hátimbruð svo það er nú ekki mikið sem ég get sýnt þér.“ Það var eitt- hvað á þessa leið er kona sú sem í dag er kvödd hinsta sinn ávarpaði undirritaðan er fundum okkar bar saman í fyrsta sinn heima á Stakka- bergi í Klofningshreppi fyrir nærri 25 árum. En hún þurfti ekki þá né síðar að sýna mér hátimbruð hús né stór- ar hjarðir búfjár til þess að vekja athygli mína óskipta. Á þessum stað, Stakkabergi, hafði hún alið mest allan aldur sinn utan nokkur ár sem hún dvaldi í Reykja- vík og austur á Stöðvarfirði hjá Guðbjörgu systur sinni. Strax og getan leyfði var farið að létta undir við bústörfin og stóð hún síðan fyrir búi með foreldrum sínum meðan þau voru á lífi og síðar með Ingimundi bróður sínum um tíma og systur sinni Sigfríði sem var fötluð og gat ekki _séð sér farborða á eigin spýtur, ævi Ólafar var þvi meira á þann veg að fórna sér fyrir aðra, en að heimta af öðrum sjálfri sér til handa. Stakkaberg er landlítil jörð, barnahópurinn var stór, níu alls, fædd í byijun þessarar aldar, búið sem átti að framfleyta þessum hópi var lítið, fátæktin var því óhjá- kvæmilega hlutskiptið. Þetta hefur vafalaust sett mark sitt á lífshlaup og viðhorf hennar eins og mjög margra annarra. Það kom meðal annars fram í því að móttökur voru með þeim hætti að engu var líkara en að viðkomandi væri langt að kominn og jafnvel við hungurmörk. Allt viðmót og orðræða við þá sem kynntust henni leiddi yfirleitt til ævilangrar vináttu og tíðra heim- sókna, enda lagði hún mikið upp úr því að rækta þessi sambönd, m.a. með því að senda hátt í tvö hundruð jólakort vítt og breitt um landið um hver jól. Að leiðarlokum rifjast ýmislegt upp fyrir manni í árlegum heimsókn- um vestur í Dali. Eins og fyrr sagði voru móttökur og allur viðurgjörn- ingur með þeim hætti að meltingar- færi manns fengu ærið verkefni. Frásagnarhæfileikinn var mikill og húmorinn ósvikinn, gat jafnvel farið yfir í grófari kantinn ef svo bar við, en aldrei svo að það meiddi neinn, til þess hafði hún of mikið innsæi í sálarlíf annarra. Rólegheit og æðru- leysi í framkomu gerðu það að verk- um að sumir héldu að um eftirtektar- leysi eða sijóleika væri að ræða, en því var þveröfugt farið. Hún tók eftir minnstu smáatriðum í fari fólks og mundi orðræðuna í samhengi, gat jafnvel brugðið því fyrir sig að herma eftir sérkennum manna. Við brottför frá Stakkabergi fylgdi manni úr hlaði svo mikið af fyrirbænum og blessunarorðum að það hefði nægt til að fleyta hverjum bersyndugum húðarsel hálfa leið til himnaríkis ef ekki lengra. Eftir að hún hætti að búa með kýr fór smám saman að halla undan fæti og að lokum fluttu þær systur burt frá Stakkabergi, fyrst einn vet- ur á Akranes. Þá fór Sigfríður, syst- ir hennar, á Sjúkrahús Akraness og dvaldi þar upp frá því þar til hún lést fyrir um tveim árum, en Ólöf fluttist til Reykjavíkur þar sem hún bjó í allnokkur ár I eigin íbúð en síðan flutti hún á Skjól, dvalarheim- ili aldraðra og naut þar góðrar umönnunar. Sagt er að römm sé sú taug sem rekka dragi föðurtúna til, þrátt fyrir brotthvarf frá heimaslóðum var hug- urinn gjarnan fyrir vestan, enda fór hún vestur á sumrin meðan getan leyfði. Á sl. sumri sagði hún: „Nú langar mig til að fara vestur. Það er ekki víst að mér gefist fleiri tæki- færi til þess og ég vil að sem fiestir ættingjar og vinir komi því nú ætla ég að halda mína eigin útför að mér lifandi og viðstaddri." Útkoman var sú að hátt í eitt hundrað manns komu og voru við þennan fyrrihluta útfararinnar og sú gamla sat að sjálfsögðu í öndvegi. Olöf giftist ekki og átti ekki börn, en hvert barn og unglingur sem dvaldi hjá henni tengdist henni mjög sterkum böndum sem kom m.a. fram í því að mörg þeirra hafa látið sín eigin börn heita í höfuðið á henni. Hún hefði getað tekið undir með Benjamín Franklin er hann sagði á gamals aldri: Ég hef lifað lengi í þessum heimi og fer nú að verða forvitinn um þann næsta. Dauðinn var henni ekki áhyggjuefni, hún stóð fast á því að framhald væri eftir þetta skeið. Eftir að lífsþrótturinn var nærri þrotinn og röddin aðeins hvísl sem erfitt var að greina bar fundum okkar sjaldnar saman. Eitt af því síðasta í samskiptum okkar var að hún rétti mér ljóðabók en þar hafði hún merkt vrð tvö erindi, „ég vil að þetta verði flutt yfir mér í grafreitnum heima“. Með þessum línum kvitta ég fyrir takmarkalausan velvilja og um- hyggju í garð minn og minna. Nú er þessi sérstæða og eftir- minnilega kona komin heim á þann stað sem stóð hug hennar og hjarta næst, í túnið sem hallar mót suðri og grasvöxtur er meiri en víða ann- ars staðar þar sem hæstu stráin verða hátt í vöxt meðalmanns. Þar sem sér annars vegar upp til Stakks- ins, sem jörðin dregur nafn sitt af og hins vegar út á Hvammsfjörðinn. Kristján F. Oddsson. Við strönd Breiðafjarðar vestur í Dalasýslu stendur gamalt lítið stein- hús undir bröttu fjalli. Þar má sjá vítt um fjörðinn vestur og suður, óteljandi eyjar og fagran fjallahring. Sjálfur er bærinn í skjóli Klofnings- fjalls fyrir norðri. Þar er hvað feg- urst á íslandi að vori og sumri. Þar heitir á Stakkabergi. í dag kveð ég vinkonu mína Ólöfu Elimundardóttur, sem þar var fædd og ól mestan sinn aldur. Löngu lífi er lokið, sem lifað var í fullkominni sátt við Guð og menn og í óvenjuleg- um samhljómi við náttúru lands og r sögu. Ólöf var Breiðfirðingur í báðar ættir, dóttir hjónanna Elimundar Þorvarðarsonar frá Stakkabergi og Ingibjargar Guðmundsdóttur frá Barmi á Skarðströnd. Hún var fimmta í hópi sjö systkina. Yngri voru Sigfríður og Ingimundur. Ólöf hafði til að bera alla þá kosti, sem óblíð lífsbaráttan bjó Breiðfirð- ingum um alda skeið. Hún var full af dugnaði, hafði óbilandi kjark allt fram á efstu ár og kunni vel að nýta sér takmörkuð gæði jarðar sinnar. Hún var hæglát en seig. Hún bjó með kýr fram um sjötugt og þurfti oft að yfirstíga ótrúlega erfið- leika við að koma vöru sinni á mark- að með hæstu gæðum. Annað gat hún alls ekki sætt sig við. Ólöf hleypti heimdraganum ung og fór suður. Hún var í vistum í Reykjavík og nágrenni; þjónaði hún m.a. á stærri heimilum eins og þá var títt og kynntist vel lífi og störf- um margra þekktra borgara á sinni tíð. Hún var gerkunnug víða í borg- arlífinu á árunum milli stríða enda stálminnug og áhugasöm um allt sem snerti mannlegt eðli í gleði og sorg. Hún var einstaklega næm á samferðamenn sína og kunni því frá ■' - mörgu að segja. Ekki er nokkur vafi að Ólöfu hefðu beðið margir kostir ef hún hefði kosið að þroskast frekar við þessar aðstæður og finna lífi sínu farveg í iðu borgarlífsins. En hlut- skipti hennar varð annað. Var henni það alveg sjálfviljugt. Ólöf hélt heim á Stakkaberg í blóma lífsins til að annast og að- stoða fjölskyldu sína, þegar að kreppti. Fyrst og fremst var það yngsta systirin, Sigfríður, sem þarfnaðist eldri systur sinnar. Þurfti hún mikla og stöðuga umönnun. Vék Ólöf þaðan aldrei síðan, þar til Sig- fríður fór á sjúkrahúsið á Akranesi. Þá fylgdi Ólöf henni suður á Skaga. c Sigfríður var gáfuð og skemmti- leg kona. Það var ekki öllum ljóst. þar sem hún var heft að þroska vegna alvarlegrar hreyfihömlunar og talerfiðleika allt frá fæðingu. Ólöf annaðist hana svikalaust og langt umfram það á meðan þær lifðu báðar. Sígfríður lést á Sjúkrahúsi Akraness fyrir nokkrum árum. Ólöf var einstök kona að allri gerð. Hún var mannvinur og lagði gott til allra. Hún var ekki blind á það spaugilega í fari annarra; gall- arnir voru henni ljósir. En þetta fór hún svo vel með að aldrei meiddi og höfðu allir einhveija virðingu af ummælum hennar. Hún átti sér enga óvildarmenn og urðu flestir vinir 4 hennar án nokkurrar áreynslu. Allt- af tók hún við manni með fölvskva- lausri blíðu og af óviðjafnanlegri gestrisni. Jafnan var gott að hafa nægan tíma til að spilla ekki skemmtilegu og fræðandi samtali á Stakkabergi. Ólöfu þekktu allir um vestanverða Dalasýslu og margir þekktu hana af góðu i Suðurdölum. Þannig var lífshlaup hennar fagurt og öllum aðdáunarefni. Það er stundum haft á orði, að fátt illt sé að finna í fari þeirra, sem látnir eru. Slíkt á ekki við um Lóu *s á Stakkabergi. Hún var þegar goð- sögn í lifanda lífi fyrir sakir góðvild- ar sinnar og manngæsku. Hún var heilög kona. Guð blessi minningu Lóu á Stakk- bergi. Megi hún verða öðrum til eft- irbreytni. Sigurbjörn Sveinsson, fyrrum læknir í Búðardal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.