Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 23
_____________AÐSEIMDAR GREINAR_
Samkeppnishæfni Islands
NÝLEGA kom út bókin „World
Competitiveness Yearbook 1997“.
í henni er leitast við að raða 46
þjóðum eftir því hversu gott um-
hverfi þeirra er til verðmætasköp-
unar. Islendingar lenda í 21. sæti
og eru um miðjan hóp. Er þetta
viðunandi staða?
Dýr framfærsla
Í bókinni er samkeppnishæfni
skipt niður í átta meginþætti:
styrkleika hagkerfisins, alþjóða-
væðingu, stjórnsýslu, fjármál, inn-
viði þjóðfélagsins, stjórnun, mann-
auð og síðast en ekki síst vísindi
og tækni.
Það sem helst dregur úr styrk
íslenska hagkerfisins er smæð
þess, lítil sparnaðarhneigð þjóðar-
innar og hár framfærslukostnaður.
Ekki kemur þetta á óvart. Af öllum
löndum sem könnunin nær til er
næstdýrast að framfleyta sér hér
á landi. Má nefna að framfærslan
er 72% ódýrari í Bandaríkjunum
og 38% ódýrari í Svíþjóð. Af Norð-
urlöndunum kemst Noregur næst
okkur en þar er framfærslan engu
að síður 22% ódýrari en hér.
Við erum þjóða duglegust að
eyða því sem við öflum. Af þeim
sökum endum við í 40. sæti þegar
raðað er upp eftir þjóðhagslegum
sparnaði í hlutfalli af landsfram-
leiðslu. Þykir þetta slæmt því lágt
sparnaðarhlutfall merkir að annað-
hvort er fjárfesting lítil hér á landi
eða þá fjármögnuð með erlendri
skuldasöfnun með halla á við-
skiptajöfnuði. Um þessar mundir
gildir hið síðara hér á landi þrátt
fyrir að fjárfestingin
sé engu meiri en að
meðaltali í OECD-ríkj-
unum.
Erlend
fjárfesting
Smæð heimamark-
aðar okkar er veikleiki
sem við getum ekki
breytt nema með því
að opna hagkerfið sem
mest fyrir erlendum
viðskiptum. Þrátt fyrir
þessa brýnu þörf
stöndum við okkur
sérstaklega illa í al-
þjóðavæðingu og lend-
um þar í 39. sæti. Til að mæla
hversu opið hagkerfið er má nota
hlutfallið á milli erlendra viðskipta
og landsframleiðslu. Hjá okkur er
hlutfall þetta 35% sem er mun
lægra en í flestum smáríkjum Evr-
ópu. Má nefna Lúxemborg með
87%, Holland með 54%, Belgíu með
67% og írland með 87%. Þá er
Singapúr með 170% og Hong Kong
með 152%. Hér erum við í 19.
sæti sem er afar slæmt í ljósi þess
að okkar hagkerfi þarf umfram
önnur á erlendum viðskiptum að
halda.
Það sem stingur mest í augu
og dregur helst máttinn úr alþjóða-
væðingu okkar er viðmót okkar í
garð erlendra fjárfesta. Forsvars-
menn íslenskra fyrirtækja eru
spurðir hvort erlendir fjárfestar
megi ná stjórnunarmeirihluta í ís-
lenskum fyrirtækjum. Svörin skipa
okkur í 45. sæti og einungis í
Malasíu gefa svörin
vísbendingu um óvin-
veittara samfélag að
þessu leyti. Má vera
að helsta hindrun al-
þjóðavæðingar hér á
landi sé nesjamennska
og afdalaháttur? Þá er
hvatinn fyrir erlenda
aðila til að íjárfesta
hér á landi svipaður
og í Rússlandi að mati
forsvarsmanna fyrir-
tækja. Þar höfnum við
aftur í 45. sæti. Ekki
þarf að spyija að því
að írland, spútnik Evr-
ópu um þessar mundir,
trónir á toppi þessa lista en þar
hefur hagvöxtur verið gríðarlegur
undanfarin ár - drifinn af miklum
Þjóðir, sem byggt hafa
verðmætasköpun sína
á gjöfulli náttúru, segir
Ingólfur Bender, eru
frekar andsnúnar
alþjóðavæðingu.
vexti iðnaðarframleiðslu. Erlend-
um aðilum er þar velkomið að ná
stjórnarmeirihluta í innlendu fyrir-
tæki.
Allt stemmir þetta við þá alþjóð-
legu reynslu að þjóðir sem hafa
byggt verðmætasköpun sína á
gjöfulli náttúru eru frekar and-
snúnar alþjóðavæðingu. Hræðslan
við að einhveijir af þeim gullmolum
sem auðlindin gefur af sér lendi í
höndum erlendra aðila leiðir til
þess að öll erlend viðskipti, svo
ekki sé talað um erlenda fjárfest-
ingu, eru litin hornauga. Höfum í
huga að með atferli okkar vinnum
við gegn því að hingað flæði fjár-
magn og þekking erlendra aðila.
Þessi afstaða leiðir til stöðnunar
og síðar hnignunar lífsgæða okkar
og afkomenda okkar.
Fjármagnskostnaður hár
Flestum ætti að vera kunnugt
að vextir eru háir hér á landi. í
bókinni er samanburður gerður á
skammtímavöxtum og þegar raðað
er frá þeim sem hafa lægstu vext-
ina lendum við í 29. sæti. Þá er
spurt: Er innlendur fjármagns-
kostnaður of hár til að samkeppnis-
hæf fyrirtæki geti þrifist? Svör
fyrirtækja eru þau að við eigum
heima í 29. sæti. Þá er það mat
fyrirtækja að aðgangur erlendra
aðila að innlendum ijármagns-
markaði sé heftur. Vart að undra
að við lendum í 30. sæti. Að lokum
er það mat fyrirtækja að áhættu-
fjármagn sé illfáanlegt hér á landi
og getum við einungis státað okk-
ur af að bjóða skilvirkari fjár-
magnsmarkað en Pólvetjar sem
eru númer 46 á listanum.
Menntað fólk í
störf erlendis
Mannauður er okkar helsta stolt.
Við veijum talsverðu fjármagni í
menntun og við gerum okkar besta
Ingólfur
Bender
til að vega upp fámennið með því
að nýta það vel. Af þessum 46
þjóðum getum við státað okkur af
fjórðu mestu atvinnuþátttökunni
og atvinnuleysi er lítið í þessum
samanburði.
Það sem helst hrjáir okkur er
lítil starfsmenntun og spekileki
(brain drain). Fjárfesta fyrirtæki
hér á landi nægjanlega í þjálfun
starfsfólks síns? Svarið er nei því
við lendum í 41. sæti, sem er fall-
einkunn. Aftur er spurt: Helst vel
menntað fólk í störfum í landi þínu?
Þar lendum við í 30. sæti og gefur
það vísbendingu um að spekilekinn
- flótti menntaðs fólks - sé hér
alvarlegri en víðast hvar.
ímynd íslands
Bókin dregur upp eftirfarandi
mynd: Á íslandi býr dugmikil þjóð
sem leggur mikið upp úr því að
hafa atvinnu og afla sér menntun-
ar. Þrátt fyrir þetta heldur hún
fast við það að vera fiskveiðiþjóð
og trúir að með því geti hún eflt
hagsæld sína um aldur og ævi. Þá
vill hún vera einangruð og í friði
við að skipta arði auðlindarinnar
með því að þjónusta sjálfa sig á
uppsprengdu verði.
Hagstætt umhverfi til verð-
mætasköpunar er orðið markmið í
hagstjórn flestra ríkja. Löndin eru
í samkeppni um fjármagn, fram-
leiðslu og fólk. Þeir verða undir í
samkeppninni sem verma botnsæti
þessa lista. Við verðum að vinna
markvisst að því að laga þá þætti
er draga úr samkeppnishæfni okk-
ar. Þetta verðum við að gera ef
við ætlum að tryggja atvinnu, auka
framleiðni, hækka laun og bæta
lífskjör hér á landi til langframa.
Höfundur er hagfræðingur
Samtaka iðnaðarins.
Er ekki komið nóg?
Nokkur orð
um sjópróf
SJÓPRÓF eru merkileg fyrir
margra hluta sakir. Með þeim á
að skýra, eða leita skýringa á slys-
um á sjó. Þau eru lífsnauðsynleg
fyrir sjómenn, nauðsynleg fyrir
tryggingafélög og ættu líka að
vera það fyrir skipafélögin. En það
er svo undarlegt, að svo virðist sem
menn kasti höndunum til sjóprófa
og íhugi lítt grundvallaratriðin.
Lokuð sjópróf
Sjóprófin vegna Dísarfellsslyss-
ins eru dæmi um hið síðasttalda.
Sjóprófin vegna Dísarfellsins voru
í upphafi lokuð. Það var getl af
tillitssemi við skipvetja sem lentu
í slæmu slysi, sem misstu tvo fé-
laga sína og af tillitssemi við ætt-
ingja og eftirlifendur. Þetta eru
allt gild rök. Hér er þess hins veg-
ar að geta að þegar sjóprófununt
var lokað höfðu birst viðtöl við
suma skipvetja, forsvarsmenn
skipafélagsins höfðu komið fram
og dásamað sjóhæfni skipsins og
verulega mikið fj'allað unt slysið í
fjölmiðlum eins og eðlilegt er. Rök
dómarans eru því ef til vill haldlítil
í þessu sambandi.
En var sjóprófununt lokað og í
hvaða skilningi var þeim lokað?
Fyrir hönd Samskipa voru mættir
tveir hæstaréttarlögmenn, „og
með þeim eru Ólafur Ólafsson,
Kjartan Ásmundsson, Hjörtur
Emilsson og Kristinn Geirsson".
Þeir sem hér taldir upp eru for-
stjóri og yfirntenn skipafélagsins.
Síðan mættu lögmenn fyrir „hags-
ntunaaðila", fyrir tryggingafélög
skipsins í víðasta skilningi, og sett-
ur saksóknari. Sjóprófin voru sem
sagt „lokuð“ alménningi, fjölmiðl-
um og jafnvel fulltrúum frá stétt-
arfélögum ntannanna sent voru um
borð. Það var ekki fyrr en alvarleg-
ar athugasemdir höfðu verið gerð-
at', að fulltrúa Sjómannafélags
Reykjavíkur var leyft
að vera viðstaddur sjó-
prófin.
Vitnaleiðslur
Þarna sátu sem sé
lögfræðirigarnir og
saksóknari á áhorf-
endabekkjunum en
dæmendur málsins við
upphækkað langborð.
Og undir þessum
kringumstæðum voru
svo skipvetjarnir
leiddir inn og yfir-
heyrðir, eins og þeir
væt'u sakamennirnir.
Á áhorfendabekkjun-
um sátu líka forstjóri og yfirmenn
skipafélagsins. Ég er þeirrar skoð-
unar, að staða skipvetjans sé við
I sjóprófunum komu
fram, að mati Jóhanns
Páls Símonarsonar,
bæði efnislegir og
tæknilegir hnökrar.
þessar aðstæður rnjög erfið. Mér
þætti til að mynda mjög erfitt að
svara spurningum um viðhald,
eftirlit og ástand nt/s Brúarfoss,
svo dænti sé tekið, ef Hörður
Sigurgestsson forstjóri Eimskips
sæti á áhorfendabekkjunum og
mændi á mig. Raunar teldi ég úti-
lokað að Hörður legði sig niður við
slíkt, en þetta er sagt til að varpa
ljósi á stöðu skipvetjans við yfir-
heyi'slut' af þessu tagi. Þessi leikur
getur með öðrum orðum orðið ntjög
ójafn.
Sjómennirnir eru kallaðir fram
fyrir galleríið sent vitni og enginn
þeirra fær að hlýða á framburð
hins. Þessu er öðruvísi farið með
yfírmenn skipafélagsins. Dómar-
inn ákvað að deildarstjóri skipa-
rekstrardeildar hjá Samskipum
væri i hópi þeirra sem
mættu vera viðstaddir
öll sjóprófin og fylgj-
ast með framburði sjó-
mannanna. Deildar-
stjórinn ber í starfi
sínu ábyrgð á rekstri
skipsins, viðget'ðum og
öðru þess háttar.
Hann er kallaður til
vitnis í sjóprófunum á
öðrum degi, eftir að
hafa hlýtt á skipvetj-
ana svara spurningum
um viðhald og rekstur.
Bara þetta hlýtur að
flokkast sem yfirsjón
hjá dómara, eða at-
hugunarleysi. Hafi eitthvað verið
að viðhaldi skipsins, sent ég er
ekki að fullyrða neitt urn, getur
vitnisburður deildarstjórans ekki
talist marktækur eftir að hann
hafði hlustað á framburð sjómann-
anna og haft dtjúgan tíma til að
undirbúa sig undir spurningar í
sjóréttinum. Skipafélagið fær hér
tæknilega forgjöf í yfirheyrslun-
um.
Stimpildæla í vél
Nú skal það tekið fram, að
undirritaður hefur engar forsendur
til að setja fram kenningar um
hvað olli hinu alvarlega slysi. Und-
irritaður er hins vegar áhugamað-
ur um öryggisntál sjómanna og
hefur þess vegna áhyggjur af við-
horfi eigenda skipa til þess hvað
er nauðsynlegt viðhald og hvað
ekki. í sjóprófum kemur fram hjá
yfirvélstjóra Dísarfellsins, að
stimpildæla í vél var biluð í hinstu
för skipsins og hafði verið biluð í
að minnsta kosti tvo ntánuði.
Tæknifræðingur sent starfar sem
verktaki fyrir Santskip hafði undir-
búið útboðsgögn vegna skoðunar
sent skipið var að fara í. Honum
var ókunnugt um hina biluðu
stimpildælu. Og deildarstjóri skipa-
rekstrardeildar Samskipa upplýsir
að hann liafi ekki vitað hver staðan
Jóliann Páll
Símonarson
var, að dælan hafi verið biluð.
Hann vissi að varahlutir höfðu
verið pantaðir, en vissi ekki hvort
viðgerð var lokið. Deildarstjót'inn
segist aðspurður ekki vera þeirrar
skoðunar að stimpildælan sé óþörf.
Hér lætur skipafélagið sem sé
undit' höfuð leggjast að gera við
dælu í vél svo vikurn skiptir án
þess að hafa verulegar áhyggjur
af biluninni ef marka ntá vitna-
leiðslur í sjóprófunum.
Er ekki komið nóg?
Starfsmaður Sjóslysanefndar
spurði hvasst úti þennan þátt í sjó-
prófunum. Hann spyr til dæmis
deildarstjórann um það hvort hon-
urn finnist eðlilegt að svo langan
tíma skuli taka að útvega vara-
hluti. Deildarstjórinn svarar ekki
spurningunni heldur útskýrir hann
að afkastameiri dælur hafi verið í
skipinu, og bætir við. „Þannig að
ég veit það og hef það staðfest af
vélstjórum skipsins að þessi dæla,
þótt hún hefði verið í lagi, hefði
ekki verið notuð í þessu tilfelli."
Fulltrúi Sjóslysanefndat' heldur
í sjóréttinum áfram að reyna að
átta sig á dælunt og dælingu, en
þá gi'íput' lögmaður skipafélagsins
inn í og spyt' dómara: „Dómari,
er þetta fet'li nú ekki kontið nógu
langt?" Dómari taldi spurningar
fulltrúa Sjóslysanefndar utan við
mörk sjóprófanna, og deildarstjóri
er ekki spurður frekar um dælurn-
ar.
Hann var heldur ekki spurður
um það í sjóprófunum hvernig
hann gat hafa fengið það staðfest
af vélstjórum skipsins, að stimpil-
dælan hefði ekki verið notuð í
þessu tilviki, eins og hann bar í
sjóréttinum. Hann var til dæmis
ekki spurður um hvort hann eða
skipafélagið hefðu leitað hugsan-
legra skýringa á sjóslysinu fyrit'
sjóprófin, eða hvort fulltrúar skipa-
félagsins hefðu verið í sambandi
við skipvetja á meðan á vitnaleiðsl-
urn stóð, eða í því hléi sem gert
var á sjóprófunum, eins og vitnis-
burður deildarstjórans bendir til
(bls. 81 í endurriti sjóprófanna).
Að áliti undirritaðs komu fram
í sjóprófunum bæði tæknilegir og
efnislegir hnökrar, eins og rakin
hafa verið dæmi um hér. Það er
alls ekki víst að þeir breyti niður-
stöðunni, en ríkissaksóknari fær
nú rnálið til athugunar og er von-
andi að hann meti málið efnislega,
tæknilega og málsferðina sérstak-
lega - fyrr er ekki komið nóg.
Höfundur er háseti í Reykjavík
Útsala
Stuttar og síðar kápur
Sumarúlpur og heilsársúlpur
Opið laugardag kl. 10-16
No^HOSIÐ
Mörkin 6, sími 5SS 5528