Morgunblaðið - 13.07.1997, Síða 1
88 SÍÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
156. TBL. 85. ÁRG. SUNNUDAGUR13. JÚLÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Vonbrigði vegna árása þrátt fyrir eftirgjöf mótmælenda á N-írlandi
Morgunblaðið/Arnaldur
S
I sunnlenskum sudda
VÆTUSAMT hefur verið á Suður- og Vest- misvel þótt gróðrinum hafi ekki veitt af eftir komuna ekkert á sig fá þar sem þeir voru að
urlandi síðustu daga og kann mannfólkið því þurrkinn í allt vor. Þessir strákar létu þó úr- spóka sig með regnhlffina sína á Austurvelli.
Bill Clinton
í Kaupmannahöfn
„Erum réttum
megin þegar
Danir standa
með okkur
Morgunblaðið. Kaupmannahöfn.
SKIPULAGIÐ í kringum heimsókn Bills
Clintons, forseta Bandaríkjanna, til Dan-
merkur var svo fullkomið, að jafnvel
veðrið hefur verið eftir pöntun. Upp úr
kl. 11 í gær fóru fyrstu hátíðargestirnir
að tínast að Friðriksborgarhöll þar sen
forsetinn býr hjá Margréti Þórhildi Dana-
drottningu.
Að Ioknum hádegisverði keyrði forset-
inn í bfl sínum að minningarlundinum og
áður en hann fór til fúndar við Poul Nyr-
up Rasmussen forsætisráðherra ávarpaði
hann almenning á Nýja torgi. Að því
búnu flaug hann vestur um haf þar sem
hann þarf að sannfæra þingið um ágæti
nýju NATO-ákvarðananna.
Víða um borgina hafði verið efnt til
mótmæia en þeim var haldið ijarri þeim
stöðum, sem Clinton nálgaðist og í fyrri-
nótt voru óeirðir á Norðurbrú.
Til hádegisverðarins í Friðriksborgar-
höll var boðið 130 gestum og voru borðin
skreytt með dönskum villiblómum og
vormatur á borðum. Með honum voru
drukkin vín frá vínekrum Henriks prins í
Frakklandi.
I ræðu sinni undirstrikaði Clinton sam-
band landanna og sagði, að stundum
stæðu þau tvö ein saman. Átti hann þá við
samstöðu þeirra í afstöðunni til Kína.
„Við vitum, að við erum réttum megin
þegar Danir standa með okkur,“ bætti
hann við í léttum tón.
Það var koma Clintons á Nýja torg,
sem gerði heimsóknina að almenningshá-
tíð en þá sýndi hann á sér þá hlið, sem
heillað hefur bandaríska kjósendur.
Clinton var ekki einn í för því auk
margra öryggisvarða fylgja honum eftir
1.100 blaðamenn frá 26 löndum.
Spurt um
hugsanir
EVAN Brown fékk snjalla hugmynd en
hún er bara í höfðinu á honum og verður
þar enn um sinn þótt fyrrverandi yfir-
maður hans hafi höfðað mál á hendur
honum og krefjist þess, að hann leysi frá
skjóðunni. Brown segist hafa fundið að-
ferð til að breyta gömlu tölvumáli í nýtt
og fullkomnara en hann neitaði hins veg-
ar að segja fyrrverandi vinnuveitanda
sínum frá aðferðinni. Fyrir þær sakir var
hann rekinn frá fyrirtækinu í aprfl sl. og
nú vill það neyða hann með dómi til að
upplýsa hvað honum hefði flogið í hug
meðan hann starfaði hjá því.
Segja IRA þakka fyrir
sig með banatilræðum
Belfast. Reuter.
ÁRASIR á her- og lögreglumenn á Norður-
írlandi í fyrrinótt hafa valdið miklum von-
brigðum en vonast var til, að sú ákvörðun
Oraníu-reglu mótmælenda að hætta göngum
um kaþólsk hverfi yrði til að draga úr ofbeld-
inu í landinu. Auk þess voru tveir unglingar
særðir skotsárum í gærmorgun. Eru liðs-
menn IRA, írska lýðveldishersins, grunaðir
um árásirnar, sem eru enn eitt áfallið fyrir
friðarhorfur á Norður-írlandi.
Sinn Fein, pólitískur armur IRA, hefur
barist fyrir því, að mótmælendur hætti göng-
um sínum um hverfi kaþólskra manna og -
David Trimble, leiðtogi Sambandsflokksins,
sagði í gær, að mótmælendur hefðu ákveðið
að verða við því til að ögra ekki kaþólikkum
að óþörfu. Sinn Fein og IRA hefðu hins vegar
þakkað fyrir eftirgjöfina með banatilræðum.
Mikil vonbrigði
Setið var fyrir bifreið lögreglu- og her-
mannanna í Norður-Belfast. Var skotið á
hana og kastað að henni heimtilbúinni
sprengju. Auk þess var skotið á tvo unglinga
mótmælendatrúar í gærmorgun. Cecil Wal-
ker, einn af leiðtogum sambandssinna, sagði,
að þessar árásir yllu miklum vonbrigðum.
„Við vorum að vona, að ákvörðunin um að
hætta göngum um kaþólsk hverfi yrði metin
að verðleikum en það eru augljóslega öfl inn-
an IRA, sem vilja halda ofbeldisverkunum
áfram,“ sagði Walker.
Talsmenn IRA og Sinn Fein höfðu ekki
tjáð sig um árásirnar í gær en Gerry Adams,
leiðtogi Sinn Fein, hafði áður fagnað ákvörð-
un mótmælenda en sumir aðrir félaga hans
gerðu lítið úr henni.
■ Óranfumenn/6
BIÓT1SK
AFÞREYING
í HRÖflUM
VÐ01
10
Eitt skref
í einu
B