Morgunblaðið - 13.07.1997, Side 14

Morgunblaðið - 13.07.1997, Side 14
14 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Lauflétt kammerbarokk TÓNLIST Þjóöminjasafnid KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Marini, Frescobaldi, Cazz- ati, Pandolfi-Mealli, A. Scarlatti, Purcell, Vivaldi og Telemann. Bar- okktónlistarhópurinn Quadro Cory- don (Rannveig Sif Sigurðardóttir mezzosópran, Gabriele Wahl, blokk- flautur, Julie E. Maas, barokkselló og Beatrice Stema, semball). And- dyrissal Þjóðminjasafnsins, fimmtu- daginn 10. júlí kl. 20:30. HIÐ MJÚKA Holland sem Jón Hreggviðsson kallaði kann að standa undir sjávarmáli, en í tónlistarupp- fræðslu stendur það á fomum og traustum grunni. Hafa margir ís- lendingar sótt þangað framhalds- menntun í tónsmíðum og hljóðfæra- leik, og svo var einnig um söngvar- ann í fiölþjóða kvartett ungra kvenna sem kallar sig Quadro Corydon - „Sveitarsælumynd" - er nýtti sér góða hljómgun anddyrissalar Þjóð- minjasafnsins á fímmtudagskvöldið var til flutnings á barokktónverkum við ágæta aðsókn undir ábúðarmiklu augliti Skálholts- og Hólabiskupa frá tilurðartímum tónverkanna ofan af salarveggjum. Hópurinn flutti fyrst forleik og nokkrar aríur eftir Biagio Marini úr „Affetti Musicali". Kom ekki skýrt fram af tónskrá hvort um eitt eða fleiri verk væri að ræða, en ítalska tónskáldininu mun annars eignað fyrsta undirleikslausa verk tónsög- unnar fyrir fiðlu, þ.e. frá sama ári eða 1617. Marini starfaði einnig í Þýzkalandi og hefur e.t.v. veitt fyrir- mynd að einleiksfíðlusónötum Bibers og síðar Bachs. Aríurnar fjölluðu í ljóðrænum endurreisnaranda um vet- ur, ást og munúð. Loks var leikin eftir Marini 4. Sónata Op. 8 í dæmi- gerðum lotuskiptum stíl frá mörkum endurreisnar og snemmbarokks. Eftir Frescobaldi var flutt „passacaglíu-arían“ Cosi mi disprezzate. Síðustu 2 sungnu erind- in voru af einhverjum ástæðum önn- ur en þau sem prentuð voru í annars allvel frágenginni tónskrá, er birti bæði alla frumtexta svo og íslenzkar þýðingar. Eftir ítölsku smámeistar- ana Cazzati (d. 1677) og Pandolfi- Mealli (d. 1969) léku þær stöllur 1. Sónötu „La Pellicana" Op. 55 og „La Bemabea“ Op. 4, og fyrri hálfleik lauk með kantötu eftir eina af helztu fyrirmyndum Hándels (og raunar fleiri) í söngverkssmíðum, Ales- sandro Scarlatti (1660-1725), „Clori mia, Clori bella“. Allt var þetta flutt af miklu ör- yggi og smitandi tjáningargleði, og fulltrúi landans í hópnum, Rannveig Sif Sigurðardóttir, söng sitt hlutverk í Marini, Frescobaidi og Scarlatti með bjartri, laufléttri og tandur- hreinni mezzosópranrödd, er gat minnt lítillega á Emmu Kirkby og gaf mörgum forntónlistarstjörnum hljómdiskaheimsins í forntónlist lítið eftir, nema ef vera skyldi í fram- burði samhljóða, en í lifandi konsert- flutningi þarf nánast að ýkja þau út yfír allan þjófabálk. Meðal þess sem upp úr stóð var fyrri arían í Scarl- atti, þar sem tónskáldið lék sér í anda fígúrufræði barokksins með stefrænum bylgjuhreyfíngum text- ans vegna („Onde chiare..." - „Hreinu öldur, sem dreifið fögrum silfurtárum"), svo og í seinni ar- íunni, þar sem „stynjandi rödd“ hjartans var máluð svipmiklum mælskuþögnum. Stærri spámenn voru eftir hlé. Fyrst söng Rannveig við sembalund- irleik tvo ástarsöngva eftir Purcell, „Celia has a thousand charms" úr leikritinu The Rival Sister og hinn minna þekkta „Not all my tor- ments," og komu þau Beatrice Stema list hins síferska brezka Or- feifs eftirminnilega til skila. Stema, Julie E. Maas og Gabriele Wahl léku hina bráðskemmtilegu kirkjusónötu Vivaldis nr. 4 úr „II Pastor Fido“ Op. 13 með liprum og vel mótuðum leik. Semballinn hefði að líkindum mátt vera tveggja hljómborða til að geta fylgt betur bergmálsdýnamík blokkflautu og sellós í fyrri allegro- þættinum, en að öðm leyti sveif leik- urinn léttum vængjum. Ekki sízt var nautn af altblokkflautublæstri Wahls, er blandaðist sérlega vel við fylgibassa, verandi auk þess klið- mýkri blístra en sópranblokkflautan, er hætti til að þreyta eymn til lengd- ar í fyrsta hluta tónleikanna. Lokaverkið var Kantata 28 eftir Telemann, „Deine Toten werden le- ben“; eftir texta að dæma samin fyrir jarðarför, en engu að síður fal- legt og jafnvel fjömgt tónverk, enda kaus tónskáldið að leggja aðal- áherzlu á líf en ekki dauða. í fyrstu aríu fengu Rannveig og meðspilend- ur að reyna við orkufrekan kólóratúr keimlíkan „Ich will nur dir zu Ehre leben" úr Jólaóratóríu Bachs. Söngur og leikur var snarpur og óþvingaður með sannfærandi styrkrisum á flúr- ranunum og sýndi, að hljómlistar- fólkið þorði að fylgja eðlislægu tján- ingarviti í blóra við allar upphafs- hyggjuharðlínur. í löngu sönglesi þar á eftir bar nokkuð á textaóskýrleika Rannveigar, og virðist hann vera það sem helzt er eftir óunnið, því að öðm leyti var flutningur vandaður, blæ- brigðaríkur og Iifandi. Hin fallega lokaaría „Ihr Sterblichen!" við skref- gengan andante-bassa lagði enn áherzlu á lífsorkuna á kostnað dauð- ans, og tónleikunum lauk með auka- laginu „Under the greenwood tree“ eftir Thomas Arne, er hnykkti enn á heildarsvip af vandaðri og hrífandi túlkun. Ríkarður Ö. Pálsson LISTIR Morgunblaðið/Jim Smart Minningarsjóður Jean Pierre Jacquillat Þórður Magnússon hlýtur námsstyrk ÚTHLUTAÐ var á föstudaginn úr minningarsjóði franska sljórnandans Jean Pierre Jacquillat, sem var aðalstjórn- andi Sinfóníuhyómsveitar ís- lands frá 1980-1985. Að þessu sinni hlaut Þórður Magnússon tónlistarnemi styrkinn sem nemur 500 þúsund krónum. Hann hefur fengið inngöngu í hinn virta franska tónlistar- skóla Consevatorie National Supérieur de Musique et de Danse et de Paris, þar sem hann mun hefja nám í tónsmíðum á hausti komanda. Um 25 umsækjendur víðsveg- ar að úr veröldinni sóttu um nám við skólann og fékk um fimmtungur inngöngu að Þórði meðtöldum. Þegar ljóst var að Þórður hefði fengið inngöngu í skólann sótti hann um styrkinn. „í skólanum eru kenndar grein- ar eins og hljómsveitarútsetn- ingar, kontrapunktur, greining og tónsmíðar og námstiminn er þijú eða fjögur ár,“ sagði Þórð- ur. „Kennslan fer fram i fyrir- lestraformi og einnig eru tón- smíðar kenndar í einkatímum.“ Þórður er fæddur árið 1973 og hefur stundað gítar- og píanónám, en lauk tónfræði- deildarprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1996. Gítartónleikar í Siguijónssafni GÍTARLEIKARINN Símon H. ívarsson leikur á þriðjudagstón- leikum í Listasafni Siguijóns Ól- afssonar kl. 20.30. Þar leikur hann flamenco tónlist og mun jafnframt kynna Iögin fyrir áheyrendum. „Upphaf þessarar tónlistar má rekja til þess tíma þegar Márar réðu ríkjum á Spáni. Tónlistarhefð- in barst frá föður til sonar, frá einni kynslóð til annarrar og hefur verið í stöðugri þróun allt fram til dagsins í dag. Hún er litrík og fjöl- þætt og kemur sífellt á óvart. Sterkar andstæður, kraftmikil hrynjandi og tjáning djúpstæðra tilfinninga endurspeglast í tónlist- inni. Flamenco hefur oft verið köll- uð spánskur blús þar sem inntak laganna er sorgin, ást í meinum og von um betra líf. Mörg nýrri formanna í flamenco eru aftur á SÍMON H. ívarsson móti fjörug og full af lífsgleði,“ segir í kynningu. Símon H. ívarsson stundaði gít- arnám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og var í fram- haldsnámi hjá prófessor Karl Scheit í Vínarborg. Hann hefur kennt við Tónlistarskólann í Luz- ern í Sviss en starfar nú við Tón- skóla Sigursveins. Símon hefur sótt íjölmörg námskeið erlendis og hefur farið sérstakar námsferðir til Spánar í þeim tilgangi að sér- hæfa sig í flamencotónlist. Hann hefur farið í margar tónleikaferðir bæði hérlendis og erlendis, hefur komið fram í sjónvarpi og útvarpi og gefið út geisladiska. Undanfar- in ár hefur Símon einbeitt sér að því að leika íslenska tónlist með sérstaka áherslu á verk eftir Gunn- ar Reyni Sveinsson. Morgunblaðið/Jim Smart SAMSTARFSVERKEFNI kanadískra og íslenskra listamanna með styrkjum útvarpsstöðva beggja landa. Frá vinstri: Pétur Grétarsson, Hilmar Jensson, Tena Palmer, Justin Heynes og BiII Stunt upptökusljóri. Byggja, tónlistina á ljóðum YFIRSKRIFT tónleika, sem fjórir ungir tónlistarmenn standa fyrir næstkomandi mánudagskvöld, er Kandís handa Candice. Tónlistin er byggð á ljóðlist íslenskra og kanad- ískra skálda og eru tónleikarnir haldnir í samvinnu við RÚV og kanadíska útvarpið, sem styrkja gerð hljómplötu með tónlistinni. Flytjendur og höfundar eru Hilm- ar Jensson gítar, Justin Heynes píanó/gítar, Pétur Grétarsson slag- verk og Tena Palmer söngur. „Tena hefur spilað svolítið með mér, Pétri og Heynes og það kom svo vel út að við ákváðum að leita eftir fjár- magni til að gera almennilega plötu“, sagði Hilmar Jensson í spjalli. „Við byijuðum að vinna út frá kanadísku skáldkonunni P.K.Page, mjög merkilegu skáldi sem við vorum öll hrifin af og segja má að vinnan hafi þróast út frá því. Til að byija með gerðum við ekki ráð fyrir því að vinna með ljóð annarra en hennar, en það liggur ekki mikið eftir hana svo við fórum að leita fyrir okkur annarsstaðar. Sú hugmynd að blanda saman skáldum beggja landa orkaði vel á okkur og fengum Jón Karl Helga- son til að velja ljóðskáldin með okk- ur. Þau em Einar Már Guðmunds- son, Sjón, Sandra Nicholls, Linda Vilhjálmsdóttir auk Page.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 annað kvöld í sal FÍH, Rauðagerði 27 og verður þeim útvarpað seinna. t ) \ ) \ I ) r i i i t l

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.