Morgunblaðið - 13.07.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 17
„Að undanförnu hafa átt sér stað
kynslóðaskipti hjá þjálfurunum og
inn komið fólk sem er betur mennt-
að en áður og hefur sjálft verið í
fijálsíþróttum. I þessum hópi get ég
nefnt Þráin Hafsteinsson, Ragnheiði
Ólafsdóttur, írisi Grönfeidt og Vé-
stein Hafsteinsson svo örfá dæmi
séu tekin. Samt sem áður vantar
fleira fólk en nú og ekki hvað síst
fleiri til starfa hjá félögunum. Það
er ekki nóg að eiga hæfa þjálfara
en þeir standa einir að starfi deild-
anna. Einnig vantar þeim þjálfurum
sem hér eru tækifæri til að endur-
mennta sig og fylgjast með því er
að jgerast. Þar kemur að hlutverki
FRI og ég er með hugmyndir þar
að lútandi sem ég get ekki úttalað
mig um á þessari stundu. Þar kemur
einnig hvernig hagað skuli uppbygg-
ingu þjálfunarmenntunar í landinu."
Þarf ekki meiri aga í æfingar?
Vésteinn Hafsteinsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í vetur að sér
hefði verið það áfail að koma heim
eftir að hafa búið og æft erlendis
lengi og verða vitni að metnaðar-
skorti og agaleysi sem virtist oft
ríkja hjá frjálsíþróttamönnum.
„Vissulega er það fyrir hendi og
ég held að það séu ekki eingöngu
íþróttamennirnir heldur hreyfingin í
heild sem þarf að vinna af meiri aga
og skipulagi. Vésteinn og fleiri eru
að koma inn í hreyfinguna með nýj-
an hugsunarhátt. Það sjónarmið,
„þetta reddast" hefur fengið að
stjórna of miklu. Dæmi má nefna
að hann kom á fund hjá okkur í vor
þar sem við spurðum hann hvort
hann gæti tekið að sér eða aðstoðað
okkur við afmælismót FRÍ í sumar.
Hann sagði það vera of seint farið
af stað í undirbúningi. Til þess að
haida svona mót eins við höfðum í
huga með erlendum keppendum þarf
tvennt, mikla vinnu og það þarf að
skipuleggja í tíma. Engu verður
bjargað við á elleftu stundu. Þess
vegna hættum við að hugsa um
mótið og ákváðum að hafa hátíðar-
útgáfu af Bikarkeppni FRÍ í ágúst.
Þetta segir okkur að við verðum að
fara vinna á annanhátt en verið
hefur. Hugsa fram í tímann og haga
okkar vinnu í samræmi við það.
Þetta gildir jafnt í fræðslu og út-
breiðslumálum svo og í þjálfara- og
mótamálum."
Staðan sjaldan betrí
Ekkert af þessu verður hins vegar
gert án þess að peningar séu til.
Hugmyndirnar einar sér nægja ekki
og staða FRÍ er góð frrekar en
margra annarra sérsambanda.
Jónas segir það vera rétt. „Það
kostar ekki svo mikið að leggja fram
hugmyndir." Hann segir að taka
verði jafnt á öllum þessum hlutum,
peningamálunum sem öðrum. „Við
verðum að byrja á upphafsreit og
taka á öllum málum af festu og skipu-
lagi. Til þess verða að allir að vinna
saman að sameiginlegri stefnu sem
ég vil að við setjumst niður nú í til-
efni afmælisins og mörkum okkur.“
Að mati Jónasar hefur FRÍ ekki
starfað af fullum krafti síðastliðið
ár og kemur þar margt tii, m.a.
annir formanns, framkvæmdastjóra-
skipti og breytingar á skrifstofu
sambandsins. En nú gerir hann sér
vonir um að þessu tímabili sé lokið
og hægt verði að setja á fulla ferð.
„Það verður bara að gerast. Ég
ætla ekki að vera formaður og sitja
og bíða eftir því að hlutirnir gerist,
það er alveg ljóst. Ég er þegar far-
inn að setja af stað undirbúning að
endurskoðun mótaáætlunar. Þar
þarf að gera breytingar og eins og
ég hef reifað hér er margt fleiri sem
brennur að verði gert og ég vil koma
í framkvæmd."
Nú á 50 ára afmælinu og eftir
formannaskipti, hvernig er samstað-
an innan hreyfingarinnar sem þú
segir að þurfi svo margt að laga?
„Samstaðan innan hreyfingarinn-
ar er góð. Heilbrigður rígur á milli
félaga er hins vegar af því góða.
Ljóst er hins vegar að rígur hefur
oft verið FRÍ til trafala. Ég held
hins vegar að í tíð forvera míns
Helga Haraldssonar hafi verulega
dregið úr honum. Menn hafa meiri
samkend hver með öðrum en oft
áður. Vonandi helst þessi samstaða
því án hennar getum við ekkert gert,
sama hver er formaður."
ÍÞRÓTTIR
Becker hættur
við að hætta
ÞÝSKI tennisleikarinn Boris Becker er hættur við að hætta og hef-
ur tilkynnt að hann verði með á Opna bandaríska meistaramótinu
sem hefst í næstu viku. Becker, sem er 29 ára sagði eftir tapið gegn
Pete Sampras á Wimbledon í fyrri viku að það hefði verið síðasti
leikur sinn á stóru mótunum. „Ég hef ekki lengur það sem þarf til
að sigra á stórmóti, og þá er eins gott að hætta,“ sagði Becker á
Wimbledon en nú vill hann reyna enn einu sinni og ætlar að freista
þess að endurtaka leikinn frá því 1989 er hann sigraði á Opna banda-
ríska meistaramótinu.
Sjóvd-Almennra ddldin
Stjörnuvöllur
Stjarnan - KR
í dag, sunnudag, kl. 20.00