Morgunblaðið - 13.07.1997, Side 22

Morgunblaðið - 13.07.1997, Side 22
22 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ "1 i . A Morgunblaðið/Þorkell ÁSGEIR Ásgeirsson og Margrét Lillý Árnadóttir í pökkunar- og saumastofunni, Anna Ásgeirsdóttir sölumaður er að pakka saman klútum. Eitt skref í VIÐSKIPn/JflWNNUUF Á SUNNUDEGI ►Ásgeir Ásgeirsson framkvæmdastj óri er fæddur á Akur- eyri 1963. Að loknu skólanámi hefur hann starfað til sjós og lands, undanfarin ár við sölumennsku og frá 1994 við rekstur fyrirtækis síns. Ásgeir keppti um árabil í keilu með KR. Margrét Lillý Árnadóttir, kona Ásgeirs og með- eigandi, er fædd í Reykjavík 1965. Að loknu námi vann hún á ljósritunarstofu auk þess að spila körfubolta með KR. Hún hefur unnið í fjölskyldufyrirtækinu frá upphafi. Þau hjón eiga tvo syni, 5 og 9 ára gamla. eftir Guðna Einarsson AKK-hreinlæti er hrein- ræktað fjölskyldufyrir- tæki. Það var stofnað föstudaginn 13. maí 1994 við heldur óvenjulegar aðstæður. „Þá var ég rekinn úr vinnu, bókstaf- lega hent út af fyrri vinnustað, og reyndist þessi dagur einn _ mesti happadagur lífs míns,“ sagði Ásgeir. Þá var hann búinn að vera söiumað- ur í sjö ár hjá fyrirtæki sem seldi meðal annars tæki til hreingerninga. Að sögn Ásgeirs þróuðust málin þar á þann veg að honum var ráðlagt af lögmanni stéttarfélags að segja upp störfum. Hann fékk ekki að vinna út sinn uppsagnarfrest, var umsvifalaust vísað á dyr með heldur köldum kveðjum. Skömmu síðar var fyrirtækið lýst gjaldþrota. Þau Margrét og Ásgeir hlæja nú þegar þau rifja upp þennan afdrifa- ríka föstudag, en þá var þeim ekki hlátur í huga. „Þegar ég sótti Ás- geir sat hann úti á tröppum á sínum fyrri vinnustað. Hann varð meira að segja að fá að hringja annars staðar til að biðja mig að koma að sækja sig. Við vorum að byggja, búin að borga reikningana um mán- aðamótin og áttum ekki krónu. Ás- geir fékk ekki greidd laun sem hann átti inni, fékk þau löngu síðar úr Ábyrgðarsjóði launa," sagði Mar- grét. Þau voru ekki á því að gefast upp heldur notuðu helgina sem í hönd fór til að leggja drög að nýrri framtíð. Klútar og grisjur Stofninn að því sem nú er fyrirtæk- ið TAKK-hreinlæti var klútafram- leiðsla sem þau Ásgeir og Margrét byrjuðu árið 1993. Klútana seldu þau fýrirtækinu sem Ásgeir vann þá hjá og annaðist það heildsöludreifingu. Þau keyptu bleiuefni í stórum ströng- um, klipptu efnið niður í heppilegar stærðir, saumuðu kantana í overlock- saumavél og pökkuðu. Til að byrja með var sett upp langt sníðaborð í bílskúrnum hjá foreldr- um Ásgeirs í Mosfellsbæ, Önnu og Ásgeiri Rafni Bjarnasyni. Ásgeir yngri á fimm systkini, eina systur og fjóra bræður, sem öll hjálpuðu til við framleiðsluna. Efnisstranginn var dreginn eftir borðinu og hver bræðranna fimm var með skæri og klippti eftir merki á borðinu. Kon- urnar sátu við saumavélar og „over- lokkuðu" jaðrana. „Þetta var frumstæð aðstaða og maður var alltaf með blöðrur undan skærunum. Til að byija með vorum við með vandaðar heimilissaumavél- einu ar, en þær gáfust upp, stundum eft- ir einn dag. Svo keyptum við iðnað- arsaumavélar og skurðarhníf úr þrotabúi Álafoss. Þá gekk betur að sníða klútana og sauma, það var mikill munur,“ sagði Ásgeir. Hjónin ákváðu að byggja nýja framtíð á þessum grunni. Reksturinn byijaði í smáu og stofnféð ekkert nema markaðsþekking, dugnaður og bjartsýni. „Ég fór í banka og mætti þar góðum skilningi," segir Ásgeir. „Við höfum reynt að standa okkur og alltaf haft það að leiðarljósi að standa í skilum. Það er búið að vera lyginni líkast hvernig þetta hefur þróast og þó erum við rétt að byija.“ Heimilið undirlagt Þau Ásgeir og Margrét voru ný- flutt inn í ófullgert raðhús í Selásn- um þegar hann missti vinnuna. Það var ekki um annað að ræða en hefj- ast handa við nýja fyrirtækið heima. „Ég bjó við að hafa þetta inni á heimilinu í tvö og hálft ár,“ sagði Margrét. „Þar sem eldhúsið mitt á að vera vorum við með tölvuna og pökkunarborðið. Eitt barnaherbergi var tekið undir saumaskapinn og lagerinn var í bílskúrnum. Pantanir voru teknar til í stofunni. Ég hef verið með bráðabirgðaeldhús í þvottahúsinu, er þar með öll nauð- synleg heimilistæki svo við höfum getað eldað og þvegið þvotta." Ásgeir segir að þegar á leið og umsvifin jukust hafi þau sprengt bílskúrinn utan af lagernum. Þá fengu þau innhlaup hjá BVN, Bygg- ingarvöruversluninni Nethyl, með að geyma vörur. „Ég var nú hálfpartinn farinn að skammast mín þegar við vorum komin með 40-50 vörubretti inn til þeirra. Þá var orðið tímabært að hugsa sér til hreyfings,“ sagði Ásgeir. Eins nefnir hann að það hafi verið tafsamt að vera með lager- inn á tveimur stöðum. Margrét segir að vinnudagurinn hafi engan enda tekið meðan fyrir- tækið var inni á heimilinu. „Þegar fólk kom í heimsókn lenti það ósjálf- rátt í vinnu. Það sá að við höfðum bijálað að gera og spurði hvort það mætti ekki hjálpa aðeins til við að bijóta klúta, pakka og merkja.“ Þau fóru að flytja inn grisjur í stórum rúllum, klipptu þær niður í minni lengjur og pökkuðu til endursölu. Á álagstímum við klútagerðina og pökkunina voru kallaðir út vinir og kunningjar í vinnu. Meira að segja synirnir tveir vildu leggja sitt af mörkum með því að strikamerkja vörurnar. En reyndi þetta ekki um of á vinskapinn? „Nei, nei, vinirnir gáfust ekkert upp á okkur en þetta var oft skraut- legt. Við eigum marga vini og kunn- ingja og gefum okkur tíma til að hitta þá.“ Margrét segir að það hafi auð- finnanlega verið mikill skortur á tusk- um og klútum því varan seldist mjög vel. Klútamir og grisjurnar eru ýmist seldar í sérmerktum pakkningum eða undir merki TAKK-hreinlætis. Nú flytja þau inn 20-30 tonn af grisjum á ári og sauma 20-40 þúsund klúta úr bleiuefni og grisju á mánuði. Auk þess vinna þau margar aðrar gerðir af klútum úr margs konar bómullar- efnum og gerviefnum. Plast í gámavís Ásgeir þekkti til dansks fyrirtæk- is í plastiðnaði, Dynoplast, en vörur þess höfðu verið fluttar hingað til lands og Ásgeir fengist við að selja þær um tíma. „Ég var á ferð í Hol- landi ásamt útlendum manni,“ segir Ásgeir. „Það barst í tal að ég hefði selt vörur frá Dynoplast. Ferðafélagi minn þekkti forstjóra fyrirtækisins og hringdi í hann úr bílnum sem við vorum í og spurði hvort ekki vant- aði meiri sölu á íslandi," segir Ás- geir. Þegar hann kom heim úr ferð- inni biðu sýnishorn, búsáhöld, skál- ar, ruslafötur, uppþvottagrindur, öskjur og kassar, svo nokkuð sé nefnt. Þau pöntuðu einn 40 feta gám af plastvörum og hófu innflutning. Skömmu síðar keypti sænska fyr- irtækið Hackman Households danska fyrirtækið og sameinaði það Hammarplast, sem Hackman átti fyrir. Hammarplast er þekktur fram- leiðandi búsáhalda úr plasti og vörur fyrirtækisins vel þekktar á íslensk- um markaði. „Þá leist mér ekki á blikuna, því þeir voru með umboðs- mann fyrir,“ segir Ásgeir. „Hack- man ákvað að við skyldum báðir flytja inn og árangurinn myndi skera úr um hvor héldi áfram. í fyrra vor- um við með mesta sölu á íbúa af öllum erlendum söluaðilum Hamm- arplast og árið í ár er ekki síðra það sem af er.“ Því til sönnunar dregur Ásgeir upp fréttabréf Hammarplast Utsalan hefst á morgun • Utsalan hefst á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.