Morgunblaðið - 04.10.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 31
AÐSENDAR GREINAR
Áratuga uppbygging
færð á byijunarreit
Þorsteinn Rakel Olga Björg
Jóhannsson Garðarsdóttir Jónsdóttir
Á ÞESSU ári er umsjónarfélag
einhverfra tuttugu ára. Á slíkum
tímamótum er vel við hæfi að líta
um öxl og skoða hvað hefur áunn-
ist. Hér verður athyglinni beint að
þjónustu við yngstu börnin. í stuttu
máli má segja að þar hafi áratuga
uppbyggingarstarf verið fært aftur
á byrjunarreit af yfirvöldum. Fyrir
tuttugu árum voru böm með ein-
hverfu lögð inn á barna- og ungl-
ingageðdeild Landspítalans
(BUGL). Börnin voru ýmist á dag-
eða sólarhringsdeild og algengur
dvalartími var tvö til þrjú ár en
dæmi voru um allt að sjö ára dvalar-
tíma. Börnum með einhverfu þarf
að kenna það sem önnur böm læra
að hjálparlaust, s.s. að tala, horfa
í augun á viðmælanda og almennt
þarf að þjálfa þau í félagslegum
samskiptum. Börnin eru eins mis-
jöfn og þau eru mörg og þurfa
mismikla þjálfun. Mikilvægt er að
þjálfun hefjist strax við greiningu.
Þessi þjálfun fór fyrst fram á
BUGL en seinna gerðu foreldrar og
fagfóik sér grein fyrir að heppilegra
væri að þjálfa börnin í þeirra eðli-
lega umhverfí, þ.e. inni á heimilum
og í leikskólum, auk þess sem það
var mun ódýrara. Þjálfunin færðist
því af BUGL út í þjóðféiagið. For-
senda þess var öflugur stuðningur
starfsfólks BUGL sem hafði sér-
þekkingu á einhverfu og fræddi og
kenndi foreldrum og starfsfólki leik-
skóla að ala upp og þjálfa barn með
einhverfu og gat gripið inn í og
ráðlagt fólki um þau vandamál sem
upp komu.
Stjórnkerfið sofandi
Með betri greiningaraðferðum
fjölgaði þeim börnum sem greindust
með einhverfu. Áður fyrr greindust
um tvö börn á ári að meðaltali en
þeim fór hægt fjölgandi og árið
1995 voru þau komin í fjögur á
ári. Þessi fjölgun í fjögur börn á ári
varð til þess að þjónustukerfi við
einhverfa á BUGL sprakk. í byijum
árs 1996 lýsti yfirlæknir deiidarinn-
ar því yfir að deildin gæti ekki þjón-
að fleiri börnum nema með fjölgun
stöðugilda. Þau fengust ekki og þar
við sat. Yfirlæknir BUGL benti jafn-
framt á að samkvæmt lögum um
málefni fatlaðra bæri Greiningar-
Mörg af þessum börn-
um, segja Þorsteinn
Jóhannsson, Rakel
Garðarsdóttir og Olga
Björg Jónsdóttir, eru
að missa af tækifærinu
til að lifa eðlilegu lífí á
fullorðinsárum þar sem
þau fá ekki þá þjálfun
sem þau þurfa á bestu
mótunarárunum.
og ráðgjafastöð ríkisins (GRR) að
þjóna einhverfum þar sem einhverfa
er þroskatruflun en ekki geðsjúk-
dómur. En stjórnkerfið virtist vera
alveg sofandi. í níu mánuði var
engin ákvörðun tekin um hver ætti
að þjóna einhverfum. í des. 1996
ákvað loks félagsmálaráðuneyti að
GRR skyldi þjóna einhverfum en
hugur virðist ekki fylgja máli því
GRR fékk mjög lítið fé til þess og
í raun mun minna en BUGL hafði
verið með og nægði engan veginn
þar.
Þrátt fyrir að fyrir tveimur árum
hefðu að meðaltali greinst fjögur
börn með einhverfu þá segir það
ekki til_ um það sem er að gerast
núna. Á síðasta ári og það sem af
er þessu hafa um 30 börn greinst
með einhverfu. Þessi sprenging í
greiningum kemur á sama tíma og
algert hrun hefur orðið í þjónustu
við börn með einhverfu.
Það hófst á því að engin þjónusta
var í níu mánuði. Síðan er ákveðið
að GRR skuli annast þjónustuna en
er í raun ekki gert það kieift þar
sem fjárveiting félagsmálaráðu-
neytisins til verkefnisins samsvaraði
einungis hálfu stöðugildi. Er það
mjög undarlegt því samkvæmt til-
lögum sem komu fram í skýrslu
nefndar á vegum ráðuneytisins, sem
kom út í byijun árs 1996, um fram-
tíðarskipulag á þjónustu við ein-
hverfa var gert ráð fyrir fímm
manna fagteymi til að annast þjón-
ustuna. Tillögurnar komu fram áður
en þessi 30 börn greindust á árunum
1996 og 1997. Eðlilegt má því telja
að ekki færri en fimm til sjö stöðu-
gildi þurfí til að anna verkefninu
því fyrirsjáanleg er mjög mikil þörf
á þjónustu við einhverfa á næstu
árum. Fagteymi þarf að fullmanna
til að það skili hlutverki sínu. Sem
dæmi má nefna fagteymi á skurð-
stofu. Það þættu furðuleg vinnu-
brögð ef verið væri að opna skurð-
deild á sjúkrahúsi og svæfinga-
hjúkrunarfræðingur væri ráðinn í
hálft starf fyrsta árið. Ári seinna
yrði síðan ráðinn svæfingarlæknir,
tveim árum síðar aðstoðarlæknir og
loks skurðlæknir eftir þijú ár.
Glötuð tækifæri
Ef félagsmálaráðherra ætlar að
byggja upp þjónustuna á Greining-
arstöðinni með sama hraða og hing-
að til mun taka mörg ár að koma
henni á laggirnar. Því er ljóst að
þau börn sem eru nýgreind og koma
til með að greinast á næstu misser-
um fá ekki nauðsynlega þjónustu.
Eins og áður hefur komið fram
þurfa börn með einhverfu nauðsyn-
lega að fá markvissa þjálfun strax
við greiningu. Hver vika sem líður
án viðeigandi meðferðar og þjálfun-
ar er vika glataðra tækifæra. Mörg
af þessum börnum eru að missa
af tækifærinu til að lifa eðlilegu
lífi á fullorðinsárum þar sem þau
fá ekki þá þjálfun sem þau þurfa
á bestu mótunarárunum. Þetta er
hrikaleg staðreynd fyrir börnin og
foreldra þeirra en einnig er þetta
ávísun á mikil útgjöld í framtíðinni
til uppbyggingar á sambýlum og
vinnustofum fyrir einstaklinga sem
hefðu getað orðið nýtir þjóðfélags-
þegnar.
Til að bæta úr þessu ástandi
þarf að veita stóraukið fé til grunn-
þjónustu við einhverfa STRAX en
ekki á næstu eða þarnæstu fjárlög-
um. Sum þessara barna gætu þá
verið búin að missa af lestinni.
Þarf að bregðast skjótt við
í júní sl. skrifaði 31 foreldri
barna með einhverfu félagsmála-
og heilbrigðisráðherra opið bréf
sem birtist í Morgunblaðinu og ósk-
aði eftir að sett yrði fram tímasett
áætlun um uppbyggingu á þjónustu
við einhverfra. Nú, fjórum mánuð-
um síðar, hefur ekkert svar borist
og þjónustan við börnin hefur ekk-
ert breyst. Börnin og foreldrar
þeirra geta ekki beðið endalaust
eftir svari, það verður eitthvað að
fara að gerast. Sum þessara barna
greindust fyrir 18 mánuðum og
hafa ekki fengið þjónustu við sitt
hæfi. Þegar verkefni eru flutt milli
BUGL og GRR, sem heyra hvort
undir sitt ráðuneytið, þarf að vera
góð samvinna milli ráðuneyta um
hvernig skuli standa að því. Gæta
þarf vel að því að sú áratuga þekk-
ing og reynsla í vinnu með börn
með einhverfu sem er til staðar á
BUGL nýtist. Einng þarf að tryggja
að sú stofnun sem tekur við nýju
verkefni fái fjármagn í samræmi
við umfang þess en það hefur
Greiningarstöðin ekki fengið. Ekki
er að sjá að heilbrigðis- og félags-
málaráðuneyti hafi haft neina sam-
vinnu eða samráð um flutninginn.
Verst er þó að ráðuneytin virðast
heldur ekki skilja um hvað þetta
mál snýst. Heilbrigðisráðherra ein-
faldlega henti frá sér boltanum eitt-
hvað út í loftið. Félagsmálaráð-
herra greip hann níu mánuðum síð-
ar, en veit greinilega ekki hvað á
að gera við hann. Þetta mál er allt
hið vandræðalegasta og svartur
blettur á íslenska-velferðarkerfinu.
Krafa okkar er að brugðist verði
við nú þegar.
Höfundar eru foreldrar
einhverfra barna.
Hvað á að gera vegna
jaðarskatta aldraðra?
í ÞVÍ umróti, sem hefur
orðið í umræðum og fram-
kvæmd kjaramála lands-
manna á þessu ári, hefur
orðið útundan að taka af-
stöðu til þeirra mikilvægu
skipan skattlagningar
beinna og óbeinna á tekjur
lífeyrisþega. Eins og sjá
má á þessu yfirliti, sem
hér hefur áður birst (eftir
Margréti H. Sigurðardótt-
ur, varaformann FEB),
sést að hækki ellilífeyri
um 10 þúsund krónur á
hækkun tekna frá
Tryggingastofnun
ríksins eða lífeyris-
sjóði sínum, hvað
þá að leita eftir
vinnu til að bæta
fjárhaginn. Það
gæti orðið til auka-
gjalda.
Þetta er í raun-
inni ekki hægt fyrir
þá sem er með
lægstu tekjurnar,
því að jaðarskattar
hirða allt sem um-
fram er.
með þeim 520 krónur. Páll Gíslason Það er því aug-
Einstaklingur Fyrir Eftir Mismunur
sem býr einn hækkun hækkun kr.
Lífeyrissjóðstekjur 76.208 86.208 10.000
Ellilífeyrir 14.541 14.541 0
Tekjutrygging 4.500 0 -4.500
Heimilisuppbót 2.152 0 -2.152
Uppbót á lífeyri 0 0 0
Samtals 97.401 100.749 3.348
Skattur 40,88% -15.017 -17.285 -1.368
81.484 83.464 1.980
Afsl. af sjónvarpsgj. 400 400 0
Tannviðg. 5000 kr.
Endurgr. Tryggast. 50% 2.500 0 -2.500
Alls 84.384 83.864 -520
Allir hljóta að sjá að þetta er
óviðunandi óréttlæti. Jaðarskattar,
sem víða koma við í þjóðfélaginu,
gera það ófært og tilgangslaust
fyrir ellilífeyrisþega að beijast fyrir
ljóst að ijúfa þarf þessa sjálfvirku
gildru sem launamál aldraðra eru
komin í!
Ljóst er að ýmsir aðgerðir koma
til greina.
Skattleggja má lífeyris-
tekjur með lægra þrepi,
segir Páll Gíslason, til
dæmis 10% eins og fjár-
magnstekjur.
Hvað er hægt að gera?
Ymsar leiðir hafa verið ræddar
og athugaðar, þó að Jaðarskatta-
nefndin tæki málið ekki fyrir sér-
staklega.
Helstu aðgerðir, sem mér finnast
myndu virka, eru:
1. Hækkun skattleysismarka.
2. Sérstakt skattþrep á lægstu
laun.
3. Skattleggja lífeyristekjur með
lægra þrepi, t.d. 10% eins og
fjármagnstekjur.
4. Hafa tvö skattþrep fyrir lægri
laun en 120 þúsund krónur.
5. Viðurkenna að tvöföld eða þre-
föld skattlagning lífeyrisgjalds
og tekna hafi átt sér stað og
taka upp 15% skattfrádrátt aft-
ur.
Sjálfsagt eru fleiri leiðir til að
draga úr áhrifum jaðarskatta en
athugum þetta nánar.
Framkvæmdir, ekki bara
umræður!
Hvað af þessu er helst fram-
kvæmanlegt í ljósi þess sem hefur
verið að gerast á síðustu árum?
1. Hækkun skattleysismarka í
80 þúsund krónur hefur ekki fengið
mikinn stuðning hjá stjórnvöldum
og talin of dýr fyrir ríkissjóð, þó
að þetta væri sennilega einfaldast
í framkvæmd. Þetta úrræði hefur
ekki meðbyr.
2. Sérstakt skattþrep á lægstu
laun er talið alltof erfitt í fram-
kvæmd reikningslega. Þetta held
ég sé ekki rétt ályktað, ef maður
lítur til annarra landa, sem mörg
hafa fleiri skattþrep t.d. Bretland
3, Frakkland 6, Danmörk 4, Finn-
land 6 og allt upp í 10 í Sviss. Við
erum aðeins að tala um eitt skatt-
þrep í viðbót við þau tvö sem við
höfum.
3. Skattleggja lífeyristekjur með
lægra skatti, t.d. 10% eins og fjár-
magnstekjur. Mikill hluti útborgaðs
ellilífeyris lífeyrissjóða er kominn
frá vöxtum og arði af peningum,
sem lífeyrisþegi og atvinnurekandi
hans greiddu mánaðarlega á löng-
um tíma, 30-40 árum. Það er þessi
ávöxtun, sem að verulegu leyti ger-
ir kleift að greiða lífeyrinn. Þetta
eru þvi tekjur sem eru að miklu
leyti sambærilegar við fjármagns-
tekjur, sem þeir sem lögðu þetta fé
í skuldabréf eða hlutabréf greiða
nú 10% skatt af. Skattlagning þess-
ara sambærilegu tekna er svona
gjörólík, þegar aðrir greiða 40%
skatt.
4. Hafa tvö skattþrep og sé
lægra þrep á laun undir 120 þúsund
krónur. Þetta var krafa stéttarfé-
laganna í vetur en náðist ekki fram
í samningum. Það er því ekki senni-
legt að við náum slíku fram frekar
en þau.
5. Hætta tvöfaldri skattlagningu
vissra launaliða. Á árunum 1987-
1995, þegar staðgreiðslan tók við,
voru lífeyrisgreiðslur ekki lengur
skattfijálsar og því greiddur fullur
skattur af þeim. Síðan þegar lífeyr-
ir er greiddur út, er tekinn fullur
skattur af þessu aftur - tvígreiðsla
á sömu tekjur. í eitt ár var þetta
viðurkennt og veittur 15% afsáttur,
en tekið aftur í einu lagi eftir 1 ár.
Þetta fannst okkur óréttlátt og
munum halda áfram baráttu fyrir
því að afnema tvöfalda skatttöku
af sömu launum.
Hvað er líklegast til að bera
árangur?
Allar þessar tillögur myndu skila
lífeyrisþegum óg láglaunafólki
verulegum árangri, en hver er lík-
legust svo að hægt sé að koma
henni fram?
Eins og nú er háttað tel ég að
allir þessir þættir kæmu vel til
greina, en ef til vill væri vænlegast
að leggja fyrst áherslu á 3. liðinn
og sanngjarnari skattlagningu líf-
eyristekna, sem er að mörgu leyti
sambærilegt við fjármagnstekjur
og ætti þá að skattleggjast eins og
þær.
Ég held persónulega að ekki sé
óskynsamlegt að leggja áherslu á
einn þátt, sem gæti náðst fram, án
þess að tapa sjónum af öðrum atrið-
um.
Nú eru allir skyldir að greiða í
lífeyrissjóði, en erfiðlega hefur
gengið að fylgja því eftir sem leiðir
til þess að verulegur hluti fólks er
alls ekki í neinum sjóði, en treystir
að ríkið sé til framfærslu, þegar
þar að kemur. Hér er mikið ósam-
ræmi milli manna. Ef skattar á líf-
eyristekjur væru lækkaðir í 10%,
myndi freistingin að komast hjá
greiðslum á réttum tíma minnka.
Þetta er til stöðugrar umræðu
hjá nefndum Félags eldri borgara
í Reykjavík og mun svo áfram, því
hagsmunabarátta aldraðra tekur
aldrei enda.
Höfundur er fyrrv. yfirlæknir og
fornmður Félags cldri borgara í
Reykjavík.