Morgunblaðið - 04.10.1997, Page 50

Morgunblaðið - 04.10.1997, Page 50
50 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS —----\ 066/VE/JCOZ FY&fi /ii T/tSEt. r/S LOf/U/i Grettir Kringlan 1103 Reykjavík # Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 FYRSTA tölublað Æskunnar. Hin síunga Æska 100 ára As she 5aíd,“6oodbye" and ran upthe steps, he knew he would never see her aqain. He wa.5 heartbroken. Um leið og hún kvaddi og hljóp upp tröppurnar vissi hann að hann myndi aldrei sjá hana framar. Hann var i ást- arsorg. “Oh.well/'he thouqht. “ I still have my doq.” Little did he know, his doq had been planninq to leave him. „O, jæja,“ hugs- aði hann. „Eg á ennþá hundinn minn." Hann vissi ekkert um það að hundurinn hans hafði verið að áforma að fara frá honum. Frá Sveini Sæmundssyni: ÞAÐ vakti ávallt eftirvæntingu okk- ar systkinanna þegar pósturinn kom með Æskuna. Þar fundum við krakkamir efni við okkar hæfi og enda þótt flest væri lesið sem til féll, allt frá dagblöðum til tyrfmna ættfræðibóka, þá var Æskan ann- ars eðlis og efni og myndir glöddu barnslundina. Meira að segja á kreppuárunum hélt þetta uppá- haldsrit okkar áfram að berast inn á heimilið og síðar frétti ég að ágæt föðursystir okkar barnanna, sem var barnakennari, hefði átt þar hlut að máli. Fyrir það er ég henni ævin- lega þakklátur. Svo liðu árin og örlögin höguðu því svo að stuttu eftir að ég hafði tekið við starfi blaðafulltrúa Flugfé- lags Íslands/Flugleiða tókst sam- vinna við Æskuna og það samstarf er við lýði enn í dag. Nýr ritstjóri Grímur Engilberts, hafði komið að blaðinu og enda þótt hann sinnti ritstjóminni í hjá- verkum fyrstu mánuðina varð strax ljóst að þar fór ritstjóri með ferskar hugmyndir. Grímur var þá verk- stjóri í setjarasal Ríkisprentsmiðj- unnar Gutenberg og vissi allt sem vitað varð á þeim tímum um blaða- útgáfu og prentverk. Eitt það fyrsta sem Grímur gerði var að efna til verðlaunasamkeppni í Æskunni þar sem fyrstu verðlaun vom ferðir til útlanda. Þetta vakti mikla athygli því að á því herrans ári 1957 voru utanlandsferðir ekki jafn sjálfsagð- ar og nú. Það kom í hlut undirrit- aðs að skipuleggja þessar verð- launaferðir ásamt Grími ritstjóra og síðan að skrifa ferðasögurnar sem birtust í blaðinu ásamt mynd- um. Þátttaka í þessum verðlauna- keppum var með ólíkindum og mik- il spenna þegar dregið var úr réttum lausnum að viðstöddum fulltrúa borgarfógetans í Reykjavík. Starfslið Æskunnar var á þess- um tíma fámennt, Grímur ritstjóri og Kristján Guðmundsson fram- kvæmdastjóri, sem sá um fjárhags- hlið útgáfunnar og annaðist rekstur bókaútgáfu og bókabúðar. Vinnu- dagurinn þeirra var því langur og ég minnist þess er við hjónin ásamt sonum okkar tveim, litum inn hjá þeim Grími og Laufeyju Engilberts á Njálsgötu 42 á sunnudögum, þá var húsbóndinn önnum kafinn við að bijóta blaðið, líma upp texta og búa það til prentunar. Þannig var hver stund nýtt til hins ýtrasta. Nú þann 5. október eru 100 ár liðin frá því fyrsta tölublað Æsk- unnar kom út. Þrátt fyrir háan ald- ur eru þó síður en svo nokkur elli- mörk á þessu sívinsæla blaði barna og unglinga. Eins og forðum daga flytur það fræðandi og uppbyggj- andi efni við hæfi ungra sem ald- inna og nútíma tækni í prentun og myndvinnslu hefir heldur ekki farið hjá garði. í stað svarthvítra mynda eru litmyndir komnar á síðurnar og umbrot í tölvum auðveldar fjöl- breytni. Sá sem hér rifjar upp örfáar minningar um ánægjulega sam- vinnu við Æskuna og þá Grím Eng- ilberts og Kristján Guðmundsson, svo og síðar við Eðvarð Ingólfsson og Karl Helgason, sendir ritstjórum Æskunnar og starfsfólki hugheilar afmæliskveðjur. Ennfremur óska ég Stórstúku Islands allra heilla á þessum merku tímamótum. Með útgáfu Bama- og unglingablaðsins Æskunnar í 100 ár hefir IOGT lagt verðmætan skerf til góðs uppeldis íslenskrar æsku. Sveinn Sæmundsson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.