Morgunblaðið - 04.10.1997, Page 52

Morgunblaðið - 04.10.1997, Page 52
52 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Urslit norrænu bikar- keppninnar að hefjast SKAK Grand Ilótel Rcykja- vík, 8.-22. októbcr: VISA NORDIC GRAND PRIX, úrslit: Úrslitakeppni norrænu bikarkeppn- innar hefst hér í Reykjavík á mið- vikudaginn. Sigurvegarinn verður jafnframt Norðurlandameistari. ÞESSI keppni er markverðasta nýj- ungin í skáksamstarfi Norðurlanda á undanförnum árum. Hún hófst með fyrsta formótinu, en það var Reykja- víkurskákmótið 1996. í kjölfarið fylgdu fjögur hliðstæð mót í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og Færeyj- um. Keppnisreglur eru þannig, að efstu sætin á hvetju þessara fímm formóta gáfu stig. Skákmenn þurftu að taka þátt í a.m.k. þremur mótum til að eiga möguleika á að komast í loka- mótið. Endanlegt val keppenda réðst síðan af samanlögðum stigafjölda hvers skákmanns í þeim þremur mótum, þar sem hann náði bestum árangri. Þannig tryggðu þrettán nor- rænir skákmeistarar sér þátttökurétt í lokamótinu. Fjórtánda sætið í mót- inu er boðssæti sem að þessu sinni gekk til Finnlands. Þar með eiga öll Norðurlöndin keppanda á mótinu sem er jafnframt Skákþing Norður- landa 1997. Sigurvegari mótsins verður því tvöfaldur meistari. í fyrsta lagi vinnur hann hinn eftirsótta titil NGP-bikarmeistari og í öðru lagi hlýtur hann sæmdarheitið „Skák- meistari Norðurlanda". Daninn Curt Hansen á síðamefnda titilinn að veija, en hann sigraði á Norðurlanda- mótinu í Reykjavík 1995. Skáksamband Islands er skipu- leggjandi mótsins. Telft verður á Grand hótel Reykjavík 8.-22. októ- ber. Aðalstyrktaraðili mótsins sem og keppninnar í heild er VISA Inter- national. Aðrir stuðningsaðilar eru VISA Ísland og aðildarbankar/spari- sjóðir þess. Verðlaunasjóðurinn nem- ur kr. 1.562.000 ($22.000), þar af eru fyrstu verðlaun kr. 460.000 ($6.500). Keppendur á mótinu er eftirtaldir: Frá íslandi: Jóhann Hjartarson, SM 2605 Hannes Hlífar Stefánsson, SM 2545 Þröstur Þórhallsson, SM 2510 Helgi Áss Grétarsson, SM 2475 Frá Noregi: Rune Djurhuus, SM 2525 Einar Gausel, SM 2540 Jonatan Tisdall, SM 2480 Frá Svíþjóð: Ralf Akeson, SM 2520 Jonny Hector, SM 2470 Tiger Hillarp-Persson, AM 2445 Frá Danmörku: Curt Hansen, SM 2600 Lars Schandorff, SM 2505 Að lokum eiga svo Finnar einn keppanda á mótinu, Heikki Wester- inen (SM 2410) og frá Færeyjum kemur John Arni Nilssen (2310). íslendingar eiga því flesta fulltrúa á mótinu, en hlutur okkar manna í forkeppninni var þó enn glæsilegri, því Margeir Pétursson, stórmeistari, vann sér einnig rétt til þátttöku í lokamótinu. Hann sá sér þó ekki fært að taka þátt í því vegna anna á öðrum vettvangi, en Margeir er hættur atvinnumennsku í skák. Mótið telst í 10. styrkleikaflokki. Undirbúningsnefnd mótsins skipa: Ágúst Sindri Karlsson, forseti SÍ, Andri V. Hrólfsson, Áskell Örn Kára- son og Ásdís Bragadóttir, sem jafn- framt er framkvæmdastjóri. Áðal- skákdómari verður Þráinn Guð- mundsson og aðstoðardómari verður Gunnar Bjömsson. Yfirumsjónar- maður keppninnar er Einar S. Einarsson; svæðisforseti FIDE á Norðurlöndum. Hellir með í Evrópukeppninni Taflfélagið Hellir er fulltrúi íslands í Evrópukeppni taflfé- laga, sem nú stendur yfir. Alls taka 56 lið þátt í keppninni. Liðunum er skipt í 7 riðla. Eitt lið kemst áfram í lokakeppnina úr hveijum riðli. Keppni í fyrsta riðlinum hófst 15. september. Hellir er í 5. riðli og keppir í borginni Mulhouse í Frakklandi. Mulhouse er 230.000 manna borg, sem er vel í sveit sett nálægt landamærum Frakk- lands, Þýskalands og Sviss. Keppnin í riðli Hellis verður haldin 3.-5. október, en keppni í síðustu riðlunum lýkur upp úr miðjum mán- uðinum. Sveit Hellis er þannig skip- uð: 1. Hannes H. Stefánsson, SM 2545 2. Jón L. Ámason, SM 2535 3. Helgi Ólafsson, SM 2505 4. Karl Þorsteins, AM 2495 5. Helgi Áss Grétarsson, SM 2475 6. Ingvar Ásmundsson, FM 2365 Varamaður verður Andri Áss Grét- arsson, FIDE meistari, og fararstjóri verður Hrannar B. Amarsson. Eins og sjá má er sveit Hellis geysisterk og allir liðsmenn hennar em alþjóðlegir titilhafar, þar af fjór- ir stórmeistarar og einn alþjóðlegur meistari. Því má þó ekki gleyma, að í keppninni eigast við sterkustu tafl- félög Evrópu og róðurinn verður því þungur þótt Hellir hafi á að skipa einu sterkasta liðinu í riðlinum. Þess er skemmst að minnast að 1995, þegar Taflfélag Reykjavíkur var full- trúi íslands í keppninni, tapaðist fyrsta viðureignin og þar með átti TR einungis möguleika á fimmta sæti í sínum riðli, sem reyndar náð- ist. Keppnin fer nefnilega þannig fram að í hveijum riðli em tefldar þijár umferðir. I annarri umferð tefla saman sigurvegarar 1. umferðar og í þeirri síðustu tefla tvö efstu liðin um réttinn til þátttöku í lokakeppn- inni. Andstæðingur Hellis í fyrstu um- ferð verður DP Mladi frá Prag í Tékklandi. Sveit þeirra er skipuð eftirtöldum skákmönnum: 1 Jan Smejkal, SM 2525 2 Nana Ioseliani, SM 2520 3 Josef Pribyl, AM 2430 4 Petr Spacek, AM 2395 5 Pavel Freisler, AM 2340 6 Otto Borik, AM 2405 Úrslitin í Evrópukeppninni fara fram í Kazan í Rússlandi 26.-30. nóvember næstkomandi. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson Guðmundur G. Þórarinsson afhend- ir Curt Hans Norðurlanda- meistarabikarnum 1995. sencting Stuttir og síðir kjólar, Is, sundbotir og inniskór. Dag- og kóötdtöskur. Hverfisgötu 50, sími 551 5222 I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Áskorun til dómsmálaráð- herra ÉG skora á dómsmálaráð- herra að gera eitthvað í þessu vandamáli sem mið- bærinn er orðinn á kvöldin og um helgar. Ég bý í húsi þar sem eldri konur búa og við þorum ekki orðið út á kvöldin. Hinn almenni borgari veigrar sér orðið við að fara í út á kvöldin eftir kl. 8, ekki einu sinni á bíl, því að krakkarnir leggjast upp á húdd bíl- anna. Fyrir almenning er þetta orðin hræðileg borg. Ég t.d. þori ekki ein í vinn- una á kvöldin eftir kl. 8, þori ekki að ganga úti á götu á kvöldin, glæpirnir eru orðnir svo miklir. Ég man ekki betur en Ingi- björg Sólrún hafi ætlað að gera eitthvað í eiturlyfja- málum, það hefur ekki gengið eftir. Ég kýs hana ekki aftur. Ég tei að það sé ekki við lögregluna að sakast, þeir gera það sem þeir geta. Það eru yfírvöld sem eiga að taka alvarlega á þessum málum, eitthvað þarf að breytast. Dóms- málaráðherra verður að taka í taumana nú þegar og gera eitthvað í þessum málum. Heiðarlegur borgari. Er fullorðna fólkið fyrirmynd í forvörnum? KONA hafði samband við Velvakanda og vildi hún taka undir það sem sagt er í Morgunblaðinu í „Bréfí til blaðsins" í grein sem nefnist „Fjör í forvörnum". Hún segist vinna á fjöl- mennum vinnustað þar sem vinni 300 konur. Þar taka konur sig saman í hópum og fara út að skemmta sér og þá er talað um að fara að „detta í það“. Og í marga daga er aðalumræðuefnið hvað það hafí verið gaman. Þetta er fullorðna fólkið sem er fyr- irmynd barna og unglinga. Hvert annað eiga bömin að sækja fýrirmyndirnar? Kona á besta aldri. Schubert 200 ára - góður þáttur ÉG VIL koma á framfæri ánægju minni með þátt hjá RÚV á þriðjudögum „Schubert 200 ára“, þáttur sem Sigurður Þór Guðjóns- son er með. Þetta er mjög góður þáttur, Sigurður áheyrilegur og góður. Ég vil hafa hann sem lengst í útvarpinu. Hilmar. Sigling á Rín RÍNARHÉRUÐ eru rómuð fyrir fegurð. Það er ný- lunda hjá Samvinnuferð- um-Landsýn að bjóða uppá siglingu á stórfljótinu Rín á hollensku, fallegu skipi, þar sem hreinlæti og þjón- usta var í hávegum höfð. Enginn er svikinn af mált- íðum sem voru miklar og góðar. Undir traustri og skemmtilegri stjórn Lilju Hilmarsdóttur átti 40 manna hópur átta ánægju- lega daga á fljótinu mikla og fögm umhverfí þess, nú í lok septembermánað- ar. _ Ég vil þakka fararstjóra og samferðarfólkinu skemmtilega daga undir hlýrri haustsól. Þetta eru ferðir fyrir fróðleiksfúsa sælkera. Margrét. Kettlingur í óskilum ÞESSI kettlingur fannst á flækingi vestur á Seltjam- amesi í byijun september- mánaðar. Uppl. era veittar í síma 551 3110. SKÁK llmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í undan- rásum á Evrópumeistara- móti skákfélaga um síðustu helgi. V. Slovineanu (2420), Rúmeníu, hafði hvítt og átti leik, en Stefan Djuric (2545), Júgóslavíu, var með svart. 23. Rxg6!! - fxg6 (Verra var 23. - Hxg6? 24. Dh5 og vinnur strax) 24. Dh5 - Kf7 25. Hxg6! - Hxg6 26. Dh7+ - Ke8 (Eftir 26. - Bg7 kemur 27. Rh6+! sem er afar faliegur vinnings- leikur) 27. Hxg6 - Db5 28. Hg8 og svartur gafst upp, því hann á ekki viðun- andi vörn við hótuninni 29. De7 mát. Taflfélagið Hellir keppir nú um helg- ina í undan- rásariðli Evr- ópukeppn- innar í Mul- house í Frakklandi. Nafn Jóns L. Ámasonar féll niður í upptalningu liðsmanna Hellis hér í skákhominu á fimmtu- daginn. Liðið er þannig skipað: Hannes Hlífar Stefánsson, Jón L. Ámason, Helgi Ólafs- son, Karl Þorsteins, Helgi Áss Grétarsson og Ingvar Ásmundsson. Varamaður er Andri Áss Grétarsson, en Hrannar Amarson er farar- stjóri. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur, unglinga- flokkur. Keppni hefst í dag kl. 14. Mótinu lýkur síðan næsta laugardag. Vegleg verðlaun. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNIHREKKVÍSI Víkveiji skrifar... VÍKVERJI getur mælt með nýju kaffihúsi, Vegamótum við Vegamótastíg, fyrir þá sem aka barnavögnum um miðbæinn og finnst gott að geta tyllt sér og fengið sér gott kaffi eða bjórglas. Vegamót standa við aflokaðan garð, þar sem kjörið er að leggja barnavagninum, og í gegnum gler- veggi veitingahússins er auðvelt að fylgjast með honum. Svo er kaffið á Vegamótum alveg ágætt. xxx ÍKVERJI varð fyrir því óláni um daginn að verða viðskila við ferðatöskuna sína á ferðalagi erlendis. Það er auðvitað óskemmtilegt að vera lengi án þess, sem venjulega er í ferðatösk- um, til dæmis tannburstans og snyrtivaranna, að ekki sé talað um gjafirnar handa fjölskyldunni. Þjónusta Flugleiða í þessu máli var hins vegar til fyrirmyndar og Vík- veija er til efs að hraðpóstþjónusta hefði getað komið ferðatöskunni hraðar til hans, eftir að hún fannst á flugvelli erlendis. xxx EITT smáatriði vill Víkveiji hins vegar gagnrýna varðandi veitingaþjónustu Flugleiða í flug- vélum. Áf hveiju eru drykkir, sem eiga að vera við stofuhita, þegar þeir eru bornir fram, ævinlega ískaldir? Þetta á til dæmis við um bæði rauðvín og koníak, sem týna nokkru af bragðgæðunum þegar hitastigið er svona lágt. Nú leggja Flugleiðir sig til dæmis fram um að finna góð og spennandi rauðvín til að bjóða í vélum sínum og menn gætu haldið að það væri metnaðar- mál að vínið væri við rétt hitastig. xxx EITINGASTAÐURINN Mira- beile við Smiðjustíg er vax- andi að mati Víkveija. Skrifari hef- ur snætt þar þrisvar sinnum og maturinn fer batnandi í hvert skipti. Síðast snæddi Víkveiji lax annars vegar og lambakjöt hins vegar - algeng hráefni, sem eru oft í matinn á flestum íslenzkum heimilum, að ekki sé minnzt á matseðla veitinga- staða. Það er þess vegna sérstaklega ánægjulegt þegar lax og lambakjöt er eldað og borið fram með þeim hætti að það kemur skemmtilega á óvart og kitlar bragðlaukana úr nýrri og óvæntri átt. Kokkurinn á Mirabelle getur bara verið nokkuð ánægður með sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.