Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ(á)MBL.lS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Lág tilboð í varnarliðsframkvæmdir Lægsta tilboð 56% af áætlun Morgunblaðið. Vogum. Keflavíkurverktakar áttu lægsta tilboð í framkvæmdir í Helguvík á vegum varnarliðsins og reyndist tilboð þeirra aðeins nema 56% af kostnaðaráætlun. Tilboði Kefla- víkurverktaka var tekið. Sam- keppni hefur aukist um verklegar framkvæmdir fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli í kjölfar út- boða. I nýlegu útboði um fram- kvæmdir í Helguvík við byggingu viðgerðaverkstæðis, geymslu og vatnsveitu buðu þrjú fyrirtæki. Lægsta tilboð kom frá Keflavíkur- verktökum, sem buðu 563 þúsund dali, eða um 40 milljónir króna, Is- lenskir aðalverktakar buðu rúm- lega 600 þúsund dali, eða um 43 milljónir króna, og Aðalverk í Keflavík bauð um 980 þúsund dali, eða tæpar 70 milljónir króna. Kostnaðaráætlun vegna verksins var ein milljón dala, eða um 71 milljón króna. Að sögn Friðþórs Eydal, blaða- fulltrúa varnarliðsins, eru ekki öll útboð svona langt undir kostnað- aráætlun. Hann segir útkomuna mismunandi eftir verkefnum. Ljóst er að samkeppni hefur aukist um verklegar framkvæmdir fyrir varnarliðið á Keflavíkurflug- velli í kjölfar útboða. Hlutabréfavísitala VÞÍ lækkar um 2% HLUTABRÉFAVÍSITALA Verð- bréfaþings íslands lækkaði um 2% í gær. Voru lækkanir á gengi hluta- bréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum áberandi og lækkaði gengi hluta- bréfavísitölu sjávarútvegs um 3,6%. Mest varð lækkunin á gengi hluta- bréfa í Haraldi Böðvarssyni, rúm 8%, en gengi hlutabréfa í Samherja lækkaði um 3,8% og í Granda lækk- uðu hlutabréf um 3%. Að sögn þeirra verðbréfamiðlara sem Morgunblaðið ræddi við í gær virðist sem frétt í Morgunblaðinu í gær, þar sem allt að 15% lækkun á gengi hlutabréfavísitölu sjávarút- vegs var spáð, hafi hreyft mikið við markaðnum. Skiptar skoðanir eru þó um þessa greiningu og er m.a. bent á að margt jákvætt hafi verið að gerast í sjávarútvegi að undanfömu, svo sem aukning þorskkvóta auk sam- einingar fyrirtækja. ■ Hlutabréfavísitala /18 285 dagar í opnun Hvalfjarðarganga MorgunblaðiÆ/Árni Sæberg HALLDOR Blöndal ók fyrstur í gegnum Hvalflarðargöng. Við hlið hans sat Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra og fyrsti þingmaður Vesturlands. Leiðin undir Hvalfjörð er greið HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra ók í gær í gegnum Hvalfjarð- argöng fyrstur manna eftir að hafa sprengt síðasta haftið í göngunum. Upphaflega var áætlað að sprengja haftið í júlí á næsta ári, en nú eru horfur á að hægt verði að opna göngin fyrir umferð í þeim mánuði. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, sagði í gær að gerð Hval- Qarðarganga hefði gengið betur en bjartsýnustu menn hefðu þorað að vona. Hann sagði að nú væri útlit fyrir að hægt yrði að opna göngin eftir 285 daga. Páll Siguijónsson, framkvæmda- stjóri Istaks, sagði að það hefði þurft þor til að leggja út í þessa miklu framkvæmd, sem vissulega hefði ekki verið áhættulaus. Marg- ir hefðu haft vantrú á jarðgöngun- um og spáð illa fyrir framkvæmd- inni. Sem betur fer hefðu menn haft kjark til að halda ótrauðir áfram. Framkvæmdum við gerð syðri gangamunnans lýkur í þessum mánuði og verður þá hafist handa við gerð munna norðan við fjörð- inn. Gerð vega að göngunum miðar vel áfram og er gert ráð fyrir að vegagerðinni ljúki fyrir 1. júh'. I vetur verður unnið við að styrkja bergið og bæta steypuhúð- un. Settur verður upp öryggisbún- aður, Ijós og viftur. Þá á eftir að malbika veg í gegnum göngin. ■ Síðasta haftið/32 Yfir 100 g fíkniefna innvortis TÆPLEGA þrítugur breskur maður er í haldi lögreglunnar. Hann reyndi að flytja inn í landið á annað hundrað grömm af fíkniefnum, þ.á m. 89 grömm af kókaíni. Fíkniefnin hafði hann gleypt í rúmlega 20 smá- bögglum. Lítilræði af kókaíni fannst á manninum í úrtaksleit hjá fíkni- efnaeftirliti Tollgæslunnar á 1 Keflavíkurflugvelli. Maðurinn var að koma frá Amsterdam. I framhaldi af leitinni vöknuðu grunsemdir um að hann væri með fíkniefni innvortis. Við yf- irheyrslu hjá fíkinefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík viður- kenndi hann að svo væri og fékkst það síðan staðfest með röntgenmyndatöku. Það var mat lækna að maðurinn væri í bráðri lífshættu og ástæða til að leggja hann inn á sjúkrahús uns efnið skilaði sér. Samtals hafði maðurinn inn- vortis 88,9 grömm af kókaíni, 4,2 grömm af hassi, 10,6 grömm af marijuana og sex e-töflur. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. október næstkomandi. Efnið hafði hann ætlað til eigin neyslu og sölu hér á landi. Rannsókn málsins hefur miðað vel og er á loka- stigi. Rannsókn lögreglunnar á láti manns sem fannst f Heiðmörk Tvíburabræður í gæslu- varðhald til 14. nóvember TVEIR menn, 25 ára tvíburabræð- ur, voru í gær í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í gæslu- varðhald til 14. nóvember, vegna meintrar aðildar sinnar að láti 36 ára fjölskyldufóður úr Vesturbæ Reykjavíkur. Annar bræðranna gaf sig fram við lögreglu um kvöldmat- arleyti á fimmtudag. Hann sagði að bróðir sinn hefði keyrt stein nokkrum sinnum af afli í andlit mannsins í Heiðmörk og þeir bræð- ur ekið í miklu óðagoti á brott. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa bræðumir sagt að tilgangurinn með förinni í Heiðmörk hafi verið að ræna manninn. Þegar lögregla kom á vettvang í Heiðmörk upp úr kl. 16 á fimmtu- dag, eftir ábendingu vegfaranda sem gekk fram á lík mannsins, þá bentu ummerki til þess að honum hefði verið ráðinn bani með hrotta- fengnum hætti. Talið var að honum hefði verið veittur höfuðáverki, ekið yfir hann, hann rændur fjármunum og skilinn eftir í blóði sínu. Engin skilríki fundust og vissi lögregla ekki í fyrstu hver maðurinn var. Um þremur stundum síðar kom 25 ára maður á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík. Sam- Morgunblaðið/Júlíus MAÐURINN fannst látinn á veginum, sem liggur til hægri á myndinni. I fjarska sjást Vffilsstaðir. kvæmt heimildum Morgunblaðsins sagðist honum svo frá, að hann hefði ekið á BMW-bíl sínum á skemmtistað í Reykjavík á miðviku- dagskvöld og bróðir hans verið með í för. A skemmtistaðnum hittu þeir ókunnugan mann og buðu honum með sér. Síðan óku þeir í Heiðmörk. Hóf steininn á loft báðum höndum Maðurinn sagði að í Heiðmörk hefðu þeir ekið út á stuttan veg- spotta og þar hefði bróðir hans stig- ið úr bílnum ásamt ókunnuga mann- inum. Næst hefði hann séð bróður sinn hefja stóran stein á loft með báðum höndum og keyra í andlit mannsins nokkrum sinnum. Mikið fát hefði komið á þá bræður eftir þetta og hefðu þeir ekið hratt af stað. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var ekki ljóst af fyrstu frá- sögn mannsins hvor þeirra bræðra sat undir stýri þegar ekið var af stað. För þeirra endaði þó skömmu síðar, rétt eftir að þeir komu inn á aðalveginn, því þar misstu þeir bíl- inn út af og náðu ekki að losa hann. Maðurinn sagði að þeir hefðu gengið út á Reykjanesbraut, þaðan til Hafnarfjarðar og tekið leigubíl. Tvíburabróðir hans hefði í íyrstu viljað kæra að BMW-bilnum hefði verið stolið og fá stúlku til að vitna um að þeir hefðu verið með henni um kvöldið, en fallið frá því. Þeir hefðu farið og náð í Ford Taunus-bíl í eigu bróðurins, farið í Heiðmörk og náð að draga BMW-inn Iausan. Maðurinn sagði að hann hefði ákveðið að fara til lögreglu og segja frá atburðinum þrátt fyrir að tví- burabróðir hans hefði lagt mjög hart að honum að þegja. Hann hefði hins vegar orðið svo miður sín vegna aðfara bróður síns, að hann hefði ekki getað leynt atburðinum. Tvíburabræðumir hafa komið við sögu lögreglu áður, m.a. vegna lík- amsárásar, auðgunarbrota, ítrekaðs ölvunaraksturs og kynferðisbrota. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.