Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Formaður Kennarasambands Islands
Komí til verkfalls
verður það mjög langt
„VIÐ forystumenn Kennarasam-
bandsins erum búnir að hitta yfir-
gnæfandi meirihluta félagsmanna
á undanförnum vikum. Skilaboð
þeirra til okkar eru alveg klár.
Ef þetta fer út í verkfall ætla
menn að halda út svo lengi sem
þarf. Það er líka ljóst að lengd
verkfallsins mun hafa áhrif á hvað
margir kennarar verða við störf í
skólunum næsta vetur. Við stefn-
um því í uppgjör sem er meira en
spurning um þetta verkfall; við
stefnum í uppgjör um það hvort
sveitarfélögin ætla að reka skóla
með kennurum eða ekki,“ sagði
Eiríkur Jónsson, formaður Kenn-
arasambandsins, áður en hann fór
á samningafund með launanefnd
sveitarfélaganna í gær.
Fátt fréttnæmt gerðist á samn-
ingafundinum. Sáttasemjari
reyndi á fundinum að fínna leiðir
til að viðræður gætu þokast af
stað á ný. Engin tilboð eða tiliögur
gengu á milli samningsaðila.
Næsti fundur verður haldinn á
morgun og á þá að ræða um launa-
lið samninga, að sögn Eiríks.
Umræður um vinnutíma
úr sögunni
Eiríkur sagði alveg ljóst að kæmi
til verkfalls 27. október yrði það
mjög langt verkfall. Áhrifín af því
gætu orðið víðtæk og langvarandi
fyrir grunnskólann. Menn stæðu
því frammi fyrir miklum vendi-
punkti í öllu skólastarfí á íslandi.
Hann sagði að samninganefnd
grunnskólakennara hefði ekki
breytt afstöðu sinni varðandi um-
ræður um breytingar á vinnutíma
kennara. Að hans mati yrði sú
umræða ekki tekin upp að nýju.
„Þessi vinnutímaumræða er út
úr myndinni. Sú vinna sem menn
voru búnir að leggja í þetta er
eitthvað sem ekki verður notað í
þessum samningum. Svona mikil
breyting þarf að grundvallast á
trausti milli aðila og það er ekki
fyrir hendi í dag. Það er mikið
verk að byggja það traust upp
aftur og tekur sjálfsagt heilt
samningstímabil að gera það. Það
má hins vegar vera að menn finni
einhveija aðra nálgun í þessum
samningum. Ég útiloka það ekk-
ert.“
Morgunblaðið/Kristján
Loðnunótin um borð
SKIPVERJAR á Súlunni EA voru
að taka loðnunótina um borð við
Fiskihöfnina á Akureyri í gær
en Bjarni Bjarnason skipstjóri
sagðist gera ráð fyrir því að
halda á miðin vestur á Hala á
morgun, fimmtudag.
Súlan hefur legið við bryggju
á Siglufirði síðustu tvo mánuði,
þar sem skipt var um aðalspil
skipsins. „Ég þarf að fara að
komast til að prófa spilin mín,“
sagði Bjarni. Jón Zophoníasson,
háseti á Súlunni, og félagar hans
sáu til þess að nótin legðist eins
og til er ætlast í nótakassann.
r Morgunblaðið/Árni Sæberg
ENDURBÆTUR eru í fullum gangi á Kleppsmýrarvegi, milli Sæbrautar og gatnamóta Súðarvogs
og Skútuvogs, en þar verða meðal annars sett upp umferðarljós.
Framsókn og Dagsbrún
Kj arasamning-
ar í uppnámi
Trúnaðarbrestur í samskiptum við
Reykjavíkurborg og starfsmannafélagið
VERKALÝÐSFÉLÖGIN Dagsbrún
og Framsókn telja að allir kjara-
samningar félaganna við Reykja-
víkurborg séu í uppnámi í kjölfar
þess að Félagsdómur kvað upp þann
dóm í gær að Reykjavíkurborg geti
búið til nýtt starfsheiti, skólaliða,
og fellt undir það störf sem félags-
menn Framsóknar hafa gegnt í
skólum í Reykjavík.
í bréfi sem formenn Dagsbrúnar
og Framsóknar sendu borgarstjór-
anum í Reykjavík og stjórn Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar í
gær þegar niðurstaða Félagsdóms
lá fyrir segir að félögin muni krefj-
ast kjaraviðræðna við borgina um
endurskoðun á gildandi kjarasamn-
ingi, um störf skólaliða og önnur
störf ófaglærðra hjá borginni.
„Félögin lýsa því yfír að trúnað-
arbrestur hafi orðið í samskiptum
Dagsbrúnar og Framsóknar við
Reykjavíkurborg og Starfsmanna-
félag Reykjavíkurborgar, og að ekki
geti orðið um eðlileg samskipti að
ræða fyrr en samningar hafa tekist
í þessari deilu. Félögin fordæma
sérstaklega þátt Starfsmannafé-
lagsins í málinu sem er einsdæmi
í samskiptum stéttarfélaga," segir
í bréfinu.
Skiptar skoðanir í Félagsdómi
Meðal starfa skólaliða, sam-
kvæmt starfslýsingu í kjarasamn-
ingi Reykjavíkurborgar og Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar,
eru ræsting á skólahúsnæði og
ákveðin störf í mötuneyti. Þessum
störfum hefur hins vegar fram til
þessa verið sinnt af félagsmönnum
Verkakvennafélagsins Framsóknar
sem samið hefur einhliða um störf-
in við Starfsmannafélag Reykjavík-
urborgar.
Framsókn telur að með þessum
samningi við Starfsmannafélagið
hafí Reykjavíkurborg brotið gegn
gildandi forgangsréttarákvæði í
kjarasamningi og var samkomulag
um að vísa málinu til Félagsdóms.
Þrír af fímm dómurum Félagsdóms
komust að þeirri niðurstöðu að
Reylqavíkurborg gæti búið til
starfsheitið skólaliða og fellt undir
það umrædd störf sem félagsmenn
Framsóknar hafa gegnt.
Flutnings-
getan
aukin
UNNIÐ er að endurbótum á
Kleppsmýrarvegi, frá gatnamót-
um Skútuvogs og Súðarvogs upp
að Sæbraut, í þeim tilgangi að
auka flutningsgetu götukaflans.
„Það er kvartað um erfið
tengsl frá hverfunum norðan við
Sæbraut en þessar breytingar
munu auðvelda mönnum að taka
tvöfalda vinstri beygju inn á
Sæbrautina. Síðan eru gatnamót
Súðarvogs, Skútuvogs og Klepp-
smýrarvegar erfið, þannig að þar
verða sett upp umferðarljós,"
segir Sigurður Skarphéðinsson
gatnamálastj óri.
7 0 milljóna fjárveitíng tíl Iðnó
BORGARRÁÐ hefur samþykkt með þremur at-
kvæðum 30 milljóna króna aukafíárveitingu áþessu
ári vegna framkvæmda við Iðnó og gefíð fyrirheit
um 40 milljóna króna íjárveitingu á næsta ári.
Jafnframt var samþykkt að beina því til stjómar
Innkaupastofnunar að ekki verði ónauðsynlegar
tafír á verkinu. Stjóm Innkaupastofnunar átelur
vinnubrögð við ráðningu aðalverktaka að Iðnó og
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarráðsfulltrúi
Sjálfstæðisflokks og stjómarmaður í Innkaupa-
stofnun, bendir á að hagsmunatengsl séu milli
aðalverktaka og arkitektsins að húsinu.
Samið án útboðs
Það er Gamlhús ehf., sem séð hefur um fram-
kvæmdir við Iðnó og var samið við fyrirtækið
án útboðs eða afskipta Innkaupastofnunar. í
bókun stjórnar Innkaupastofnunar sl. mánudag,
kemur fram að stjómin hafí ekki haft vitneskju
um að Gamlhús ehf. væri aðalverktaki í Iðnó
fyrr en í lok september sl. en fyrirtækið tók við
verkinu í apríl sl. Fram kemur að stjórnin geti
ekki fallist á að byggingardeild hafí haft heimild
til samningagerðar af þessari stærðargráðu án
samráðs við stjóm Innkaupastofnunar. Stjórnin
átelur vinnubrögðin ekki síst með tilliti til þess
að skammt er um liðið síðan samþykktar voru
nýjar og skilvirkar reglur um meðferð útboðs-
mála hjá Reykjavíkurborg og þær kynntar for-
stöðumönnum borgarstofnana og fyrirtækja
borgarinnar.
Óeðlileg tengsl við verktaka
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagðist hafa spurst
fyrir um það í stjóm Innkaupastofnunar hvaðan
hugmyndin væri komin um að ráða Gamlhús
ehf. sem aðalverktaka við Iðnó. Byggingardeildin
hefði svarað því til að endurbyggingarnefnd hefði
borist bréf frá fyrirtækinu í mars, í framhaldi
af óformlegri fyrirspum Páls V. Bjamasonar
arkitekts að Iðnó, um þátttöku fyrirtækisins í
endurgerð Iðnó. Sagði hann að fyrirtækið hefði
þegar unnið fyrir um 30 milljónir án þess að
Innkaupastofnun hefði komið þar nærri og nú
væri farið fram á að samið yrði við það á ný
án útboðs fyrir 70 milljónir.
„Þetta er þannig að Gamlhús er einkafyrirtæki
og meðal eigenda þess er Minjavemd, sem á 45%,
en Minjavemd er aðallega í eigu Torfusamtak-
anna og Torfusamtökin em í raun Þorsteinn
Bergsson og Páll V. Bjarnason, sem er arkitektinn
að Iðnó,“ sagði Vilhjálmur. „Þama em vemleg
tengsl á milli og mér fínnst óeðlilegt að arkitekt-
inn skuli setja fram þessa tillögu þegar hann á
hagsmuna að gæta hjá fyrirtækinu og að henni
sé gengið án þess að leitað sé til annarra. Þeir
vom ráðnir beint að verkinu og nú er sagt að þar
sem þeir séu búnir að vinna fyrir 30 milljónir þá
sé vont að skipta um verktaka og þess vegna
þurfí að gera beinan samning við þá upp á 70
milljónir. Þetta er algerlega á skjön við þær regl-
ur sem Innkaupastofnun vinnur eftir.“
Vilhjálmur sagði að með þessum aukafjárveit-
ingum og fjárveitingu næsta árs væri ljóst að
sparnaður, sem átti að nást við framkvæmdirnar
við Iðnó, væri enginn.