Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 39 Meimtun virðist hafa bein áhrif á lífslíkur fólks Á RÁÐSTEFNU læknadeildar, sem haldin var í vor, kynntu læknanemar rannsóknarverkefni sem þeir höfðu unnið undir leið- sögn kennara. Rannsóknarverk- efni Maríönnu var „Áhrif mennt- unar á dánartíðni af völdum krans- æðasjúkdóma" og vann hún það undir leiðsögn Þórðar Harðarsonar prófessors. Verkefnið er hluti af stórri hóprannsókn Hjartaverndar sem hefur staðið yfir síðan 1967, þar sem kannaðir eru orsakaþættir hjarta- og æðasjúkdóma. Rann- sóknin er mjög víðtæk og ein umfangsmesta rannsókn sinnar tegundar í heiminum að sögn Þórð- ar Harðarsonar. Þátttakendur í okkar þætti rannsóknarinnar eru um 19 þúsund, af báðum kynjum, fæddir á árunum 1907-1935. Við upphaf rannsóknarinnar var kann- að vægi áhættuþátta eins og kól- esteróls, blóðþrýstings, blóðsykurs og reykinga, ennfremur heilsufar og félagslegir þættir eins og menntun. Menntun og kransæðasj úkdómar Maríanna rannsakaði sérstak- lega áhrif menntunar. „Við vorum að kanna,“ sagði hún, „hvort tengsl væru á miili menntunar og dánartíðni hér á landi, hvort menntunin hefði einhver áhrif á dánartíðnina eða hvort eitthvað annað hefði þar áhrif á. Þó að tengsl þjóðfélagsstöðu við sjúk- dóma og dánartíðni hafi lengi ver- ið þekkt, hafa tengsl þjóðfélags- stöðu og menntunar við hjarta- og æðasjúkdóma ekki verið rannsök- uð hér á landi fyrr en nú. Á árum áður voru hjarta- og æðasjúkdóm- ar mun algengari hjá hinum betur stæðu í þjóðfélaginu en nú hafa rannsóknir leitt í ljós að þessir sjúkdómar eru orðnir algengari hjá þeim sem verr eru settir. „Menntun einstaklinganna virðist skipta þar miklu máli,“ sagði hún. Maríanna sagði að tölfræðin væri notuð í rannsókninni, m.a. til að leiðrétta fyrir áhættuþáttum sem taldir eru eiga mikinn þátt í þróun kransæðasjúkdóma, síðan er reynt að meta áhrif menntunar þegar tekið hefur verið mið af áhættuþáttunum. Þátttakendum var skipt niður í fjóra hópa eftir menntun: 1) þá sem höfðu háskóla- menntun eða sambærilega mennt- un, 2) stúdentsmenntun eða sam- bærilega, 3) gagnfræðamenntun eða sambærilega og 4) barnaskóla- menntun eða minni. Niðurstöður leiddu í ljós að dánartíðni var 30% hærri hjá körlum í hópi 4 en í hópum 2 og 3 samanlögðum, en dánartíðnin var rúmlega tvöföld hjá konum. Þegar kannaðar voru aðrar dánarorsakir reyndust þær vera 25% hærri hjá körlum í hópi 4 en hópi 1-2 samanlögðum ogum 50% hærri hjá konum. Fjárhagur áhrifaþáttur Maríanna og Þórður voru spurð hvaða skýringar þau teldu vera á tíðari dauðsföllum hjá þeim sem höfðu litla menntun en þeim sem höfðu meiri menntun. Maríanna sagðist velta fyrir sér hvort mismunur geti legið í aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Kanna þurfi hversvegna, hvenær og hvernig fólk leitar eftir læknis- þjónustu og hvernig það nýtir sér þjónustuna og hvort munur er á þessum þáttum hér á landi og annars staðar. Hér á landi hefur verið álitið, að munur á milli þjóð- félagsstétta sé lítill eða enginn, en í ljós hefur komið að fjárhagur virðist hafa áhrif á hvernig fólk hugsar um heilsu sína. Oft er talað um að þeir sem hafi meiri menntun séu sér betur meðvitandi um áhættuþætti kransæðasjúkdóma og leiti því fyrr eftir læknisþjón- ustu ef eitthvað er að. „í rannsókn sem Kristján Guð- mundsson læknanemi stóð fyrir, Kransæðasjúkdómar eru lang-algengasta or- sök dauðsfalla hér á landi. Rannsóknir benda til að menntun dragi úr áhættu á kransæðasjúkdómum. Maríanna Garðarsdótt- ir læknanemi kynnti þessar niðurstöður á ráðstefnu í Svíþjóð í sumar. Margrét Þor- valdsdóttir ræddi við Maríönnu og Þórð Harðarson prófessor um rannsóknina og áhrif menntunar á kransæðasjúkdóma. hverfis og líðan fólks. Þórður sagði að í nýlegum rannsóknum hefði komið fram, að þeir einstaklingar sem eru lægra settir á vinnustað, eru i starfi sem þeir eru óánægður með og þurfa að taka við skipunum frá öðrum virðast búa við meiri streitu en hinir sem hafa meiri menntun og eru ánægðir í starfi sem þeir hafa áhuga á. í sömu rannsókn var borin saman æða- kölkun í hálsæðum, þar kom fram að hjá þeim, sem þurfa að taka við skipunum í mjög ríkum mæli og fá litla fjárhagslega umbun fyr- ir, verður æðakölkunin hraðari en hjá öðrum. Þjóðfélagslegt misrétti og dánarlíkur Maríanna sagði að í Bretlandi væri nú mjög til umræðu munur á sjúkleika pg dánarhorfum eftir lífskjörum. Á síðustu 10-15 árum hefði þessi munur á milli ríkra og fátækra farið vaxandi í Bretlandi og hefur hann verið gagnrýndur og talinn vera merki um vaxandi misrétti þar í landi. - Er ekki sama staða komin upp hér í okkar þjóðfélagi? „Eg geri ekki ráð fyrir að Mar- íanna sé tilbúin að segja að það ÞÓRÐUR Harðarson og Marianna Garðarsdóttir. var sýnt fram á að áhættuþættir kransæðasjúkdóma fara mjög eftir menntun," sagði Þórður, „þeir sem höfðu minni menntun virtust vera líklegri til þess að reykja, hafa hátt kólesteról I blóði og hærri blóðþrýsting en hinir. Þær niður- stöður komu á vissan hátt á óvart en svipuð staða er þekkt í öðrum löndum. Okkar spurning var því sú, hvort hægt væri að finna sama mun hér eftir menntun og hvort hægt væri að skýra hann út frá þekktum áhættuþáttum, eða hvort menntunin standi eftir þegar búið er að leiðrétta fyrir áhættuþáttun- um. Við áttum von á því að mennt- un hefði eitthvert vægi eftir leið- réttinguna, en í Ijós kom að mennt- un virðist hafa mikið vægi og vera mjög ráðandi um dauðsföll, bæði í heildar dánartíðni og dauðsföllum af völdum kransæðasjúkdóma. Sama kom í ljós þegar könnuð var dánartíðni af völdum ýmissa krabbameina. Dánartíðnin fór tals- vert eftir menntun, jafnvel þó að dreginn væri frá þáttur reykinga. Það er einhver þáttur tengdur menntun sem hefur veruleg áhrif á lífshorfur fólks. En við vitum ekki hver þessi þáttur er.“ Mikilvægir áhættuþættir - Hveijar gætu verið helstu or- sakir? - streita? „Samband kransæðasjúkdóma og streitu hefur ekki verið vel stað- fest með rannsóknum né samband streitu og menntunar, þó að mann gruni að samband sé fyrir hendi hefur það ekki verið vel staðfest,“ sagði Þórður. Ýmsar rannsóknir hafa þó verið gerðar til að kanna tengsl um- sé þjóðfélagslegt misrétti sem valdi þessum mismun hér, svaraði Þórð- ur. En ég heid að það sé augljóst mál að þetta gefur tilefni til frek- ari skoðunar." Maríanna og Þórður segja að hér sé verkefni sem heilbrigðisyfir- völd hljóti að verða taka á. Kanna þurfi vel aðgengi fólks að heil- brigðisþjónustunni og vaxandi greiðsluþátttöku sjúklinga fyrir læknisþjónustu sem veitt er utan sjúkrahúsanna. Þó að ekki sé um háar upphæðir að ræða kveinka sér margir, sem hafa minna handa á milli, undan greiðslum fyrir þjón- ustu sérfræðinga í læknastétt. Á það einnig við í almennri heilsu- gæslu, borið hefur á því að fólk fresti að kaupa nauðsynleg lyf eins og sýklalyf sem greiða þarf fyrir fullt verð, vegna kostnaðarins. „Hér hefur ekki verið talið að að- gengi að læknisþjónustunni sé orð- ið stéttbundið en það er kannske meira en menn grunar". Víðtækari rannsóknir nauðsynlegar Þau benda einnig á að hér sé verkefni fyrir heilbrigðisstéttirnar, þær þurfi að kanna hver sé hin raunverulega ástæða fyrir aukinni dánartíðni, hvort tekjur hafi áhrif á aðgengi að læknaþjónustu eða hvort skortur sé á upplýsingum um heilbrigðismál til þjóðarinnar, eða hvort eitthvert annað leynt misrétti sé til staðar. „Það er óvænt og áhugavert, segja þau, „að þjóðfélagsstaða skuli á íslandi vera einhver sterkasti áhrifavaldur lífs og heilsu.“ Höfundur er blaðamaður. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Erlendur Jónsson og Þórður Björnsson unnu undankeppnina DRÆM þátttaka, aðeins 67 pör, var í undankeppni íslandsmótsins, sem fram fór um helgina. Erlendur Jónsson og Þórður Björnsson urðu efstir með 3.035 stig en spilað var í þremur lotum. Helmingur paranna eða 33 pör spila í úrslitunum 1. og 2. nóvember nk. Eftirtalin pör spila í úrslitunum. Þau eru í þeirri röð, sem þau end- uðu í undankeppninni: Erlendur Jónsson - Þórður Bjömsson Aðalsteinn Jörgensen - Matthías Þorvaldsson Hermann Lárusson - Ólafur Lárusson Jón Hilmarsson - Vignir Hauksson Ásmundur Pálsson - Sigurður Sverrisson Anton Haraldsson - Sigurbjörn Haraldsson Björn Snorrason - Guðjón Einarsson Jónas P. Erlingsson - Steinar Jónsson Símon Símonarson - Sverrir F. Kristinsson Magnús Eiður Magnússon - Þorlákur Jónsson Helgi Grétar Helgas. - Kristján M; Gunnarss. Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson Bragi Hauksson - Sigtryggur Sigurðsson Kjartan Ásmundsson - Kjartan Aðalbjömsson Steinberg Rík’arðsson - Sveinn R. Þorvaldsson Páll Valdimarsson - Ragnar Magnússon Friðjón Þórhallsson - Sigfús Örn Árnason Brynjar Valdimarsson - Halldór M. Sverrisson Anna ívarsdóttir - Guðrún Óskarsdóttir Eiríkur Hjaltason - Jakob Kristinsson Birkir Jónsson - Bogi Sigurbjömsson Hjálmar S. Pálsson - Páll Þór Bergsson Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason Bemódus Kristinsson - Georg Sverrisson Hróðmar Sigurbjömsson - Stefán Stefánsson Helgi Sigurðsson - Sigurður B. Þorsteinsson Hördís Siguijónsdóttir - Jacqui McGreal Bjöm Friðriksson - Unnar Atli Guðmundsson Aron Þorfinnsson - Snorri Karlsson Guðmundur Halldórss. - Sveinn Aðalgeirss. Hlynur Tr. Magnússon - Tryggvi Ingason Hákon Sigmundsson - Kristján Þorsteinsson Ármann Lárussoan - Jens Jensson Auk þessara para spila Björn Eysteinsson og Sverrir Ármanns- son, en þeir eru núverandi íslands- og Reykjavíkurmeistarar, Jón Viðar Jónmundsson og Þórir Leifsson fyr- ir Vesturland, Halldór Jónbjömsson og Óskar Elíasson fyrir Vestfírði, Jón Sigurbjörnsson og Ólafur Jóns- son fyrir Norðurland vestra, Jónas Róbertsson og Skúli Skúlason fyrir Norðurland eystra, Guttormur og Pálmi Kristmannssynir fyrir Aust- urland og Ólafur Steinason og Rík- harður Sverrisson fyrir Suðurland. Reykjanesmeistararnir Svala Páls- dóttir og Vignir Sigursveinsson spila ekki í úrslitunum. Ifyrstu varapör eru: Guðjón Siguijónsson og Rúnar Einarsson ísak Öm Sigurðsson og Jón Þorvarðarson Pétur Steinþórsson og Úlfar Kristinsson. Bridsfélag Breiðfirðinga/Breiðholts Fimmtudaginn 9. október var spil- aður eins kvölds Howell-tvímenningur með þátttöku 10 para og var spilað um rauðvínsverðlaun. Keppnin var jöfn og spennandi og skildu aðeins tvö stig að fyrsta og annað sætið í lokin. Soffía Daníelsdóttir og Jón Stefánsson höfðu betur í baráttunni við Guðlaug Sveinsson og Kristófer Magnússon. Lokastaða efstu para: Soffía Danielsdóttir - Jón Stefánsson 141 Guðlaugur Sveinsson - Kristófer Magnússon 139 Þórarinn Ólafsson - Jóhann Guðnason 125 Páll Þór Bergsson - Hjálmar S. Pálsson 120 Sigríður Pálsdóttir - Eyvindur V aldimarsson 114 Meðalskor 108. Spilaðir verða eins kvölds tvímenn- ingar alla fimmtudaga í októbermán- uði og ávallt spilað um rauðvínsverð- laun. Ef spilaformið er Howell, fær efsta parið sitthvora rauðvínsflöskuna, en ef spilaður er Mitchell fá bæði pör- in í sitthvora áttina rauðvín. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Staðan eftir 26 umf. í haustbaró- meter er eftirfarandi: Guðlaugur Sveinsson - Lárus Hermannsson - Hermann Lárusson 240 Jón Steinar Ingólfsson - Jens Jensson 208 ÁmiMagnússon-EyjólfurMagnússon 166 Jón Stefánsson - Torfí Ásgeirsson 162 Vilhjálmur Sigurðss. - Steinberg Ríkharðss. 153 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Jón Steinar Ingólfsson - Jens Jensson 119 Hermann Lárusson - Guðlaugur Sveinsson 106 Bjöm Amórsson - Hannes Sigurðsson 94 SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F9 E 17810158% s 9.0. Helgafell 5997101519 VI 2 Frl. I.O.O.F. 18 = 17810158 - II. 8V2* FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÓRKINNI6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 15. okt. kl. 20.30: Myndakvöld í Mörk- inni 6 — í eydibyggðum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda Valgarður Egilsson fer með okk- ur í myndum og frásögn í skemmtilega og fróðlega göngu- ferð um kjörlendi sitt, „Austur- skagann", eins og honum einum er lagið. Farið er um Látraströnd, Keflavík, Fjörður, Flateyjardal, út í Flatey og um Náttfaravíkur. Ferðafélagið hefur á hverju sumri, síðustu ár, efnt til mjög vinsællar ferðar á þessar slóðir undir fararstjórn Valgarðs' Sýndar verða myndir úr ferðun- um. Allir velkomnir á þetta fyrsta myndakvöld vetrarins i samkomu- salnum í Mörkinni 6, en mynda- kvöldið hefst kl. 20.30. Verð 500 kr. (kaffi og meðlæti innifalið). Missið ekki af góðri og fróðlegri kvöldstund. Kvöldferð á fimmtudags- kvöldið 16. október kl. 20.00. Létt ganga og tunglvaka á fullu tungli. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinn 6. Afmælisbókin, Konrad Maur- er íslandsferð 1858, er komin út. Til að flýta fyrir afgreiðslu mega áskrifendur gjarnan vitja bókarinnar á skrifstofunni. Hún verður seld á skrifstofunni á félagsverði kr. 4.900. Ferðafélag fslands. I.O.O.F. 7 B 17910158V2 = Fl. □ GLITNIR 5997101519 III 1 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund f kvöld kl. 20.00 Orð Lífsins Grensásvegi 8 s.568 2777 f.568 2775 Samkoma í kvöld kl. 20. Þú skalt koma. Guð mætir þörfum þín- um. Daglegar bænastundir. Leggðu fram þitt bænarefni. Allir hjartanlega velkomnir. (® SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður er Friðrik Hilmars- son. Allir hjartanlega velkomnir. REGLA MUSTERISRIDDARA A RMHekla /Mk 15-10-VS-FR HEIMILISDÝR Siðumúla 15; s. 588 5255 Ftá Hundaræktarfélagi íslands Augnskoðun hunda verður í nóv- ember. Tímapantanir á skrifstofu félagsins í síma 588 5255, opið 14.00-18.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.