Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ
MTÐVIK.UDAGUR 1?. OKTÓBEK 1097
+ Sverrir Björns-
son var fæddur
á Spákonufelli á
Skagaströnd 12.
júní 1924. Hann lést
á heimili sínu, Sól-
vallagötu 39, 7.
október síðastlið-
inn. Sverrir ólst
upp á Oseyri í
Höfðakaupstað og
stundaði venjulegt
skólanám í barna-
^ skólanum á Hóla-
nesi á Skagaströnd.
Foreldrar hans
voru hjónin Matt-
hildur Jóhannsdóttir húsfreyja
(1889-1953) og Björn Fossdal
Benediktsson (1881-1969), sjó-
maður, bóndi og verkamaður.
Sverrir átti einn albróður, Auð-
un Hafstein Fossdal, f. á Vind-
hæli 2. febr. 1921 ; drukknaði
i höfninni á Skagaströnd 26.
febr. 1962. Hálfbróður, sam-
feðra, átti Sverrir: Ara Fossd-
al, ljósmyndara á Akureyri
(1907-1965).
Sverrir kvæntist 31. desem-
ber 1957 Laufeyju Helgadóttur
•»
Einum æskuvininum, einum
fermingarbróðurnum, einum
skólafélaganum færra. Líklega
hefur enginn lýst fallvaltleika lífs-
ins betur í fáum orðum en skáldið
Páll Jónsson Árdal, en hann segir
í ljóði sínu „Saga lífsins":
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga.
Heilsast og kveðjast:
það er lífsins saga.
Fyrst man ég Sverri sem ungan
dreng í barnaskólanum á Hólanesi
á Skagaströnd. Þar vorum við sam-
an veturinn 1934-35, og höfðum
þá fyllt rúman tug æviára. Bróðir
hans, Auðunn Hafsteinn, var þarna
einnig við nám. í skólanum hjá
honum Siguijóni Jóhannssyni var
ekki um stranga bekkjaskipan að
ræða. Þar voru saman nokkrir ár-
gangar barna, á misjöfnu þroska-
og þekkingarstigi. Má geta nærri,
að erfitt hafi verið að komast yfir
að leiðbeina dijúgum hópi barna
við slíkar aðstæður. Síðustu tvo
(f. 1928), frá Búðum
í Fáskrúðsfirði.
Heimili þeirra stóð
í Kópavogi til 1976,
en eftir það í
Reykjavik. Synir
þeirra eru : 1) Matt-
hías Helgi, bifvéla-
virki, f. 9. apríl
1954, var kvæntur
og á þrjú börn. 2)
Þráinn Björn, fram-
reiðslumaður, f. 27.
maí 1958, var í sam-
búð og á tvö börn.
Sverrir stundaði
nám við Gagn-
fræðaskóla Akureyrar 1940-41,
en vann að því loknu ýmis störf,
var m.a. kennari á Skógar-
strönd tvo vetur. Frá 1952 til
starfsaldursloka 1994 var hann
í þjónustu Vita- og hafnamála-
skrifstofunnar, þar af mörg síð-
ari árin yfirverkstjóri. Síðustu
æviárin var Sverrir virkur í
Félagi aldraðra í Reykjavík.
Útför Sverris fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin kl. 15. Jarðsett verður
í Gufuneskirkjugarði.
vetur barnafræðslunnar skildi leið-
ir okkar Sverris, því að ég var þá
við nám á Ytri-Ey á Skagaströnd,
en hann áfram á Hólanesi. Kennar-
inn kenndi annan mánuðinn á
Skagaströnd og hinn á Ytri-Ey,
því að farskólafyrirkomulag var
enn við lýði á þessum slóðum.
Fyrirkomulag þetta var auðvitað
ófullkomnara en síðar gerðist, þeg-
ar fastir skólar urðu reglan. En
alveg var ótrúlegt, hvað börn og
kennarar lögðu sig fram um að
árangur yrði sem rnestur og bestur
af skólagöngunni. Úr farskólanum
komum við vel læs, skrifandi og
reiknandi. En lakara var, að fæst
áttum við þess kost að halda áfram
námi að barnaskólanum loknum.
Var undirritaður þeirra á meðal.
Við Sverrir fenndumst í gömlu
kirkjunni á Hólanesi á Skagströnd,
sem fyrir löngu hefur verið niður
tekin, á hvítasunnudag 1938, sem
bar upp á 5. júní. Ef ég man rétt,
vorum við átta að tölu, sem fermd-
umst þarna: fimm piltar og þijár
stúlkur. Presturinn var séra Björn
0. Björnsson. Hann var bóklærður
og vel gefinn, hinn vænsti maður.
Um hann hefi ég ritað þátt í bók
mína „Sitthvað kringum presta“,
sem út kom hjá Skuggsjá 1991.
Litlir vexti vorum við Sverrir, þeg-
ar við fermdumst, en það gerði
ekkert til. Nógur var tíminn til að
vaxa og verða stór! Nokkur síðustu
árin hittumst við Sverrir við og
við. Mun þátttaka okkar í félags-
skap aldraðra hafa þar nokkru
valdið. Hann var áhugasamur um
málefni eldri borgara og félags-
lyndur.
Fyrir rúmu ári greindist illkynja
meinsemd í líkama Sverris. Hann
gekkst undir víðtækar lækningatil-
raunir, og trúði því lengi vel, að
þær kynnu að bera einhvern árang-
ur, en eins og kunnugt er, fleygir
lækningum og rannsóknum á
krabbameini hratt fram. En sjúk-
dómurinn hafði sinn gang,_ og von-
ir um bata tóku að dofna. Ég heim-
sótti Sverri nokkrum sinnum á
meðan hann háði hina hörðu bar-
áttu við þennan geigvænlega sjúk-
dóm, sem _ árlega leggur nokkur
hundruð Íslendinga í gröfina,
marga á besta aldri, að segja má.
Síðast átti ég tal við Sverri
sunnudaginn 14. september sl.
Hann var vel málhress þá, þrátt
fyrir veikindi sín. Sagði, að sjúk-
dómurinn ynni markvisst að því,
að hann hyrfi af sjónarsviðinu, eins
og hann orðaði það í mín eyru.
Æðruleysi hans og stilling gagn-
vart örlögum sínum var aðdáunar-
verð. Hann lá rúmfastur síðustu
tvær vikurnar og kaus að deyja
heima. Og honum varð að þeirri
ósk sinni. Hann lést fyrir hádegi
þriðjudaginn 7. október. Þá var
himinn næstum heiður yfir höfuð-
borginni. Farsælli ævi var lokið.
Eftirlifandi eiginkonu, svo og
sonum og öðrum vandamönnum,
votta ég samúð mína við fráfall
Sverris Björnssonar.
Auðunn Bragi Sveinsson
frá Refsstöðum.
Það var kominn haustblær á til-
veruna þegar vinur minn Sverrir
kvaddi þetta líf. Eftir harða baráttu
við krabbamein var orustan töpuð
að morgni 7. október. Ég var á
heimleið frá því að flytja móður
mína suður til þeirra Sverris og
Laufeyjar þegar allt í einu helltist
yfir mig sú tilfinning að Sverrir
væri búinn að fá hvíld frá þrautum
sínum. Komin á Blönduós heim til
pabba staðfestir hann grun minn,
Sverrir var dáinn.
Svo samofin bernsku minni eru
kynnin af Sverri og Laufeyju, að
ég man ekki svo langt aftur að
þau séu ekki til staðar. Enda
spannar vinátta þeirra föður míns
og Sverris meir en hálfa öld. Bú-
seta Sverris og Laufeyjar á höfuð-
borgarsvæðinu og pabba og
mömmu norður í Húnavatnssýslu
breytti engu þar um. Vináttan
hélst. Börnin uxu úr grasi, Matti
og Þráinn komu í sveitina á sumr-
in, þyrftum við systkinin einhvers
með í Reykjavík tóku Sverrir og
Laufey við okkur og sáu um allt
sem gera þurfti sem foreldrar okk-
ar væru. Það breyttist ekki þótt
við værum orðin fullorðin.
I byijun sumars ágerðust veik-
indi Sverris, og maður sá að halla
fór undan fæti er leið á sumar. Í
september gat ég heimsótt hann
nokkrum sinnum, mamma og
pabbi skiptust. á að heimsækja
þau, síðast kom mamma daginn
áður en hann dó. Þá kvaddi ég
vin minn Sverri í síðasta sinn, sem
ég átti svo margt að þakka sem
barn, unglingur og fullorðin kona.
Þakklát fyrir allar góðar stundir,
öll góð ráð og hjálp frá fyrstu tíð
til hins síðasta, kveð ég kæran vin.
Laufey mín, Matti, Þráinn og
afabörnin hans, þið hafið margs
að sakna, en allar minningarnar
um kæran eiginmann, föður og
afa milda sorgina með tímanum.
Guð gefi ykkur öllum styrk sinn
og huggun.
Halla Jökulsdóttir frá Núþi.
Ég fel í forsjá þína
guð faðir sálu mína.
Því nú er komin nótt,
um ljósið lát mig dreyma,
og ljúfa engla geyma.
Öll bömin þin svo blundi rótt.
Með þessari bæn kveðjum við
þig, elsku afi okkar. Guð blessi
minningu þína og styrki elsku
ömmu.
Brynhildur og Grétar.
Ég kveð þig, elsku afi minn,
með söknuð í hjarta, en mikið er
ég fegin að ég gat kvatt þig dag-
inn áður en þú kvaddir.
Það var mér mikið áfall að frétta
að þú værir dáinn, þú, þessi yndis-
SVERRIR
BJÖRNSSON
+ Anna Ársælsdótt-
ir fæddist 13. des-
ember 1913. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu
Eir 30. september
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Ár-
sæll Brynjólfsson,
sjómaður í Reykja-
vík, f. 11. mars 1888,
<V í Bjálmholti (Puiu),
Holtahreppi í Rang-
árvallasýslu, d. 27.
júní 1960, og Arndís
Helgadóttir, f. 8. jan-
úar 1893, í Stóru-
Sandvík, Sandvíkur-
hreppi i Árnessýslu, d. 20. júní
1986. Þau hjón bjuggu allan
sinn búskap í vesturhluta
Reykjavíkur þar sem Anna
Það er skammt stórra högga á
- .milli. Hinn 17. júni sl. lést tengda-
faðir minn Ellert Ág. Magnússon -
stoð okkar og stytta, og nú 30 sept.
andaðist elskuleg tengdamóðir mín,
Anna Ársælsdóttir, á hjúkurnar-
heimilinu Eir.
Anna hafði undanfarin ár átt við
vanheilsu að stríða eftir lömun.
Viljinn til að ná sér á strik aftur
f>/ar þó ótrúlegur og náði hún nokkr-
fæddist og ólst upp
ásamt systkinum
sínum en þau eru:
1) Helgi Anton, f.
19. ágúst 1915, d.
9. janúar 1996. 2)
Svava, f. 1. desem-
ber 1916. 3) Brynj-
ólfur Guðjón, f. 7.
ágúst 1918, d. 19.
september 1996. 4)
Haraldur, f. 11.
mars 1920. 5) Sig-
rún, f. 1. apríl 1924.
6) Asdís, f. 10. april
1926. 7) Baldvin, f.
22. janúar 1928. 8)
Hreiðar, f. 20. nóvember 1929.
Anna giftist Ellert Ágústi
Magnússyni, prentara, 23. maí
1936. Hann fæddist 4. ágúst 1913
um góðum áföngum sem var mikið
fagnaðarefni.
Svo sterk var lífslöngunin, að
aðeins nokkrum vikum fyrir andlát-
ið bað hún einn af starfsmönnum
hjúkrunarheimilisins Eir að koma
með sér til Mallorca. Í eigin huga
voru henni ávallt allir vegir færir -
og þessvegna var hún alltaf svo
glöð og jákvæð - þrátt fyrir fötlun
sína.
og lést 17. júní sl. Þau eignuðust
saman sjö börn: 1) Sólveigu
(kjördóttir Ellerts), f. 13. júlí
1932, d. 10. janúar 1979. 2) Auði,
f. 21. maí 1935. 3) Magnús Grét-
ar, f. 30. júní 1937. 4) Amdísi,
f. 20. september 1938. 5) Ás-
ninu, f. 26. febrúar 1942. 6)
Ársæl Brynjar, f. 16. júlí 1947.
7) Elínu Önnu, f. 22. ágúst 1954.
8) Eyjólf Hlíðar, f. 22. ágúst
1954. Fóstursonur Önnu er Jón
Helgi Haraldsson, f. 3. janúar
Í953.
Öll börn Önnu giftust og við
andlát hennar eru barnabörn
hennar 29 talsins og 29
Iangömmubörn.
Anna var ein af stofnendum
Kvenfélagsins Eddu, sem hafði
þann tilgang að auka kynni og
félagslíf meðal prentarakvenna
og vinna að framförum og
menningarmálum prentara og
fjölskyldna þeirra.
Útför Önnu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Fjölskyldan stóð vel saman um
að láta hana taka þátt í nánast öllu
sem hún óskaði eftir. Hún var sótt
og fór í bæinn að skoða mannlífið
og versla. Hún sótti boð hjá fjöl-
skyldu og vinum, fór í smáferðalög
austur í bústað og til skyldmenna
í Vatnskoti.
Þó svo hjólastóllinn væri alltaf
með í för, naut hún hverrar stundar
með þeim hætti sem bara góð móð-
ir, amma og langamma getur gert.
Að upplifa hana innan um sína
nánustu. Sjá hennar stolta og góða
bros og hlusta á hennar hlýja tal,
er upplifun sem ég hefði ekki viljað
missa af.
Hennar yndislega viðmót, fórn-
fýsi og væntumþykja var einstök.
Hún hafði brennandi áhuga á öllu
því sem varðaði hina stóru flöl-
skyldu og miklu, miklu meira, því
hún var í reynd sannkallaður visku-
brunnur, þegar talið barst að sam-
tíðarmönnum og atburðum. Á því
sviði skákuðu henni fáir.
Nú þegar bæði Anna og Ellert
eru látin, rifjast upp góðar minning-
ar um hjón sem áttu það sameigin-
legt að hlúa að og rækta allt það
góða sem býr í hveijum og einum.
Ég þakka þeim samfylgdina og
vona að við getum öll haft þau sem
fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir.
Takist það, geta þau vel við unað.
Að lokum votta ég fjölskyldunni
allri rnína dýpstu samúð.
Mats Wibe Lund.
Elskulega amma, njóttu
eilíflega Guði hjá,
umbunar þess, er við hlutum,
ávallt þinni hendi frá;
Þú varst okkar ungu hjörtum,
eins og þegar sólin hlý
vorblómin með vorsins geislum
vefur sumarfegurð í.
Hjartkær amma, far í friði,
föðurlandið himneskt á,
ANNA
ÁRSÆLSDÓTTIR
legi afi minn, sem mér þótti svo
vænt um. Alltaf þegar mér verður
hugsað til þín, mun ég minnast
þess þegar við keyrðum um bryggj-
urnar og þú kenndir mér að lesa
nöfnin á skipunum og hve mikið
þú hefur kennt mér um lífið og
tilveruna.
Betri afa gat ég ekki eignast.
Með þessum orðum kveð ég þig,
elsku afi minn. Guð geymi þig.
Þín
Lísa Björk.
Við, samstarfsfólk Sverris hjá
Samtökum aldraðra, urðum mjög
hrygg þegar sú fregn barst að hann
væri látinn. Þessi fregn kom okkur
ef til vill ekki svo mjög á óvart,
því að Svemr hafði ekki gengið
heill til skógar allt síðastliðið ár.
Harðfylgi hans og hreysti gerði það
að verkum að við trúðum því ekki
að svo stutt væri í endalokin sem
raun varð á. Hann tók fullan þátt
í störfunum okkur alveg til hins
síðasta og til marks um það vann
hann af kappi með okkur við að
koma út september blaðinu okkar.
Það segir nokkuð um persónuleika
hans að hann var að vinna að undir-
búningi næsta blaðs og undirbún-
ingi að næstu byggingu á vegum
Samtakanna aðeins viku fyrir and-
lát sitt. En þannig var Sverrir, hann
var alltaf heill í hveiju sem hann
gekk að hvort sem það var vinna,
vinskapur eða önnur hugðarefni
sem hann var upptekinn af.
Ég læt hugann reika til þess
tíma er við kynntumst fyrst. Þá
ungir menn og samheijar starfandi
við hafnargerð víðsvegar um land.
Hann sem verkstjóri en ég sem
verkfræðingur. Ég nýútskrifaður
en hann með nokkra reynslu, þá
þegar úr skóla reynslunnar við
hliðstæð verk. Mér er það ennþá
minnisstætt hvernig hann miðlaði
mér af reynslu sinni á sinn hóg-
væra hátt og ég er honum ætíð
síðan þakklátur fyrir þá kennslu
sem hann miðlaði mér sem ekki
var numin í háskóla og sem ég hef
ætíð búið að síðan. Lærdómur sem
byggist á athyglisgáfu þess sem
lærir af reynslunni og kann að
miðla þeim lærdómi til annarra á
uppbyggilegan hátt. Síðar fór ég
til annarra starfa en vinskapur
okkar Sverris var órofinn frá þess-
um okkar fyrstu kynnum. Við hitt-
umst oft á leið okkar í gegnum
lífið, bæði í starfi og leik, sem
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlum vinum frá.
Vertu sæl um allar aldir,
alvaldshendi falin ver,
inn á landið unaðsbjarta,
englar Drottins fylgi þér.
(Höf ók.)
Elsku amma, nú er komið að
kveðjustund. Það er erfitt að hugsa
sér lífið án þín en þú hefur verið
mér svo kær og mikil stoð í gegnum
árin. Ekki er langt síðan hann afi
heitinn, Ellert Ag. Magnússon,
kvaddi þennan heim á sjálfan þjóð-
hátíðardaginn siðastliðið sumar. Þið
skiljið eftir mikið tómarúm en ég
er þess fullviss að ykkur líður nú
vel hjá sameiginlegum ástvinum.
Það verður skrýtið að upplifa
13. desember, jól og aðra hátíðis-
daga án þin og afa. Á þessum
dögum sameinaðist öll fjölskyldan
í kringum ykkur og átti ég alveg
yndislegar stundir í Hólmgarðin-
um með ykkur afa og hitti þá oft
og iðulega skyldmenni sem ég
annars sá sjaldan. Ég segi það
fyrir mig og fyrir hönd systra
minna að þú varst okkar fasti
punktur í tilverunni og til þín gát-
um við öll leitað. Alltaf var gott
að koma við í Hólmgarðinum enda
var þar alltaf opið hús og öllum
tekið opnum örmum og ávallt með
nægum mat á borðum.
Þegar litið er yfir lífshlaup ykkar
afa hafið þið bæði verið gæfusöm
og heilsuhraust lengst af og notið
þess að sjá ykkar eigin börn, barna-