Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 6
M 01H} l IN Ý> L'A y í ’ v b MIÐV]KUOAGIHI1S. OKTftl'.KR 3907 SAA og Islensk erfðagreining Leitað að erfðavísi áfengis- sýki ÍSLENSK erfðagreining og SÁÁ hafa ákveðið að taka upp samstarf um leit að erfðavís- um þeim sem valda áfengis- sýki. SÁÁ mun leggja til tutt- ugu ára reynslu sína af með- ferð áfengissjúklinga. Kári Stefánsson, forstöðu- maður Islenskrar erfðagrein- ingar, segist sannfærður um að árangur náist vegna ein- stæðra rannsóknaraðstæðna hér á landi. Margar rannsókn- arstofur erlendis hafa unnið á þessu sviði en án árangurs fram að þessu. Hann segir er- lend lyfjafyrirtæki sýna rann- sóknum á erfðavísum áfengis- sýki mikinn áhuga. Kári mun flytja fyrirlestur á morgun um þessar fyrirhug- uðu rannsóknir á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin er í til- efni af tuttugu ára afmæli SÁÁ. Kristján Ragnarsson um hugmyndir um gjaldtöku vegna síldveiða „Þá mun sfldín til heiðurs þeim frekar synda í sjónum“ KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, vísar algerlega á bug hugmyndum um sérstaka gjaldtöku vegna veiða íslenskra fiskiskipa úr norsk-íslenska síld- arstofninum og segir að útvegsmenn muni aldrei sætta sig við slíkar hugmyndir. Bæði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Halldór Ás- grimsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi sjáv- arútvegsráðherra, hafa lýst því yfir að þeir telji uppboð eða gjaldtöku vegna veiða úr norsk-ís- lenska síldarstofninum koma til greina. Kristján vísaði til laga um úthafsveiðar sem sett voru milli jóla og nýárs í vetur. Þar segir í 5. gr. laganna í annarri málsgrein að sé tekin ákvörðun um að takmarka heildarafla úr deilistofni sem samfelld veiðireynsla sé á „skal aflahlutdeild einstakra skipa ákveðin á grundvelli veiðireynslu þeirra miðað við þrjú bestu veiði- tímabil þeirra á undangengnum sex veiðitímabil- um. Veiðireynsla telst samfelld samkvæmt lögum þessum hafí ársafli íslenskra skipa úr viðkomandi stofni a.m.k. þrisvar sinnum á undangengnum sex árum svarað til a.m.k. þriðjungs þess heildar- afla sem er til ráðstöfunar af hálfu íslenskra stjórnvalda." Búnir að veiða í íjögur ár Kristján sagði að nú væri búið að veiða síld úr norsk-íslenska síldarstofninum í fjögur ár. í þrjú af þessum árum hefðum við veitt ofan- greint hlutfall og rúmlega það og þá segi lögin að afla skuli úthlutað á skip. Allir hafi getað sótt um leyfí til veiðanna og staðið hafí verið að veið- unum með ýmsum hætti. „Ég held að allir séu sammála um, að þetta fyrirkomulag, að etja öll- um á stað sem fyrst í stað þess að reyna að gera úr þessu sem mest verðmæti með sem minnst- um kostnaði, þá sé heppilegasta leiðin að reyna að úthluta þessu á skip,“ sagði Kristján. Hann vísaði til þess sem segði síðar í sömu lagagrein að ráðherra gæti bundið þessa úthlut- un því skilyrði að skip afsali sér aflaheimildum innan lögsögu íslands er nemi reiknað í þorskígildum allt að 15% af þeim aflaheimildum sem séu ákveðnar á grundvelli þessara máls- greina. Kristján sagði að þetta hefði verið gert við úthlutun kvóta á rækju á Flæmingjagrunni og í sambandi við úthafskarfann á Reykjanes- hrygg. Nú væri komið að því að útfæra veiðar á þriðja stofninum samkvæmt þessum sömu lögum. Allt hefði þetta verið umrætt og hugsað frá hendi stjórnmálaflokkanna með Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna hvernig þetta yrði útfært og það síðan sett í lög ágreinings- lítið. Hann sagði að nú þegar þessi þrjú viðmiðun- arár væru komin væru komnar upp hugmyndir um að leggja á þetta sérstakt gjald. Hann teldi það náttúrlega ekki koma til greina með öðr- um hætti en gert væri ráð fyrir í lögunum, að útgerðaraðilum væri skylt að dreifa ávinningn- um til annarra með því að afsala sér 15% í ígildum talið á móti þeim aflaheimildum sem þeir fengju. Þannig gengi það til annarra út- gerða til að mæta þeim skerðingum sem þær hefðu orðið fyrir í öðrum greinum. Vísað heim til föðurhúsanna „Ég vísa þessum hugmyndum báðum til föður- húsanna og tel með ólíkindum að þær skuli koma frá þeim aðilum sem jafnglögglega eiga að þekya til og þeir. Þeir virðast hafa gleymt um hvað stjómarflokkarnir sömdu við hagsmunaað- ila í fyrra um hvemig þessu skuli ráðstafað miðað við þau lög sem sett vom í fyrra. Þetta era lög nr. 151 frá 27. desember 1996. Það er ekki nema rúmt hálft ár liðið og það hefur ekkert komið upp síðan sem breytir því sem ákveðið var þá,“ sagði Kristján ennfremur. Hann sagði að það væri eins og menn væru farnir að bjóða upp hver fyrir öðrum í einhverj- um ímynduðum vinsældaleik. Aðspurður sagði hann að þeir myndu aldrei sætta sig við slík vinnubrögð. „Þá mun síldin til heiðurs þeim frek- ar synda í sjónum," sagði Kristján. Japönsku túnfískveiðiskipin djúpt suðaustur af landinu EITT japönsku túnfiskveiðiskipanna þriggja sem heimild hafa til veiða innan fslensku landhelginnar. | 000 0’ ; gs/ í soo 100.SI \ * j HIX) (W 0* \ - | «tw* 0 0 t AI # i i I tON 4? SÖSð’ 1 RlMIU \ Í-'Q ff M/A .****<• wr / s?: M fji 1| 7 .w r..... J :■ ^ TTQfi lytfip '*■? / 1 f TAW / J* JR (amsKm - .v k ' HÉR sést hvar tvö skipanna (tveir kassar hægra megin á myndinni) voru stödd um 20 mflur innan við landhelgismörkin en merkin vinstra megin sýna hvar þau voru fyrir nokkrum dögum. MED FULLRI I—*______1 HÁSKÓLABÍÓ DCCMOAfZIM KJ Frumsýnd Góður afli er 35 fisk- ar á dag ÞRJÚ japönsk skip eru nú á tún- fískveiðum suður og suðaustur af landinu innan 200 mflna markanna. Þegar TF-SYN, flugvél Landhelgisgæslunnar, var í eftir- litsflugi í gær voru tvö skipanna að veiðum um 20 mílur innan við landhelgina suðaustur af landinu. Um borð í japönsku túnfisk- veiðiskipunum eru fslenskir veiði- eftirlitsmenn. Skipin Ieggja um 70 mflna langar línur og fréttist af aflabrögðum í gær að fengist hefðu 25 fískar en gott þykir þeg- ar kringum 35 fiskar veiðast á sólarhring. Geir H. Haarde um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum Uppboð skyn- samleg leið GEIR H. Haarde, þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að uppboð á veiðiheimildum úr norsk-íslenska síldarstofninum komi vel til greina. Hins vegar hafi ekki orðið samstaða um að fara þá leið þegar lög um úthafsveiðar voru til meðferðar á Alþingi fyrir áramót í vetur og því þurfi laga- breyting að koma til eigi að efna til uppboðs á veiðiheimildum á næstu vertíð. „Ég taldi þá og tel reyndar enn að uppboð sé skynsamleg leið þeg- ar um er að ræða veiðistofn þar sem eru engar sjálfgefnar viðmið- anir að fara eftir varðandi úthlut- un. Þessi „ólympíska" aðferð við veiðarnar sem var viðhöfð í fyrra getur kallað á heilmikla sóun og er þess vegna ekki skynsamleg," sagði Geir ennfremur. Hann sagðist telja að uppboð veiðiheimilda væri eðlileg úthlutun- araðferð þegar norsk-íslenski síld- arstofninn væri annars vegar, en um það hefði ekki verið samstaða á sínum tíma þegar málið hefði verið til umfjöllunar. Þess vegna væru ekki ákvæði þar að lútandi í lögum um úthafsveiðar, þannig að ef það ætti að beita slíkri aðferð þyrfti að breyta lögunum og hann væri út af fyrir sig ekki andvígur því. Geir sagðist ekki hafa hugsað það nákvæmlega hvaða aðferð ætti að beita í slíku uppboði. Þar væri ein- ungis um tæknilega útfærslu að ræða og kæmu ýmsar leiðir til greina. Ríkið hefði mikla og já- kvæða reynslu af ýmiss konar út- boðum og þess vegna alveg hægt til dæmis að fela Ríkiskaupum að ann- ast uppboð af þessu tagi. „Þetta er bara ein mjög vel framkvæmanleg úthlutunaraðferð þegar um er að ræða að skammta svona gæði með skynsamlegum hætti, þegar ekki er um að ræða neina veiðireynslu," sagði Geir. Nýtt varðskip fyrir peningana Geir sagðist ennfremur hafa verið með þá hugmynd að þeir fjármunir sem hugsanlega kæmu inn vegna uppboðs á veiðiheimildunum yi'ðu látnir renna til þess að fjármagna smíði á nýju varðskipi. Málsmeðferðin samrýmist illa stjúrnsýsluaðferðum MÁLSMEÐFERÐ sú sem stjórn Hollustuverndar ríkisins kaus að beita vegna þeirra 54 aðila sem gerðu athugasemdir um starfsleyfistillögur fyrir álver Norðuráls á Grundar- tanga samrýmist illa hefðbundnum og lögbundnum aðferðum stjómsýsl- unnar, þegar heimildir era um mál- skot til æðra stjómvalds, samkvæmt áliti úrskurðarnefndar í kærumáli Hjörleifs Guttormssonar alþingis- manns gegn stjórn Hollustuverndar. Úrskurðarnefndin getur þó hvorki breytt né hnekkt ákvörðunum um- hverfísráðherra um starfsleyfið, en til þess hefur hún ekki vald að lögum. Því hefur nefndin vísað kæru Hjör- leifs frá. í úrskurðinum segir nefndin það staðreynd að umhverfisráðherra hafi gefið út starfsleyfi vegna álversins. Ráðherra sé samkvæmt lögum nr. 33 frá 1944 æðsti handhafi fram kvæmdavaldsins, taki ákvarðanir krafti þess valds og beri á þein ábyrgð. Ráðherra umhverfismála fár þannig með alla yfirstjórn sam kvæmt lögum nr. 81 frá 1988 um holl ustuhætti og heilbrigðiseftirlit 05 meiningarleysa að ætla stjórn Holl ustuverndar ríkisins að kveða upj úrskurði í málefnum samkvæmt lög unum. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.