Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 47 '
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Björn Blöndal
RAGNAR Örn Pétursson, formaður íþróttaráðs Reykjanesbæjar, afhendir Jóhannesi Ellertssyni, formanni
knattspyrnudeildar Keflavíkur, 150 þúsund króna styi-k úr Afreks- og styrktarsjóði iþróttaráðs Reykjanesbæjar.
Nýkrýndir
bikarmeistar-
ar fengu
hlýjar
móttökur
►Keflavík- Liðsmenn knatt-
spyrnuliðs Keflavíkur fengu hlýj-
ar móttökur þegar þeir komu til
bæjarins með bikarinn sem þeir
hlutu fyrir sigur gegn Eyjamönn-
um á dögunum. Meðal annars var
leikmönnum og þjálfurum boðið
til hófs í húsi leikfélagsins við
Vesturgötu þar sem knattspyrnu-
deildin fékk m.a. 150 þúsund
króna styrk úr Afreks- og styrkt-
arsjóði íþróttaráðs Reykjanes-
bæjar. Meðal annars kom hinn
þekkti tónlistarmaður Rúnar Júl-
íusson frarn og söng nokkur lög.
Hann var einn af bestu mönnum
gullaldarliðs ÍBK á sjöunda ára-
tugnum áður en hann tók tónlist-
ina fram yfir knattspyrnuna.
Pitt klífur
í annað
sæti
„KISS the Girls“ hélt efsta sæti list-
ans aðra helgina í röð yfir mest
sóttu kvikmyndir vestanhafs.
Spennumyndin, sem fjallar um leit
lögreglunnar að fjöldanauðgara, er
með Morgan Freeman og Ashley
Judd í aðalhlutverkum.
Kvikmyndin Sjö ár í Tíbet með
Brad Pitt kleif beint í annað sæti.
Hún er byggð á sannri sögu úr
heimsstyrjöldinni síðari og fer Brad
Pitt með hlutverki fjallgöngugarps-
ins Heinrich Harrer sem vingast við
hinn unga Dalai Lama. Nýlegar
fréttir frá Þýskalandi herma að
Harrer hafi tilheyrt SS-sveitum
Hitlers en talsmaður kvikmyndar-
innar sagði að það skaðaði ekki
gengi hennar.
„Hún hefði ekki halað inn 10
milljónir dollara ef hún hafði upp-
hafið nasista," sagði John Jacobs,
forseti Mandalay Entertainment,
sem framleiddi kvikmyndina og
dreifði henni í gegnum Ti'iStar Pict-
ures. Hún kostaði 62 milljónir doll-
ara í framleiðslu.
Jacobs sagði að kvikmyndin fjall-
aði um iðrun og andlega ástundun.
Viðfangsefni sem sjaldan hefðu víða
skírskotun til almennings. Út-
göngukannanir sýndu engu að síður
að 58% áhorfenda hefðu verið 30
ára og eldri og 59% kvenkyns.
GUNNAR Oddsson, leikmaður og þjálfari, og Sigurður Björgvinsson,
þjálfari Keflavíkur, skera fyrstu sneiðina af girnilegri tertu sem veitt
var af við þetta tækifæri.
BRAD Pitt tekur við merki með áletruninni „Frelsum Tíbet“ á frum-
sýningu myndarinnar Sjö ár í Tíbet í Los Angeles 6. október. Hann er
með Khada um hálsinn, sem er eins konar lukkutrefill.
r m. *
m
ATH! Adeins 20 kr. röðin
K I N G A
rti
Til mikils að vinna!
6 511
GJALDFRJÁLST PJÓNUSTUNÚMER
Alla miðvikudaga
fyrirkL 16.00