Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 11
FRÉTTIR
Herferð gegn bílum
sem lagt er ólöglega
Nærri 20
bílar dregn-
irburt
LÖGREGLAN í Reykjavík sektaði
síðasta sólarhringinn 110 bíla vegna
þess að þeim hafði verið lagt ólög-
lega. Lögreglan gengur ákveðið fram
í því þessa vikuna að sekta fyrir þessi
brot. Af þessum 110 bílum voru hátt
í 20 fluttir brott með kranabíl.
Þar sem sést til bfla sem lagt hef-
ur verið ólöglega er beitt sektum en
sé þeim lagt þannig að þeir trufli
alvarlega umferð gangandi eða ak-
andi vegfarenda er kallað eftir drátt-
arbíl og bílamir dregnir burt. Þurfa
eigendur þá að vitja þeirra í höfuð-
stöðvar Vöku við Eldshöfða og leysa
þá út gegn rúmlega sjö þúsund króna
gjaldi. í kjölfarið fá eigendur síðan
sekt. Þessi herferð lögreglunnar mun
standa næstu daga í ýmsum hverfum
Reykjavíkur.
-----» 4-»----
Starfsmenn
Reykjavíkurborgar
Feður fá
tveggja vikna
fæðingarorlof
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
veita feðmm í starfi hjá borginni
rétt á 2ja vikna fæðingarorlofi, ef
þeir eru í hjónabandi eða í skráðri
sambúð með móður bamsins.
Tillagan gerir ráð fyrir að laun í
orlofi miðist við óskert dagvinnulaun
auk 50% sambærilegra greiðslna við
það sem reglur um barnsburðarleyfi
starfsmanna borgarinnar gera ráð
fyrir. Rétturinn nær til feðra þeirra
bama sem em fædd, ættleidd eða
tekin varanlega í fóstur eftir 31. des-
ember 1997 enda hafi faðirinn starf-
að samfellt hjá borginni í sex mán-
uði og ráðning sé ótímabundin eða
til lengri tíma en eins árs. Orlofið
skal taka í einu lagi á fyrstu átta
vikum frá fæðingu barns eða heim-
komu en ef það er ekki gert fellur
niður réttur á orlofi.
-----♦ ♦ <----
Jón Viðar til
Fijálsrar
verslunar
ÁKVEÐIÐ hefur verið að stækka
Frjálsa verslun og mun átta síðna
aukablað um menningu og listir
fylgja blaðinu reglulega í vetur.
Fjórir gagnrýnendur hafa verið
ráðnir að blaðinu í vetur. Jón Viðar
Jónsson leikhúsfræðingur skrifar um
leikhús o g munu leikdómar eftir hann
ekki birtast í öðmm íjölmiðlum í vet-
ur. Um myndlist skrifar Aðalsteinn
Ingólfsson listfræðingur og Júlíus
Vífill Ingvarsson, framkvæmdastjóri
hjá Ingvari Helgasyni, skrifar um
ópemr og tónlist. Þá mun Þórður
Helgason, lektor við Kennaraháskóla
Íslands, annast bókmenntagagnrýni.
í fréttatilkynningu frá Ftjálsri
verslun segir að næsta tölublað komi
út undir lok mánaðarins og að í því
muni m.a. birtast dómar eftir þá Jón
Viðar og Júlíus Vífil.
-----♦ ♦ ♦----
Maður fyrir bíl
í Hafnarfirði
MAÐUR varð fyrir bfl á gatnamótum
Reykjavíkurvegar og Hjallahrauns í
Hafnarfirði í gær. Maðurinn slasaðist
talsvert á höfði.
Maðurinn, sem er um sjötugt, var
á leið yfir Reykjavíkurveg þegar bíll-
inn lenti á honum. Var hann fluttur
á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
meðal annars með nokkur meiðsli á
höfði. Þetta var um kl. 14 í gær.
ESB veitir Rannsóknarstofu í veðurfræði styrk til að athuga lægðir
Af hverju er
norðvestanátt-
in sjaldgæf?
HARALDUR Ólafsson veðurfræð-
ingur, sem rekur Rannsóknarstofu
í veðurfræði, er einn af níu sem
fengið hafa um 90 milljóna króna
styrk frá Evrópusambandinu til að
rannsaka gögn um iægðir yfir
Atlantshafi síðastliðinn vetur.
Sagðist Haraldur meðal annars
vonast til að finna svar við spurn-
ingunni af hverju norðvestanáttin
er eins sjaldgæf og hún er á ís-
landi.
Aðrir þátttakendur í verkefninu
eru veðurstofurnar í Noregi, Bret-
landi, írlandi og Frakklandi ásamt
Rannsóknarstofu í lofthjúpsfræð-
um í París, Tækniháskólinn í Par-
ís, Háskólinn í Toulouse, Háskólinn
í Reading og Rannsóknarstofa í
Veðurfræði.
Vonast til að geta ráðið
stúdent til starfa
Að sögn Haraldar verða lægðir
yfir Norður-Atlantshafi rannsak-
aðar og þá fyrst og fremst áhrif
íslands og Grænlands á þær.
Hvemig lægðirnar ýmist dýpka eða
grynnast og hvemig þær breytast
í laginu en lögunin stjómar því
hvar í lægðinni mesti og minnsti
vindhraðinn er.
Haraldur hefur stundað rann-
sóknir í veðurfræði og sagði hann
að sá rekstur hafi fengið heitið
Rannsóknarstofa í veðurfræði.
Hann hefur til þessa verið einn að
verki en með tilkomu styrksins von-
ast hann til að geta ráðið að
minnsta kosti einn stúdent í fram-
haldsnámi til verkefnisins. Styrk-
urinn mun því fara að mestu í laun
til aðstoðarmanna og til kaupa á
vélbúnaði. „Ég er minnstur í þess-
um hópi en þetta er sami hópurinn
og vann að gagnaöflun á Atlants-
hafí síðastliðinn vetur og Veður-
stofa íslands tók þátt í,“ sagði hann.
Niðurstöðurnar munu gefa
betri grundvöll að veðurspám
Haraldur sagði að niðurstöður
rannsóknarinnar myndu gefa betri
gmndvöll að veðurspám. Ef menn
vissu t.d. hvaða áhrif landslag
hefði á lægðir þá væru meiri líkur
á betri spám. „Þá vonast allur
hópurinn til að hægt verði að nota
niðurstöðurnar við að skilja stað-
bundnar veðurfarsbreytingar,"
sagði hann. „Ef við kæmumst til
dæmis að því að íslandslægðin
væri fyrst og fremst til staðar
vegna þess að Grænland er svona
hátt og vegna ríkjandi vestanáttar
með köldu og stöðugu lofti vestan
við Grænland og ef veðurfarslíkön
spá fyrir um að kalda loftið muni
breytast og hlýna töluvert þá
myndi það hafa áhrif á íslands-
lægðina og hún grynnast. íslands-
lægðin dælir til okkar hlýju lofti
þannig að þá kæmi þessi hlýnun
hugsanlega ekki fram á íslandi."
Nicorette' innsogslyf
Þegar líkaminn saknar nikótíns og hendurnar sakna vanans
«■■■■■<■> saamaM ■■■■■
NICORETTE
Ef þú reykir þekkir þú lfldega vandamál er
geta komið upp þegar þú hættir að reykja;
líkaminn saknar nikótínsins sem hann er
vanur að fá og hendurnar sakna vanans sem
skapast við það að halda á sígarettu.
Á stundum sem þessum gæti nýja
Nicorette® innsogslyfið hjálpað þér.
Rör sem inniheldur nikótín er settí í munnstykkiö.
Smellt saman og sogiö.
Nicorette® innsogslyfið inniheldur nikód'n
til að draga úr löngun í sígarettu en um leið
fó hendurnar verkefni. Enn fremur kemur
enginn reykur og þú ert laus við tjöru og
kolsýring.
Rétt handbragð skrefi nær. Ef þú ákveður
að hætta að reykja prófeðu þá nýja
Nicorette® innsogslyfið.
NICORETTE
Njóttu lífsins - reyklaus
Nicorette® innsogslyf. Hvert rör inniheldur: Nikotín 10 mg. Lyfiö kemur í staö nikótíns viö reykingar og dregur þannig úr fráhvarfseinkennum og auöveldar fólki aö hætta aö reykja. Nicorette®
innsogslyf er því hjálpartæki þegar reykingum er hætt. Innandaöur skammtur af nikótíni fellur aö mestu út í munnholi og loöir viö munnslímhúö. Þaö nikótínmagn sem fæst úr einu sogi af
Nicorette® innsogslyfi er minna en úr einu sogi af sígarettu. Til aö fá sem mest magn af nikótíni úr innsogslyfinu skal nota þaö í 20 mínútur. Nicorette® innsogslyf má nota í lengri tíma þaö er
háö þeirri tækni sem beitt er hverju sinni viö notkun. Algengur skammtur er 6 rör á dag en þó ekki fleiri en 12 á dag. ÞaÖ er mikilvægt aö meðferöartími só nægilega langur. Mælt er meö aö
meöferö standi yfir I a.m.k. 3 mánuöi. Aö þeim tlma liönum á aö minnka nikótínskammtinn smám saman á 6-8 vikum. Venjulega skal Ijúka meöferöinni eftir 6 mánuöi. Nicorette® innsogslyf
getur valdiö aukaverkunum eins og hósta, ertingu í munni og hálsi. Höfuöverkur, brjóstsviöi, ógleöi, hiksti, uppköst, óþægindi í hálsi, nefstífla og blöörur í munni geta einnig komiö fram. Viö
samtímis inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og viö reykingar, veriö aukin hætta á blóötappa. Nikótín getur valdiö bráöum eitrunum hjá börnum og er eíniö því alls ekki ætlaö börnum
yngri en 15 ára nema ( samráöi viö lækni. Gæta skal varúöar hjá þeim sem hafa hjarta- og æöasjúkdóma. Þungaöar konur og konur meö barn á brjósti ættu ekki aö nota lyfiö nema í samráöi
viö lækni. Lesiö vandlega leiöbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins.Markaösleyfishafi: Pharmacia&Upjohn, Danmörk. Innflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garöabæ.