Morgunblaðið - 15.10.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 15.10.1997, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Segir af sér vegna ásakana PIERS Merchant, 46 ára þingmaður breska íhalds- flokksins, sagðist í gær hafa ákveðið að segja af sér þing- mennsku vegna ítrekaðra ásakana um kynferðisleg hlið- arspor með 18 ára stúlku. Merchant kveðst saklaus af áburðinum en sagðist vilja draga sig út úr sviðsljósi fjöl- miðla til að hlífa fjölskyldu sinni og stúlkunnar, sem hann segir fjölskylduvin. Merchant hélt sæti sínu í kosningunum í maí þrátt fyrir að götublöð hefðu áður birt ásakanir í hans garð. Fær ekki að höfða mál BORGARDÓMUR í frönsku hafnarborginni Cherbourg vís- aði í gær frá dómi málshöfðun Greenpeace-samtakanna á hendur franska kjamorkufyr- irtækinu COGEMA, sem um- hverfissamtökin saka um að hafa losað geislavirkan kjam- orkuúrgang frá La Hague end- urvinnslustöðinni í sjóinn und- an norðurströnd Frakklands. Ástæða frávísunarinnar var sögð sú að Greenpeace hefði ekki getað sýnt fram á rétt- mæti málssóknarinnar. Þekkir Kohl sitjandann? ÞJÓÐVERJI, sem gert hefur verið að greiða 25 þúsund krónur fyrir að bera sitjand- ann framan í Helmut Kohl kanslara og frú er þau dvöld- ust í sumarleyfi í Austurríki fyrir tveimur árum, hefur áfrýjað lögreglukæm og kveðst saklaus. Krefst maður- inn þess að Kohl komi fyrir réttinn og skoði sitjanda sinn því það telur hann einu leiðina til að fá sýknu. Kanslarinn muni þá sjá að þessi sitjandi sé ekki einn þeirra sem hópur ferðamanna beraði framan í kanslarahjónin fyrir framan sumarhús þeirra í St. Gilgen við Wolfgangsvatn 1995 eftir að hafa laumast framhjá líf- vörðum þeirra. 58 fórust í rútuslysi AÐ minnsta kosti 58 manns biðu bana og 17 slösuðust er yfirfull rúta fór út af þjóðveg- inum 25 km frá borginni Tangail í Bangladesh í gær og hafnaði út í skurði. Ástæða slyssins var sögð sú, að bíl- stjórinn hafi misst vald á rút- unni sem hann ók á ofsa- hraða. Heilasótt veldur ótta ÁSTRÖLSK yfírvöld fyrir- skipuðu bólusetningu á tæp- lega 500 stúdentum við há- skóla í héraðinu Nýju Suður- Wales eftir að einn stúdent dó af völdum heilahimnubólgu og fjórir veiktust. Allir sóttu þeir róðrarmót háskóla á Pen- rithvötnum í Sydney um fyrri helgi ásamt stúlku frá hérað- inu Vestur-Ástralíu sem dó af völdum veikinnar. Viðbrögð við ræðu Kohls kanslara á flokksþingi Kristilegra demókrata Gagnrýnisraddir ekki þagnaðar Bonn, Leipzig. Reuters. MEÐ HERÓPI sínu til kristilegra demókrata sem Helmut Kohl, kanzlari Þýzkalands, flutti á árlegu flokksþingi CDU í Leipzig í fyrra- dag hefur hann samkvæmt dómi þýzkra fjölmiðla bætt nokkuð möguleika flokksins á endurkjöri í næstu þingkosningum, sem fara fram haustið 1998, en honum hefur ekki tekizt að þagga niður í gagn- rýnisröddum innan flokksins. í ræðunni sem Kohl flutti þing- fulltrúum í fyrradag hét hann því að beijast af hörku fyrir fimmta kosningasigrinum undir merkjum sameiningar Evrópu, en ekki var fullljóst hve langt flokksmenn hans væru tilbúnir að fylgja honum á þeirri braut. Vinsældir Kohls og flokksins hafa verið í öldudal að undanfömu, ef marka má skoðanakannanir, og inn- an CDU em uppi hugmyndir um að bezt fari á því að Kohl, sem hefur setið 15 ár óslitið á valdastóli, víki fyrir arftaka strax að loknum kosn- ingum. „í hvert sinn sem harðast er að honum sótt er hann upp á sitt bezta,“ skrifaði Bild Zeitung í Hamborg um kanzlarann. „En vandamál Kohls er flokkurinn hans. Er hann tilbúinn til að beijast með honum eða bara til að hvetja hann til dáða?“ Suddeutsche Zeitung í Múnchen skrifaði í gær að Kohl hefði mistek- izt með ræðu sinni að kveða riiður innanflokksóánægju með forystu hans. „Helmut Kohl sannfærði ekki helztu gagnrýnendur sína ,í hans eigin herbúðum með látlausri ræðu sinni á flokksþinginu," sagði í leið- ara blaðsins. „Þeir munu halda áfram að velta því fyrir sér hvort flokksformaðurinn, sem hefur gegnt því hlutverki frá árinu 1973, sé rétti maðurinn til að veita flokknum forystu á komandi árum.“ Reuters Mótmæla komu drottningar HÓPUR manna stóð í gær fyrir mótmælum í blóði í, sem átti að tákna blóðbaðið í borginni Nýju Delhi vegna komu Elísabetar Englands- Amritsar árið 1919 er breskir hermenn myrtu drottningar, en mennirnir veifuðum glösum með 379 óbreytta borgara. Danmörk Hægri- flokkar vinnaá SAMKVÆMT skoðanakönnunum sem birtar voru í byijun vikunnar, hafa flokkarnir lengst tii hægri í dönskum stjórnmálum, Framfara- flokkurinn og Danski þjóðarflokk; urinn, aukið fylgi sitt verulega. í Jyllands-Posten fullyrða þjóðfélags- fræðingar sem rætt er við að ástæð- an sé fyrst og fremst óánægja með stefnuna í innflytjendamálum. Samkvæmt könnun Berlingske Tidende myndi Þjóðarflokkurinn fá 14 þingsæti ef gengið yrði til kosn- inga nú og yrði þar með fjórði stærsti flokkur á þingi. Framfaraflokknum er spáð sjö þingsætum. Ástæðan er sögð óánægja Dana með fjölda innflytjenda, sem þeir telji dekrað við. Orð stjórnmála- manna eigi lítið skylt við þann raun- veruleika sem fólki mæti og að reynt sé með öllum ráðum að hafa hemil á umræðunni. Alija Izetbegovic forseti Bosníu-Herzegóvínu á fundi Evrópuráðsins FIMM lönd í Evrópu bíða enn eftir inngöngu í Evrópuráðið, langstærsta samband ríkja í álfunni. Formlega eru það Armenía, Aserbaídsjan, Bosnía-Herzegóvína og Georgía. Forsetar þessara landa sögðu frá erfiðleikum heima fyrir í lok leið- togafundar í Strassborg um helgina. Þeir kváðust þó verða að vera bjart- sýnir um þróun í löndum sínum og aðild að Evrópuráðinu á næstu miss- erum. Það væri eins konar gæðast- impill og greiddi götu að öðru fjöl- þjóðasamstarfi. Hvíta-Rússlandi var vísað úr gestasætum í þingi Evróp- uráðsins í fyrra vegna ófremdará- stands í landinu og Alexander Lúk- asjenkó var því eini þjóðarleiðtoginn í Evrópu sem ekki kom til Strass- borgar. Alija Izetbegovic, forseti Bosníu- Herzegóvínu, sagði að þeir sem hefðu gengið gegnum viðurstyggð stríðsins hlytu nú að gera sér vonir um iýðræðisríki þar sem tvær þjóðir og fleiri þjóðarbrot byggju saman í friði. Þróunin væri ör en héngi á bláþræði. Til að hún héldi áfram væri jafnvel nauðsynlegt að alþjóð- legar gæslusveit- ir væru í landinu lengur en til júní 1998. Um samskipti við önnur ríki sagði Izetbegovic að tilnefningum 28 sendiherra frá Bosníu-Herzegóvínu hefði verið vel tekið, en beðið væri eftir svari frá Júgóslavíu. Landamæri við Króatíu væru að hluta ákveðin. Lagafrum- varp um ríkisborgararétt og vega- bréf hefði verið samið með sérlegum sendifulltrúa ESB, Carlos Westend- orp, en fulltrúar Serba í ráðherra- ráði landsins sættu sig ekki við það. Vopnabirgðir hafa, að sögn for- setans, verið eyðilagðar í sam- ræmi við Vínar- sáttmálann og notkun erlendra styrkja sætir eft- iriiti alþjóða- stofnana. Þá nefndi forsetinn lög- gæslu, sem komin væri í samræmi við alþjóðleg viðmið í stórum hluta landsins, með aðstoð alþjóðalög- reglu. Izetbegovic sagði jarðsprengjur valda því að fjórðungur Bosníu- Herzegóvínu væri ófær og lýsti yfir eindregnum stuðningi við alþjóðlegt bann við sprengjunum. Bosníuforseti sagði það vera vilja almennings að úrslit sveitarstjórnarkosninga í sept- ember væru virt að fullu og sömu- leiðis vildi almenningur fijálsa fjöi- miðla og aðgerðir gegn spillingu. Um óheft streymi upplýsinga sagði hann að það væri eitt aðalskilyrði varanlegs friðar og til skoðunar væri tillaga Westendorps um óháða nefnd til að tryggja þetta. Hvað spillingu varðar, bað hann um aðstoð til að hefta smygl, ríkið liði fyrir vangreidda tolla. Loks lofaði Izetbegovic starf fjöl- þjóðastofnana í Bosníu, friðargæslu og lagalega aðstoð sem einkum er í mannréttindamálum. Mannrétt- indadómstóll Evrópu tilnefnir fólk í mannréttindaráð, stjórnlagadómstól og nefnd um endurheimt eigna og heimkynna. Ræða Izetbegovic var í raun svar til Evrópuráðsins, sem ákvað skilyrði fyrir inngöngu Bos- níu-Herzegóvínu í lok september. Heimildarmenn blaðsins segja þó ólíklegt að aðild fáist að ráðinu meðan enn er þörf á alþjóðaher í landinu. • • Orar umbætur á bláþræði EMU veldur spennu milli Blairs og Browns London. Reuters, The Daily Telegraph. GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, vísaði í gær á bug fréttum um að hann og Tony Blair forsætisráðherra greindi á um stefnu Breta gagnvart Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, F,MU. í breskum blöðum hefur undanfarna daga verið að fínna vangaveltur um það, hvort ríkis- stjórn Verkamannaflokksins muni breyta stefnu sinni gagnvart EMU bráðlega. Á mánudag hafði Daily Mail eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórninni að Blair myndi brátt lýsa því yfir að Bretar myndu ganga í EMU fljóta- lega eftir 1999, en þá er stefnt að því að mynt- bandalagið verði sett á laggirnar. Svipuð frétt birtist í blaðinu Financial Times fyrir nokkrum vikum og olli töluverðri gengislækkun pundsins á fjármálamörkuðum samtímis og bresk hlutabréf og ríkisskuldabréf hækkuðu í verði. Dagblaðið The Independent hélt því fram í gær að fjármálaráðuneytið væri að reyna að þrýsta á Blair til að taka ákvörðun um þátttöku í EMU. Hafði blaðið eftir heimildarmönnum í „nánum tengslum" við Brown að Blair myndi brátt lýsa yfir því, að Bretar hygðu á EMU-þátttöku fljót- lega upp úr árinu 1999. í forsíðugrein sagði Anthony Bevins, stjórn- málaritstjóri blaðsins, að Blair væri staðráðinn í að endurtaka ekki mistök síðustu ríkisstjómar og þá ekki síst þá ákvörðun að sterlingspundið yrði hluti af Gengissamstarfí Evrópu, ERM. Bret- ar hófu þátttöku í ERM árið 1990 en urðu að hætta henni árið 1992. „Forsætisráðherrann sýnir gífurlega pólitíska varfærni gagnvart aðild að myntbandalaginu," sagði Bevins og bætti því við, að hætta væri á hörðum átökum milli Blairs og Browns vegna málsins. Fjármálaráðherrann lýsti því yfír í samtali við BBC-útvarpið í gær að hann og forsætisráðherr- ann hefðu rætt frétt Independent og verið sam- mála um að hún væri „uppspuni". Á fundi fjármálaráðherra ESB í Lúxemborg á mánudag greindi Brown frá því að Bretar upp- fylltu inntökuskilyrði vegna EMU en að mjög ólíklegt væri að þeir yrðu þátttakendur frá upp- hafí. Hann útilokaði hins vegar ekki aðild síðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.