Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sjötíu milljóna króna halli hjá Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar
Gagnrýnt að
aukafjárveit-
ing fæst ekki
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags, gagnrýndi
í fyrstu umræðu um fjáraukalög á Alþingi í gær, að Fjórðungssjúkra-
hús Akureyrar skyldi ekki fá aukafjárveitingu, þrátt fyrir að halli sjúkra-
hússins stefndi í yfir sjötíu milljónir fyrir þetta ár. Benti hann á að
fyrirsjáanlegum halla stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, þ.e. Sjúkrahúss
Reykjavíkur og Ríkisspítala, hefði hins vegar verið mætt með aukafjár-
veitingu á fjáraukalögum.
Alþingi
ÞIN GFUNDUR Alþingis hefst kl.
13.30 í dag. Fyrstu mál á dagskrá
eru fyrirspumir til ráðherra.
Svanfríður Jónasdóttir, þing-
maður Þjóðvaka, spyr fjármálaráð-
herra um fæðingarorlof karla. Fyr-
irspumin hljóðar svo: „Eiga allir
karlar sem em í starfi hjá ríkinu,
og uppfylla skilyrði um starfsaldur,
rétt til fæðingarorlofs, sbr. frétta-
tilkynningu fjármálaráðuneytis nr.
13/1997, án tillits til þess í hvaða
stéttarfélagi þeir eru?“
Þá mun Kristján Pálsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, spyrja
sjávarútvegsráðherra um túnfisk-
veiðar. Fyrsta spurningin hljóðar
svo: Er heimild í lögum til þess að
stunda túnfiskveiðar í atvinnuskyni
innan íslensku fiskveiðilögsögunn-
ar með íslenskum skipum eða er-
lendum leiguskipum á leigusamn-
ingi þjá íslenskum fyrirtækjum?
Ef ekki, stendur þá til að breyta
lögunum?11
Að fyrirspumum Ioknum em
eftirfarandi mál á dagskrá:
• 1. Fjáraukalög 1997. Framhald
fyrstu umræðu (atkvgr.).
• 2. Almannatryggingar. Fram-
hald fyrstu umræðu (atkvgr.).
• 3. Umboðsmaður barna. Fram-
hald fyrstu umræðu (atkvgr.).
• 4. Tekjuskattur og eignarskatt-
ur. 1. umr.
Steingrímur sagði að samkvæmt
rekstraráætlun Sjúkrahúss
Reykjavíkur væri reiknað með því
að útgjöld á þessu ári yrðu um 187
milljónir króna umfram áætlun. Á
móti fengi spítalinn hins vegar 166
milljóna króna aukafjárveitingu á
fjáraukalögum. Þá sagði hann að
hjá Ríkisspítölum stefndi hallinn í
um 270 milljónir en gerð væri til-
laga um 154 milljónir króna á
fjáraukalögum. Auk þess fengi
spítalinn fjárveitingu af viðbótarl-
iðum, sem með beinu fjárveiting-
unni jafngilti fjárþörfmni.
Steingrímur sagði það gott að
stóru sjúkrahúsin í Reykjavík
skyldu fá aukafjárveitingu til að
mæta fyrirsjáanlegum halla, en
gagnrýndi það að Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri skyldi ekki
að sama skapi fá aukafjárveitingu.
Hann tók fram að jafnan hefði
fjórðungssjúkrahúsið gætt ráð-
deildarsemi í rekstri, en hallinn
hefði orðið vegna aukins umfangs
starfseminnar á síðastliðnum
tveimur árum. Sú starfsemi hefði
verið styrkt í samræmi við þá
stefnumótun að þar skyldi efla
stóra og sérhæfða sjúkrastofnun
fyrir norðan- og austanvert landið.
Jón Kristjánsson, þingmaður
Framsóknarflokks og formaður
fjárlaganefndar, sagði að fram á
Morgunblaðið/Þorkell
STEINGRÍMUR J. Sigfússon gagnrýndi á Alþingi í gær, að
Fjórðungssjúkrahús Akureyrar skyldi ekki fá aukafjárveit-
ingu, þrátt fyrir að halli sjúkrahússins stefndi í yfir sjötíu
milljónir króna fyrir þetta ár.
þetta ár hefði
nefndin haft þær
upplýsingar að
rekstur fjórð-
ungssjúkrahúss-
ins hefði verið í
jafnvægi. Síðar
hefði komið í ljós
að sjúkrahúsið
ætti við vanda
að glíma. „Ég
efast ekki um að
m j Lij 'aiJ * r Ift | M iuSSb J ',T ' f* •<■£* ;,r ■:-r Á®; • .Á
ALÞINGI
þessi vandi sé til
skoðunar í heil-
brigðisráðuneyt-
inu og í fjármála-
ráðuneyti,“ sagði
hann. Fjárlaga-
nefnd mun því,
að sögn Jóns, fá
vanda sjúkra-
hússins inn á sitt
borð og skoða
hann vandlega.
Alþingi
Skýrsla um störf fíkni-
efnadeildar lögreglunnar
ALÞINGI hefur óskað eftir
skýrslu frá dómsmálaráðherra
um rannsókn á störfum fíkni-
efnadeildar lögreglunnar.
Farið er fram á að dómsmála-
ráðherra flylji Alþingi sjálfstæða
skýrslu um rannsókn sem fram
fór í kjölfar umræðu á Alþingi
um ásakanir á hendur lögreglu
þess efnis að meintur fíkniefna-
sali starfaði í hennar skjóli. Jafn-
framt er óskað eftir því að ráð-
herra skili ítarlegri greinargerð
og rökstuðningi um átta atriði.
Meðal þessara atriða er spurn-
ing um það hvað rannsóknin hafi
leitt í ljós um stjórnskipulag lög-
reglunnar í Reykjavík og starfs-
hætti fíkniefnadeildarinnar.
Spurning um það hvort ráðherra
hafi með einhveijum hætti
brugðist við niðurstöðu skýrsl-
unnar og þá hvernig og að lokum
hver væri rökstuðningur ríkis-
saksóknara fyrir því að ákæra
ekki að lokinni rannsókn málsins.
Framkvæmdir á Reykja-
víkurflugvelli brýnar
GUÐMUNDUR Hallvarðsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks,
gagnrýndi samgönguráðherra á
Alþingi í fyrradag fyrir að ekki
skyldi vera ráðist í framkvæmdir
á Reykjavíkurflugvelli fyrr en
árið 1999. Sagði hann slíkar
framkvæmdir brýnar vegna ör-
yggis flugsamgangna við höfuð-
borgina og við hina dreifðu
byggð. Vísaði hann í skýrslu
Flugmálastjórnar frá árinu 1995,
máli sínu til stuðnings, þar sem
segir m.a. að ástand flugbrauta
á Reykjavíkurflugvelli sé alls
óviðunandi.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sagði að ekki væru for-
sendur fyrir því að framkvæmdir
við Reykjavikurflugvöll yrðu
boðnar út á þessu ári þannig að
framkvæmdir gætu hafist árið
1998. Hins vegar væri stefnt að
þvi að bjóða verk við flugvöllinn
út á næsta ári þannig að fram-
kvæmdir geti hafist árið 1999.
Hann taldi það eðlilega tilhögun
þar sem vel þyrfti að vanda út-
boðið.
• 5. Aðgerðir til að draga úr of-
beldisdýrkun. Fyrri umr.
• 6. Efling atvinnu- og þjónustu-
svæða á landsbyggðinni. Fyrri umr.
• 7. Þingvallaurriðinn. Fyrri umr.
• 8. Umgengni um nytjastofna
sjávar. Fyrri umr.
• 9. Atvinnusjóður kvenna. Fyrri
umr.
Sími 555-1500
Garðabær
Stórás
Rúmgóð ca 70 fm 2—3 herb. íb. á
neðri haeð í tvíb. Ný eldinnr. Nýtt gler.
Parket.
iBoðahleinl
Höfum fengið til sölu fyrir aldraða við
Hrafnistu í Hf., gott endaraðh., ca 90
fm auk bilsk. Áhv. ca 1,5 millj.
Verð 11,5 millj.
Hafnarfjörður
Óttarstaðir
Til sölu ca 5—6 hektara landspilda úr
landi Óttarstaða I. Liggur að sjó. Verð:
Tilboð.
Reykjavíkurvegur
Gott skrifstofuhúsnæði ca 120 fm á 2.
hæð. Verð 4,9 millj.
Breiðvangur
Sérlega glæsileg ca 190 fm neðri sérh.
í tvíb. auk bílskúrs. 5 svefnh. Áhv.
byggsj. ca 2,7 millj. Verð 13,2 millj.
Gunnarssund
Til sölu er góð 3ja herb. fb. á jarðh.
Álfaskeið
Einbýlishús á tveimur hæðum með
hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið end-
urn. Ath. skipti á lítilli ib.
Vantar
ca 100 fm íb. nærri miðbæ Hafnar-
fjarðar.
Vantar eignir á skrá
Fasteignasala,
Strandgötu 25, Hfj.
Árni Grétar Finnsson, hrl.
Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl.
Þorsteinn Pálsson um hugmyndir Breta um hvalveiðar
Bera vitni opnari viðhorfum
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði
í gær að það bæri vitni opnari viðhorfum nýrrar
ríkisstjórnar á Bretlandi en fyrirrennara hennar
að hún væri reiðubúin að íhuga að leyfa strand-
veiðar á hvölum. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals
hf., gaf hins vegar lítið út á hugmyndina og sagði
að í Alþjóðahvalveiðiráðinu hertist snaran að hval-
veiðiþjóðum ár frá ári.
Þorsteinn Pálsson sagði í gær að ekki væri
gott að segja hvað fælist í raun og veru í yfirlýs-
ingum Breta. „Að minnsta kosti er þó ljóst að
breska ríkisstjómin kemur nú fram með ný við-
horf því að í reynd hafði gamla stjómin gefíð út
þá stefnu að hún væri á móti hvalveiðum hvað
sem öllu liði og ætlaði að ýta til hliðar öllum vís-
indalegum rökum um nýtingu hvalveiðistofna,"
sagði Þorsteinn. „Þarna koma fram opnari við-
horf, en hins vegar er á það að líta að gagnvart
íslandi, sem er lítið markaðssvæði, kemur þetta
að litlu gagni ef ekki er hægt að selja afurðirnar."
Samkvæmt yfirlýsingu Elliots Morleys, sjávar-
útvegsráðherra Breta, verður það skilyrði sett
fyrir strandveiðunum að aflinn verði aðeins til
neyslu á heimamarkaði. í breska sjávarútvegs-
ráðuneytinu fengust í gær þær upplýsingar að
strandveiðamar yrðu miðaðar við 12 mílur frá
landi og sagði talsmaður breska sjávarútvegsráð-
herrans að hann teldi útilokað að heimild til
strandveiða tæki til ríkis, sem ekki væri í Alþjóða-
hvalveiðiráðinu, sem heldur ársfund í lok mánað-
arins.
Þorsteinn sagði að forsendurnar, sem Bretar
gæfu, breyttust enn frekar ef aðeins væri talað
um 12 mílur, þar sem íslensk stjórnvöld litu svo
á að 200 mílna fiskveiðilögsagan væri það svæði
þar sem hvert ríki hefði ákvörðunarrétt um sjálf-
bæra nýtingu auðlinda.
Þorsteinn vildi ekki fallast á að íslendingar
yrðu útilokaðir frá strandveiðum næði tillagan
fram að ganga. „Það er þeirra túlkun, en við
höfum ekki verið sammála henni,“ sagði ráðherr-
ann. „Hins vegar höfum við ekki viljað útiloka
samstarf og hugsanlega aðild að Hvalveiðiráðinu
ef það fengist til að virða hvalveiðisáttmálann
og Ríó-sáttmálann um nýtingu auðlinda á sjálf-
bærum grundvelli. En ráðið hefur fótum troðið
báða þessa sáttmála."
„Snaran herðist"
Kristján Loftsson benti á að Bretar gerðu ráð
fyrir að samfara þessum tillögum væri gert ráð
fyrir að mjög drægi úr hvalveiðum miðað við
núverandi veiðar. „Norðmenn munu aldrei sam-
þykkja þessar tillögur og Japanar ekki heldur,"
sagði Kristján. „Það er Ijóst af þessu að þeir ráða
ekki við Japana og Norðmenn. Þeir hafa haft
sína stefnu og fylgt henni án tillits til þess hvað
sagt hefur verið ár eftir ár á fundum Alþjóðahval-
veiðiráðsins. Nú eru þeir að reyna að setja fram
málamiðlunartillögu til að friða Japana og Norð-
menn, sem ég hef enga trú á að þeir muni fall-
ast á.“
Kristján sagði að einu gilti um það hvort íslend-
ingar væru í Alþjóðahvalveiðiráðinu: „Ég veit að
það mun aldrei koma neitt út úr þessu hvalveiðir-
áði. Þeir eru bara á móti hvalveiðum. Þarna eru
þeir að þrengja þetta ennþá meira og það er
ekki um annað að ræða en það að snaran herðist
meira og meira með hverju árinu sem líður.“
Vilja allsherjarbann
í bréfi, sem Morley sendi öllum þingmönnum
á breska þinginu og greint var frá í breskum fjöl-
miðlum á mánudag, segir að þar sem tillaga íra
um allsherjarbann muni ekki ná fram að ganga
sé rétt að íhuga ýmsar hugmyndir, sem allir félag-
ar í Hvalveiðiráðinu gætu faliist á. Nefnir hann
þar að allt hafið utan tólf mílna lögsögu ríkja
verði griðasvæði hvala, ríki megi stunda hvalveið-
ar samkvæmt reglum Hvalveiðiráðsins innan tólf
mílna og aðeins til neyslu heima fyrir, öll alþjóð-
leg viðskipti með hvalafurðir verði bönnuð, endi
bundinn á svokaliaðar vísindaveiðar í áföngum
og hvalveiðar innfæddra þjóðflokka til lífsviður-
væris leyfðar.
í bréfinu kveðst Morley gera ráð fyrir að allar
þessar tillögur verði ræddar á þinginu, en hann
búist ekki við að teknar verði ákvarðanir. Hins
vegar verði Bretar að ganga til viðræðna um
breytingar á núverandi fyrirkomulagi, þar á með-
al um að leyfa strandveiðar, því að þrátt fyrir
að bann við hvalveiðum hafi nú verið í gildi í tíu
ár aukist fjöldi veiddra dýra nú ár frá ári. Veiðar
Norðmanna og Japana séu löglegar samkvæmt
reglum Alþjóðahvalveiðiráðsins, en lúti ekki eftir-
liti þess. Askoranir félaga í ráðinu um að hætta
hvalveiðum hafi engin áhrif haft á Japana og
Norðmenn.
Þarf að leiðar til fækkunar veiddra dýra
„Ég legg áherslu á að við munum aðeins íhuga
þann möguleika að samþykkja lausn í samræmi
viö þessar forsendur ef það leiðir til umtalsverðr-
ar og varanlegrar fækkunar á þeim fjölda hvala,
sem nú eru drepnir árlega,“ skrifar Morley í bréf-
inu til þingmanna. „Á meðan munu Bretar halda
áfram að styðja núverandi bann og verjast öllum
tilraunum til að veikja það. Við munum vitaskuld
einnig gera það ljóst að við erum áfram andvígir
núverandi hvatveiðum Norðmanna og Japana.“
Þorsteinn kvaðst vonast til að geta átt samtöl
um þessi mál við breska sjávarútvegsráðherrann.
Hann hefði boðið honum í heimsókn, en ekki
væri ljóst hvenær hann kæmi hingað.