Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nóbelinn fyrir lykil að afleiðsluviðskiptum Stokkhólmi. Reuters. TVEIR bandarískir hagfræðingar hlutu Nóbelsverðlaun í hagfræði í ár fyrir að ryðja brautina fyrir að- ferð, sem er kölluð lykill að vel- gengni á markaði afleiðsluviðskipta í heiminum á síðustu tíu árum. Robert Merton við Harvardhá- skóla og Myron Scholes við Stan- fordháskóla fá 7,5 milljónir sænskra króna fyrir rannsóknir sínar og við- halda þeirri hefð að aðallega Bánda- ríkjamenn fái Nóbelsverðlaun í hag- fræði. Formaður verðlaunanefndar sænsku vísindaakademíunnar, Bertil Náslund, sagði að aðferðin væri ein þriggja helztu skýringa á velgengni afleiðsluviðskipta auk upplýsinga- tækni og þeirra möguleika sem tölv- ur hafa upp á að bjóða. „Aðferðin er mikilvæg vegna þess að hún hefur komið að notum á mörgum sviðum hagfræðinnar og hefur mikið hagnýtt gildi,“ sagði Náslund, sem er prófessor við hag- fræðiskólann í Stokkhólmi. á blaða- mannafundi. Þriðji maðurinn látinn Aðferðih varð til með náinni sam- vinnu við annan Bandaríkjamann, Fischer Black, meðeiganda í Gold- man Sachs, sem lézt úr hálskrabba- meini 1995, 57 ára að aldri. Akademían gaf í skyn að hann hefði einnig getað fengið verðlaunin, þar sem þeir hefðu allir þrír unnið að lausn sama vandamáls. Black og Scholes, sem eru báðir fæddir 1941, komu fram með Black-Scholes að- ferðina, sem svo er köll- uð, 1973, og síðan hafa þúsundir miðlara og flárfesta notað hana á hveijum degi til að vega og meta möguleika til að kaupa tiltekinn fjölda hlutabréfa á tilteknu verði á fjármálamörkuð- um heimsins. Merton, sem fann upp ýmsar leiðir til að nota aðferðina, sagði þegar honum var skýrt frá veitingu verðlaun- unum:„Ég er orðlaus." Merton og Scholes stofnuðu á sínum tíma fyrirtækið Long-Term Capital Management. Hagfræðingar í Bandaríkjunum hafa fengið 15 af 18 Nóbels- verðlaunum í hagfræði eíðan 1980, einir eða ásamt öðrum. Kemur að ýmsum notum áslund lýsti afleiðslu- viðskiptum þannig að þau væru aðferð til að færa áhættu á herðar einhverjum öðrum. Slík viðskipti hefðu náð miklum vinsældum því að þeir sem taki þátt í Myron Scholes Robert Merton þeim geti í?agni tryggt sér hagnað með því að tryggja sig eða baktryggja sig gegn tapi. „Þetta skiptir miklu máli fyrir stór og lítil fyrirtæki, sem selja vörur erlendis og vilja til dæmis veija sig gegn gjaldeyrisá- hættu,“ sagði Náslund. „Sum fyrirtæki geta auðveldlega spáð hvernig bílamarkaður- inn muni breytast, en eiga ekki eins auðvelt með að gera sér grein fyrir hvernig verðmæti erlends gjaldeyris eigi eftir að breytast og vilja því batryggja sig. Aðferðin, sem verð- launahafarnir þróuðu, er aðferð til að ákvarða gildi afleiðsluverð- bréfa.“ Náslund sagði að aðferðin, sem Merton og Schoies fengju verð- launin fyrir, kæmi að notum á mörgum svið- um. Til dæmis væri hægt að nota hana til að ákvarða skuldir fyr- irtækja, hlutabréfa- verð, eigið fé eða for- gangshlutabréf. Hún hefði einnig komið að við fjárfestingarútreikninga. Hlutabréfaútboð Stálsmiðjan hf. Fimmtudaginn 16. október hefst sala hlutabréfa úr hlutabréfaútboði Stálsmiðjunnar hf. Helstu upplýsingar um útboðið: Nafnverð Samtals krónur 10.000.000 að nafnverði, ný hlutabréf. Gengi 4,95. Útgefandi Stálsmiöjan hf. Sölutímabil 16. október 1997- 1. janúar 1998. Umsjón með útboði íslandsbanki hf„ kt. 421289-5069, Kirkjusandi, 155 Rvfk. Sölufyrirkomulag Sölufyrirkomulag mun verða með þeim hætti að bréfin verða seld gegn staögreiðslu. Hver kaupandi má kaupa á sína kennitölu auk þess að kaupa á þrjár aðrar kennitölur gegn framvísun umboðs. Lágmarksfjárhæð er kr. 130.000 og há- marksfjárhæð er kr. 2.000.000 að markaðsvirði á kennitölu. Tilgangur útboðs Markmið með útgáfu nýs hiutafjár í Stálsmiðjunni hf. er að stuöla að dreifðri eignaraðild, en félagið ráðgerir að sækja um skráningu á Verðbréfaþingi íslands á árinu eða í byrjun þess næsta, og jafnframt að styrkja fjárhagsstöðu félagsins. Söluaðilar Bréfin verða til sölu hjá VÍB, Kirkjusandi, 105 Reykjavík, auk eftirfarandi útibúa íslandsbanka: íslandsbanki hf„ Lækjargötu 12,101 Reykjavík. íslandsbanki hf„ Háaleitisbraut 58,108 Reykjavík. íslandsbanki hf„ Suðurlandsbraut 30,108 Reykjavfk íslandsbanki hf„ Kringlunni 7,103 Reykjavík. íslandsbanki hf„ Hafnargötu 60,230 Keflavík. íslandsbanki hf„ Strandgötu 1,220 Hafnarfirði. íslandsbanki hf„ Garðatorgi 7,210 Garöabæ. fslandsbanki hf„ Skipagötu 14, 600 Akureyri. íslandsbanki hf„ Kirkjuvegi 23,900 Vestmannaeyjum. íslandsbanki hf„ Austurvegi 9,800 Selfossi. Utboðslýsingu og önnur gögn s.s. samþykktir og síðasta ársreikning er hægt að nálgast hjá Viðskiptastofu íslandsbanka, Kirkjusandi, 155 Reykjavík, Verðbréfamarkaði (slandsbanka hf. og útibúum íslands- banka hf. ÍSLANDSBANKI Fjármálamiöstöö Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560 8000, bréfasími: 560 8921 Stálsmiðjan býður út nýtt hlutafé STÁLSMIÐJAN hf. býður á morgun út nýtt hlutafé að nafnvirði 10 mitlj- ónir króna. Bréfin verða seld á geng- inu 4,95 og nemur söluandvirði þeirra því um 49,5 milljónum króna. Sölu- fyrirkomulag verður með þeim hætti að hver kaupandi má kaupa á sína kennitölu og að auki þijár aðrar kennitölur gegn framvísun umboðs. Lágmarks fjárhæð er 130 þúsund kr. að markaðsvirði á hveija kenni- tölu og hámarksfjárhæð 2 milljónir króna. Bréfin verða seld gegn stað- greiðslu hjá Verðbréfamarkaði Ís- landsbanka og útibúum bankans. Tilgangur útboðsins er að fjár- magna framkvæmdir sem framund- an eru á vegum félagsins svo og stuðla að dreifðri eignaraðild. Félag- ið ráðgerir að sækja um skráningu á Verðbréfaþingi. Umsvif Stálsmiðj- unnar hafa verið að aukast á undan- förnum árum og námu rekstrartekj- ur félagsins um 353 milljónum fyrstu sex mánuði ársins borið saman við 285 milljónir á sama tímabili í fyrra. Árið 1996 nam hagnaður tæplega 33 milljónum á móti 31 milljón árið áður, en í sex mánaða milliuppgjöri fyrir yfirstandandi ár nam hagnaður 62 milljónum. Áætlað er að hagnað- ur ársins nemi um 84 milljónum á þessu ári. -----» ♦ ♦--- Gatesgefur hugbúnað Bern. Reuter. MICROSOFT fyrirtækið ætlar að gefa hugbúnað til að gera svissnesk- um skólum kleift að tengjast alnet- inu í tölvum, sem ríkisstarfsmenn eru hættir að nota. Bilt Gates stjórn- arformaður og fjármálaráðherra Sviss, Kaspar Villiger, skýrðu frá samkomulaginu, sem þeir kváðu sýna mikilvægi tölvukerfis heimsins fyrir menntun. Komið verður fyrir 2.500 PC-tölvum og Microsoft-bún- aði á 4-5 árum og verður um 600 kennurum kennt að nota tölvurnar. Reuters FRIÐRIK krónprins af Spáni (t.v.), Jóhann Karl Spánarkonung- ur og ráðherrar úr ríkissljórninni fylgjast með skriðdreka aka hjá á hersýningu sem haldin var í Madríd sl. sunnudag í til- efni af þjóðhátíðardegi Spánverja. Þar var aðeins spænski þjóðsöngurinn leikinn. Þjóðsöngva- stríð á Spáni? Tilskipun stjómar Jose Maria Aznar um að leika skuli spænska þjóðsönginn fyrst við hátíðleg tækifærí, hefur vakið reiði þjóðernis- sinna í Katalóníu og Baskalandi ÞJÓÐERNISSINNAR í Baskalandi og í Katalóníu á Spáni hafa brugð- ist hart við tilskipun sem ríkisstjórn Jose Maria Aznar forsætisráðherra hefur boðað að út verði gefin þess efnis að jafnan skuli leika fyrst þjóðsöng Spánar þegar konungur landsins og forsætisráðherra koma fram við opinber tækifæri. Þjóðern- issinnar krefjast þess að tilskipun- inni verði breytt á þann veg að þessi tvö sjálfstjórnarsvæði verði undanskilin enda eigi bæði Baskar og Katalóníumenn sína eigin þjóð- söngva, sem áfram eigi að njóta forgangs. Viðbrögð þjóðernissinna við til- skipun þessari koma ekki á óvart en þau hafa þó reynst harðari en við hafði verið búist. Frétt þessi hefur ekki síst vakið athygli á Spáni þar sem flokkar þjóðernissinna í Baskalandi og Katalóníu styðja minnihlutastjórn Jose Maria Ázn- ars forsætisráðherra, leiðtoga Þjóð- arflokksins (PP). Nokkur spenna hefur einkennt þetta samstarf enda hafa þjóðernissinnar líf stjórnarinn- ar í hendi sér. Öðrum söngvum æðri I tilskipun þeirri sem ráðherrar- áð ríkisstjórnarinnar hefur boðað segir skýrlega að jafnan skuli leika þjóðsöng Spánar er konungur landsins eða forsætisráðherra koma fram við opinber tækifæri. Þetta þýðir því að þjóðsöngur Spánar verður settur skör ofar en söngvar sjálfsstjórnarhéraðanna tveggja þegar þessi fyrirmenni eru á ferð. Að sögn spænska dagblaðs- ins E1 Mundo segir í tilskipuninni að menn skuli standa á fætur er þjóðsöngurinn hljómar og sýna af sér reisn og virðingu í hvívetna. Inyaki Anasagasti, talsmaður Þjóðarflokks Baska (PNV) á þingi Spánar í Madrid, sagði í viðtali við dagblaðið El País að Baskar vildu ekki efna til ófriðar vegna tilskip- unarinnar nýju en bætti við að hún yrði „erfið I framkvæmd." í öðru viðtali bætti hann við að næst þeg- ar æðstu ráðamenn þjóðarinnar væru á ferð í Baskalandi yrði tekið á móti þeim „án fána og án þjóð- söngva.“ Heppilegast hefði verið að hrófla hvergi við núgildandi reglugerðum varðandi þjóðsönginn enda ljóst að slíkar breytingar væru ávallt mörgum mikið tilfinn- ingamál. Afturhvarf til Franco-tímans? Fétagi Anasagastis á þingi, þjóð- ernissinninn Alkartasuna Begonya, var öllu ómyrkari í máli og vísaði til þeirra ára er Franco hershöfð- ingi var einráður á Spáni. „Þetta minnir næstum, næstum á þá daga þegar reglur kváðu á um að menn stæðu upp og syngju „Cara a 1 Sol“ með höndina upprétta við opinber tækifæri.“ í Katalóníu hafa viðbrögðin einn- ig verið hörð. Leiðtogi Lýðræð- isbandalags Katalóníu (UDC) sagði að stjórn Aznars væri að efna til deilna að óþörfu. „Þjóðsöngur okk- ar er Els Segadors." Aðalritari CDC-flokksins, sem myndar ásamt UDC bandalag kat- alónskra þjóðernissinna á þingi Spánar í Madrid, tók í sama streng og sagði tilskipun ríkisstjórnarinnar „öfgakennda" og einkennast af „úr- eltum og gamaldags hugsunar- hætti.“ Leiðtogi ungtiðahreyfingar þjóðernissinna hvatti til „borgara- legs andófs" gegn reglum þessum í Katalóníu. I Helgir söngvar Þjóðsöngur Spánar er til í tveim- | ur útgáfum, annars vegar Marcha Granadera og hins vegar Marcha Real. Fyrrnefnda útgáfan er lengri og er notuð við fánahyllingar og þegar konungur Spánar er á ferð ásamt föruneyti. Styttri útgáfan er hins vegar leikin þegar forsætis- ráðherra landsins, prinsinn af Ast- úrías, sem er ríkisarfi Spánar eða | systur hans tvær taka þátt í opin- berum athöfnum. Þá er sú útgáfa ' jafnan notuð á íþróttakappleikjum. I Þjóðsöngvar sjálfsstjórnarsvæð- anna, einkum í Katalóníu, hafa hins vegar notið ákveðinnar sérstöðu og eru helg fyrirbrigði í huga margra þjóðernissinna. Þannig er sagt að katalónskir þjóðernissinnar hafi lagt á ráðin um að láta Els Segad- ors hljóma „fyrir tilviljun eina“ er Jóhann Karl Spánarkonungur kom i til setningarathafnar Ólympíuleik- j anna í Barcelona árið 1992 en tek- ist hafi að koma í veg fyrir þau * áform.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.