Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 56
'T Jb MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdótir Valt á hringtorgi Hveragerði. Morgnnblaðið. ENGIN SLYS urðu á mönnum þeg- ar vöruflutningabíll valt á hring- torginu við Hveragerði um fimm- leytið í gær. Ekki er ljóst um skemmdir á bflnum sem var full- hlaðinn timbri á leið austur á Sel- foss er óhappið varð. Að sögn lög- reglunnar á Selfossi er talið að bfll- inn hafi farið inn á hringtorgið á of ■ -■jniklum hraða og af þeim sökum olt- ið á hliðina. Þó nokkuð hefur verið um það siðan hringtorg þetta var lagt að bflstjórar hafi ekið þvert yf- ir torgið og eins hefur það gerst að vöruflutningabflar hafi misst þar af sér farm. I báðum þessum tilvikum vill lögreglan kenna því um að ekki er keyrt í samræmi við aðstæður og hægt nóg á ferð áður en ekið er inn á hringtorgið. Verkfallssjóður Kennarasambands Islands er öflugur Ekki gengið frá er- lendum fjárstuðningi EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að á fundi norrænna kennara í síðustu viku hafi kjaradeila grunnskóla- kennara og sveitarfélaganna hér á landi m.a. verið rædd, en ekki hafi verið gengið frá neinum fjárstuðn- ingi norrænna kennara við starfs- bræður sína hér á landi. Það kunni hins vegar að vera að farið verði fram á slíkan stuðning á næsta fundi norrænu kennarasamtak- anna ef kjaradeilan leysist ekki. Grunnskólakennarar greiða 0,8% af launum sínum í verkfalls- sjóð. Fyrir verkfaliið 1995 var þetta hlutfall lækkað niður í 0,2%, en á þingi sambandsins eftir verk- fallið var ákveðið að hækka hlut- fallið aftur. Kennarasambandið á núna 250-300 milljónir í verkfalls- sjóði, að sögn Eiríks Jónssonar. Stjórn KI mun skipa verkfalls- stjórn á stjómarfundi nk. föstudag og þar verður einnig fjallað um undirbúning verkfalls. í verkfallinu 1995 ákvað verk- fallsstjóm KÍ að greiða 57 þúsund krónur á mánuði til kennara í fullu starfi. Þá greiddu KÍ og HÍK um 220 milljónir á mánuði í verkfahs- bætur til um 4.200 kennara. Komi til verkfalls grannskólakennara fara liðlega 3.200 kennarar í verk- fall. Það má því ljóst vera að grannskólakennarar geta verið nokkuð margar vikur í verkfalli án erlends fjárstuðnings. Aflahrun í Smugunni Verðmæti veiðanna 600-700 milljónir HEILDARAFLI íslenskra fiski- skipa í Smugunni í ár nemur rúm- um 5.800 tonnum, sem er aðeins liðlega fjórðungur þess sem gert hafði verið ráð fyrir í upphafi ver- tíðar. Reiknað hafði verið með um 20 þúsund tonna afla úr Smugunni á árinu 1997 að verðmæti 2,3 millj- arðar króna, skv. meðaltölum í út- flutningi, en nú er orðið ljóst að Smuguveiðin gefur ekki af sér nema 600-700 milljónir króna í út- flutningstekjur. Þegar Smugan gaf mest, árið 1995, var heildarafli Is- lendinga þar hátt í 40 þúsund tonn >að verðmæti hátt í fjórir milljarðar króna. I fyrra fengu íslensk skip 23 þúsunda tonna heildarafla úr Smugunni að verðmæti um 2,7 milljarðar króna. ■ Smugan gaf 5.800 tonn/1 C - L__,J Morgunblaðið/Árni Sæberg GERT er ráð fyrir að ný ávaxtabirgða- og pökkunarstöð Hagkaups við Brúarvog verði tilbúin um næstu áramót. Hugmynd Breta um hvalveiðar nær aðeins til 12 mflna Getur ekki náð til ríkis utan Hvalveiðiráðsins TALSMAÐUR breska sjávarútvegsráðuneytisins sagði í gær að yfirlýsing Breta um að þeir hygðust leggja til að hvalveiðar yrðu leyfðar við Noreg og Jap- an myndi ekki ná til Islands meðan Islendingar stæðu utan Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra sagði í gær að þessi yfirlýsing bæri því vitni að núverandi ríkisstjórn Bretlands hefði opn- ari viðhorf th hvalveiða en fyrri ríkisstjórn. Bfll eyðilagðist í eldi >«íiÍLL gereyðilagðist í *eldi þegar honum var ek- ið eftir Eyrarbakkavegi skammt frá Selfossi um áttaleytið í gærkvöld. Okumanninn sakaði ekki. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var bíllinn kom- ,án nokkuð til ára sinna. ' Eldur blossaði skyndi- lega upp þegar bflnum var ekið eftir þjóðvegin- um milli Eyrarbakka og Selfoss. Fékk bílstjórinn ekki við neitt ráðið en kallað var á slökkvilið. Kom lið frá Branavörn- um Árnessýslu á Selfossi á staðinn og slökkti en bíllinn er ónýtur. ,AIþjóða hvalveiðiráðið er stofnun, sem menn ganga í sjálfviljugir," sagði John Webb, tals- maður breska sjávarút- vegsráðuneytisins, þegar hann var spurður í gær hvort staða íslands breyttist ef tillagan um strandveiðar Norðmanna og Japana næði fram að ganga. „Ég held að svarið sé því nei, útilokað er að ríki, sem er utan Alþjóða hvalveiðiráðsins gæti fall- ið undir þetta.“ Samkvæmt upplýsing- um úr sjávarútvegsráðu- neytinu breska er átt við veiðar innan tólf mflna frá strandlengju lands. Bretar hyggjast ræða þetta mál af fullri alvöru á þingi hvalveiðiráðsins, sem haldið verður í Mónakó 20. til 24. októ- ber. Um leið hafa þeir lýst yfir stuðningi við til- lögu Ira um að hvalir eigi sér griðastað hvar sem er í heiminum, en þar sem ólíklegt sé að hún nái fram að ganga telji þeir rétt að íhuga ýmsa aðra kosti. Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals hf., gefur lítið út á þessar hugmyndir og segir að í Alþjóða hval- veiðiráðinu herðist snaran að hvalveiðiþjóðum ár frá ári. ■ Bera vitni/10 Hagkaup byggir birgðastöð FRAMKVÆMDIR eru í fullum gangi við byggingu nýrrar ávaxtabirgða- og pökkunarstöðv- ar Hagkaups við Brúarvog í Sundahöfn. Að sögn Óskars Magnússonar, forstjóra Hag- kaups, ber vöruhúsið heitið Nýtt og ferskt, og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið öðruhvorumeg- in við næstu áramót. Islenskir aðalverktakar sjá um allar framkvæmdir við bygging- una, sem er um 2.000 fermetra stálgrindarhús. Ofar á lóðinni, uppi við Skútuvog, er Þyrping, eignarhaldsfélag Baugs, Hag- kaups og Bónuss, að undirbúa byggingu 7.000 fermetra birgða- stöðvar fyrir Bónus og Hagkaup, sem ráðgert er að verði tilbúin næsta haust. Þar verða geymdar allar þurrvörur fyrir Bónus og Hagkaup og í framtíðinni einnig allar ferskvörur fyrir utan ávexti og kjöt. Aðalvík og Njarðvík seld- ar norður REGINN, eignarhaldsfélag Lands- bankans, hefur tekið boði Kalda- fells ehf. í Njarðvík KE og Aðalvík KE en það var upp á rúmar 1.100 milljónir kr. Kaldafell, sem er skráð í Njarðvík, er í eigu Utgerð- arfélags Akureyringa en skipunum fylgdi 1.514 tonna kvóti. I tilkynningu frá UA sagði, að kaupin væru í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að treysta rekstrargrundvöll sinn til framtíðar en ekki væri búið að ákveða hvern- ig að rekstri skipanna yrði staðið. Þeim fylgir eins og áður sagði 1.514 tonna kvóti, þar af 1.080 tonn í þorski og 220 tonn í ýsu. Alls bárust þrjú tilboð í skipin og það, sem komst næst tilboði Kalda- fells, var frá Fiskanesi í Grindavík og Valbirni í Sandgerði. Var það einn milljarður og fimmtíu milljónir króna. Þriðja tilboðið var frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, upp á 838 millj. kr. A Suðurnesjum hefur verið mik- ill áhugi á því að halda kvótanum á svæðinu en Sverrir Hermannsson bankastjóri og stjórnarformaður Regins sagði i viðtali við Morgun- blaðið, að tilboð Kaldafells hefði verið langhagstæðast, einkum vegna þess, að það bauðst til að greiða kaupverðið út. ■ Tilboði tekið/3C ---------------- Samherji með 275 milljóna hagnað HAGNAÐUR Samherja hf. og dótt- urfélaga, Fiskimjöls og lýsis hf. og Friðþjófs hf., nam 275 milljónum ki'óna á fyrstu átta mánuðum úrsins. Veltufé frá rekstri nam 835 milljón- um króna, sem samsvarar 17% af rekstrartekjum tímabilsins. I kjölfar birtingar átta mánaða uppgjörs Samherja lækkaði gengi hlutabréfa í félaginu á Verðbréfa- þingi íslands um 11% frá síðustu við- skiptum með hlutabréf í því. Ekki er að fullu lokið reiknings- skilum erlendra dótturfélaga Sam- herja en unnið er að þeim og er gert ráð fyrh' að samstæðureikningur Samherja fyrir fyrstu átta mánuði ársins liggi fyrir í lok október. ■ Hagnaðurinn/17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.