Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 13 FRETTIR Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson KLAKVEIÐI á laxi hefur verið í ám víða um land síðustu vikurnar. Hér er vígalegur hængur sem verður í undaneldinu við Laxá í Aðaldal. Mikil og góð sjó- bleikju- veiði PRÝÐISGÓÐ sjóbleikjuveiði var í flestum bleikjuám á Vesturlandi og í sumum var veiðin „ævintýraleg". Má þar nefna Hörðudalsá í Dölum. Veiðitími sjóbleikju er nú liðinn og er mál manna að veiði hafi verið í góðu meðallagi miðað við síðustu sumur en veiðin hefur verið stunduð af meira kappi en áður var. Veiði í Hörðudalsá var „æv- intýraleg" eins og Sigurður Siguijónsson, einn leigutaka árinnar, komst að orði í sam- tali við blaðið, um 1.200 bleikj- ur voru bókaðar og mikið af því prýðisvænn fiskur. „Ég lenti sjálfur í því, einnig félag- ar mínir og margir sem þeir töluðu við, að fá mokveiði, al- veg upp í 80 fiska í túr og megnið af fiskinum ekki bara yfir pundinu, heldur á bilinu 1,5 til 2 pund sem er falleg bleikja. Auðvitað var eitthvað um smælki, en megnið af afl- anum var þessi væna og fallega bleikja. Þetta var miklu betra en í fyrra og kom okkur alveg í opna skjöldu," sagði Sigurður. I næsta dal rennur Miðá í Dölum og þar veiddust um 500 bleikjur. Það er mjög góð út- koma og sérstaklega gott þeg- ar tekið er tillit til að oft var óselt í ána. Bleikjan í Miðá var lík þeirri í Hörðudalnum, mest 1-2 pund, en stærstu fiskar í báðum ám voru 5 punda. Báðar gáfu litla laxveiði, Hörðudalsá- in aðeins 20 fiska og Miðáin mijli 40 og 50. í Svínafossá á Skógarströnd veiddust um 200 sjóbleikjur og 100 sjóbirtingar. Að sögn As- geirs Ásmundssonar leigutaka var allmikið af bleilgunni 3-4 pund og stærsti sjóbirtingurinn 7,5 pund. Einnig veiddust 19 laxar, sá stærsti 8 pund. Gott á Barðaströnd Lokatölur hafa ekki verið teknar saman í Gufudalsá og Skálmardalsá sem eru trúlega bestu sjóbleikjuárnar í Barða- strandarsýslum. I Gufudalsá var raunar lítið veitt því leigu- takar höfðu ekki boðlega gist- ingu að bjóða að þessu sinni og stendur það að sögn til bóta. I Skálmardalsá hafa menn viður- væri í gömlu eyðibýli og þar var veiði góð. Veiðitíminn er stuttur, byijar undir lok júlí og stendur út ágúst. Algengt var að 3 daga holl væru að fá milli 100 og 150 fiska þegar best lét að sögn Péturs Péturssonar eins eigenda árinnar. Mest var þetta 1-3 punda fiskur. Flottasta parið? Ef keppt væri um flottasta laxaparið, væru hjónin sem Eiríkur St. Eiríksson veiddi á Iðunni á þriðja svæði Stóru- Laxár í Hreppum á lokadag vertíðarinnar örugglega sig- urstrangleg. Þetta var í lok september í hávaðaroki og vægast sagt óvinsamlegu veðri. Eiríkur tók þá þessa tvo laxa í beit, báða á maðk á sama blettinum með fárra mínútna millibili. Fyrst kom hrygnan og hún var 13 pund. Síðan kom hængurinn og hann vó 19,5 pund veginn blóðgaður nokkr- um klukkustundum síðar; sem sagt 20 punda er hann var ný- kominn úr ánni. Hvorki Eiríkur eða félagar hans urðu meira varir þennan lokadag. I I Borgarráð Tillögur að Hafnarhúsi samþykktar BORGARRÁÐ hefur samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur teikningar að Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Gert er ráð fyrir 150 millj. til verksins á næsta ári. í bókun fulltrúa Sjálf- stæðisflokks í borgarráði er bent á að árlegur rekstrarkostnaður listasafnsins í Hafnarhúsinu sé áætlaður 62 millj. Rekstrarkostn- aður listasafna á vegum borgarinn- ar muni því í það minnsta aukast um 31 millj. á ári. Ströng kostnaðaraðgát í tillög-u borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista vegna listasafns- ins, segir að framkvæmdir á næsta ári skuli miðast við að hægt verði að nota sali á 1. hæð til tímabund- ins sýningarhalds á vegum Listahátíðar Reykjavíkur næsta sumar. I samþykkt borgarráðs er byggingadeild borgarverkfræðings falið að viðhafa stranga kostnaðar- gát við framkvæmdina og endur- skoða tímaáætlun fyrir hönnun og framkvæmdir hússins þannig að kostnaður dreifist á lengri tíma en ráðgert er í áætlun byggingadeild- ar. SAMSTAÐATIL SIGURS Stuðningsmenn VILHJÁLMS Þ. VILHJÁLMSSONAR, borgarfulltrúa opna í dag kosningaskrifstofu kl. 17.00 í Borgartúni 33 (austurhlið). Opið kl. 16-19 daglega en laugardag og sunnudag kl. 14-19. Sími 552 2123. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins 24.-25. október 1997 ■-iislSlil COROL.LA F®rii okkur nær livext oðxu Tál<n um gceði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.