Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 32
M2 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR R-listinn svíkur aldraða I VALDATIÐ R-list- ans í Reykjavík, sem nú er vonandi brátt á enda, hefur stöðnun og dáðleysi einkennt stjórnun hans. Fátt hef- ur R-listinn gert vel á þessu kjörtímabili en valdið verulegum skaða á ýmsum sviðum, skaða sem ekki hefði orðið hefði verið fylgt mark- miðum sem Sjálfstæð- isflokkurinn setti í stjórnartíð sinni 1990 '*fil 1994. Einn þessara málaflokka er málefni aldraðra. Uppbygging sjálfstæðismanna Miklar framkvæmdir áttu sér stað í byggingu hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða fyrir aldraða í valdat- íð Sjálfstæðisflokksins 1982 til 1994. Komið var upp neti þjón- ustumiðstöðva um borgina. Byggð voru hjúkrunarheimili til að mæta þörfum sjúkra eldri borgara. Dæmi um það eru hjúkrunarheimilin Skjól, Eir og Seljahlíð, og einnig þjónustu- íbúðir í Lindarbæ. Þannig tókst að mæta mismunandi þörfum aldraðra, 'Nenda ekki vanþörf á, því um 150 manns biðu eftir hjúkrunarþjón- ustu. Þegar R-listinn tók við stjórnar- taumum í Reykjavík 1994 höfðu verið samþykktar áætlanir um bygg- ingu hjúkrunarrýmis fyrir 126 manns í Skóg- arbæ í Suður-Mjódd. Jafnframt var fyrirhug- að að byggja hjúkrun- aríbúðir í tengslum við Eir. Með þeim fram- kvæmdum hefði verið séð fyrir endann á vandræðum aldraðra í bili. R-listinn kastaði þéssum áætlunum hins vegar á glæ og hefur aðeins nýlega tekið í notkun hjúkrunarrými fyrir þriðjung þeirra sem til stóð að liðsinna. Þannig voru aldraðir sviknir um þjónustu Það þarf að verða for- gangsverkefni Sjálf- stæðisflokksins, segir Jóna Gróa Sigurðar- dóttir, að undirbúa byggingu nýs hjúkrun- arheimilis fyrir aldraða. sem R-listinn hafði lofað og um leið var háum fjárhæðum kastað á glæ, peningum sem varið hafði verið til undirbúnings framkvæmdunum. Eg hygg að aldraðir og aðstandendur þeirra gleymi ekki hvernig R-listinn gekk þarna þvert á loforð sín. Réttum hlut aldraðra Á næsta kjörtímabili verður það meðal fyrstu verka Sjálfstæðis- flokksins að undirbúa byggingu nýs hjúkrunarheimilis en 220 aldraðir sjúklingar eru nú í bráðaforgangi. En það er víðar sem skórinn krepp- ir í málefnum aldraðra. Bæta þarf verulega skipulag heimaþjón- ustunnar, lækka þarf gjöld vegna tómstundastarfs sem fjölmargir aldraðir hafa ekki lengur efni á að taka þátt í og stríðir gjaldtakan þar gegn tilgangi þjónustunnar, að rjúfa einangrun aldraðra. Sama er að segja um ýmsa aðra gjaldtöku R-listans, svo sem hið illræmda holræsagjald, sem kemur öldruðum sérlega illa og sjálfstæðismenn munu fella niður. Það er af mörgu að taka þegar aldraðir eiga í hiut. Upp úr stendur þó að aldraðir bera nú skarðan hlut frá borði, hvert sem litið er. Má þar nefna lækkun ellilífeyris sem hækk- ar ekki í takt við laun, og ýmsa jaðarskatta. Hvarvetna blasir ósanngirni við. Gamalt fólk sem skilað hefur ævistarfi sínu á bæði siðferðislegan og lagalegan rétt til sómasamlegs lífs. Hér er verk að vinna. Annað sæmir okkur ekki. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Jóna Gróa Sigurðardóttir UNDAXFARIÐ hef- ' úr töluvert verið byggt af dagheimilúm í Reykjavík enda þörftn og eftirspurnin fyrir slíka aðstöðu toluverð. Við gerum okkur öll grein fyrir að töluvert ijármagn fer í að byggja slík heimili. Það er aftur á móti hitt sem ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir er hve rekstrarkostnaður slíkra heimila er hár. Byggingin sjálf er bara byggð einu sinni en rekstrarkostnaðurinn fylgir skattgreiðendum »um ókomin ár. Þetta þýðir í raun að þegar ákvörðun er tekin um bygg- ingu dagvistarheimila eða annarra bygginga í opinberri eigu er verið að ráðstafa fé borgaranna langt fram í tímann. Ekki er nóg að byggja falleg dag- heimili sem eru góðum tækjum búin. Það þarf einnig að gera ráð fyrir góðu starfs- fólki til að sinna börnun- um. Starfsfólkið þarf að vera ánægt í vinnu svo það geti gefið eitthvað af sér til barnanna. Börnin eru það glögg að þau skynja óánægju og spennu fullorðna fólksins. Hvaða foreldri vildi hafa börnin sín í fallegu húsi þar sem óánægðir kennarar væru sífellt kvartandi undan eigin bágindum? Nýlega hótuðu leik- skólakennarar verkfalli ef þeim yrðu ekki boðin sómasamleg laun og slík barátta kemur örugglega niður á einhveiju einhvers staðar. En til þess að starfs- fólkið sé ánægt í starfi þurfa að vera í boði viðunandi laun. Helst viljum við að börnin okkar séu í vörslu fag- fólks en fáir eru tilbúnir að sér- mennta sig í grein sem gefur lágar Ekki er nóg að byggja falleg dagheimili sem eru góðum tækjum búin, segir Anna F. Gunnarsdóttir. Það þarf einnig að gera ráð fyrir góðu starfsfólki til að sinna börnunum. tekjur. Hugsanlega er því skynsam- legra að fara hægar í sakirnar með byggingu nýrra dagvistarheimila en í staðinn hlúa að og efla betur þá staði sem fyrir eru, m.a. með greiðslu hærri launa. En til þess að hægt sé að uppfylla brýnustu þörfina í dag fyrir dagvistarpláss má í staðinn efla og styðja við dagmæður á einn eða annan hátt og þannig nýta betur hús okkar borgaranna sem standa annars mannlaus flesta virka daga. Höfundur starfar sem „Anna og útlitið“ og er formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Dagvistarmál Anna F. Gunnarsdóttir V Kork>oPlast / 20 gerðum Kork O Floor er ekkert annað en hið viðurkennda Kork O Plast, limt f þéttpressaðar viðartrefjaplötur, kantar með nót og gróp. UNDIRLAGSKOfíK i ÞfíEMUR ÞYKKTUM. VEGGTÖFLUKORKPLÖTURIÞREMUR ÞYKKTUM. KORK-PARKETT, VENJULEGTITVEIMUR ÞYKKTUM. KORK-gólffllsar með vinyl-plast áferð Kork.o-Plast: ÞP &co Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ARMULA 29 • PÓSTHOIF 8360 • 128 REYKJAVÍK S'.Mi 553 3640 568 6100 * Fjölbreytt æskulýðsstarf byggt á traustum grunni kristinnar trúar www.kirkjan.is/KFUM Olaf í 4. sætið! AÐ GEFNU tilefni og vegna mikilla und- irtekta við greinar mínar í Morgunblað- inu í janúar og febrúar ’97 (fólk hafði oft samband) um málefni aldraðra og öryrkja þar sem ég hvatti til róttækra aðgerða í okkar málum en ég sé nú að það er borin von vegna samstöðuleysis og roluskapar. í ijósi þess sé ég þann kost vænstan og okkur til góðs að Ólafur er duglegur drengskaparmaður, segir Skúli Einarsson, og hann styður aldraða og öryrkja. tryggja Ólaf F. Magnússyni lækni 4. sætið í komandi kosningum. Þarna er á ferð mikill og dug- legur drengskap- armaður sem hann á kyn til. Allir sem einn; Ólaf í 4."sætið því hann hefur reynsluna eftir að hafa setið sem vara- maður undanfarið og kynnt sér máiin rækilega og veit hvar skórinn kreppir að. Komið á Lækjar- torg, alltaf heitt á könnunni og ræðið málin milii kl. 14 og 22 daglega (strætisvagnahúsið). P.S. Vert er að veita athygli ungri áhugasamri konu - Halldóru Steingrímsdóttur - hún þorir og vill - X við hana. Höfundur er eldri borgari. Skúli Einarsson Borgarsljórn óskast ÞEGAR kjörnefnd fór þess á leit við mig að ég tæki þátt í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, fannst mér nánast ómögule_gt að skorast undan. Astæð- urnar fyrir því eru nokkrar, en helsta má telja þá, að ég er sjáif- stæðismaður af sann- færingu og hugsjón og hef einfaidlega þá skoðun að áherslur og grundvallarsjónarmið sj álfstæðisstefnunn ar séu haldbetri en henti- stefnustjórn vinstri manna. Ég hef einnig bjargfasta trú á að stjórn, sem legg- ur áherslu á að gefa einstaklingum svigrúm og tækifæri til að vinna sínum málefnum vel, skili mestu. Breiður framboðslisti höfðar til breiðs hóps, segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, og skilar okkur borginni aftur. Stjórn R-listans hefur einkennst af flest.u öðru en framangreindu, nefnilega skattpíningu og hroka gagnvart borgarbúum. Lítið hefut' orðið úr efndum á fögrum kosninga- loforðum, engar umbyltingar hafa orðið í dagvistunarmálum eða mál- efnum aldraðra, að ekki sé talað um íj'ármál borgarinnar. Þrátt fyrit’ góðæri á kjörtímabilinu og verulega aukningu skatta hefur R-listanum tekist að auka skuldir borgarinnar um þtjá milljarða, sem ekki er í anda loforðsins sem gefið var fyrir rúmum þremur árum. Og hvetjum eru þessar ófarir svo að kenna? Ekki R-listanum, segit' borgarstjóri, lengi vel var þetta sök fyrrver- andi borgarstjórnar, en upp á síðkastið hefur skuldinni verið skellt á opinber stjórnvöld. Það er merkilegt, hvað .lítil ábyrgð virðist fylgja borgarstjórastarfinu í seinni tíð. R-listinn hefur heldur ekki nýtt sér það tækifæri sem gefist hefur til að hlúa að grunnskólanum eftir að hann færðist yfir til sveitarfélaganna. Kennarar og fleiri bundu miklar vonit' við flutninginn, sem brugðist hafa svo um munar, enda verkfall yfirvofandi. Það er af nógu af taka þegar „afrekalisti" R-listans er skoðaður. Reyndar virðist eina raunverulega afrek hans vera að hafa lifað sameinaður jafnlengi og raun ber vitni, en þá málamiðlun- ai'óstjórn hafa borgarbúar þurft að greiða dýru verði. I vor gefst færi á að snúa vörn í sókn og vinna borgina á ný. Til þess að það niegi verða, þurfa sem flestir kjósenda að finna að þeir eigi sér málsvara á lista Sjálfstæðisflokksins, þar með talið ungt fólk. Þess vegna er mikil- vægt að þar verði að finna einstakl- inga með svipaðan bakgrunn, sem lifa og hrærast í svipuðu umhverfi og hafa svipaðar hugmyndir og þeir sjálfir. Breiður listi höfðar til breiðs hóps, og það skilar okkur borginni aftur. Höfundur er 23 ára háskólanenii. Svanhildur Hólm Valsdóttir Reynsla o g þekk- ing í fyrirrúmi VERKEFNI munu í auknum mæli færast frá ríki til sveitarfélaga í framtíðinni. Því skiptir hugmyndafræði stjórn- málanna æ meira máli í sveitarstjórnarpólitík- inni. Hvaða verkefni eiga að vera á höndum hins opinbera og hver ekki? Eru tilteknir skattar og álögur rétt- lætanlegar? Hvernig er hægt að tryggja velferð heildarinnar án þess að ganga á rétt einstakl- ingsins? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem kjörnir fulltrúar fólksins verða að geta svarað. Það skiptir þvi máli að við veljum til forystu fólk sem hefur Kjartan Magnússon hefur mikla reynslu og þekkingu á málefnum Reykj avíkurborgar, segir Elsa B. Valsdótt- ir, og á hugmyndafræði Sj álf stæðisflokksins. mikla reynslu af og þekkingu á bæði málefnum Reykjavíkurborgar og hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Miagússon er góður kostur Kjartan Magnússon er ungur maður sem uppfyllir bæði þessi skil- yrði. Hann hefur starfað með Sjálf- stæðisflokknum um árabil og hefur á yfir- standandi kjörtímabili verið varamaður sjálf- stæðismanna í borgat'- stjórn. Við sem þekkj- um Kjartan úr Heim- dalli og höfum starfað bæði með honum og undir hans stjórn þegar hann var formaður fé- lagsins fögnuðum því fyrir íjórum árum þeg- at’ honum var boðið að taka sæti á framboðs- lista flokksins. Við viss- um sem var að þar hefði borgarstjórnarflokkur- inn fengið ómetanlegan liðsmann. Hann hefur líka sýnt sig traustsins verðan í verki. Kjartan situr í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur, í heil- brigðisnefnd og húsnæðisnefnd og hann et' eini karlmaðurinn sem á sæti í jafnréttisnefnd Reykjavíkur. Lýðræðið í verki Það voru ungir sjálfstæðismenn í Reykjavik sem hvað ákafast hvöttu tii þess að Sjálfstæðisflokkurinn veldi framboðslista sinn fyrir kom- andi borgarstjórnarkosningar með prófkjöri. Við teljum það lýðræðis- legustu leiðina til að velja á fram- boðslista. Ég hvet alla sjálfstæðis- menn sem rétt hafa til að kjósa í þessu prófkjöri til að gera það og sýna þannig í verki hvernig Sjálf- stæðisflokkurinn, stærsti stjórn- málaflokkur landsins, treystir sínu fólki tii að móta stefnu og ásýnd flokksins. Höfundur er læknir og fyrrum formaður Heimdallar. Elsa B. Valsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.